Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 32______________________ Sri Lanka: Blóðugir bardagar á Jaffna- skaga Colombo, AP. 30 óbreyttir borgarar féllu og hundruð manna flúðu heimili sín er stjórnarhermenn á Sri Lanka létu til skarar skríða gegn skæruliðum tamíla á Jaffna- skaga um helgina. Dagblöð sem gefin eru út á máli tamila sögðu 60 manns hafa særst í árásum stórskotaliðs og orustuvéla stjómarhersins. Blöðin sögðu sprengjukúlur hafa hæft heimili og verslanir og hefðu 800 manns flúið heimili sín og leit- að skjóls í skólum og hofum hindúa. Dagblaðið Eelanadu, sem gefið er út í höfuðborginni Colombo, skýrði frá því að sjúkrahús í Jaffna hefði orðið fyrir sprengjuárás og sjö manna fjölskylda látið lífið í stór- skotaliðsárás stjómarhersins. Talsmenn stjómarinnar hafa and- mælt fullyrðingum dagblaðanna en herforingi einn, sem krafðist nafn- leyndar, sagði að 16 óbreyttir borgarar kynnu að hafa fallið í bardögunum. Að sögn sjónarvotta blossuðu átökin upp á laugardag er skærulið- ar tamíla sprengdu herflutningabíl í loft upp og felldu ellefu stjómar- hermenn og sex óbreytta borgara. Skæmliðar hafa lengi boðað stór- sókn á Jaffna-skaga en embættis- menn sögðu í gær að ekkert benti til þess að hún væri hafin. Tamílar ráða næstum öllum skaganum og halda hermenn stjómarinnar til í virki serri Hollendingar reistu í borginni Jaffna. Skæruliðar hafa undanfarin fjög- ur ár barist íyrir stofnun sjálfstæðs ríkis tamíla á norður- og austur- hluta Sri Lanka og hafa rúmlega 5.000 manns látið lífíð frá því átök- in hófust. Persaflóastríðið: Tekst írön- um að þurrka mýrarnar - og hefja lokasókn- ina gegn Irökum? London. Reuter. vinna nú að mjög flókinni skurðagerð austur af írösku borginni Basra og stefna að því að þurrka upp mýrlendið á þess- um slóðum. Að því búnu munu þeir blása til stórsóknar gegn Basra. Breska blaðið Observer skýrði frá þessu í gær. kvaðst hafa komist yfír gervi- hnattamyndir, sem sýndu, að íranir hefðu gert marga skurði, allt að 32 km langa, til að veita vatninu úr Hawizah-mýrlendinu og auðvelda sér þannig stórsókn í átt að Basra. „Þessi skurðagerð er mjög mik- ilvæg í hemaðaráætlunum írana og það, að henni skuli ekki vera lokið, kann að vera skýringin á því, að margboðuð lokasókn hefur dregist á langinn," sagði í Obser- ver. Fyrstu vísbendingamar um skurðagerðina komu fram á mynd- um frá Landsat-gervihnettinum en myndimar, sem Observer studdist við, vom teknar úr frönskum gervi- hnetti. Kvennagöngu tvístrað í Managua Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var á sunnudag, 8. mars, og minntust konur þess víða með því að safnast saman og vekja athygli á réttindamálum sínum. í Managua í Nicaragua fóru konur einnig í kröfugöngu en þar var henni tvístrað af lögreglu- mönnum. í neyðarástandslögum sandinistastjómar- innar er allur mannsöfnuður bannaður nema sá, sem þeir leggja blessun sína yfír. Myndin var tekin þeg- ar einn þátttakendanna, að vísu karlmaður, var handtekinn. Reuter. Nemar greiði gjaldeyri fyrir dvalarleyfi Belgrad, Reuter. UM 15.000 erlendir námsmenn í Júgóslavíu, flestir frá þróunarl- öndum, munu framvegis þurfa að leggja inn í júgóslavneska banka árlega gjaldeyri að jafnvirði 2.000 dollara, (um 80.000 kr.ísl.) til þess að fá framlengt dvalarleyfi í landinu. Dagblaðið Vercemie Novosti, hafði þessar upplýsingar í gær eftir Pað yfir því að þeir sem leigi út íbúðir í borginni fari yfírleitt fram á að fá leigugreiðslur í gjaldeyri. Verður boðað til nýrra kosninga á Grænlandi? Báðir fulltróar Inuit Ataqatigiit reknir úr stjórninni Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. LÍKLEGT þykir, að boðað verði til kosninga á Grænlandi, þegar landsþingið kemur að nýju saman í dag til setu á vorönn. Astæðan er sú, að forysta sljórnarflokksins, Siumuts, hefur hafnað myndun nýrrar samsteypustjórnar með borgaraflokknum Atassut. Og þar sem þingflokkur Siumut ákvað á fundi sinum um helgina að reka fulltrúa vinstriflokksins Inuit Ataqatigiit úr landsstjórninni, virðist fátt geta komið í veg fyrir, að ganga verði til nýrra kosninga. Inuit Ataqutigiit hafði tvo full- Af þessum skiptum getur því trúa í stjórninni; Arqaluk Lynge fór aðeins orðið, að Siumut nái sam- með húsnæðis- og félagsmál og Josef Motzfeldt með verslun og samgöngur. Við starfí þeirra taka fulltrúar úr Siumut; Agnete Davids- en tekur húsnæðis- og félagsmálin og Jens Lyberth, formaður LO, heildarsamtaka verkalýðsfélag- anna, tekur við verslunar- og samgöngumálunum. Agnete hefur áður farið með húsnæðis- og félags- mál um stuttan tíma, en hún er nú m.a. formaður stjómar Grænlenska útvarpsins. komulagi um þau við stjómarand- stöðuflokkinn Atassut. Siumut og Atassut hafa 11 fulltrúa hvor flokk- ur á landsþinginu, Inuit Ataqatigiit þrjá fulltrúa. Samkomulagsumleit- anir Siumut og Atassut um þetta efni vöktu mikla athygli fjölmiðla á Norðurlandaráðsþinginu, sem ný- lega var haldið í Helsinki. Jonathan Motzfeldt, leiðtogi Siumut, og Otto Steenholdt, leiðtogi Atassut, sáust oftlega saman, og sáralítið fregnað- ist af viðræðum þeirra. Fjölmiðlam- ir gátu sér þess þó til, sem nú er orðið. Bollalagt var um það bæði í Helsinki og seinna á Grænlandi, að Atassut mundi vilja fá eitthvað fyr- ir snúð sinn, ef flokkurinn tæki þátt í að reka IA-fulltrúana tvo úr stjóminni. Það kom líka á daginn á flokksráðsfundi Siumut í Nuuk (Godtháb), að Atassut hafði farið fram á að fá þijá fulltrúa í nýrri landsstjóm. Þegar forysta Siumut hafði sagt þvert nei við þeirri kröfu, var ljóst, að kosningar vom eini kosturinn, sem eftir var. Það virðist næsta ömggt, enda þótt samninga- viðræður standi enn yfir milli allra þriggja málsaðilanna. Astæðan fyrir stjórnarslitum Siumut og Inuit Ataqatigiit er að flestra sögn ósamkomulag um af- stöðuna til bandarísku ratsjárstöðv- arinnar í Thule. Jonathan Motzfeldt, leiðtogi Siumut, hefur ítrekað lýst yfír, að hann taki trúan- legar þær upplýsingar, sem hann hafí fengið frá Bandaríkjamönnum varðandi umfang stöðvarinnar. Hann segist sannfærður um, að endumýjun ratsjárinnar bijóti ekki í bága við samning Sovétmanna og Bandaríkjamanna. Arqaluk Lynge hefur verið miklu vantrúaðri á skýringar Bandaríkja- manna og sakað Jonathan Motz- feldt um sinnuleysi og gagmýnis- leysi í málinu. Lars Emil Johansen, sem fór með sjávarútvegsmál fyrir Siumut en hefur nú tekið við embætti skóla- stjóra lýðháskóla, segir, að fleira hafí valdið stjómarslitunum en Thule-stöðin. M.a. hafi það þráfald- lega komið fyrir, að fulltrúar Inuit Ataqatigiit hafí greitt atkvæði á móti málum, sem stjómarflokkamir vom búnir að koma sér saman um að leggja fram. Garrí Kasparov: Ný skáksamtök stofnuð sem mótvægi við FIDE Þrjátíu stórmeistarar aðilar að samtökunum Moskvu, AP. HEIMSMEISTARINN í skák, Garrí Kasparov og ýmsir kunnir stórmeistarar hafa krafizt þess að fá að vera með í ráðum í ákvörðunum Alþjóða skáksam- bandsins (FIDE) í framtíðinni. Skýrði sovézka blaðið Pravda frá þessu á laugardag. Blaðið hefur það eftir Kasparov, að stórmeistaramir hafí sent FIDE tillögur, þar sem gert sé ráð fyrir því, að bæði þurfí samþykki FIDE og keppenda, ef breyta á keppnis- reglum um alþjóðaskákmót. Tillög- ur þessar voru upphaflega samdar af nýjum samtökum um 30 stór- meistara, sem stofnuð voru í nóvember sl. á ólympíuskákmótinu í Dubai. Þessar tillögur hefðu þegar ve- rið sendar FIDE, en framkvæmda- nefnd þess ákvað í síðasta mánuði að fresta öllum aðgerðum þeirra vegna um eitt ár. I viðtalinu segir Kasparov enn- fremur, að markmið þessara nýju stórmeistarasamtaka sé að reyna að skapa mótvægi við FIDE. „A undanfömum árum hafa forystu- menn FIDE haldið því fram, að engir aðrir en þeir geti ráðið nokkru innan skákhreyfíngarinnar og þeir geti gefíð stórmeisturunum afdráttarlaus fyrirmæli um, hvem- ig þeir eigi að sitja og standa og einnig, hvaða skákmót skulu fá að fara fram. Við viljum ekki setja okkur ofar FIDE, en við viljum vera vissir um, að það hafí samrð við stórmeistarana áður en ein- hveijar breytingar á reglum þess eiga sér stað.“ Samkvæmt framangreindum til- lögum Kasparovs og hinna stór- meistaranna, þá yrði FIDE að hafa samráð við keppendur um öll atriði varðandi skákmót og einvígi og allar breytingar á reglum varðandi heimsmeistaraeinvígið og undir- búning þess, yrðu bæði að fá samþykki stórmeistaranna og FIDE. Kasparov hefur hvað eftir annað gagnrýnt FIDE og forseta þess, Florencio Campomanes.I viðtalinu við Prövdu segir Kasparov, að FIDE hafí svarað tillögunum frá hinum nýstofnuðu samtökum stór- meistaranna með því að bjóða þeim að stofna sameiginlega nefnd, sem gæti orðið hluti af Alþjóðaskák- sambandinu. „Samtök okkar geta ekki fallizt á slíkt. Þau vilja fá að starfa sjálfstætt og vinsældir skák- listarinnar eru það miklar, að samtökin geta gert sér vonir um að hljóta stuðning alls staðar í heiminum." Kasparov skýrði ennfremur svo frá, að stórmeistaramir, sem stóðu að stofnun hinna nýju samtaka, hefðu kosið 7 af meðlimum sínum - þeirra á meðal bæði hann sjálfan og Karpov - í stjóm. Samtökin hefðu þegar komið upp aðalstöðv- um sínum í Briissel, þar sem næsti aðalfundur þeirra yrði haldinn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.