Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Vegna ótrúlega hagstæðra samninga við ITT í Vestur-Þýskalandi bjóðum við 20" ITT lit- sjónvarpstæki á aðeins kr. 33.780,- stgr. Umboðsmenn um land allt Radióröst, Hafnarfiröi HJá Óla, Keflavik Rafborg, Grindavfk Mosfell, Hellu Árvirkinn, SeHossi Kaupf. Rangœinga, Hvoisvelli Neisti, Vestmannaeyjum Hátíðnl, Höfn, Homaf. Myndbandaleiga Reyóarfjaröar Búland, Neskaupstaö Rafvirkinn, EskHiröi Kaupf. Héraösbúa, EgllsstOöum Kaupf. Þingeyinga, Húsavik KEA, Akureyri Radíóþjónustan, Ólafsfiröi. Kaupf. Skagfirölnga, Sauöórfcróki Oddur Sigurösson, Hvammstanga Póllinn h*., isafiröi Kaupf. Stykkishólms, Stykkishólmi Versl. Blómsturvellir, Hellissandi Húsprýði, Borgarnesi Skagaradió, Akranesi TTT FYLGIR EKKI TÆKNINNI TTT LEIÐIR TÆKNINA Oflugt Alþýðubandalag er eina mótvægið eftirÁsmund Stefánsson Skrautfjaðrir Þor- steins Pálssonar í ræðu Þorsteins Pálssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins gekk formanninum illa að flnna skrautfjaðrir til að skreyta stjórnar- samstarf íhalds og framsóknar. Helst taldi Þorsteinn það til ávinnings að ríkisstjórnin hefði náð verðbólgunni niður, þó hvert bam viti að þar gekk ríkisstjómin nauð- beygð til leiks knúin af verkalýðs- hreyfingunni og eins að allt er nú í óvissu vegna fjárlagahalla og pen- ingaþenslu. Eftir kosningar er þar fáu að treysta. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist einmitt hafa verið að hugsa um að gera tillögur um einfalt stað- greiðslukerfi skatta þegar verka- lýðshreyfingin knúði dyra og lagði þær hugmyndir fram. Frumkvæðið sé því eiginlega hans. Sú afmarkaða breyting ein sér er auðvitað mikils virði en hún leysir síður en svo all- an ágreining um skattamál. Það verður enn brýnt að hækka skatt- leysismörkin og endurskoða fyrir- tækjaskattana sem núverandi ríkisstjóm hefur lækkað um fjár- hæð sem trúlega næði langleiðina til að fylla Qárlagagatið. Eftir kosn- ingar verður að taka ákvörðun um hvemig fyllt verður í það gat. Óvissa er um hveijir verða látnir borga. Þorsteinn sem lofaði öllum 80% íbúðaverðs í húsnæðislán fyrir síðustu kosningar en hreyfði engu að eigin fmmkvæði til að standa við loforðið, telur sér nú til tekna að verkalýðshreyfingin hafí lagt grunn að nýju kerfi með hugmynd- um og lánsfé. Hefur hann þó skert ríkisframlagið til húsnæðismála á þessu ári að raunvirði um þriðjung frá því sem var á síðasta ári og þráast við að bæta úr þó augljóst sé að sá niðurskurður auki alvarlega á erfiðleika húsbyggjenda og íbúða- kaupenda. Óvissa er um framhaldið eftir kosningar. Ásmundur Stefánsson „Ég spyr þig, kjósandi góður: Hvorn telur þú líklegri til að gæta þinna hagsmuna, full- trúa sérhyggjunnar eða fulltrúa félagshyggju?“ Á hvern verða byrðarnar lagðar? Ríkisstjórnin hefur af litlu að státa og þó samkomulag hafi verið knúið fram um afmarkaðar úrbætur fer því fjarri að þjóðar- sátt sé um misskiptingu góðæris- ins. Það er grundvallarágreiningur uppi í þjóðfélaginu á milli fijáls- hyggjumannanna sem vilja ryðja burt þeim félagslegu ávinningum sem unnist hafa og vinstri manna sem vilja auka samhjálp og bæta stöðu launafólks. Ég spyr þig, kjósandi góður: Hvom telur þú líklegri til að gæta þinna hagsmuna, fulltrúa sérhyggj- unnar eða fulltrúa félagshyggju? Hvor er líklegri til að láta dýrtíðina éta af kaupmættinum í stíl við það sem ríkisstjómin gerði með laga- setningu sinni í maí 1983? Hvor er líklegri til að mæta.fjárlagagatinu með skattlagningu á þau fyrirtæki sem burði hafa og hvor er líklegri til að leggja byrðamar á þig, til dæmis með því að leggja söluskatt á matvæli? Hvor er líklegri til að treysta fjárhagsstöðu húsnæðis- kerfisins og efla félagslega hús- næðiskerflð? Ég trúi því ekki að þú treystir á hægri öflin. Alþýðubandalagið er eina mótvægið I kosningunum 25. apríl nk. verð- ur kosið um vinstri og hægri. Þitt atkvæði er lóð á vogarskál. Þor- steinn Pálsson telur Alþýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn nánast greinar á sama meiði: Ekki and- stæðinga, heldur keppinauta sem málefnalega róa á sömu mið. Ekki vil ég eigna Alþýðuflokknum svo illt innræti en þó dylst engum að hann á erfltt með að halda sér föst- um í rás og Jón Baldvin mænir vonaraugum til samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn. Það er erfitt að segja fyrir um til hvers atkvæði á Alþýðuflokkinn verður notað en það er ljóst að hafí hann ekki sterkt Alþýðubanda- lag sér við hlið, mun hann ekki hika við að halla sér til hægri. Öflugt Alþýðubandalag er eina mótvægið við hægri öflin, eina tryggingin fyr- ir því að barist verði af alefli fyrir félagslegum viðhorfum. Þess vegna verðum við að fylgja okkur um Al- þýðubandalagið. Staðreyndin er sú að Alþýðubandalagið eitt stendur báðum fótum fast á vinstri vængn- um og er eini kostur þeirra kjósenda sem vilja öfluga vinstri stefnu. Sterkt Alþýðubandalag tryggir vinstra fólki öflugan málsvara og veitir hinum vinstri flokkunum það aðhald sem nauðsynlegt er. Höfundur er forseti ASÍ og fram- bjóðandi Alþýðubandalagsins í Reykjavík. HRINGDU þinn mánaðarlega SÍMINN ER 691140 691141 fUöírumxM&foifo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.