Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 í tilefni af þingsályktun- artillögu um lyfjakostnað eftir Benedikt Sigurðsson Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða í þjóðfélaginu um það, hvort virðing almennings fyrir Al- þingi og alþingismönnum fari minnkandi, en sumum hefur fundist að svo væri. Þingmenn hafa látið í sér heyra og komið fram í flölmiðl- um til þess að ræða þessi mál, og ég held að ég megi fullyrða að nið- urstaðan sé sú, að Alþingi og alþingismönnum sé nauðsyn á virð- ingu almennings og að þingmenn verði að kosta kapps um að sú virð- ing haldist. í Morgunblaðinu 5.3. ’87 er birt greinargerð eftir Ama Johnsen alþingismann, sem hann leggur fram á Alþingi ásamt þrem- ur öðrum þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins til rökstuðnings þings- ályktunartillögu um afnám einokunarsölu á lyfjum. Þessi svo- kallaða greinargerð er með því- líkum eindæmum að ekki verður komist hjá að fara um hana nokkr- um orðum. Eftir lestur hennar skyldi engan undra, þótt virðing fyrir þingmönn- um og vinnubrögðum þeirra fari þverrandi, og illa er komið fyrir Sjálfstæðisflokknum þegar menn- irnir í baráttusætunum eru af þeirri stærð sem Á.J. sýnir sig vera. í stuttu máli er þama um að ræða samsafn af órökstuddum full- yrðingum og rangfærslum og jafnvel atvinnurógi um tvær eða þrjár starfsstéttir í landinu. Hér á eftir ætla ég að nefna nokkur dæmi og freista þess að leiðrétta nokkrar rangfærslur. A.J. fullyrðir að spara megi 600—700 milljónir króna með skyn- samlegri stýringu og afnámi einokunar sem hann nefnir svo. Á.J. á í kosningabaráttu þessa dag- ana og hefði alveg eins getað nefnt 1.000 milljónir. Það hefði hljómað miklu betur í eyrum kjósenda. Kjami málsins er hins vegar sá, að fullyrðingin er órökstudd. Til fróð- leiks má geta þess að 600—700 millj. er nokkum veginn sú upphæð sem nemur samanlagðri upphæð allrar heildsölu- og smásöluálagn- ingar í því 1.800 millj. kr. dæmi sem hann nefnir, og miðað við álagningarreglur sem nú em í gildi. ÁJ. segir að apótekin kaupi nú inn í stómm skömmtum að öllu jöfnu, og umpakki í smærri einingar, til þess að ná upp álagningu. Hefði Benedikt Sigurðsson „í stuttu máli er þarna um að ræða samsafn af órökstuddum fullyrð- ingum og rangfærslum og jafnvel atvinnurógi um tvær eða þijár starfsstéttir í landinu.“ honum dottið í hug að kynna sér þau lög og reglur sem um þetta gilda (e.t.v. er til of mikils mælst, þingmaðurinn hefur efalaust ekki tíma til að standa í svoleiðis stússi), hefði hann komist að því að þetta er liðin tíð. Bannað er að ijúfa pakkningar og lyf afgreidd nær undantekningarlaust í uppmnaleg- um umbúðum, bæði stómm og smáum. Þá segir Á.J. að fyrir nokkmm ámm hafí helmingur lyf- sala í landinu verið aðilar að inn- flutnings- og lyfjaframleiðslufyrir- tækjum en nú séu allir komnir í þetta (gróðabrallið heitir það á máli þingmannsins). Þama er hlutunum alveg snúið við. í lögum um lyfjadreifíngu frá 21. maí '82 em ákvæði um að starf- andi lyfsalar, læknar og lyfjafræð- ingar megi ekki vera umboðsmenn erlendra sérlyfjaframleiðenda. Þó mega starfandi lyfsalar og lyfja- fræðingar eiga allt að 5% eignarað- ild að innflutnings- og lyfjafram- leiðslufyrirtækjum sem rekin em í hlutafélagsformi. Þá fullyrðingu að heildsala og smásala lyfja sé nán- ast öll á sömu hendi, hefur hver sérfræðingurinn tuggið eftir öðmm undanfarin ár og nú fyllir Á.J. þenn- an flokk, enda ekki við öðm að búast. Ein alvitlausasta fullyrðingin í greinargerðinni er sú að lyfsalar og lyfjafræðingar ráði ferðinni í einu og öllu í verðlagningarmálum. Maður spyr. Hafa allir hinir þing- mennimir, ég tala nú ekki um ráðherrann, sofíð á verðinum und- anfarin ár og leyft lyfsölum (þess- um sem eiga gróðastíumar á máli Á.J.) að skammta sér álagningu sjálfír? Svarið er: Ekki lengur. Ámi Johnsen er vaknaður og ætlar að skera kerfíð upp með stóraðgerð. Sannleikurinn er hins vegar sá og hann hefði þingmaðurinn getað kynnt sér, að álagning í heildsölu og smásölu er ákveðin af lyfjaverð- lagsnefnd samkvæmt lögum. Nefndin er skipuð af ráðherra og em í henni fímm menn. Hag- fræðingur eða viðskiptafræðingur eftir tilnefningu Hagstofú íslands. Lögfræðingur eftir tilnefningu Tryggingastofnunar ríkisins, starf- andi lyfsali, starfandi lyfjafræðing- ur og sá fimmti, sérfróður um ljrfsölumál, skipaður af ráðherra án tilnefningar. Nefndin aflar sér allra þeirra gagna sem þarf til ákvörðun- ar á endanlegu verði. Ennfremur segir, að ef nefndarmenn greini á, skeri ráðherra úr. Fullyrðingar Á.J. í greinargerðinni em því nán- ast bull og er leitt að þurfa að nota slíkt orð þegar í hlut á einn af þing- mönnum þjóðarinnar. Nú hefur landlæknir bæst í hóp- inn því að í fjölmiðlum 5.3. ’87 er haft eftir honum, að lyfsalar og lyfjafræðingar eigi oddamann _ í nefndinni og ráði þar með öllu. Út frá þessu er síðan bollalagt og gerð- ur samanburður við ýmsar nefndir sem ákvarða verð bæði í land- „Kratískir jafnrétt- isvextir á námslán?“ eftir Þorgerði Einarsdóttur „Námslán kosta þjóðfélagið meira fé en beinlinis er lagt út til þeirra, hvað sem líður fjár- mögnunarleiðinni og 100% endurgreiðsluhlutfall hrekkur 3] Electrolux Ryksugu- tllboð D-740 ELECTRONIK. Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1 >500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Vörumarkaðurinntif. Eíöistorgi 11 - simi 622200 ekki til að greiða allan þann kostnað." Þessi klausa úr ræðu Jóns Sig- urðssonar fv. forstjóra Þjóðhags- stofnunar frá fundi námsmanna í Háskólabíói 25. febrúar (birt í Morgunblaðinu 28. febrúar) lýsir vel þeim forsendum sem Alþýðu- flokkurinn gefur sér og mun vinna eftir í lánamálum námsmanna í framtíðinni. Hin pólitíska niður- staða Jóns Sigurðssonar af þessum hagfræðilegu útlistingum er að námslán skuli bera 1—2% vexti, til að staðið verði undir þessu „tapi". Það er óhætt að segja að kratar taka nokkuð annan pól í hæðina en báðir stjómarflokkarnir hafa gert í umræðunum um LÍN síðast- liðið ár. Þrátt fyrir andlegt bræðra- lag Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks á yfírborðinu, þar sem vaxtahugmyndin er, má glöggt sjá að röksemdimar em ekki þær sömu í öllum atriðum, enn síður hafa breytingarhugmyndir þeirra sama markmið. Sjálfstæðisf lokkur: Menntun er fjárfesting Forsenda Sjálfstæðisflokks í öllu Lánasjóðsbröltinu er sú að menntun sé eins og hver önnur fjárfesting einstaklinga. Vextir em leiga á fjár- magni. Námsmenn sem fjármagna nám sitt (framfærslu á námstíma) með námsláni eiga því að borga vexti af fjármagninu að námi loknu. Þetta gerir menn ábyrga í náms- vali og hafí þeir ekki veðjað rétt (les: ekki valið rétt „peningafag") þá eiga þeir að sjálfsögðu að súpa seyðið af því rétt eins og hver ann- ar lántakandi á fijálsum peninga- markaði. Þannig hljómar hugmyndafræðin. Eitthvað vefst fyrir sjálfstæðismönnum að fram- fylgja þessari hugmyndafræði, henni fylgja ýmsir vamaglar, svo sem að námslán skuli þó ætíð vera með hagstæðustu lánum o.s.frv. Fjárfestingarhugmyndinni er held- ur ekki alltaf veifað. Markmið Sjálfstæðis- manna var fæling Þannig var markmiðið með breytingunum á LÍN fyrir sjálf- stæðismenn fyrst og fremst að ná tökum á útgjöldum sjóðsins, aðal- lega með því að minna eftirspum — eða fæla eins og það heitir á námsmannamáli. Ein leið til þess væri að setja vexti á öll námslán. Sjálfstæðismenn voru þó fúsir til að „kaupa“ þakhugmyndir fram- sóknarmanna, þar sem þeir töldu að slíkar brejitingar myndu einnig valda minnkandi eftirspum eftir lánum. Það virðist því ekki vera grundvallarkrafa í sjálfu sér fyrir sjálfstæðismenn að setja vexti á lánin, ef hægt er að minnka eftir- spum — fæla — nógu mikið með einhveijum öðrum hætti. Rökstuðn- ingur þeirra var og gjaman sá að á tímum mikils halla á fjárlögum hefði þjóðin ekki efni á ballinu, hér skyldi sparað eins og annarsstaðar í ríkisrekstrinum. Kannski er skýr- ingin einnig sú að sjálfstæðismenn geri sér þrátt fyrir allt grein fyrir vandkvæðum eigin hugmynda- fræði: Menntun er að sjálfsögðu ekki íjárfesting fyrir sérhvem ein- stakan einstakling og hætt við að fljótlega yrði skortur á ýmsum þjóð- hagslega bráðnauðsynlegum menntamannahópum, ja svo sem eins og íslenskufræðingum eða hjúkrunarfólki, stéttum sem eðli málsins samkvæmt hefðu seint fjár- hagslegt bolmagn til að borga þann menntamannatoll sem vextir væru, nema laun þeirra yrðu snarhækkuð. Kratar: Námsmenn arðræna þjóðfélagið Ifyrrverandi þjóðhagsstjóri, Jón Sigurðsson, vflar hinsvegar ekki fyrir sér að stíga sitt skref til fulls, engin tæpitunga þar frekar en hjá nafna hans, formanni Alþýðu- flokksins. 100% endurgreiðsla námslána er ekki nóg að mati hag- fræðingsins, ekki einu sinni þó Þorgerður Einarsdóttir „Og menntun kostar. Miðað við núverandi aðstæður er algjörlega óraunhæft að velta meiru af þeim kostnaði yfir á einstaklinginn. Námsmenn mega aldrei láta þröngsýnar hag- fræðiútlistanir villa sér sýn — hver svo sem hefur þær í frammi.“ námslánakerfíð væri eingöngu fjár- magnað af skattfé en ekki að hluta með erlendum lánum eins og nú: „Væri það fé (skattféð, mín at- hugasemd) ekki notað í vaxtaiaus námslán hefði mátt setja það í fyrir- tæki, sem skilaði arði, lána það með vöxtum, t.d. gegnum húsnæðiskerf- ið...“ í fáum orðum sagt: námsmenn arðræna samfélagið með námslán- unum. Á þessum sömu nótum mætti eflaust færa rök fyrir þvi að það borgaði sig ekki að byggja eða reka dagheimili, borgaði sig ekki fyrir fólk að fjárfesta í þaki jrfir höfuðið: það væri hugsanlega hægt að græða meira á þessum peningum annarsstaðar. Það sem hinsvegar er einkar athyglisvert er að hag- fræðingurinn skuli velja að gera svo lítið, sem raun ber vitni, úr sam- henginu milli „arðsemi fyrirtækis- ins“ í yfírfærðri merkingu og menntunarstigs þjóðarinnar. Ég á einfaldlega við að framleiðniaukn- ing, tækniframfarir, efnahagsfram- farir, slíkt dettur bara ekki af himnum ofan! Kannski arðsemi fyr- irtækisins sé mikil einmitt vegna þess að þjóðin hefur splæst á sig menntun undanfama áratugi! Það er ákveðið samband milli menntun- arstigs og hagvaxtar. Námslán em að sjálfsögðu hluti af menntunar- kostnaði þjóðarinnar og „arður" samfélagsins af námslánum — ef við veljum að nota hagfræðimál Jóns Sigurðssonar — er langtum meiri en einungis beinharðar pen- ingalegar endurgreiðslur lánanna segja til um. Hvað græða svo náms- menn á krötum? Hvað býður svo krataflokkurinn námsmönnum, verðandi mennta- mönnum, í staðinn? Skyldi það vera meiningin hjá krötum að bæta stór- lega launakjör menntamanna til þess að auðvelda þeim að mæta þessum nýja tolli? Þetta er mikilvæg spurning, ekki síst nú þegar stórir hópar menntamanna í opinberri þjónustu heyja stranga kjarabar- áttu vegna ömurlegra kjara. Ýmist með uppsögnum eða verkfallsboð- unum, nægir þar að nefna háskóla- menntaða hjúkrunarfræðinga, nú eða háskólamenntaða kennara, hverra byijunarlaun eru 34.000 á mánuði. Menntun er fjárfesting, sam- félagsleg fjárfesting. En menntun hefur líka annað og meira gildi, sem aldrei má gleymast. í menntun fel- ast einnig menningarleg og andleg verðmæti sem aldrei er hægt að meta til beinharðra peninga, slík verðmæti eru ekki síst mikilvæg fyrir smáþjóðina hér úti í hafí, sem berst fyrir að halda sjálfstæði sínu og reisn meðal þjóða. Og menntun kostar. Miðað við núverandi að- stæður er algjörlega óraunhæft að velta meiru af þeim kostnaði jrfír á einstaklinginn. Námsmenn mega aldrei láta þröngsýnar hagfræðiút- listanir villa sér sýn — hver svo sem hefur þær í frammi. Það má aldrei takast að telja þjóðinni trú um að hægt sé að einfalda menntun niður í að vera einungis hagræn, töluleg stærð í ríkisreikningum. Höfundur er formaður SÍNE.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.