Morgunblaðið - 10.03.1987, Side 29

Morgunblaðið - 10.03.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 29 Hafnar því að lýsa Norðurlönd eínhliða kjarorkuvopnalaus Marktæk afvopnun fer ekki fram öðru vísi en að hún sé alhliða „ÞAÐ ER ljóst, að allt tal um kjarnorkuvopnalaus svæði í okkar heimshluta, sem ekki tekur mið af raunverulegum umsvifum Sovétmanna, er marklaust. Marktæk afvopnun fer ekki fram öðru vísi en hún sé alhliða og tryggilega sé um gagnkvæmni og eftirlit samið. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeirri leið að lýsa Norðurlönd einhliða kjarnorkuvopnalaus. Hann ítrekar þá stefnu, að kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum getur því aðeins átt rétt á sér, að það sé hluti af mun víðtækara samkomu- lagi um að draga úr vígbúnaði og spennu í Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eða í því“, segir m.a. í ályktun um utanríkismál. í ályktuninni segir ennfremur: „Sjálfstæðisflokkurinn mótmælir fyrirhugaðri staðsetningu endur- vinnslustöðvar fyrir brennsluefni kjarnorkuvera í Skotlandi. Kjarn- orkuslys þar gætu haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar fyrir lífríki norðurhafa.“ í fyrsta kafla ályktunarinnar er Qallað um stöðu utanríkismála og það sem áunnist hefur í tíð núverandi ríkisstjómar. Þar er m.a. fagnað byggingu nýrrar flugstöðvar í Keflavík og milliríkjasamningi um sjóflutn- inga milli íslands og Banda- ríkjanna. I öðrum kafla er rætt um leið- togafund stórveldanna hérlendis og sagt, að sú staðreynd að ís- lendingar hafa ætíð komið fram af fullri reisn gagnvart stórveld- unum báðum hafi gert þeim auðvelt að sætta sig við Reykjavík sem fundarstað. Ennfremur er sagt: Hins vegar er mikilvægt, að ekki sé farið í grafgötur um þá staðreynd, að þrátt fyrir gest- risni gagnvart erlendum fulltrú- um, hefur engin breyting orðið á utanríkisstefnu íslands. Sú van- þóknun sem Islendingar hafa á stjórnarháttum í Sovétríkjunum og útþenslustefnu þeirra er óbreytt." í þriðja og síðasta kafla er m.a. fjallað um utanríkisverslun og sagt að fáar þjóðir eigi jafn- mikið undir greiðum milliríkjavið- skiptum og íslendingar. Ennfremur er þar fjallað um Landhelgisgæslu íslands og sagt að efla þurfi hana svo og al- mannavamir hérlendis. Þá er og eftirfarandi setningu að finna í ályktuninni: „Haldið verði áfram að þróa breytingar á fyrirkomu- lagi verktakamála á Keflavíkur- flugvelli með það fyrir augum að fleiri aðilar eigi kost á verkefnum þar. Hugmyndum um að krefjast greiðslu fyrir aðstöðu Atlants- hafsbandalagsins hér á landi er afdráttarlaust hafnað.“ Blómvöndur frá ömmum og ófæddum Rannveig Tryggvadóttir afhenti Ragnhildi Heigadóttur heU- brigðis- og tryggingaráðherra blómvönd á landsfundinum. Sagði hún blómvöndinn frá ófæddum börnum og öllum ömmum á landinu sem þakklætisvott fyrir að fæðingarorlof verður lengt úr þremur mánuðum í fjóra um næstu áramót og enn frekar á komandi árum. Ragnhildur þakkaði blómagjöfina og það hugar- far sem að baki byggi. Húsnæðislánakerfið hefur stórbætt aðstöðu ungs fólks Orkuverð verði sambærilegt og í nágrannalöndunum í ályktun um húsnæðismál ítrek- ar Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína, að sem flestir einstaklingar geti eignast íbúð og búið í eigin húsnæði. Þá er þróun húsnæðis- mála á kjörtímabilinu rakin og sagt, að hið nýja húsnæðislánakerfi hafi stórbætt aðstöðu þeirra sem nú hyggjast komast yfír íbúðarhús- næði, sérstaklega ungs fólks sem er að eignast sína fyrstu íbúð. Nokkur atriði eru sögð þurfa lag- færingar við og um framtíðarþróun húsnæðislánakerfísins segir að hún þurfí að byggjast á eftirfarandi meginatriðum: „Bankar og spari- sjóðir sjái um lánveitingar og mat á umsóknum með tilliti til greiðslu- getu og eiginfjárstöðu umsækjenda. Fólk eigi kost á því við kaup og sölu fasteigna að gengið sé frá við- skiptunum að fullu um leið og samningar eru gerðir í samráði við lánastofnun viðkomandi. Seljandi geti fengið kaupverð staðgreitt og greitt upp öll áhvílandi lán sín og heildargreiðsluáætlun gerð um end- urgreiðslu áhvílandi lána kaupanda. Staðgreiðsla kaupverðs lækkar verð á nýju og notuðu húsnæði, öllum til hagsbóta. Bankar og sparisjóðir veiti framkvæmdalán til bygginga- raðila gegn viðeigandi trygging- um.“ I ályktun um iðnaðarmál segir m.a., að gefa verði lánasjóðum at- vinnulífsins aukið frelsi og svigrúm hvað varðar lánveitingar, lánakjör, fjáröflun til endurlána innanlands eða utan, kaupleigustarfsemi og til kaupa á eignarhluta í fyrirtækjum. Varðandi orkumál er sagt, að miða verði ráðstafanir við það að orku- verð hér verði sambærilegt og í samkeppnislöndum okkar. Þá segir, að efla eigi Útflutn- ingsráð Islands og tryggja að ráðið fái nauðsynlegt fj'ármagn til þess að geta gegnt hlutverki sína. Vilji er fyrir að efla þann þátt utanríkis- þjónustunnar sem snýr að við- skiptamálum og fjallað er um að efla þurfí menntun og starfsþjálfun á því sviði. í kafla um fræðslumál er fjallað um endurskipulagningu iðnfræðslu- kerfísins, ennfremur að efla þurfí endurmenntun og símenntun starfsfólks. Þá er ályktað um rann- sóknir og þjónustustarfsemi og segir þar m.a., að með skattalegum aðgerðum verði að örva rannsókn- ar-og þróunarstarfsemi fyrirtækja. I ályktun um samgöngumál er fjallað sérstaklega um samgöngur á landi, sjó og í lofti. Auk þess er sérstakur kafli um ferðaþjónustu og annar um fjarskiptamál. Segir almennt, að góðar og öruggar sam- göngur, bæði innanlands og við önnur lönd, séu ein af meginfor- sendum fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og að áfram verði unnt að byggja landið allt og nýta gæði þess. Þá segir um framkvæmdir að útboð samgönguframkvæmda verði meg- inreglan, bæði varðandi hönnun, nýbyggingar, svo og viðhald mann- virkja, og leitast við að haga stærð verkáfanga með það fyrir augum að ná sem bestri hagkvæmni við framkvæmd verksins, svo og með hliðsjón af getu verktaka á viðkom- andi landsvæðum. Tekið verði tillit til gagnrýni á námsskrár NÁMSSKRÁR grunnskólans komu til umræðu í skóla- og fræðslu- nefnd landsfundar Sjálfstæðis- flokksins um helgina. Þar var m.a. vakin athygli á nýútkomnu riti Arnórs Hannibalssonar Skóla- stefna, sem geymir harða gagn- rýni á skólamálastefnu íslenska rikisins. í ályktun landsfundarins um skóla- og fræðslumál segir, að við endurskoðun námsskráa beri að taka tillit til þeirrar gagnrýni, sem fram hafi kornið. I ályktuninni segir, að á fyrstu árum grunnskólans beri einkum að leggja áherslu á íslenska tungu og bókmenntir, stærðfræði, kristnifræði, skrift og sögu lands og þjóðar. Æski- legt sé, að skólamir geti haft val um röðun nemenda í bekkjardeildir og í blönduðum bekkjum verði nemendur ekki fleiri en 24. Þá er menntamálaráðuneytið hvatt til þess, að afla ýtarlegra upplýsinga um námsefni og kennsluhætti í skól- um landsins og birta þær í aðgengi- legu formi í því skyni að greiða fyrir málefnalegum umræðum um skóla- mfií. I ályktuninni er lýst stuðningi við áform um háskólakennslu á Akureyri og hvatt er til, að kannað verði hvort háskólastofnun þar geti verið rekin sem sjálfseignarstofnun. Um málefni kennara segir: „Mikil- vægt er að skólamir hafi á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki. Því ber að endurskoða launakerfí kennara með það fyrir augum að ein- falda það, bæta kjör kennara og veita þeim hvatningu til að afla sér sem bestrar faglegrar menntunar." Andstaða við lögverndun LÖGVERNDUN starfsréttinda kom til umræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Guðmundur Magnússon, blaða- maður, sagði að lögverndun bryti gegn grundvallarstefnu flokksins um athafnafrelsi og væri auk þess óhagkvæm og ranglát. Fyrir frumkvæði hans var hert á álykt- un fundarins um þessi efni. í ályktuninni, sem er í kafla um iðnaðarmál en flutningsmaður kvað einnig ná til annarra málaflokka, segir, að lögvemdun eigi eingöngu að ná til starfsheitis. Lög um lög- vemdun einkaréttinda til ákveðinna starfa beri að nema úr gildi nema þegar almannaheill bjóði annað. Verö MAZDA bíla hefur hlutfallslega aldrei veriö lægra en núna. MAZDA 323 LX 3 dyra Hatchback 1300 kost- ar nú aðeins 355 þúsund krónur. Þú gerir vart betri bílakaup! Nú gengur óðum á þær sendingar, sem við eigum væntanlegar fram á vorið. Tryggið ykkur því bíl strax! Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. mazoa BÍLABORG HF. SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 68-12-99 gengisskr. 4.3 fl?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.