Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 36

Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAJRZ 1987 Landsfundur Siálfstædisflokksins Á RÉTTRILEIÐ Kosningayfirlýsing Sjálfstæðisflokksins 1987 I Kosningar til Alþingis marka jafn- an tímamót. Þá er tekist á um hverjir fara skuli með stjóm landsins næstu ár. Undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins hefur markvisst verið unnið að því undangengin fjögur ár að reisa við efnahagslíf þjóðarinnar og bæta kjör almennings, jafnhliða því sem losað hefur verið um hömlur og höft á ýmsum sviðum og grunnur lagður að alhliða framförum. Við komandi kosningar stendur valið um það, hvort halda eigi áfram á sömu braut eða ekki. Kosið verður um, hvort sótt skuli fram til bættra kjara og betri framtíðar fyrir lands- menn alla á grundvelli aukins frelsis og svigrúms einstaklinganna, eða hvort þeim árangri sem náðst hefur verði ógnað með stefnu ofstjómar og valdboðs. Kostimir eru skýrir. Annars vegar er Sjálfstæðisflokkurinn, sem berst fyrir auknu frjálsræði á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis. Hins vegar ósamstætt safn vinstri flokka og flokksbrota, sem eiga það sam- eiginlegt að vilja safna meira valdi á hendur opinberra aðila á kostnað borgaranna. Sjálfstæðisflokkurinn einn er flokkur fijálsræðis, framfara og þeirrar festu í landsstjórn sem nauðsynleg er í sérhveiju ríki. Sjáífstæðisflokkurinn ítrekar það höfuðmarkmið að vernda og efla fijálst menningarríki á íslandi á grundvelli lýðræðis og almennra mannréttinda. Lýðræðið krefst þess að löggjafarþingið sýni rétta mynd af vilja fólksins. Því er nauðsynlegt að jafna kosningaréttinn hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn vill treysta vestræna lýðræðisarfleifð og efla samstarf við þær þjóðir sem deila með íslendingum grundvallarvið- horfum til lýðræðis, frelsis, friðar og mannréttinda. Flokkurinn hvetur til gagnkvæmrar afvopnunar undir traustu alþjóðlegu eftirliti en hafnar hvers kyns sýndarmennsku og ábyrgðarleysi í öryggismálum. Nú sem endranær ítrekar Sjálf- stæðisflokkurinn þá grundvallar- skoðun sjálfstæðismanna, að þjóðinni famist þá bezt, þegar ein- stakir borgarar hafa mest svigrúm til að vinna að eigin markmiðum án opinberrar íhlutunar. Þannig verður ævinlega að búa um hnútana, að einstaklingar fái notið eigin fram- taks og megi vera sinnar eigin gæfu smiðir. Með því að leggja þeir grunn að eigin lífshamingju og leggja jafn- framt mest að mörkum til samfé- lagsins. Hlutverk hins opinbera á efna- hagssviðinu á fyrst og fremst að vera að setja meginreglur um efna- hagsleg samskipti manna, móta umgjörð, þar sem einstaklingum, GENGIS- SKRANING Nr. 46 - 9. mars 1987 Kr. Kr. Toll- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 39,230 39,250 39,290 St.pund 62,238 62,429 61,135 Kan.dollari 29,367 29,457 29,478 Dönsk kr. 5,6477 5,6649 5,7128 Norsk kr. 5,6474 5,6647 5,6431 Sænsk kr. 6,0760 6,0946 6,0929 Fi. mark 8,6629 8,6894 8,7021 Fr. franki 6,3815 6,4010 6,4675 Belg. franki 1,0255 1,0287 1,0400 Sv.franki 25,1878 25,2648 25,5911 Holl. gyllini 18,8036 18,8611 19,0617 V-þ. mark 21,2341 21,2991 21,5294 ít. líra 0,02989 0,02998 0,03028 Austurr. sch. 3,0200 3,0293 3,0612 Port. escudo 0,2761 0,2769 0,2783 Sp. peseti 0,3032 0,3042 0,3056 Jap. ven 0,25506 0,25584 0,25613 írsktpund 56,732 56,906 57,422 SDR (Sérst.) 49,5382 49,6900 49,7206 ECll, Evrópum. 44,0965 44,2314 44,5313 fyrirtækjum og samtökum er fijálst að reyna sig á eigin ábyrgð. Sköpun- argáfa listamanna nýtur sín best þar sem ekki eru lagðir á hana fjötrar og sama er að segja um efnahags- starfsemina. Heilbrigð samkeppni laðar fram kosti einstaklinga og samtaka þeirra og athafnafrelsi, þar sem menn bera ábyrgð á eigin gerð- um, skilar bestum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn er eindregið fylgjandi fijálsum samningsrétti samtaka vinnumarkaðarins og legg- ur áherslu á að fyrirtækin í landinu séu það öflug, að unnt sé að greiða dagvinnulaun, sem nægi til eðlilegr- ar framfærslu meðalfjölskyldu. Það er hins vegar einnig sjálfsögð skylda og í fyllsta samræmi við mannúðarsjónarmið Sjálfstæðis- flokksins, að tryggja og treysta hag þeirra sem lakast eru settir eða eiga af einhveijum ástæðum undir högg að sækja í lífinu. Besta leiðin til að bæta hag þeirra, sem annarra lands- manna, er að treysta atvinnufrelsið og efla undirstöður atvinnulífsins, þannig að þau verðmæti skapist, sem ein geta gert landsmönnum kleift að búa vel að öldruðum, sjúkum og þeim er eigi geta séð sér farborða með sama hætti og aðrir. Fjölbreytileiki mannlífsins verður að fá að endurspeglast við sem flest- ar aðstæður, hvort heldur er í atvinnustarfsemi, lista- eða menn- ingarlífi. Engir tveir einstaklingar eru eins, en allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína. Marg- breytilegt mannlíf, þar sem einstakl- ingsbundnir hæfileikar fá að njóta sín, er markmið í sjálfu sér. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar kenningum vinstri manna um óhjá- kvæmileg stéttaátök og sundrungu, en leggur áherslu á samvinnu stétta og starfshópa, karla og kvenna, stijálbýlis og þéttbýlis og umburðar- lyndi einstaklinga og hópa gagnvart viðhorfum og hagsmunum hverra annarra. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi heimilisins og heilbrigðs fjölskyldulífs. Hann vill tryggja eðlilegt valfrelsi um það hvernig fyrirvinnur á heimilum skipta með sér tekjuöflun og að ekki sé með löggjöf höfð óeðlileg áhrif á fjölskyldulíf fólks eða hjúskapar- stöðu. Flokkurinn vill efla þjóðrækni og standa vörð um þá máttarstólpa, sem öðrum fremur hafa gert íslend- inga að sjálfstæðri menningar- og lýðræðisþjóð. Hann vill því, trúr sögu þjóöarinnar og eigin fortíð, leggja sérstaka rækt við íslenska tungu, menningu, listir og kristna kirkju. Flokkurinn vill einnig sem fyrr hlúa að heilbrigðu íþrótta- og æskulýðs- starfí, einkum á vettvangi fijálsra félagasamtaka. Flokkurinn vill beijast af alefli gegn neyslu og dreifingu ávana- og fíkniefna og beita öllum tiltækum ráðum í því efni. Hann fagnar átaki heilbrigðisyfírvalda gegn vágestin- um eyðni, sem ógnar mannlífi Islandi, ef hann nær útbreiðslu. II Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við völdum vorið 1983 var uggvæn- legt ástand í íslenskum efnahags- málum. Mikill viðskiptahalli og óstöðugleiki innan lands höfðu stór- lega veikt lánstraust þjóðarinnar erlendis. Verðbólga var um 130% eða meiri en nokkru sinnj í sögunni og gróf óðfluga undan atvinnustarf- seminni. Spamaður fór minnkandi og við blasti almenn efnahagsleg upplausn. Meginárangurinn af starfí núver- andi ríkisstjómar er að hafa unnið bug á þessu ástandi með því að koma á meiri stöðugleika í íslensku efnahagslífí en þekkst hefur í tæpa tvo áratugi. Horfur eru á miklum hagvexti í ár, fjórða árið í röð, með vaxandi kaupmætti og meiri velmeg- un í landinu en nokkru sinni fyrr. Góðærið hefur verið hagnýtt til að bæta sérstaklega kjör þeirra, sem lakast eru settir, stöðva skuldasöfn- un erlendis og treysta gmndvöll áframhaldandi velmegunar. Með sameiginlegu átaki þjóðar- innar allrar hefur tekist að draga svo úr verðbólgu, að hún er nú brot af því sem var vorið 1983. Jafnframt hefur tekist að jafna viðskiptin við útlönd. Festa hefur ríkt í gengismál- um, þótt óvenjumikilla hræringa hafí gætt á erlendum gjaldeyris- mörkuðum undanfama mánuði, sem spillt hafa stöðu sumra útflutnings- greina og tafíð fyrir því að verðbólga næðist niður á sama stig og í við- skiptalöndum okkar. Frelsi almennings í viðskipta- og gjaldeyrismálum hefur verið aukið í hvfvetna. Skattar hafa verið lækkað- ir og fyrir dyrum standa mestu umbætur í skattlagningu einstakl- inga, sem ráðist hefur verið í u.n langt skeið. Ríkisfyrirtæki hafa ver- ið seld sem og hlutabréf ríkisins í atvinnufyrirtækjum. Aðilar vinnumarkaðarins og ríkis- stjómin hafa tekið höndum saman um víðtækar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga. Nægir í þessu sam- bandi að vísa til samkomulags um nýskipan húsnæðislánakerfísins og samkomulags um skattamál auk beinna efnahagsráðstafana í tengsl- um við kjarasamninga. Gagnkvæmt traust hefur skapast milli þessara aðila, sem hefur m.a. leitt til þess að meiri friður hefur ríkt á vinnu- markaði en oft áður. Aukið frelsi á fjármagnsmarkaði og fjölbreyttari möguleikar til sparn- aðar hafa orðið til þess að efla innlendan spamað og draga úr er- lendum lántökum. Skuldir þjóðar- búsins sem hlutfall af landsfram- leiðslu hafa minnkað stórlega, sem og greiðslubyrði af erlendum lánum. Ný löggjöf um banka og sparisjóði hefur tekið gildi, sem gerir þessar stofnanir betur í stakk búnar til að Afkoma atvinnuveganna hefur batnað vemlega undanfarin ár, þótt á sumum sviðum séu enn blikur á lofti, einkum í landbúnaði og sumum greinum fískvinnslu. Unnið hefur verið að undirbúningi nýs orkufreks iðnaðar, en erfíð markaðsstaða hefur tafið fyrir framkvæmdum. Hér hafa því orðið straumhvörf í efnahags- og atvinnumálum og brautin verið rudd til frekari sóknar. En það hefur verið tekið til hendi á fleiri sviðum. Hið gamla baráttu- mál um fijálst útvarp er orðið að veruleika og nýjar útvarps- og sjón- varpsstöðvar hafa tekið til starfa. Vert er að vekja sérstaka athygli á forystu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli, sem mætti harðri andstöðu í öllum öðrum stjómmálaflokkum. Húsnæðislánakerfíð hefur verið endurskipulagt frá grunni og stór- auknu fé varið til húsnæðismála með það fyrir augum að tryggja best hag þeirra, sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn. Á sviði samgöngumála hefur tek- ist að standa við meginmarkmið langtímaáætlunar í vegamálum. Ör- ar framfarir hafa orðið í íjarskipta- málum og ferðamannaþjónustu. Unnið hefur verið að langtíma- áætlun í heilbrigðismálum, þar sem áhersla er lögð á forvarnarstarf gegn sjúkdómum og slysum. Unnið hefur verið markvisst að því að auka þátttöku og frumkvæði Islendinga sjálfra í varnar- og örygg- ismálum. Hin nýja og glæsilega flugstöð á Keflavíkurflugvelli var reist á kjörtímabilinu og í apríl, er hún verður tekin í notkun verður skilið milli almenns farþegaflugs og starfsemi vamarliðsins. Sköpuð hafa verið betri skilyrði til markaðsöflunar á erlendri grund, m.a. með stofnun Útflutningsráðs Islands og aukinni aðild utanríkis- þjónustunnar að þeim málum. Opnuð hefur verið sérstök skrifstofa í Brussel til að gæta hagsmuna ís- lands gagnvart Evrópubandalaginu. III Islenska þjóðin hefur á undan- fömum árum verið á réttri leið. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur skilað árangri. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið og byggja á þeim gmnni, sem nú er fenginn. Flokkurinn býður fram krafta sína til að svo megi verða. Fái flokkurinn til þess full- tingi kjósenda mun hann óhikað taka að sér áframhaldandi ábyrgð á stjóm landsins til að tryggja að ekki verði hvikað af réttri leið. Sjálfstæðisflokkurinn leg’gur áherslu á eftir- farandi atriði: ★ Efnahagsbatinn verði treystur og tryggt að landsmenn allir fái áfram hlutdeild í batnandi þjóð- arhag. Unnið verði að því að draga enn frekar úr verðbólgu, m.a. með stöðugu gengi, og auka kaupmátt tekna almennings með meiri framleiðni og verðmæta- sköpun í atvinnulífínu. Áfram verði jöfnuður í viðskiptum við útlönd og dregið úr erlendum skuldum hins opinbera. ★ Unnið verði að frekari umbótum í skattamálum, endurskoðun á tekjuöflunarkerfí ríkissjóðs, og stefnt að jöfnuði í ríkisrekstrin- um. Skattbyrði getur því aðeins lækkað til frambúðar að ríkisút- gjöld minnki eða hlutdeild ríkis- ins í þjóðarframleiðslunni dragist saman. Misræmi í skattlagningu milli atvinnugreina og rekstrar- forma verði afnumið. ★ Stuðlað verði að eðlilegri byggðaþróun með virkri byggða- stefnu er grundvallast á arðbæru og fjölbreyttu atvinnulífí um land allt, greiðum samgöngum, góðri félagslegri þjónustu og bættum menntunarmöguleikum á lands- byggðinni. ★ Skýrari línur verði dregnar í verkefnaskiptingu opinberra að- ila en verið hefur, ekki síst ríkis og sveitarfélaga. Sameiginlegum verkefnum sveitarfélaga og ríkis verði fækkað en sveitarfélögum falin aukin verkefni og tryggðar tekjur til samræmis. ★ Starfsemi lífeyrissjóða og al- mannatrygginga verði endur- skipulögð með það fyrir augum, að allir landsmenn njóti verð- tryggðs lífeyris og sambærilegra lífeyrisréttinda. Tryggt verði sjálfstæði einstakra lífeyrissjóða og þeim gert kleift að nýta betur fjármagn sitt í heimabyggð. ★ Húsnæðislánakerfið verði treyst og þar með fylgt þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins, að sem flestir geti búið í eigin húsnæði. ★ Réttindi heimavinnandi fólks verði aukin. Fæðingarorlof verði lengt og þannig stuðlað að auk- inni velferð ungbama og foreldra þeirra. Eðlilegt er að atvinnulífið og hið opinbera skipti með sér auknum kostnaði vegna þessa. ★ Uppbyggingarstarfí í heilbrigðis- málum verði haldið áfram svo og umbótum í tryggingamálum og málefnum fatlaðra og aldr- aðra. Heilsugæslan verði færð til sveitarfélaga og heilbrigðis- þjónusta utan sjúkrahúsa efld. Kostir mismunandi rekstrar- forma og fijálsra félagasamtaka á sviði heilbrigðismála verði nýtt- ir til spamaðar og bættrar þjónustu. ★ Skólastarf í landinu verði bætt og lögð áhersla á trausta grunn- menntun allra bama óháð búsetu. Fjölbreytni og heilbrigð samkeppni í skólastarfí er nauð- synleg og sífellt verður að laga skólastarfið að breyttum aðstæð- um. Komið verði á samfelldum skóladegi sem víðast og bætt tengsl heimila og skóla. Auka þarf samstarf framhaldsskól- anna við atvinnulífið og koma á sem víðtækastri endurmenntun. Stefnt verði að því að undirbún- ingi nemenda fyrir háskólanám og annað fagnám ljúki fyrr en verið hefur. Vísinda- og rann- sóknarstarfsemi verði efld eftir föngum m.a. með samstarfi við atvinnulífíð. ★ Hlúð verði að menningarstarf-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.