Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 57 um við heldur því, þegar þau Gísli höfðu ákveðið að heimsækja okkur til Aðalvíkur. Er þau komu með flugvél yfir flugbrautina litlu í Látr- um og við vorum komin til að taka á móti þeim hvessti allt í einu svo, að flugvélin gat ekki lent og varð frá að hverfa. Við héldum þá að þau hefðu haldið suður, en þess í stað fóru þau til ísafjarðar og leigðu sér bát til að halda ferðinni áfram norður, því það var ekki vani þeirra hjóna að gefast upp. Frændi minn, Jóhann Júlíusson, útgerðarmaður á ísafirði, sem fór með þeim norður, undraðist og dáðist að dugnaði Margrétar, sem tók við að stýra bátnum er komið var út í Djúpið og stýrði honum eins og vanur sjó- maður fyrir Ritinn og allt til Aðalvíkur, þótt veður væri hryss- ingslegt og nokkur ágjöf. Þegar þessi minningarbrot eru fest á blað hrannast upp endur- minningar um konu, sem átti óvenju mikinn kjark til að bera og var óljúft að gefast upp við þau áform, sem hún hafði sett sér. Margrét og fjórar vinkonur henn- ar hittust á fjórða áratug vikulega um vetrarmánuðina, og mættum við eiginmennirnir oftar en ekki í lok þessara saumaklúbba þeirra, drukkum með þeim kaffi og rædd- um áhugamál okkar. Þetta voru ánægjulegar samverustundir, sem við munum sakna. Margrét Halldórsson var kona einstök í sinni röð, er gat aðlagað sig breyttum lífsmáta, og hún verð- ur okkur samferðafólkinu ógleym- anleg. Mestur er þó söknuður eiginmanns, sonar, tengdadóttur, sem mat hana mikils og þriggja mannvænlegra barnabarna, sem sjá á bak elskulegri ömmu. Unnur og Gunnar Friðríksson Þó vitað sé, „að eitt sinn skal hver deyja“ þá er engum ljóst hve- nær leiðarlokin eru. Sár söknuður verður því ávallt hjá aðstandendum þegar ástvinur er burt kallaður án tiilits til hvort aldur sé hár eða heilsan brostin, en huggun er það harmi gegn að eiga ljúfar minning- ar frá samverustundum. í dag er kvödd hinstu kveðju Margrét Halldórsson, eiginkona Gísla Halldórssonar heiðursforseta ÍSÍ, en hún lést 27. febrúar sl. eft- ir langvarandi sjúkleika er hún bjó við bæði í heimahúsi og síðast í Landspítalanum. Margrét var fýrir margar sakir einstök kona. Hún var dönsk að ættemi, kom ung að árum með eig- inmanni sínum til íslands og gerðist í raun íslenskari í hugsun og fram- komu en margir þeirra er fæddir eru hér á landi. Hún var mikil húsmóðir, er bjó eiginmanni sínum og syni fagurt, hlýlegt og gott heimili, þar sem höfðingsskapur og gestrisni voru ríkjandi. Þess munu þeir minnast nú er heimsóttu þau Gísla og Margréti í Tómasarhaga 31, en þeir vom fjölmargir er þangað áttu leið við ýmis tækifæri vegna hinna umfangsmiklu starfa Gísla Hall- dórssonar fyrir íþróttahreyfinguna. Það var þægilegt að umgangast þessa hógvæm og lítillátu konu og við hana að ræða, hún gat bmgðið fyrir sig skemmtilegum orðsvömm, með örlitlum dönskum blæ, en sam- fara orðræðu hennar var góðvildin mest áberandi til manna og mál- efna. Margrét var gæfumanneskja. Hún átti umhyggjusaman og góðan eiginmann, ástríkan son, elskulega tengdadóttur og þijú mannvænleg bamabörn. Við hjónin munum ávallt minnast Margrétar Halldórsson fyrir hjarta- hlýju og góðar samvemstundir. Astvinum hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Ragnheiður, Hermann Guðmundsson. í dag verður til moldar borin frá Dómkirkjunni í Reyjavík Margrét Halldórsson, eiginkona Gísla Hall- dórssonar arkitekts, heiðursforseta ÍSÍ. Fullu nafni hét hún Inger Mar- grethe Eriksen, fædd í Kaupmanna- höfn 25. desember 1908, einkabam foreldra sinna, Adolfs Eriksen skrif- stofumanns og konu hans Jennýjar, sem var leikkona við Dagmar Tea- tret þar í borg og kom m.a. í sýningarferð hingað til lands árið 1904. Forlögin höguðu því svo, að Margrét átti eftir að búa á íslandi stóran hluta ævinnar, eða 47 ár. Eftirlifandi maður hennar, Gísli Halldórsson arkitekt, stundaði framhaldsnám við Byggeteknisk Hejskole í Kaupmannahöfn árin 1936—1940. Á þeim tíma kynnstust þau, vom gefin saman í hjónaband í Danmörku og komu hingað heim saman ásamt tveggja ára syni sínum, Leifi, með ms. Esju í hinni nafntoguðu Petsamo-ferð 1940, um það leyti sem heimsstyijöldin síðari var að skella á. Hér í Reykjavík hafa þau búið allan sinn búskap og Margrét rækt- að sitt móður- og húsmóðurhlutverk af stakri prýði með óvenju hugul- sömum og góðum eiginmanni. Auk þess að sinna oft á tíðum fjölþættum og erilssömum húsmóð- urstörfum, er tengdust atorkusemi eiginmannsins, lagði hún mikla rækt við íþróttaiðkun og útiveru og deildi þannig hlutverki meðan kraft- ar og heilsa entust með Gísla Halldórssyni í hinu langa og árang- ursríka starfi að eflingu íþróttalífs. Um 36 ára skeið voru þau hjónin nær daglegir sundlaugargestir en auk þess stundaði Margrét badmin- ton og tók þátt í hestamennsku um margra ára bil. Áratugaforystu Gísla Halldórs- sonar í íþróttamálum og borgarmál- um fylgdu mikil rausn og gestrisni á heimili þeirra. Þeir sem því tengd- ust og nutu svo oft og ríkulega, minnast Margrétar sem hinnar glaðværu og hlýlegu húsmóður, er naut þess að hafa heimili sitt opið sem flestum og geta veitt af rausn og myndarskap. Það eru trúlega æði margir sem við fráfall Margrét- ar hugsa með hlýhug og ánægju til þeirra tiðnu stunda á fallegu og vinalegu heimili. Margrét og Gísli eignuðust eitt bam, Leif, sem er byggingafræð- ingur að mennt og rekur Teiknistof- una, Ármúla 6, ásamt föður sínum og fleiri aðilum. Við sem ritum þessar línur, ásamt konum okkar, Ragnheið' og Sigrúnu, höfum notið heimilis Margrétar og Gísla um áratuga- skeið. Á skilnaðarstundu flytjum við alúðarþakkir fyrir allar þær samverustundir, um leið og við sendum Gísla, Leifi og Dísu ásamt bömum þeirra, svo og öðmm ná- komnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sveinn Björnsson, Sigurður Magnússon. í dag er til moldar borin Margrét Halldórsson, eiginkona Gísla Hali- dórssonar, arkitekts. Okkur langar til að minnast þessarar mætu konu með nokkmm orðum. Margrét var fædd í Danmörku af dönskum foreldmm þann 25. desember 1908. Þegar Gísli Hall- dórsson var við nám í Kaupmanna- höfn felldu þau hugi saman Gísli og Margrét og giftu sig árið 1938. Margrét fluttist til sinna nýju heim- kynna árið 1940 og var sú ferð með nokkuð sérstökum hætti, því að þau Gísli komu heim um Petsamo og var þá heimsstyijöldin síðari í algleymingi. Var ferð þessi sérstak- lega skipulögð fyrir íslendinga á Norðurlöndum, einkum í Dan- mörku, og var hún ekki hættulaus eins og á stóð. Við kynntumst Margréti í gegn- um starf Gísla Halldórssonar í borgarstjóm Reykjavíkur. Gísii var borgarfulltrúi árin 1958—74 ogfor- seti borgarstjómar 1970—74. Á þessum ámm vora samvemstund- imar æði margar bæði í ferðalögum innanlands og erlendis. Minnisstæð- astar em þó stundimar á heimili Gísla og Margrétar, þar sem Mar- grét hafði búið fjölskyldunni ein- staklega fallegt heimili. Þar naut" hún þess að vera gestgjafi. Margrét tók miklu ástfórstri við sitt nýja heimaland. Oft sagði hún að þrátt fyrir sinn danska uppmna liti hún fyrst og fremst á sig sem íslending. Margrét var einstaklega greiðvikin og trygglynd og oft nut- um við þess á þeim ámm þegar samvemstundirnar vom sem flest-' ar. Gísli Hatldórsson hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum, hefur t.d. bæði verið forseti borgarstjórn- ar eins og fyrr segir og forseti ÍSÍ. Oft reyndi mikið á Margréti í þeim störfum eiginmannsins, t.d. í opin- bemm móttökum. Alltl rækti hún með miklum sóma, en jafnframt af þeirri hógværð sem einkenndi alla hennar framgöngu. Þau Gísli og Margrét eignuðust einn son, Leif. Við sendum Gísla og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og þökkum vináttu og ógleymanlegar stundir. Sonja og Birgir ísl. Gunnarsson. [©3 Perstorp Vantar þig i tilbreytingu? AF HVERJU EKKIAÐ LÍFGA UPPÁ GÖMLUINNRÉJT- : INGUNA? MEÐ PERSTORP HARÐ- « PLASTI, BORÐPLÖTUM OGGÓLFEFNI. @ HF.OFNASMIflJAN HÁTEIGSVEGI 7 SÍMI: 21220. Ath pabbarnirfá |U|Æ|S)| S)fQ)|S ) IIMII Inl'slrCI IKIHIIN £lllml SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505 * FERMIN<SARFÖT Viö erum svolítiö montin af fermingarfötunum okkar f ár, sniðin eru pottþétt, litirnir fallegir og verö góö. Einnig erum viö meö glæsiiega leöurjakka og rúskinnsjakka fyrir bæöi stráka og stelpur. Líttu viö því sjón er sögu ríkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.