Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 skólanum á Akureyri, og svo náin var vinátta þeirra að hún hefði ekki getað verið innilegri þótt þeir hefðu verið holdgetnir bræður. Þá gerð- umst við Bjami aðal-ritstjórar fyrir kosningablaði Kristjáns sem nefnt var „30. júní“ eftir hinum væntan- lega kjördegi. Við vildum vinna mikið og vel og héldum áfram út- gáfu blaðsins til síðustu nætur. En í rauninni var starf okkar óþarft. Þá var því líkast sem leysing færi um landið, og hefðum við Bjami ekki þurft annað að gera en láta berast fram með bylgju vorvatnsins. Bjami Vilhjálmsson var maður bráðvel gefmn og menntaður. Sér- grein hans var íslensk málfræði, en raunar mátti segja að hann væri sem fræðimaður jafnvígur á allt þrennt: íslenska tungu, sögu og bókmenntir, og eftir hann liggja ágæt verk og sum veigamikil á öll- um þeim sviðum. Þess má þó sakna að hann skyldi ekki sýsla enn meira við fræðimennsku og ritstörf, svo vel sem hann var til hvors tveggja fallinn. Brauðstritið, sem svo er kallað, kom í veg fyrir það, og svo hitt hve hann var greiðvikinn og skyldurækinn við allt sem hann tókst á hendur, bæði smátt og stórt. Og verk hans vom mörg, bæði í þágu einstaklinga og alþjóðar. Margvísleg embættis- og kennslu- störf, stjómsýsla og nefndavinna, allt unnið með hljóðlæti hins sanna gáfumanns og dygga þjóns. Ég tíunda þessi störf ekki hér, veit að það verður gert á öðrum stöðum. Með öllum sínum skyldustörfum og þrátt fyrir langvarandi heilsubrest innti Bjami af höndum furðumikil fræðiverk. Hann bjó til prentunar ýmis merkisrit, bæði frá fomum tímum og síðari öldum, og ritaði fyrir útgáfum sínum fróðlega for- mála. Sérstaklega er vert að nefna hina miklu og ágætu útgáfu áþjóð- sögum og ævintýrum Jóns Ama- sonar, sem hann annaðist ásamt Áma Böðvarssyni. í sjötta og síðasta bindi gerði Bjami skrá með nöfnum allra sem þama koma við sögu, með margvíslegum nytsam- legum fróðleik, og liggur feikna mikil vinna að baki þeirri skrá. Margar ritgerðir hans em tækifær- is-greinar, vaktar af ytri aðstæðum, en bera jafnan mark hins vitra og orðhaga manns. Til dæmis má nefna ítarlega minningargrein sem hann skrifaði um Kristján Eldjám í Andvara 1983. Þegar Bjami var sjötugur söfnuðu vinir hans og vandamenn úrvali ritgerða hans saman í afmælisbók sem forleggj- ari þjóðsagnanna, Hafsteinn HAFNARSTRÆT115. Skreytingar við hvert tækifæri Opiðfrá kl. 09-21 alla daga nema sunnudaga frá kl. 12-18. Sími 21330. Blómastofa Fnðfinns Suöurtandsbraut 10 108 Reykjavlk. Sími 31099 Opið öllkvöld tll kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytíngar viö öll tilefni. Gjafavörur. Guðmundsson, hannaði og gaf út. Heiti bókarinnar tók Bjami úr kvæði eftir Jónas Hallgrímsson, það skáld sem hann mat öllum skáldum meir: Orð eins og forðum. Allt þetta auðnaðist Bjama þótt hann ætti við mjög háskalegan sjúkdóm að stríða síðustu áratugi ævi sinnar. Þá var gott að eiga styrkan og góðan lífsförunaut, og það átti Bjami í raun og sannleika. Kristín Eiríksdóttir er hin mesta afbragðskona, geðprúð, gáfuð og listelsk. Hjónaband þeirra mætti vera til fyrirmyndar nútíma kyn- slóðum. Böm þeirra em íjögur, tvær dætur og tveir synir, öll vel gefin og gerð eins og vænta má af því fólki sem þau em komin. Og hópur bamabama umvefur ömmu í ellinni. Bjami Vilhjálmsson var flestum mönnum glaðari og skemmtilegri á góðum stundum. Hann kunni ókjör af hnyttnum sögum og smáskrýtl- um og hafði eftir kímileg tilsvör manna. Þessum skrýtlum fylgdi hann eftir með dillandi hlátri sem hreif til fagnaðar þá sem á hlýddu. Bjami Vilhjálmsslon vann landi og lýð dyggilega og farsællega, og hann var hamingjumaður í lífí sínu og dauða. Þess skulum við minnast og við það huggast sem nú kveðjum hann með söknuði. Þá mætti svo fara að við heyrðum enn klingja fyrir eyrum hlátur hans, er hann skemmti okkur með græskulausum gamansögum. Jónas Kristjánsson Bjami Vilhjálmsson, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju, var fædd- ur í Hátúni á Norðfírði 12. júní 1915. Foreldrar hans voru Vilhjálm- ur Stefánsson útvegsbóndi og seinni kona hans, Kristín Ámadóttir. Bjami ólst upp á menningarheimili í stórum systkinahópi. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 og lauk cand. mag. prófí í íslenskum fræðum frá Há- skóla Islands 1942. Hann var kennari í Reykjavík í mörg ár en 1958 varð hann skjalavörður á Þjóðskjalasafni Islands þar sem hann starfaði til ársloka 1984 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Frá 1968 gegndi hann starfí þjóðskjalavarðar. Hann var formað- ur landsprófsnefndar um tveggja áratuga skeið og lengi ritari hugvís- indadeildar Vísindasjóðs. Bjami var þjóðkunnur maður fyrir ýmis fræði- störf. Hann vann að og gaf út fjölda fræðilegra bóka og ritgerða um ýmis efni íslenskra fræða. Bjami kvæntist 1943 og gekk að eiga Kristínu Eiríksdóttur frá Hesteyri. Þau eignuðust fjögur böm sem öll em uppkomin. Með Bjama Vilhjálmssyni er genginn mætur maður, góður eigin- maður og fjölskyldufaðir, tryggur bróðir og sannur vinur sinna fjöl- mörgu vina. Hann vildi hvers manns vanda leysa og heimili þeirra hjóna stóð öllum opið enda gestrisni og alúð húsráðenda alkunn. Sjálf var ég í hópi þeirra sem naut þessara þátta. Frá æskuárum hef ég verið heimagangur þar á bæ og varla leið sú vika að við Bjami ræddum ekki saman. Hann reyndist mér ráðhollur og góður vinur sem ég gat ávallt treyst. Bjami leitaði sífellt fróðleiks og þekkingar; hann spurði af jákvæðri forvitni og var þá oft bamslegur og einlægur. Og gleði hans var hlý og fölskvalaus þegar hann taldi sig hafa höndlað hið rétta svar. Fyrsta fræðiverk Bjama var athugun á nýyrðasmíð Jónasar Hallgrimsson- ar í þýðingu hans á stjömufræði Ursins. Og alla tíð vom Bjama orð hugleikin. Hann naut þess að kanna þau og leita þeim skýringa. Bjami Vilhjálmsson lést á heim- ili sínu aðfaranótt 2. mars. Hann kvaddi á augabragði og hljóðlega og í því líktist burtförin lífí hans, svo látlaus og hógvær maður sem hann var. Kristínu og öðmm ástvinum hins látna votta ég mína dýpstu sanmúð og óska þeim velfamaðar. Og á þessari sorgarstundu bið ég þau um að minnast þess hve rík þau em af samvistunum við þennan góða dreng. Því Bjami Vilhjálmsson var góður drengur. Margrét Jónsdóttir Kveðja frá Þjóð- skjalasafni íslands Bjami Vilhjálmsson fyrrverandi þjóðskjalavörður var Austfírðingur að ætt, fæddur á Nesi í Norðfírði 12. júní árið 1915, var hann á 72. aldursári er hann lést. Hann lagði stund á íslensk fræði og lauk cand. mag.-prófí frá Háskóla íslands árið 1936. Bjami Vilhjálmsson stundaði kennslu framan af starfsævinni og lengst af í Kennaraskólanum. Auk þess sinnti hann blaðamennsku og umfangsmiklum útgáfustörfum. Hann gegndi í tæpa tvo áratugi formennsku í erilsömustu nefnd skólakerfísins, landsprófsnefnd, og var lengi ritari Hugvísindadeildar Vísindasjóðs. Árið 1958 varð Bjami skjalavörð- ur í Þjóðskjalasafni. Var starfsvett- vangur hans þar einkum skjalasöfn amtmanna og stiftamtmanns, og vom þau verk öll unnin af stakri vandvirkni. Bjami Vilhjálmsson var skipaður þjóðskjalavörður árið 1968 og gegndi því embætti uns hann lét af störfum samkvæmt eigin ósk fyrir aldurs sakir 1. desember 1984. Hann lét helja nýja ritröð, sem nefnist Heimildaútgáfa Þjóðskjala- safns, og komu út undir stjóm hans tvö bindi. Hið fyrra árið 1979: Bréf Þorláks biskups Skúlasonar, sem Bjami vann að ásamt Júníusi Krist- inssyni og Jóni Þ. Þór, en hið síðara 1983, Prestastefnudómar og bréfa- bók Gísla biskups Þorlákssonar, sem hann gaf út ásamt Júníusi Kristinssyni. Ég kynntist Bjama Vilhjálmssyni ekki náið en af stuttum kynnum var ljóst að þar fór hæglátur öðl- ingsmaður, sem vel kunni að sjá bjartar hliðar á mönnum og málefn- um. Eftir að Bjami Vilhjálmsson hafði látið af embætti var hann tíður gestur í Þjóðskjalasafni og sinnti hugðarefnum sínum. Urðu þau ár alltof fá, sem hann naut til þeirra mála eftir að embættisferli hans lauk. Ég þakka Bjama Vilhjálmssyni góð kynni og flyt ekkju hans og bömum samúðarkveðjur starfsfólks Þjóðskjalasafns íslands. Ólafur Ásgeirsson Kynni okkar Bjama Vilhjálms- sonar hófust er ég á unga aldri flutti í sama hús og hann. Vorum við því nágrannar meira en tvo ára- tugi meðan báðir lifðu. Þrátt fyrir löng kynni og góð vom þau ekki mikil fyrr en hin síðari ár. Bjarni heitinn var einstaklega dagfarsprúður og hljóðlátur ná- granni. Það var helst að fólk yrði vart við Bjama þegar hann gekk í stóískri ró til og frá heimili sínu að næstu biðstöð strætisvagnanna. Hann var nokkuð annars hugar, sinnulítill um daglegt amstur og lét ekki skark og hávaða raska sinni ró. Hin síðustu ár bar það nokkmm sinnum við að undirritaður leitaði í fræðakistur Bjarna og bókahillur. Ekki þurfti mikla leit, Bjarna var undantekningarlítið að fínna í vinnu- og bókastofu sinni. Þar var maðurinn með heldur öðm fasi en út á götu eða í stigaganginum. Hann var hjálpfysin holdtekin og oftast hafði hann svarið í kollinum og fyrr en varði á tungu áður en þurfti til bóka að leita. Hér var hann á sínum heimavelli. Ég treystist ekki til að nefna öll verk Bjama Vilhjálmssonar, allar þær nefndir sem hann sat í né held- ur þau rit sem hann hefur gefið út eða eftir hann liggja. Er það allt saman ærið að vöxtum, flest á sviði íslenskra fræða en fyrir þau og í þeim lifði Bjarni og gerir það enn. Páll Einarsson Sunnudagurinn 1. mars var mnninn upp. Ég var í sólskinsskapi vegna þess að ég átti von á bekkjar- bræðmm mínum með fríðu föm- neyti. Kristín og Bjami vom auðvitað í þessum hópi. Mætingin var sérstaklega góð að þessu sinni. Við vomm létt í lund og rifjuðum upp margt spaugilegt frá skólaár- unum og seinni kynnum. Þar fór Bjami fremstur í flokki, stálminn- ugur með óbrigðult skopskyn og drengjalegan smitandi hlátur. Svo hélt Bjami ræður vitnaði í Jóns sögu helga og sagði frá Ingunni nokkurri sem var á Hólum í fræði- námi, ein kvenna og engum vöskum lærisveinum lægri í bóklistum. Við töluðum saman í síma um kvöldið. Þá var Bjami farinn að blaða í bókum sínum og við ræddum svolít- ið um Ingunni, það var gott samtal — svo lagðist lágnættið yfír og Bjami var allur. Hann var sá tíundi af nítján stúd- entum sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1936. Norðfjörður var heimabyggð hans. Þar leið bemskan fljótt í blíðviðrinu við leik, nám og störf. Haustið 1931 héldu fímm norðfírsk ungmenni til Akureyrar og settust í annan menn Menntaskólans. Bjami var einn af þeim. Það var ævintýri líkast að stíga inn í þetta fagra og reisulega hús, hvað þá að búa í heimavistinni með ungu frísku fólki víða að af landinu. Það voru fjögur herbergi á hanabjálkaloftinu á suðurvistinni. Eitt þeirra hét Brattagerði. Þar bjuggu þrír vaskir sveinar; Bjami, Jóhann frá Öxney og Stefán Snævarr. Síðustu þtjú árin í skólanum lásum við saman ýmsar torræðar námsgreinar og spiluðum þess á milli „lomber" eða „bobb". Við vomm kölluð Bratta- gerðis^ölskyldan og undum því vel. Bjami var afburða námsmaður, glöggur og vandur að heimildum. Það sýndi hann í öllum þeim störf- um er hann gegndi á lífsleiðinni. Það var ekki ónýtt að geta leitað til hans með ýmsa óvissuþætti til- verunnar og fengið hann til að greiða úr þeim. Kristínar þáttur Eiríksdóttur varð þeim hjónum giftudijúgur. Þau gengu í hjónaband fyrir tæpum 44 ámm, eignuðust fjögur mannvæn- leg böm og fallegt menningar- heimili. Bamabörnin em 11. Kristín er mannkostakona, ræktarsöm og nærgætin. Það sýndi sig best, þeg- ar heilsu Bjama tók að hnigna. Glatt var á hjalla í Grænuhlíðinni þann 12. júní 1985. Þann dag varð Bjami sjötugur. Mér er sá dagur minnisstæður. Júnísólin skein skært. Kristín og Bjarni vom í ess- inu sínu. Þau tóku á móti gestunum með reisn og rausn. Þetta var sann- kallaður gleðidagur. Við bekkjarsystkin höfum haldið hópinn í rúma hálfa öld, staðið sam- an í gleði og sorg. Margir góðir drengir hafa horfið sjónum okkar. Við minnumst þeirra með söknuði. Kristínu og Qölskyldu hennar, sem og ættingjum Bjarna, sendum við innilegar samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa. Ragna Jónsdóttir t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er vottuðu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR EIRÍKSSONAR, Álftamýri 14. Vilborg Runólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t ÞORSTEINN GUÐBRANDSSON, fyrrverandi vitavörður, Loftsölum, Mýrdal, andaðist á Hrafnistu 7. þ.m. Fyrir hönd aöstandenda, systur hins látna. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Maðurinn minn, HALLDÓR BACHMANN HAFLIÐASON, Álfheimum 68, lést í Borgarspitalanum 6. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Auður Einarsdóttir. t Móðir okkar, GUÐRÚN HALLSTEINSDÓTTIR, áður Leifsgötu 14, andaðist á Hrafnistu laugardaginn 7. mars. Börnin. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI PÉTURSSON WALEN, fyrrv. bústjóri á Kópavogsbúinu, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Svanborg Sæmundsdóttir, Elísabet Berta Bjarnadóttir, Magni S. Bjarnason, Barbara Bjarnason og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.