Morgunblaðið - 10.03.1987, Side 59

Morgunblaðið - 10.03.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 59 Ekki grunaði okkur hjónin síðast- liðið haust, er Gunna og Ási komu í heimsókn til okkar, að það væri í síðasta skipti sem við myndum hittast fjögur saman, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ási minn og bömin, við vottum ' ykkur okkar innilegustu samúð. Ólöf og Steini Það var fyrir um það bil 20 árum að ég hitti Gunnu Sveins fyrst. Hún var þá að fara til ársdvalar í Banda- ríkjunum sem AFS-skiptinemi, full eftirvæntingar og svo jákvæð og opin fyrir því sem í vændum var. Hún kom heim reynslunni ríkari og vildi þá leggja þessum félagsskap lið, ef það mætti verða til þess að gera öðmm kleift að upplifa það sama og hún. Vann hún þar ötult og fómfúst starf og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan AFS á ís- landi. Var hún meðal annars ritari og einnig formaður félagsins um tíma. Áttum við þar mjög ánægju- legt samstarf. Áðstaða félagsins var heldur bágborin á þessum árum og mæddi þá oft á heimilum og umburðarlyndi heimilisfólks stjóm- armanna, en gott var að sækja Gunnu heim, glaðværðin og hrein- skilnin í fyrirrúmi. Þegar hún sagði mér að þau hjónin ætluðu að flytja austur til Hornaíjarðar trúði ég henni ekki í fyrstu. Mér fannst frá- leitt að þau, þessi borgarbörn, flyttu af mölinni. Þá kom fram þessi ein- staka jákvæðni sem einkenndi hana alltaf. Má segja að hún hafi verið nokkurs konar Pollýanna, því hún sá alltaf björtu hliðamar á öllu. Að leiðarlokum vil ég þakka Gunnu góð kynni. Ása, bömunum fjórum, foreldmm og öðmm að- standendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Jörundsdóttir Undarlegt er lífið og óskiljan- legt. Birta vorsins var í sjónmáli. Veturinn hafði farið um okkur mild- um höndum og mér fannst ég væri tilbúin að takast á við öll verkefni. En þegar svilkona mín, Guðrún Sveinsdóttir, lést, dimmdi skyndi- lega í huga mínum og allt virðist nú óframkvæmanlegt. Guðrúnu og Ásmundi Gíslasyni, eftirlifandi eiginmanni hennar, kynntist ég fýrir um það bil 18 ámm. Áttum við Atli ófáar ánægju- stundir með þeim hjónum og með bömum þeirra fjómm þegar árin liðu. Það var oft glatt á hlalla þeg- ar við Atli komum á Smiðjustíginn til þeirra eða þau til okkar í Eski- hlíðina. Oft var tekið í spil og málin rædd. Við vomm ung og hamingju- söm og áttum lífið framundan. Guðrún eða Gunna, eins og við kölluðum hana, var góð kona, glað- ljmd, hispurslaus og heillandi. Gestrisni þeirra hjóna var einstök. Það var oft margt um manninn á Smiðjustígnum og ég undraðist iðu- lega hvemig Gunna virtist alltaf geta töfrað fram krásir handa okk- ur öllum. Ef manni var þungt í skapi var á fáa staði betra að koma. Það var eins og Gunna gæti blásið öllum erfíðleikum á brott og maður hélt frá henni og Ása iéttari í skapi og ríkari á sál. Seinna fluttist fjöl- skyldan til Nesjahrepps þar sem Ási hóf kennslu við Nesjaskóla. Eftir það hittumst við sjaldnar og söknuðum við þeirra úr höfuðborg- inni. Stijálli endurfundir breyttu engu. Gunna var alltaf söm við sig, hláturmild og blátt áfram og í henni átti maður tryggan vin. Börnum úr fjölskyldunni bauð hún að vera hjá sér og þótti ekkert eðlilegra þrátt fyrir að hún hefði í nógu að snúast á stóru heimili. Gunna vann töluvert utan heimilis eftir því sem aðstæður leyfðu, við margvísleg störf. Vann hún öll sín störf af dugnaði og áhuga. Elsku Ási, Dadda, Ama, Matta og Kjartan. Þið grátið góða konu og móður og það hefur verið ham- ingja ykkar að njóta samvista við hana. Megi minningin um Gunnu vera ykkur styrkur og lýsa upp ókomna framtíð. Við Atli og börnin þökkum Gunnu fyrir samfýlgdina. Foreldmm, systkinum og öðmm aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Unnur Jónsdóttir Svo sem jafnan þegar kennari var ráðinn til Nesjaskóla var það með nokkurri eftirvæntingu árið 1975 að ungur stúdent var ráðinn til skólans. Með honum komu tvær litlar dætur og eiginkonan, Guðrún Sveinsdóttir. Gagnstætt því sem oftast hefur Þriggja vikna Búlgar- íuferð BÚLGARÍUFÉLAGIÐ, sem er ferða- og kynningarfélag á ís- landi, efnir í sumar, eins og að undanförnu, til ferðar til Búlg- aríu og verður fararstjóri sá sami, Margrét Ingþórsdóttir. Verður þetta þriggja vikna ferð og lagt upp 28. júlí. Flogið verður með Flugleiðum til Lúxemborgar og þaðan með búlg- arska flugfélaginu til Vama við Svartahafíð. Næsta dag hefst viku- ferð með langferðabílum um Búlgaríu, sm lýkur í Sofia og þaðan Búlgarar dansa fjöruga þjóð- dansa, sém ferðafólki þykir gaman að sjá. flogið aftur til Vama. Er einnig hægt að sleppa vikuferðinni og delja allan tímann á hóteli í Vama, þar sem valið er milli tveggja hótela. Einnig verður boðið upp á dags- og kvöldferðir frá Svartahafs- ströndinni og tveggja daga ferð með lystiskipi til Istambul. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og fólk því beðið um að láta bóka sig í ferð- ina hjá Margréti Sigþórsdóttur í Víðihvammi 8 í Kópavogi eða hjá Ferðaskrifstofu Kjartans Helgason- ar. Namskeið í hugeflisþjálfun ÞRÍDRANGUR stendur fyrir kvöldnámskeiði í hugeflisþjálfun að Hótel Loftleiðum föstudaginn 13. mars nk. Hugeflisþjálfun kennir aðferðir til að auka sköp- unarhæfni, minnisgetu og hæfi- leikann til að finna úrlausn vandamála. Á námskeiðinu verða virkjaðir ónotaðir möguleikar einstaklingsins með djúpslökun, sjálfsseijun og notkun ímyndunaraflsins til að yfír- vinna lífsvenjur eins og reykingar og ofát. Jafnframt verða kenndar aðferðir til að bæta sjálfsímynd, efla sjálfstraust og yfírvinna nei- kvæða sjálfsgagnrýni. Hugeflis- þjálfun byggir m.a. á aðferðum búlgarska vísindamannsins dr. Georgi Lozanov. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Garðar Garðarsson. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Þrídrangs frá upphafí og hefur leið- beint og túlkað á ýmsum námskeið- um um heildræn málefni. Nánari upplýsingar eru veittar að Tryggvagötu 18. (Fréttatilkynning) gerst þegar kennarar hafa ráðist til Nesjaskóla ílengdust þessi ungu hjón hér í sveitinni. Síðin hafa þau verið búsett hér, verið þátttakendur í lífi og starfí sveitunganna og unn- ið sér traust og vináttu samferða- mannanna. Þriðjudaginn 3. mars si. blöktu fánar hvarvetna í hálfa stöng. Það var eins og byggðin hér hugsaði í hljóði. Kvöldið áður hafði borist sú válega fregn, að Guðrún Sveins- dóttir væri látin. Stuttu heljarstríði var lokið, tjaldið sem skilur að líf og dauða, var fallið. Guðrún fæddist 8. október 1950. Foreldrar hennar voru Inga Valborg Einarsdóttir og Sveinn K. Sveins- son. Guðrún ólst upp í stórum systkinahópi. Hún lauk gagnfræða- prófí frá Vogaskóla árið 1967, fór síðan sem skiptinemi til Banda- ríkjanna og var það henni ógleym- anlegur tími. Eftir að hún kom heim, fór hún á húsmæðraskólann á Laugaiandi í Eyjafirði. Þar kom .að Guðrún kynntist Ásmundi Gíslasjmi og gengu þau í hjónaband 1972, árið sem hann lauk stúdentsprófi. Ásmundur var við nám er þau hófu búskap og var Guðrún þá fyrirvinna heimilisins. Það var því tilvalið fyrir ungu hjón- in að ráða sig við heimavistarskóla, meðan heimilið kæmist á traustan grundvöll. Þar með var teningnum kastað, Guðrún og Ásmundur flutt- ust hingað austur í Hornaíjörð. Fljótlega kom í ljós, að Guðrún átti greiða leið til vináttu í nýjum heimkynnum. Þar réðu meðal ann- ars þeir mikilvægu kostir í um- gengni við fólk, hispursleysi, hreinskiptni og hlýlegt og hressilegt viðmót. í fámennum byggðarlögum eru tækifærum til mannaforráða tak- mörk sett, enda hygg ég að hugur Guðrúnar hafí ekki staðið til slíks. Samt sem áður var hún góður liðs- maður í félagsstörfum, var meðal annars formaður kvenfélagsins Vöku um skeið, ritstjóri Eystra Horns og við hlið Ásmundar starf- aði hún í Umf. Mána svo dæmi séu nefnd. Auk þess vann hún hér að ýmsum störfum, bæði tengdum skólanum, við verslunarstörf o.fl. Þau Gúðrún og Ásmundur eign- uðust fjögur böm: Guðrúnu Döddu f. árið 1972, Ömu f. 1975, Matt- hildi f. 1977 og Kjartan f. 1979. Það vom því ærin verkefni á heimil- inu og við það bættist svo, að árið 1982 fluttu þau í nýtt íbúðarhús sem þau byggðu og var það auðvit- að mikið átak. Mín fyrstu kynni af fjölskyldunni hófúst þegar ég starfaði einn vetur við leikskóla hér í sveitinni. I þeim bamahópi vom systumar Dadda og Ama. Tókst með okkur góður vin- skapur og hefur mér jafnan fundist ég njóta þess tíma í samskiptum við Guðrún og Ásmund. Fyrir tæp- um tveimur ámm kom Gunna svo til starfa í verslun sem ég starfaði einnig við. Þar eignaðist ég bæði góðan og hressan vinnufélaga og trausta vinkonu. Það er stundum erfítt að sætta sig við örlögin, en þeim fær enginn breytt. Ásmundur, Dadda, Arna, Matt- hildur og Kjartan, ykkar missir er mikill, en minningin um ástríka eig- inkonu og móður mun lifa með ykkur um ókomin ár. Ykkur og öðmm aðstandendum sendum við á Seljavöllum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í þungbærri sorg. Valgerður Egilsdóttir Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér. Ég á þann vin sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Margrét Jónsdóttir I dag kveðjum við kæra vinkonu sem tekin var burt í blóma lífsins. Við vomm svo lánsamar að fá að þekkja Guðrúnu og minnumst henn- ar sem glaðværs og góðs vinar. Það verður erfitt að ímynda sér tilver- una án hennar. Við þökkum fyrir allt. Minningin um góðan vin lifir í hjörtum okkar. Við biðjum algóðan Guð að gæta hennar og styrkja fjölskyldu hennar í sorg sinni. Vinkonur í Nesjum ÚRVALS FILMUR Kvnninaarverö BB H Perstorp HARÐPLAST TIL ÁLÍMINGA Ótrúlegt litaúrval. Líttu við í Smiðjubúðinni. S:21220 HF.OFNASMIflJAN HÁTEIGSVEGI 7 SÍMI: 21220. Starfsmenntun IBM-PC-tölvan hefur farið mikla sigurför um heiminn og^nú er fala PC-töIva á íslenska markaðinum farin að nálgast 10.000. Mikifpörf er nú á vönduðu og hagnýtu námi á þessar tölvur og algengan notendahugbúnað. Tölvufræðslan býður uppá 80 klst. nám í notkun PC-tölva. Þátttakendur geta valið um að taka námið sem dagnám á einum mánuði eða sem kvöldnám á tveim- ur mánuðum. Að loknu námi verða þátttakendur færir um að leysa öll algeng verkefni á PC-tölvur. Námið hefst 16. mars Leiðbeinendur: Dagskrá: ★ Grundvallaratriði í tölvutækni ★ Stýrikerflð MS-DOS ★ Ritvinnslukerfið Orðsnilld ★ Töflureiknirinn Multiplan ★ Gagnasafnskerfið D-base III ★ Fjarskipti með tölvum t J Óskar B. Hauksson, Yngvl Pétursson. Margrét Pálsdótttr. Dr. Krlstján Ingvason, Halldór Kristjánsson, verkfræðingur. menntaskólakennarl. BA-kennarl. verkfræðingur. verkfræðingur. Nánari upplýsingar í símum 687590, 686790. . 687434 og 39566. ri TÖL\ Fl EÐSI Borgartúoi 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.