Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 45 Morgunblaðið/Þorkell Forystumenn Alþýðubandalagsins: Svavar Gestsson, formaður, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, formaður framkvæmdastjórnar, Kristín A. Ólafsdóttir, varaformaður og Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins Góðærið til fólksins - Helztu áherzluatriði Alþýðubanda- lagsins í komandi Alþingiskosningum MIÐSTJÓRN Alþýðubandalags- ins gekk um helgina frá helztu áherzluatriðum bandalagsins fyrir komandi Alþingiskosning- ar. Þar er lögð áherzla að góðærið komi til fólksins og ekki sé þjóðarsátt um stefnuna í efna- hagsmálum og fleiri atriðum. Meðal annars, sem nefnt var á blaðamannafundi, þar sem mál þetta var kynnt, kom fram að Alþýðubandalagið stefndi að þjóðnýtingu lyfjaverzlunar og að tannlækningar yrðu færðar inn í tryggingakerfið. Það voru Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, formaður fram- kvæmdastjórnar, Kristín Á. Ólafs- dóttir, varaformaður og Ragnar Amalds, formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins, sem kynntu áherzluatriði bandalagsins undir heitinu verkefni næstu ára. Kristín Á. Ólafsdóttir sagði þau skiptast í 9 megin flokka, sem ekki mætti skoða sem tæmandi stefnuskrá, heldur tillögur til réttrar leiðar í stjóm landsins. Jafnframt var kynnt á fundinum sérstök ályktun um landbúnaðarmál og málefni íjöl- skyldunnar. Meðal áherzluatriða má nefna að stefnt er að 35.000 til 45.000 króna lágmarkslaunum, að tekju- skattsleysi miðist við 50.000 króna lágmarkslaun og útsvarsleysi við Athugasemd í frétt frá lokum Búnaðarþings láðist að geta þeirra sem gerðu smíðisgrip þann sem búnaðar- þingsfulltrúar gáfu Ásgeiri Bjarnasyni i þakklætisSkyni fyrir vel unnin störf í þágu Búnaðarfé- lags íslands og búnaðarþings. Gjöfin var borð og var borð- platan sí''.t austfirskum steinum, aðalleg. jaspis og kvars. Þor- steinn Sigurðsson fyrrverandi héraðslæknir á Egilsstöðum gerði borðplötuna og var hún samsskonar og Norðmýlingar gáfu Vigdísi Finnbogadóttur for- seta íslands þegar hún fór í opinbera heimsókn til Austur- lands. Borðfótinn smíðuðu þeir feðgar Hlynur Halldórsson og Halldór Sigursson í Miðhúsum. 38.000 krónur og að vinnutími verði styttur. Á móti komi tekjuauki ríkis- sjóðs með skattlagningu á brúttó- hagnað fyrirtækja og stóreigna- skatti. Forystumenn Alþýðubanda- lagsins lögðu áherzlu á, að ekki væri þjóðarsátt um helztu leiðir núverandi ríkisstjómar. Þeir sögðu að ekki hefði tekizt að stöðva verð- bólguna og hún myndi fljótlega fara úr böndunum. Þeir töldu húsnæðis- lánakerfinu í ýmsu ábótavant og að endurskoða yrði stjómun físk- veiða, sem nú byggðist upp á eins konar lénskerfi þar sem veiðileyfi fylgdu skipum eingöngu. I ályktun- inni um landbúnaðarmál kemur fram sú krafa að bændur fái þegar launahækkanir til jafns við aðrar stéttir í landinu, en jafnframt að ríkisstjómin geri ráðstafanir þannig að búvörur hækki ekki umfram al- mennt verðlag þó bændur fái að fullu og án tafar þær kjarabætur, sem þeim beri. Dregnr úr framboði á fiskmörk- uðunum FRAMBOÐ af ferksum fiski héð- an á mörkuðum erlendis er mun minna í þessari viku og þeirri næstu en síðustu tvær vikurnar á undan. I þessari viku verður selt úr tveimur fiskiskipum og 6 gámum í Þýzkalandi og talsverð- um fjölda gáma í Bretlandi en engu fiskiskipi. Vegna þessa virðist verð þokka- legt í Bretlandi en ekkert hefur enn verið selt í Þýzkalandi. Á mánudag var LÍÚ kunnugt um sölu úr 4 gámum í Bretlandi og var meðal- verð nálægt 65 krónum á kíló. Ogri og Engey selja í þýskalandi í þessari viku. I næstu viku selja Snorri Sturluson og Skapti í Þýzka- landi og LÍÚ hafa borizt tilkynning- ar um sölu úr 16 til 18 gámum þar í landi í sömu viku. Ekki er enn ljóst hvort sú tala stenzt. ——I—UMjk Reykjavíkurdeild RKÍ 1 heldur námskeið í skyndihjálp Það hefst þriðjud. 10. mars kl. 20 í Ármúla 34 ; (Múlabæ) og stendur yfir 5 kvöld. Skráning í síma 28222. Námskeiðsgjald er kr. j 1000.- Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. j Öllum heimil þátttaka. Rauði Kross íslands 40% framleiðslunnar koma frá Suðurlandi - Sama hlutfall næst ekki á sviði sljórnunar í landbúnaði Selfossi. SUNNLENSKIR bændur fram- leiða rúmlega 40% landbúnaðar- afurða sem nálgast það að vera 4 milljarðar að verðmæti ef mið- að er við að heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslu sé 9 milljarðar. Miðað við þetta hlut- fall hallar verulega á Sunnlend- inga svo sem í stjórnun landbúnaðarmála. Sunnlendingar eiga 10 fulltrúa af 63 í Stéttarsambandi bænda eða 16%. Af 15 fulltrúum í Framleiðslu- ráði landbúnaðarins eiga Sunnlend- ingar 1 eða 7,5% og af 25 Búnaðarþingsfulltrúum eiga Sunn- lendingar 5 fulltrúa eða 20%. Þetta kom fram í máli Árna John- sen alþingismanns á fundi sjálf- stæðismanna á Goðalandi í Fljótshlíð fyrir nokkru, en þá boð- uðu sjálfstæðismenn í fyrsta sinn einir til fundar á Goðalandi og var hann vel sóttur. „Stjórnkerfi land- búnaðarins er fyrir landið allt, en það er ekki tekið tillit til þess hlut- falls sem Suðurland hefur í fram- leiðslunni. Styrkur Suðurlands ætti að vera miklu meiri ef jafnréttis er gætt,“ sagði Árni Johnsen á fundin- um. „Við þurfum að stokka þessi spil upp og ná okkar rétti.“ Á formannafundi Búnaðarsam- bands Suðurlands, sem nýlega var haldinn, kom fram í máli Kjartans Ólafssonar framkvæmdastjóra að “ hlutur Sunnlendinga í mjólkurfram- leiðslu er 36%, í framleiðslu nauta- kjöts 43%, sauðfjárframleiðslan er 27%, í ylrækt undir gleri 77%, í framleiðslu svínakjöts 40%, kart- aflna 64%, í eggjaframleiðslu 39%, 37% í framleiðslu fuglakjöts, 15% í loðdýrarækt og 46% í framleiðslu hrossaafurða. Að meðaltali nemur framleiðslan frá Suðurlandi um 40% af landbúnaðarframleiðslu landsins. Á þeim fundi kom einnig fram að hlutur Búnaðarsambands Suður- lands í fjölda ráðunauta er 22,2%. Sig.Jóns. IbVAS III iinvb III
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.