Morgunblaðið - 10.03.1987, Síða 65

Morgunblaðið - 10.03.1987, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 65 • VELVAKANDI SVARAR í SÍMA ,691100 KL. 13-14 , FRÁ MÁNUDEGI -jTIL FÖSTUDAGS n/r UJrW'U IT Ekta stafaparkett Fjöldi viðartegunda. FAEKETgólf sf. Suðurlandsbraut 20, sími 31717. ''HHNN $ SÉR pEmm DRRUM’ W ARN! dOHNSEN PURFl ElNHVERNTlMR RÐ KOMR TIL OKKRR MEO LVF&EÐlL“ Látum þá ekki komast upp með þessa valdníðslu Kæri Velvakandi, nemendur og annað heilbrigt fólk. Við nemendur erum að verða fómarlömb verkfallssjúkra kenn- arablóka sem eru nú að fara í annað verkfallið sitt á tveimur árum. Eig- um við nú að hrúga okkur á bakvið þá og sleikja _á þeim rassinn og segja: „Þið þurfið hærra kaup, okk- ur skal blæða." Nei og aftur nei! Ég kæri mig ekki um að heita nemi ef önnur fábjánaferð með skóla- tösku verður farin niður á Austur- völl. Finnst ykkur ekki fáránlegt að standa með þeim sem viljandi eru að troða á okkur og eyðileggja fyr- ir okkur námið? Er heil brú í því? Auðvitað þurfa kennarar hærra kaup, ég er alveg sammála því. En hafið þið séð viðurstyggilegri aðferð í kjarabaráttu? Þeir hreinlega sturta þremur mánuðum niður í klósettið fyrir okkur og við segjum já og amen. Ef svo fer sem horfír ínunum við búa okkur til líkneski af kennara og brenna það fyrir sjónum almenn- ings. Það eru margir angar þessu máli. Hundruð ungmenna hættu námi í síðasta verkfalli og fóru að vinna og komu ekki aftur í skól- ann. Allt ykkur að þakka, kæru kennarar. Hvernig verður þetta nú? Svo eru sæludagar (vinnudagar þar sem nemendur starfa að sínum áhugamálum fyrir utan námið). Þar sem þeir eru ekki yfírstaðnir eru þeir unnir fyrir gíg. Undirbúnings- vinna sem staðið hefur yfir allan veturinn fuðrar upp í loftið. Nú duga engin vettlingatök á þessum óforskömmuðu egóistum. Látum þá ekki komast upp með þessa valdníðslu og mótmælum kröftuglega. Við erum ekki fávitar sem hægt er að fara með eins og hunda. Það er kannski undarleg tilviljun að uppistaðan í kennarastéttinni á Islandi er vinstrisinnuð (sósíalísk). Þá vitum við hverjir vilja okkar hag bestan. Af aðgerðunum skulum við þekkja þá. Nemar! Við sem erum svo heimsk og látum bjóða okkur allt að þeirra áliti, vitum hvar ekki á að setja X í kosningunum í vor. Sem betur fer eru ekki allir kenn- arar úr sama sauðakofa, en takið það til ykkar sem eigið. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson BAÐSONGVARAR! BLÖNDUNARTÆKIN SEM FULLKOMNA ÁNÆGJUNA! Danfoss baöblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveður hitastigið og skrúfar frá - Dan- foss heldur hitanum stöðugum. Danfoss blöndunartækin eru stílhrein og þau er auðvelt að þrífa. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2,SlMI 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA Holur og sprungur ekki nagladekkjum að kenna Mig langar til þess að gera at- hugasemd við fréttaflutning Stöðv- ar 2. Þeir fara bókstaflega með rangt mál þegar þeir sýna myndir af holum og sprungum í götum borgarinnar og kenna þar um nagladekkjum. Ekki veit ég hvemig þeim getur dottið í hug að bera svona fram fyrir okkur og sýna skömmina í sjónvarpi. Holur og sprungur em ekki nagladekkjum að kenna heldur slæmum frágangi við lagningu slit- lags. Annaðhvort og litlu eða illa blönduðu biki eða þá er kólnuðu malbiki rutt í holur. Sömuleiðis eru sprungur vegna þess að of lítið bik er borið á samskeyti, vatn kemst á milli og frost sprengir svo upp á vetrum. Nagladekk er^nauðsyn á ísingu og svellu. Vetrardekk, grófmyns- truð, koma þar ekki að gagni. Vissulega þarf aðgát i akstri þó á nagladekkjum sé, eins og í öllum akstri á bílum. Alltof mikið er gert Þorleifur telur holur og sprungur í götum borgarinnar ekki vera nagladekkjum að kenna heldur slæmum frágangi við lagningu slit- lags. úr skemmdum sem nagladekk valda, það er margt annað sem veldur malbikssliti, jafnvel pressast það undan miklum umferðarþunga í hita að sumarlagi. Þorleifur Kr. Guðlaugsson úr furu með færanlegum rimhim HURÐIR HF Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681655 4® HUSASMIÐJAN HF. SÚÐARVOGI 3-5, REYKJAVÍK, SlMI: 687700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.