Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 er-tiL þin, MdLfn'áur. " ást er. ___að vera ekki eins og á fcrossgötum. mitag.uIS.Pat Ofl.-ai rtgtna rtawvw) • «N Loa Aagataa Ttam Syadfcata Með morgimkaffinu t-tl- ^1V( Er þetta ekki galdralækn- irinn okkar, kominn með rauða hunda? HÖGNI HREKKVISI „HVEfZNIG GENGOR. ÞéfZ At> A1ESRAST r*1' Gagnrýnendur ljúga fólk inn í leikhúsin Undanfarið hafa mér verið að koma í hug ummæli þingmanns um eigin frammistöðu fyrir nokkru. Að það hefði verið óttalegur aumingja- skapur að greiða ekki ákveðinni tillögu atkvæði. Eg held nefnilega að ég og trú- lega margir fleiri hafí staðið sig að aumingjaskap í því að sitja undir þeim óhroða sem steypt er yfír mann í Iðnó og kallast Dagur Von- ar. Ósjálfrátt verður sú skoðun áleitnari, að þeir sem setja saman slíkan viðbjóð séu að breiða yfír eigið getuleysi með upphrópunum í orði og athöfnum. Þar minnist maður einnig nýársleikrits sjón- varpsins. Það er ekki ný aðferð að reynt sé að vekja á sér athygli með því að ganga fram af fólki, þekkist t.d. hjá bömum. Persónur í þessu leikriti eru held- ur illa gerðar og ósannar og sá eini er sýnir góðan leik er Sigurður Karlsson, enda sá eini sem fær að Ijúka setningu. Hin virðast flest vera að flýta sér að hespa þessu af. Sem betur fer. Ég sé ekki betur en að Margrét Helga, sú mikilhæfa leikkona, væri eitthvað miður sín, að þurfa að taka þátt í þessum óskapnaði. Stefíð er kunnuglegt. Það er þetta undarlega móðurhatur. Við hana er að sakast um allt sem mið- ur fer. Nú spyrja menn kannski hvers vegna tekur leikhússtjóri þetta til sýningar ef verkið er eins slæmt og ég álít. Ekki veit ég það og fínnst raunar óskiljanlegt. En allt bendir til þess að þeir, sem þama ráða, séu á sama báti og hinir sem láta frá sér jákvæða gagnrýni um slíkt verk, eða umsögn eins og þessa: „í Degi vonar er persónusköpunin stórbrotin — íslensku alþýðufólki lyft með eig- indum skáldskaparins upp á svið þar sem allir rúma dýpstu og marg- breytilegustu tilfínningar mann- sandans" (Siguðurður Hróarsson í leikskrá). Mér fínnst ótrúlegt að nokkur sá sem séð hefur leikritið skilji hvað maðurinn sé að fara. Væri ekki nær að segja að mannlegar tilfínningar séu dregnar niður í svaðið með sóðalegasta orðbragði sem heyrst hefur? Ég efast mikið um að „íslensku alþýðufólki" finnist sem það kannist við það málfar og þann munnsöfnuð sem það þarna er r Svanur Karlsson er ekki á eitt sáttur með gagnrýnendum um ágæti verksins Dagur Vonar sem Leikfélag Reylgavíkur er að sýna um þessar mundir. matað með. „Hljómlausir söngvar fáráðleikans auma". Hversvegna eru þessar sýningar þá sóttar af áhorfendum? Eg held að skýringin sé sú að gagnrýnendur Ijúga fólk beinlínis inn í leikhúsin og þeir sem fara þegja. Fyrir nokkr- um árum var verkefnaval Leikfé- lagsins komið á það stig að fólk kom grátandi og gubbandi út af sýningunum. Vegur leikhússins dal- aði og aðsókn minnkaði. Vonandi er þetta ekki að endurtaka sig. Það var gott að koma í sömu vikunni á minningartónleika Bjöms Ólafsson- ar og fá tónaregnið táramjúkt á sínum stað í barminum. Svanur Karlsson Verslunin borgi meira Velvakandi góður, í leiðara Morgnnblaðsins 25. fe- brúar sl. er Þjóðviljinn tekinn á beinið fyrir að nota stór orð og stríðsletur um gróða verslunarinn- ar. Talar blaðið um „kreddur sósíalista" og „öfund“. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er að svíkja loforð sín um niðurfell- ingu tekjuskatts af almennum launatekjum, vegna erfiðleika ríkis- sjóðs, þá fínns mér það kreddu líkast að hafna því að verslunin borgi meira til samneyslunnar þeg- ar vel gengur hjá henni. Skyldum sínum við verslunina þjónar Sjálfstæðisflokkurinn vel en vill gjaman gleyma mér og mínum líkum. Stígur Herlufsen Hafnarfírði Víkverji skrifar Það er kominn skemmtilegur lítill veitingastaður rétt við tjörnina, sem heitir raunar Við tjömina. Hann er óvenjulegur að tvennu leyti: í fyrsta lagi er hann starfræktur á annarri hæð í gömlu timburhúsi, sem stendur við Kirkju- hvol. Þetta húsnæði hefur í eina tíð verið notað, sem íbúð en á seinni árum var starfrækt þar hárgreiðslu- stofa. Ekki hefur verið lagt mikið í að innrétta þetta húsnæði en það er kannski einmitt “sjarmi" staðar- ins. I annan stað býður þessi veit- ingastaður fyrst og fremst upp á fískrétti og grænmetisrétti, a.m.k. var ekki annað að sjá á matseðlinum það kvöld, sem Víkveiji kom þar við. Maturinn stendur fyrir sínu, eins og raunar víðast á veitingahús- um nú orðið en umhverfíð er svo ólíkt því, sem við eigum að venjast á veitingastöðum hér, að þessi nýi staður verður ekki sízt eftirsóknar- verður af þeim sökum. Fyrir nokkmm dögum kom Víkverji á sjúkrahús hér í borg- inni og gekk að afgreiðslu í anddyri þess til þess að fá upplýsingar um sjúkling. Þar beið þá maður fyrir, sem óskaði eftir því við afgreiðsl- ustúlku að fá upplýsingar urn, hvar apótek væri opið þá stundina. Stúlk- an gerði sig líklega til að afla þeirra upplýsinga en þá hringdi síminn. Síðan tók við svo langt símtal, að maðurinn, sem beið eftir upplýsing- um um apótekið hvarf á braut, en afgreiðslustúlkan sneri sér að Víkveija og spurði hann, hvort hann vantaði upplýsingar um apótek! Þótt margir áratugir séu liðnir frá því að síminn var tekinn í notk- un er virðingin fyrir þessu tæki svo mikil, að ef síminn hringir þykir sjálfsagt að afgreiða fyrst þann, sem hringir en ekki hinn, sem kem- ur á staðinn! Nú getur auðvitað staðið svo á, að svara þurfí í síma vegna þess að sá, sem hringir á brýnt erindi, en í þessu tilviki var augljóslega ekki um slíkt að ræða. Þrátt fyrir öll þau námskeið, sem t.d. Stjómunarfélagið stendur fyrir þ.á.m. um símaþjónustu, er það nú samt svo, að fólk verður að búa við skort á þjónustu og kurteisi af því tagi, sem hér er lýst. Bflaeign okkar íslendinga þykir nú sæta svo miklum tíðindum, að það var frétt á forsíðu Wall Stre- et Journal um það á dögunum, að við værum að ná Bandaríkjamönn- um í bílaeign pr. mann!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.