Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 67 Það þarf að styrkja landsbyggðarverslumna VERKEFNIÐ framundan er að styrkja samstöðu kaupmanna og að uppfræða almenning um nauðsyn kaupmanna og frjálsrar verslunar," sagði Guðjón Odds- son nýkjörinn formaður Kaup- mannasamtaka íslands. „Það þarf að styrkja landsbyggð- arverslunina og vinna að því að kaupmenn þurfi ekki að greiða inn- heimtuþóknun af greiðslukortum. Afnema þarf skatt af verslunar- húsnæði og launaskatt eins og gert er í helstu atvinnuvegum þjóðarinn- ar. Vinna þarf að því að verslun, sem er ein af höfuðatvinnugreinum þjóðarinnar, verði metin eins og henni ber.“ Einkaverslumn er í sókn „ÞAÐ HEFUR gífurlega mikið gerst í landinu. Oðaverðbólga er úr sögunni og vel rekin fyrirtæki eiga að geta þróast eðlilega,“ sagði Sigurður E. Haraldsson sem lét af formennsku Kaup- mannasamtaka íslands eftir fjögur ár. „Verðlagshöft sem voru við lýði fyrir fjórum árum hafa nánast al- farið verið afnumin. Fijáls verð- lagning leiðir af sér harða samkeppni og menn ganga oft of nærri þjónustugjöldum sínum. Kaupmenn geta náð betri árangri í Iækkun vöruverðs með því að gera hagkvæm vöruinnkaup. Sameigin- leg innkaup þeirra yrðu í stærri einingum, í félagi við heildsala eða í höndum kaupmanna sjálfra. Ég tel að einkaverslun eigi hag- stæð skilyrði í landinu. Hún á að axla það hlutverk að þjóna fólki og hafa á boðstólum neysluvörur. Við- bragðsflýtir er meiri í einkaverslun en í samvinnuverslun eða ríkisversl- un. Ég tel einkaverslun í sókn og að hún hafi góð sóknarfæri. Eining- ar í verslun um landið eru litlar og einstaklingar eiga betra með að sinna því verkefni en aðilar sem ekki hafa beinan hag af þjón- ustunni," sagði Sigurður E. Har- aldsson. Hann kvaðst þakklátur sínum samstarfsmönnum á vett- vangi Kaupmannasamtakanna og sagðist hverfa úr formannssætinu fullviss um að viðtakandinn héldi vel á spöðunum. Alyktun Kaupmannasamtakanna: Eining er afl Á aðalfundi Kaupmannasam- takanna var meðal annars samþykkt ályktun um afnám hafta á innflutningi blóma. Einn- ig var í ályktunum mótmælt sérsköttun verslunarinnar. Eftir- farandi ályktanir voru sam- þykktar: „Fagna ber árangri af bættri efnahagsstjóm og betri ytri skilyrð- um að undanfömu, sem skila sér til atvinnulífs og almennings í landinu. Blómlegt atvinnulíf er for- senda hvers konar félagslegrar þjónustu svo og þess að listir og Hrun fram- undan í smá- söluverslun á landsbyggðinni „Það brennur allt á dreifbýlis- versluninni," sagði Gunnar Hjaltason kaupmaður frá Reyð- arfirði. Hann sagði flutnings- kostnað háan og birgðahald dýrt. Orkuverð væri of hátt til versl- ana og símakostnaður mikill. „Úti á landi gilda ekki sömu regl- ur og í Reylq'avík og það er framundan hmn í smásöluverslun úti á landi vegna kostnaðarliða og lægri álagningar. Landsbyggðin er í beinni sam- keppni við verslanir á Reykjavíkur- svæðinu. Samgöngur era góðar og verðlistar sem fólk fær era áhrifa- miklir," sagði Gunnar Hjaltason frá Reyðarfirði. menning þrífist í landinu. Að sjálf- sögðu er verslun einn hlekkur í óijúfandi keðju — frá framleiðanda til neytenda. Mótmæla ber ábyrgðarlausum yfirlýsingum sumra fjölmiðla um að „góðærið" svokallaða hafi alfar- ið hafnað hjá versluninni. Nægir að benda á stórfelldan vanda kaup- manna og kaupfélaga víða um land því til staðfestingar. Mótmæla ber sérsköttun verslun- arinnar sem m.a. birtist í hæsta álögðum launaskatti og sérstökum skatti á verslunarhúsnæði. Hvora- tveggja er til þess fallið að draga úr samkeppnishæfni íslenskrar verslunar við erlenda. Með stóraukinni notkun krítar- korta í kjölfar mikillar Qölgunar korthafa ber stjómvöldum að setja lög líkt og í Noregi sem feli í sér að korthafar sjálfir greiði kostnað- inn af notkun þeirra. Nauðsynlegt er að skil kortafyrirtækjanna séu tíðari til verslana en nú er. Nauðsjmlegt er að ávallt séu við- höfð jákvæð og réttlát vinnubrögð við verðkannanir, þannig að jafnan sé borið saman sambærilegt verð. Einkum á þetta við ef borin eru saman verð í ólíkum byggðarlögum. Leggja ber niður Áfengisverslun ríkisins í smásölu og á það bent að kaupmenn séu færir um að sinna þörfum markaðarins í þessum efn- um. Rík ástæða er til þess að hvetja kaupmenn um land allt til að taka þátt í og efla sérgreina- og lands- hlutafélög innan Kaupmannasam- taka íslands. Minnt er á einkunnar- orð Kaupmannasamtakanna: Eining er afl.“ Leikarar í leikriti Friðriks Sigurbjörnssonar Arabískar nætur sem Talía, leiklistarfélag Menntaskólans við Sund, sýnir þessa dagana. Menntaskólinn við Sund: Sýnir leikritið Arabískar nætur LEIKLISTARFÉLAG Mennta- skólans við Sund, Talia, frum- sýndi 9. mars leikritið Arabískar nætur eftir Friðrik Sigurbjöms- son í leikstjórn Elísabetar Brekkan. Leikritið byggir á æv- intýri úr sögusafni 1001 nætur. Leikritið verður sýnt alla daga í þessari viku að undanskildum föstudeginum og hefjast sýning- ar kl. 20.00. Æfíngar hjá leikhópnum hafa staðið yfir síðan í janúarlok og er búningahönnun og saumaskapur auk tónlistarvals allt í höndum leik- aranna sjálfra. Leikarar era 19 talsins. Höfundur leikritsins, Friðrik Sig- urbjömsson lögfræðingur fæddist árið 1923 og lést 1986. Hann starf- aði sem lögreglustjóri í Bolungavík, var blaðamaður og síðast var hann prófstjóri við Háskóla íslands. Frið- rik samdi Arabískar nætur árið 1958. Leikritið er byggt á sögunni um Abú Hassan hinn skrýtna úr sögusafni 1001 nætur. Auk þess liggja eftir hann útvarpsleikritið Ástir Margrétar og Faust, sem flutt var í Ríkisútvarpinu 1950 og helgi- leikurinn Ekki hann heldur Barra- bas er birtist í Lesbók Morgun- blaðsins 1971. Það sama ár kom út bókin Sól skein sunnan, þættir um náttúraskoðun. Árið 1965 kom út bókin í dagsins önn og amstri en þá bók myndskreytti Sigmund. Miðasala fer fram við inngang- inn. Samþykkt lyfjafræðinga er okkur óviðkomandi - Yfirlýsing frá lyfjavöruhópi Fé- lags íslenzkra stórkaupmanna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi íslenzkra stórkaupmanna: „í tilefni fréttar í Morgunblaðinu laugardaginn 7. marz 1987 af sam- þykkt sem gerð var á fundi lyfjafræð- inga og apótekara, vill lyfjavörahóp- ur F.I.S. taka eftirfarandi fram: Þingsáiyktunartillaga varðandi end- urbætur á lyfjasölulögum eða orð Ólafs Ólafssonar landlæknis í því sambandi hafa ekki verið rædd innan vébanda hópsins og því engin afstaða til þessara mála verið mynduð á hans vegum. Því er ljóst að umrædd sam- þykkt er óviðkomandi lyfjavörahóp F.Í.S." Höfrungur Ak Jón Páll Asgeirsson Góð loðnuveiði Milljón lesta markinu náð um næstu helgi? LOÐNUVEIÐAR hafa gengið vel að undanförnu og tæplega 960.000 lestir hafa borizt á land frá upphafi vertíðar i sumar. Heildarkvótinn er 1.015.000 lestir, en með heimildum til að taka nú tvo túra af kvóta næstu vertíðar má veiða nokkru meira. Ástráður Ingvarsson í Loðnu- nefnd segist ekki trúa öðru en leyfilegur afli náist og milljón lesta markinu verið náð í lok vikunnar, verði veður skapleg. Eftirtalin skip vora með afla á 600, Guðrún Þorkelsdóttir SU 650, fimmtudag auk Helgu II RE, sem áður er getið: Huginn VE 400, Pétur Jónsson RE 650, Sigurður RE 1.000, Sighvatur Bjarnason VE 660, Kap II VE 650 og Víkurberg GK 650. Á föstudag voru þessi skip með afla: Höfrungur AK 630, Guðmundur VE 860, Gullberg VE 560, Erling KE 600, Júpíter RE 500, Keflvík- ingur KE 520, Bergur VE 500, Þórshamar GK 250, Harpa RE 200, Örn KE 550 og Dagfari ÞH 400. Á laugardag vora eftirtalin skip með afla: Gígja VE 750, Húnaröst ÁR 550, Hilmir SU 900, Júpíter RE 450, Beitir NK 1.050, Huginn VE Helga II RE 530, Víkingur AK 650, Sighvatur Bjamason VE 600, Þórs- hamar GK 450, ísleifur VE 500, Jón Finnsson RE 800, Sigurður RE 600 og Harpa RE 300. Á sunnudag vora eftirtalin skip með afla: Höfrangur AK 500, Bjarni Ólafsson AK 550, Kap II VE 630, Eldborg HF 1.100, Gullberg VE 600, Júpíter RE 500, Guðmundur VE 850, Pétur Jónsson RE 780 og Magn- ús NK 270. Síðdegis á mánudag höfðu þijú skip tilkynnt um afla; Þórshamar GK 420, Grindvíkingur GK 410 og Bergur VE 500 lestir. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.