Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Amold Schönberg* Tónlist Jón Ásgeirsson Amold Frans Walter Schönberg fæddist í Vínarborg 13. september 1874. Faðir hans og móðir bjuggu fyrst í Bratislava og höfðu þá ung- verskt ríkisfang en við stofnun Tékkóslóvakíu 1918 töldust þau vera Tékkar. Fjölskyldan játaði gyðingatrú en ekki er vitað til að foreldramir væru neitt sérstaklega gefnir fyrir tónlist. Átta ára gamall hóf Schönberg nám í fiðluleik og tók þá strax til við að semja smá tónverk. Nokkm síðar mun hann hafa kynnst tveim- ur fiðlunemendum er vom hans jafnaldrar og þá tekið til við að semja tríó fyrir tvær fiðlur og lág- fiðlu. Fjölskyldan var efnalítil og er faðir Amolds lést, neyddist hann til að hætta í skóla og starfaði næstu fimm árin sem aðstoðar- maður í banka. Þrátt fyrir þetta hætti hann ekki við tónlistina en gaf sér auk þess tíma til að lesa bókmenntir og heimspeki í frítíma sínum. Tveir vinir hans frá þessum ámm vom David Josef Bach, er innprentaði Amold mikilvægi þess að setja sér háleit listræn mark- mið og Oskar Adler, sem var góður fiðluleikari og í raun fyrsti tónlist- arkennari hans, er auk þess að segja honum til sem hljóðfæraleik- ara, veitti hann honum tilsögn í tónheym og undirstöðuatriðum hljómfræðinnar. Saman stofnuðu þeir kammer- svjit og komst hann þá í kynni við margvísleg tónverk og með því að lesa sér til í almennum tónlistar- orðabókum aflaði hann sér einnig vitneskju í formfræði. Á þessum tíma lærði hann að leika á selló og gekk til liðs við áhugamanna- hljómsveit, er var undir stjóm Alexanders von Zemlinsky. Alex- ander var tveimur árum eldri en stundaði nám við Konservatoríuna í Vínarborg við góðan orðstír og hafði Brahms lokið lofsorði á verk hans. Schönberg sagði síðar, að Zemlinsky hefði kennt sér það sem best hefði dugað honum á sviði tónsmíða. Á haustdögum 1897 samdi Schönberg strengjakvartett í D- dúr og var verkið tvívegis flutt fyrir félagsmenn í Tónlistarfélagi Vínarborgar, en Zemlinsky átti þá sæti í stjórn félagsins. Tveimur árum síðar hafnaði Tónlistarfélag- ið strengjasextettinum Verklárte Nacht. Nokkur sönglög, af tólf söngvum sem bera ópusmerkin 1 til 3, vom flutt í desember árið 1900 og þar með hófst alda mót- mæla og segja má að frá þeim tíma hafí „hneykslan manna" dunið linnulaust á Schönberg. í þessum fyrstu verkum hans má merlcja með hvaða hætti krómatíkin leiddi síðar, eða upp úr 1908, til þess að Schönberg afneitaði þríhljóma- kerfmu og þar með sjálfri tónteg- undaskipaninni. Schönberg vann fyrir sér með því að færa ýmiskonar léttmetis- verk í hljómsveitarbúning og stjóma minniháttar kórum. Auk þess tókst honum á rúmlega einu ári, frá því í mars árið 1900 og þar til í apríl 1901, að ljúka við að semja stórverkið Gurrelieder, þó enn ætti hann langt í land með að ganga frá hljómsveitargerðinni. Verkið er samið eftir ljóði Jens Peter Jacobsen og hugsað fyrir sögumann, fimm einsöngvara, þijá karlakóra, átta radda blandaðan kór og hundrað og fjörutíu manna sinfóníuhljómsveit. Þama notar Schönberg talsöngstækni sams- konar og hann fullnýtti áratug síðar í Pierrot Lunaire. í októbermánuði 1901 gengur Schönberg að eiga Matthilde Zeml- insky og í desember, sama ár, flytja hjónin til Berlínar en þar beið Schönbergs vinna við eins konar kabarettfyrirtæki, sem nefndist „Úberbrettl“ og starfaði í tengslum við leikhús Emst von Wolzogen. Margir vel metnir bók- menntamenn höfðu áhuga á þessum kabarett, menn eins og Wedekind, Morgestem og Demel, því markmiðið var að fjalla um alvarlegt efni á gamansaman og háðskan máta. Eitt lag Schönbergs af þessari gerð, Nachtwandler, var flutt aðeins einu sinni. Þetta voru Schönberg erfið ár en Richard Strauss kom til hjálpar og útveg- aði honum Franz Liszt styrkinn, er gerði Schönberg kleift að ljúka við tónaljóð um Pelleas og Meli- sande, áður en hann sneri aftur til Vínarborgar árið 1903. Haustið eftir stóðu Schönberg og Zemlinsky fyrir eins konar skóla er fékk inn í einkaskóla fyrir stúlk- ur. Schönberg kenndi hljómfræði og kontrapunkt en Zemlinsky formfræði og hljóðfærafræði. Það var stutt í þessu tiltæki en nokkr- ir af nemendunum munu hafa haldið áfram í einkatímum hjá Schönberg, meðal annars þeir sem stunduðu nám í tónlistarsögu við háskólann hjá Guido Adler. Einn þeirra var Anton Webem og síðar bættist Alban Berg í hópinn. Þrátt fyrir nokkra kennslu mun Schön- berg ekki hafa haft miklar tekjur, því meðal annars mun Berg hafa sakir fátæktar fengið ókeypis kennslu fyrsta árið. Ekki fór held- ur mikið fyrir tekjum af tónsmíð- um, því Vínarbúar vom fastheldnir á gömul gildi og lögðu lítið til flutn- ings á nýrri tónlist. Zemlinsky stóð fyrir stofnun félags er bar heitið Vereinigung Schaffer der Ton- kunstler og var Mahler heiðurs- félagi þess. Mahler hafði hrifíst mjög af Verklárte Nacht og studdi Schönberg dyggilega, þó oft væri hann ekki sammála honum og eins og hann sagði sjálfur, að hann skyldi ekki ávallt hvað vekti fyrir Schönberg. Félagið starfaði fram á vorið 1905 og á þessum stutta tíma hafði tekist að uppfæra ýmis stærri verk eftir Mahler, Strauss, Zemlinsky og frumflytja Pelleas og Melisande eftir Schönberg. Strengjakvartett sem Amold Rosé stjómaði frumflutti fyrsta strengjakvartettinn og fyrstu kammersinfóníuna þegar árið 1907. í desember 1908 var annar strengjakvartettinn frumfluttur og 1910 í janúar voru fyrstu ótón- stæðu tónverkin flutt en það voru þrjú lög fyrir píanó op. 11 og Das Buch der hángenden Gárten. Segja má, að með þessum verkum hafí andstaðan gegn tónlist Schönbergs og skilningsleysið á listræn mark- mið tónskáidsins náð alþjóðlegri stærð. Á þessum ámm miskunnar- lausrar andstöðu sneri Schönberg sér að gerð myndverka og árið 1910 í október hélt hann málverka- sýningu, er hafði þau eftirköst að Kandinsky bauð honum í félag við sig og sýndi þessi hópur undi nafn- inu Der Blaue Reiter. Næstu verk vom Fimm hljómsveitarverk op. 16 og óperan Erwartung (op. 17), en síðan kom tímabil er fór að mestu í að ganga frá kennslubók í hljómfræði og að ljúka við hljóm- sveitargerðina af Gurrelieder sem hafði dregist all nokkuð. Árið 1910 var honum boðin „stundakennara" staða við tónlistarakademíuna og svo virðist sem honum hafí gengið mjög vel og jafnvel vonað að sér yrði boðin föst staða við skólann. Svo varð þó ekki og mun það hafa ráðið miklu, að gerð var athuga- semd í þinginu og þar ráðist á hann fyrir róttækar skoðanir. Næsta haust flyst hann aftur til Berlínar og er til þess tekið hversu dagblöðin í Berlín vom neikvæð í garð hans, er þau greindu frá komu hans. Þrátt fyrir andstöðuna naut hann þess að nokkm hversu nafn hans var þekkt, jafnvel víðar en í Þýskalandi og nú vom áheyr- endur famir að leggja eymn að eldri verkum hans, en hin nei- kvæða umræða og hneykslanin sem henni fylgdi, hafði snúist upp í forvitni um nýrri verk hans. Um sumarið 1912 samdi Schön- berg eitt sitt frægasta verk Pierrot Lunaire og var það frumflutt und- ir stjóm höfundar í október sama ár, við töluverða hrifningu áheyr- enda. Með þetta verk var farið í tónleikaferð til ellefu borga í Þýskalandi og Austurríki. Á Eng- landi stóð Sir Henry Wood fyrir flutningi á Fimm hljómsveitarverk- um (op. 16) og í Vínarborg var stórverkið Gurrelieder fmmflutt í febrúar 1913, við feikna mikla hrifningu áheyrenda. Schönberg sem var langrækinn og mundi því vel framkomu Vínarbúa gagnvart sér, hneigði sig aðeins fyrir flytj- endum og stjómandanum, Franz Schreker, og gekk út án þess að virða áheyrendur viðlits. Þetta til- tæki hefndi sín, því öðmm tónleik- um er halda átti þremur vikum síðar með verkum eftir Schönberg var aflýst vegna ónógrar aðsókn- ar. Um svipað leyti hafði ríkur velunnari Schönbergs veitt honum ríflegan styrk og til að vinna verk- um sínum veraldargengi ákvað Schönberg að leggja fyrir sig hljómsveitarstjóm. Á því sviði hafði Schönberg ekki mikla reynslu en aftur er það Zemlinsky sem hjálpar og kemur honum á framfæri við ýmis hljómsveitarfyr- irtæki. Heimsstyijöldin fyrri batt enda á þennan starfsþátt, en fram að þeim tíma hafði Schönberg sjálfúr stjómað Pelleas, Gurrelied- er og hljómsveitarþáttunum op. 16 í ýmsum borgum Evrópu. Stríðið hafði djúpstæð áhrif á Schönberg, Sjálfsmynd frá 1910. auk þess sem honum gafst frekar lítið næði til tónsmíða. Fyrir styij- öldina hafði hann lokið við ópemna Die glúckliche Hand (op. 18) en í stríðinu samdi hann smálög fyrir píanó (op. 19), nokkuð af sönglög- um og þar á meðal Fjóra hljóm- sveitarsöngva (op. 22) og setti einnig saman texta af óratóríunni Jakobsstiginn sem hann gerði til- raun til að semja en gaf það verkefni síðar upp á bátinn. Schönberg hafði ávallt haft mikla ánægju af kennslustörfum og í framhaldi af þeim umsvifum stofnsetti hann eins konar „semin- ar“ (málfundafélag) er skírt var „Félag um einkaflutning á tónlist". Þeir sem höfðu raunverulegan áhuga á nýrri tónlist fengu að gerast félagar en öll umfjöllun og viðvera af hálfu dagblaða eða gagnrýnenda var bönnuð. Hljóm- sveitarverk vom flutt í umritunum er félagamir sáu sjálfír um og þá venjulega fyrir píanó eða litla kammersveit, sem einnig var skip- uð félögunum. Á þriggja ára tímabili er félagið starfaði, eða frá því í febrúar 1919 til ársloka 1921, vom 154 tónverk flutt alls 353 sinnum á 117 tónleikum. Frægð Schönbergs sem fyrirlesara hafði þau áhrif að framfarasinnuð félög tónlistarmanna fengu hann til að halda bæði fyrirlestra og stjóma eigin verkum. Mahler-félagið í Amsterdam bauð Schönberg tvívegis til að halda þar fyrirlestra og flytja verk sín. Á þessum tíma vom hugmynd- ir Schönbergs um nýjar vinnuað- ferðir í tónsmíði að fá á sig fast form og frá þessum ámm eða frá 1920 til 1923 em þijú fyrstu tólf- tóna verkin, Serenaða op. 24, Píanósvítan op. 25 og Blásara- kvintettinn op. 26. í október 1923 andaðist Matt- hildur kona Schönbergs og þá skrifar hann texta að Requiem, sem er hugleiðing um dauðann. Ekki er vitað til þess að hann hafí reynt að tónsetja textann. Seinni kona Schönbergs var Gertmd Kol- isch, en bróðir hennar var vel metinn fiðluleikari og stjómaði strengjakvartett er lagði sitt af mörkum til að útbreiða tónverk Schönbergs. Eins og fyrr er getið var Schönberg mjög vel þekktur sem fyrirlesari og því urðu það honum mikil gleðitíðindi er honum bauðst prófessorsstaða við Prússn- esku listaakademíuna í Berlín og að setjast í virðingarsæti það sem Busoni hafði skipað. Margir fögn- uðu þessari ráðstöfun og meðal annars nokkrir nemenda hans er fylgdu honum til Berlínar. Má til nefna Hans Einsler en auk hans sótti Skalkottas tíma hjá Schön- berg. Við þennan skóla starfaði Schönberg í nærri átta ár, eða þar til hann flutti frá Þýskalandi árið 1933 vegna vaxandi ofsókna á hendur gyðingum. Hann heldur til Frakklands, dvelur þar um sumar- ið en fær þá tilboð frá Banda- ríkjunum og flytur vestur um haf strax um haustið. Kammersveit Reykjavíkur mun flytja tvö verk eftir Schönberg næstkomandi fímmtudag í Ás- kirkju og hefur fengið til liðs við sig fiðlusnillinginn Paul Zukofsky. Á efnisskránni em tvö verk, Seren- aða op. 24 og Blásarakvintettinn op. 26. Þessi verk eru um margt sérstæð því þar reynir Schönberg tólftóna aðferðina hvað snertir tón- skipan alla en styður sig hins vegar við klassískar formgerðir. í seren- öðunni og Píanósvítunni op. 25 notar Schönberg formgerðir barr- okksvítunnar og í blásarakvintett- inum styðst hann við form og þáttaskipan klassísku sónötunnar eins og á sér stað hjá Vínarklassík- erunum. Fyrsti þátturinn er t.d. í sónötuformi o'g sá síðasti rondó. Líklegt er talið að Schönberg hafí í raun notað þessar gömlu form- gerðir til mótvægis við tónteg- undaleysið og trúlega vegna þess að framvinda tónlistarinnar hafði ekki lengur stoð af samspili hljóm- tengsla og tóntegundabundnu tónferli. Þrátt fyrir að Schönberg styddi sig við gömul form í þessum verk- um var hann harðvítugur andstæð- ingur „nýklassíkera", eins og Stravinsky og tilrauna Hindemiths ■ til að styðja sig við hefðbundin gildi í hljóm- og stefskipan. Svo virðist sem Schönberg hafi ekki komið auga á þá þversögn, að nota sjálfur hefðbundna formskip- an en skamma aðra fyrir það sama. Frægt dæmi um þessa afstöðu má fínna í þremur „satírum" fyrir kór, op. 28. Í þriðja laginu gerir hann grín að „nýklass- íkerum" og í textanum sem einig er eftir Schönberg segir: „Sáið hver slær trommumar, það er hann Modemsky litli. Hann er með hár- kollu úr ekta fölsku hári! Hann lítur út eins og Bach gamli. . . eða það heldur hann!“ Stravinsky hafði ferðast langar leiðir til að heyra verk Schönbergs og var því við- staddur er „satírurnar" voru fmmfluttar og fyrirgaf Schönberg aldrei þennan grikk. Serenaðan op. 24 og Blásarakvintettinn op. 26 em í gerð eins konar brúarsmíði milli þess hefðbundna og nýrra byltingarkenndra viðhorfa í list- rænu mati, sem átti síðar eftir að öðlast aukið gildi, er tónskáld vildu forðast allt er minnti á þjóðemis- hroka. Ævi Schönbergs var um margt mjög sérkennileg og sér- staklega árin í Evrópu, því þó menn teldu sig hafa mikinn áhuga á nýjungum, fór það fyrir bijóstið á mörgum hversu Schönberg tókst ávallt að sjá fram í tímann. Um skapgerð þessa gáfumanns hafa margir ijallað og telja sumir þeirra, að þar hafí slegið saman sérkennilegri og djúpstæðri þörf fyrir vináttu og aðdáun, þver- móðsku og nýjungagimi, er náð hafí einni heild í ástríðufullri pre- dikunarþörf. Hvað sem slíkum bollaleggingum líður, hafði Schön- berg meiri áhrif á tónsköpun tuttugustu aldarinnar en nokkurt annað tónskáld langt umfram þau sem voru margfalt vinsælli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.