Morgunblaðið - 10.03.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 10.03.1987, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Guðrún Sveins- dóttir — Minning Fædd 8. október 1950 Dáin 2. mars 1987 „Skamma stund mun ég hvflast i faðmi vindanna og síðan verða endurborin af nýrri móður." K.Gibran. í upphafí er mannsævin sem óskrifað blað. Smátt og smátt er lífssagan skráð. Sumir eiga langa lífdaga, aðrir styttri. Hjá Guðrúnu okkar var ævin ekki löng en mikið var henni gefíð. Skaparinn gaf henni góðan maka og fjögur yndis- leg böm, sem verða henni veglegir *. bautasteinar. Við vonum að hinn harði heimur fari um þau mildum höndum. Góður Guð þerrar trega- tárin og aftur birtir í sálum þeirra allra. Kæri Ásmundur, böm, Inga, Sveinn og allir aðrir aðstandendur, megi Guð miskunnseminnar gefa ykkur styrk á þessum dimmu dög- um. Það er okkar bjargfasta trú að elsku Gunna bíði sem vinur í varpa í hinu eilífa austri þegar við leggjum þar að landi. Veri hún sæl að sinni og hafi þökk fyrir allt. Anna og Gísli ,En ástin er björt sem bamsins trú, ' hún blikar á Ijóssins geimi og fjarlægð og nálægð fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífe hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi". (E-B.) Að kvöldi 2. þessa mánaðar lést vinkona min og jafnaldra, Gunna Sveins, eftir stutt en erfítt stríð við þann sem sigrar okkur öll fyrr eða síðar. Við kynntumst 7 ára gamlar í Langholtsskóla og áfram í Voga- skóla þar til við útskrifuðumst saman gagnfræðingar 1967. Gunna var elst sjö bama Sveins K. Sveinssonar og Ingu Valborgar Einarsdóttur. Ég tel víst, að einhver annar muni rekja ættir hennar, en særindi hljóta nú að ríkja víða þeg- ar hennar er saknað. Ég minnist með gleði allra þeirra unaðsstunda, sem við áttum á hinu stóra, hressi- lega og lífsglaða heimili, þegar hún var í foreldrahúsum í Sigluvoginum. Þann 18. júní 1972 giftist hún Ásmundi Gíslasyni. Þau stofnuðu heimili að Smiðjuvegi 13 í Reykjavík og þrem ámm seinna fluttust þau að Nesjaskóla í Homa- fírði, er Ásmundur tók við starfí þar sem kennari. Þótt vinátta okkar Gunnu hafi alltaf verið náin varð hún enn nán- ari er ég fluttist líka austur á Homaflörð hálfu öðm ári seinna. Á Homafírði kunni hún vel við sig, enda átti hún einstaklega auð- velt með að aðlagast og kynnast fólki. Hún tók strax mikinn þátt í öllu félagslífí, var m.a. í kvenfélag- inu í Nesjum, ritstýrði vikublaðinu okkar, „Eystrahomi", 1983—1984 og sat í ritstjóm þess, auk þess sem hún var virkur félagi í leikhópi UMF Mána. Gunna var fyrirmyndar móð- ir og húsmóðir. Hún var einstaklega geðgóð, hlý og hláturmild, þótt stundum dyldust þessi skapgerðar- einkenni í gustmiklum persónuleika hennar. Ekki þurfti annað en heyra í henni til að ský hyrfu frá sólu. Ég stend í þakkarskuld við vin- konu mína og nöfnu fyrir 30 ára vináttu. Ég veit að minningin um Gunnu veitir foreldmm hennar, Ásmundi og bömum þeirra §ómm, Döddu, Ömu, Möttu og Kjartani, þann styrk sem sigrar sorgina og vekur trúna á lífíð. Guðrún Jónsdóttir Á kveðjustund leita margar minningar á hugann. Það er hægt að koma víða við þegar rifjað er upp það sem á dagana hefur drifið, en hér vil ég aðeins koma að örfáum orðum. Á unglingsárunum lágu leiðir okkar saman. Guðrún var full af lífsorku og krafti, sem einkenndi allt hennar fas og framgöngu. Hún var hispurslaus og ófeimin. Hún sagði til syndanna óspart, en Iá ekki heldur á lofinu. Fólk af þessu tagi siglir ekki lygnan sæ og margir vindar og stríðir blésu á ærslafullum ungl- ingsámnum. Við krakkamir sem héldum hópinn áttum ekki víða at- hvarf, en Sigluvogur 9, æskuheimili Guðrúnar, varð sem okkar annað heimili. Þegar ég lít til baka þá undrast ég það umburðarlyndi og kærleika sem við mættum hjá sæmdarhjónunum Sveini og Ingu. Við vomm hópur sem mikið fór fyrir. Hver dagur var ævintýri. Lífíð var leikur, græskuleysi og gaman. Alvaran var víðs flarri og þróttur æskunnar fékk að leika lausum hala, óbeislaður. Það leið varla sá dagurinn að við hefðum ekki inn- byrðis samband og alltaf var stutt í tilefni til að halda hátíð. Hér var Guðrún oftast í hlutverki gestgjafa og primus motor. í minningunni er ákveðinn ljómi yfír þessum tímum. Ég minnist þess er Ásmundur Gíslason bættist í þennan hóp og sá hvemig sterkasta aflið, kærleik- urinn, fór að draga þau saman. Að lokum fór svo að þau ákváðu að binda bagga sína með sömu hnútum og hjónabandið varð hlutskipti þeirra. Árin liðu, bömin fæddust eitt af öðm. Ábyrgð lífsins lagðist á herð- ar þeirra, ef til vill meir en margra annarra, þar sem mannkosta fólk átti í hlut. Fyrir um tveimur árum lá leið mín austur á Homafjörð. Ég ferðað- ist um nótt og fegurð næturinnar var stórkostlega hrikaleg. Ferðin austur er mér ógleymanleg og einn- ig þangaðkoman. Markmið ferðarinnar var að syngja og vitna um Jesúm Krist. Fyrsti staðurinn sem við heimsótt- um var dvalarheimili aldraðra, sem Ási veitir forstöðu. Eftir að hafa flutt boðskap okkar um upprisinn frelsara þáðum við góðgjörðir og ég minnist þess sérstaklega að þeg- ar ég talaði um Guðrúnu og Ásmund við gamla fólkið, þá kom bros á varimar og glampi í augun. Við heimsóttum fleiri staði fyrir austan. Guðrún greiddi götu okkar og svo hélt hún okkur veislu. Sama gestrisnin, sami krafturinn og sömu léttu strengimir og í Sigluvoginum forðum. Ég var niðri á Mogga fyrir um það bil mánuði. Ég var tekinn afsíð- is og mér var sagt að Guðrún væri veik. Það væri alvarlegt. Daginn eftir var ég uppi á Land- spítala. Ég er ekki vanur að stoppa lengi á spítulum, en þama stoppaði ég næstum í tvo tíma. Við töluðum um eilífðina, um kraft trúarinnar og hverfulleika lífsins. Við minnt- umst einnig gömlu daganna og það var hlegið og það var skrafað. Ég ætlaði að koma aftur, en um slíkt varð ekki að ræða. Ég vil þakka fyrir góða og ein- læga vináttu. Ég vil einnig benda á að við eigum Guð sem er Guð allrar huggunar. Þegar harmur mætir eigum við svölun í trúnni á Jesúm Krist. Bænin og ákall Jesú nafns er uppsprettulind kraftar og lausnar inn í þessar erfíðu kringum- stæður. Presturinn talaði svo fagurlega um dýrð eilífðarinnar í kirlq'unni á fimmtudaginn. Jesús er lykillinn að þeirri dýrð. Ási minn, ég segi við þig aftur, Drottinn styrki þig. Drottinn varð- veiti þig og bömin ykkar fjögur og ég bið huggunar Guðs til handa foreldrum og systkinum og þeim sem eiga um sárt að binda. Gunnar Þorsteinsson Látin er frænka og kær vinur. Guðrún andaðist eftir mjög skamma sjúkrahúsvist þann 2. mars sl. Bar- áttunni við sjúkdóminn skæða er lokið. Hún fæddist þann 8. október 1950, elst sjö bama hjónanna Sveins K. Sveinssonar og Ingu Valborgar Einarsdóttur. Systkini hennar eru Soffía, Sveinn M., Guð- mundur, Einar, Sigurður og Þór- laug. Guðrún ólst upp í fjörugum systkinahópi oggestkvæmu heimili. Hún gekk í Langholtsskóla og síðar Vogaskóla og að því loknu gerðist hún skiptinemi og fór til Ameríku. Eftir Ameríkudvölina fór hún til náms að Húsmæðraskólanum að Laugarlandi í Eyjafirði. Þar nam hún fræði sem áttu eftir að koma sér vel á stóra heimili. Þann 18. júní 1972 gekk hún að eiga Ásmund Gíslason og var það mikill hamingjudagur í lífí þeirra. Þau vora einkar samhent og í mínum augum var samband þeirra byggt á traustum granni, sem bar hæst í ást og virðingu hvort fyrir Bróðir minn, GUNNAR JÚLÍUSSON, bóndi, Laugarbóli, Laugardal, Reykjavfk, veröur jarðsunginn frá Áskirkju miövikudaginn 11. mars kl. 15.00. Baldvin Júlfusson. t Útför eiginmanns míns, GUÐMUNDAR BREIÐFJÖRÐS JÓHANNSSONAR, fer fram í Kópavogskirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vilja minnast hans er * bent á Slysavarnafélags fslands. Mfnerva Hafllðadóttlr. t Útför eiginkonu minnar, ERLU ÞÓRDÍSAR JÓNSDÓTTUR, fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 11. mars kl. 13.30. Helgi Kolbeinsson. Lokað í dag milli kl. 13.00 og 16.00 vegna jarðarfarar MARGRÉTAR HALLDÓRSSON. Teiknistofan hf., Ármúia 6. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, BJARNI VILHJÁLMSSON, fyrrverandi þjóöskjalavöröur, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju f dag, þriöjudaginn 10. mars, kl. 13.30. Blóm eru afþökkuö meö vinsemd en þeim sem vilja minnast hans láti Hjartavernd eöa aörar líknarstofnanir njóta þess. Kristfn Eirfksdóttir, Kristfn Bjarnadóttir, Elfsabet Bjarnadóttir, Eirfkur Bjarnason, Vilhjólmur Bjarnason. t Innilegar þakkir sendum við þeim er auösýndu okkur samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengda- fööur og afa, GÚSTAFS A. ÓLAFSSONAR, hæstaréttarlögmanns frá Stóra-Skógi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjartadeildar, lyflækninga- deildar B11 og öldrunarlækningadeildar Landspítalans og Hvíta- bandsins fyrir mjög góöa umönnun. Ágústa Sveinsdóttlr, Sigríöur Gústafsdóttir, Skúll Guömundsson, Ólafur Gústafsson, Krlstfn Siguröardóttir, Gústaf A. Gústafsson, Björg Hauksdóttir og barnabörn. Lokað vegna jarðarfarar MARGRÉTAR HALLDÓRSSON milli kl. 12.00 og 16.00 í dag. Tess við Dunhaga. öðra. Þau hjónin eignuðust flögur myndarleg böm, Guðrúnu Döddu, 14 ára, Ömu, 11 ára, Matthildi, 9 ára og Kjartan, 7 ára. Árið 1975 flytjastþau hjón ásamt Döddu til HomaQarðar, þar sem Ásmundur gerðist kennari við Nesjaskóla. Hafa þau búið þar síðan, en Ásmundur er nú forstöðu- maður Elli- og hjúkranarheimilis- ins. Guðrún kunni vel við sig fýrir austan og naut hún sín í samfélagi er átti einstaklega vel við hana. Hæfileikar hennar til að umgangast fólk og laða fram það besta í mann- eskjunni vora eftirtektarverðir. Tók hún þátt í félagslífi staðarins, svo sem kvenfélaginu, leikfélaginu og JC-hreyfíngunni, ásamt því að hún vann utan heimilisins. Hressileiki, einlægni og hreinskilni vora eigin- leikar sem henni vora í blóð bomir, en skapkona gat hún líka verið ef því var að skipta, en oftast stutt í hláturinn. Þegar ég spurði Guðrúnu hvort ekki væri tími til kominn að flytjast til höfuðborgarinnar, stóð ekki á svarinu: „Nei, ég lít á Homafjörð sem okkar heimili, þar era góðir vinir og rétta umhverfið til þess að ala upp bömin." Sýnir þetta taugar hennar til þess staðar sem hún óskaði eftir að verða jarðsett á. Þótt flarlægðin á milli okkar frænknanna væri mikil, breytti það ekki þeim vinskap sem í æsku var ofínn. Þegar við hittumst var ávallt eins og við hefðum sést í gær. Þannig var Guðrún vinur vina sinna, hlý, kær og tilfínningarík. Það er erfítt að sætta sig við að ung kona, í blóma Iífsins sé tekin burt, en við verðum að trúa því að hennar hafí beðið stærra verkefni hinu megin, sem þoldi enga bið. Ég votta eiginmanni Guðrúnar mína innilegustu samúð svo og bömum, foreldram og öðram ást- vinum. Megi góður guð veita þeim styrk er nú syrgja eiginkonu, móður, dótt- ur og vin. Lilja Leifsdóttir Gunna Sveins eins og hún var alltaf kölluð af okkur vinkonunum er dáin. Eftir standa ættingjar og vinir í hljóðri sorg. Hún var áber- andi persóna, alltaf kát og brosandi. Fyrstu kynni okkar Gunnu hóf- ust í Vogaskóla er við voram 15 ára gamlar, fyrir 21 ári. Síðan fór Gunna til Ámeríku sem skiptinemi í 1 ár og svo í húsmæðraskóla norð- ur í land. leiðir okkar lágu síðan saman aftur um það bil sem við giftum okkur, í júní 1972, með viku millibili. Þá fluttum við báðar í gamla miðbæinn í Reykjavík og hittumst nær daglega. Mér er minnisstætt eitt atvik í eldhúsinu hjá mér þegar Gunna segir: „Uss, ég ætla að hlusta á hvar er verið að auglýsa kennarastöður úti á landi, því við Ási ætlum ekki að búa í Reykjavík í framtíðinni." Fyrir valinu varð svo Nesjaskóli við Homaflörð. Gunna og Ási fluttu austur haustið 1975 með tvær dæt- ur og síðar bættust við tvö böm. Við héldum alltaf góðu sambandi þó langt væri á milli okkar. Þegar Gunna varð 30 ára létum við okkur ekki muna um að aka austur í afmælisveisluna 3 vinkonur ásamt eiginmönnum, því við gátum ekki hugsað okkur að missa af því að vera með þeim hjónum á svo stórri stund. Nokkram sinnum átt- um við hjónin leið um Austurland og þá var alltaf gott að koma við hjá Gunnu og Ása. Síðastliðið vor var haldin 70 manna námsstefna á Höfn á vegum FSÍÖ og átti ég þess kost að vera með. Ásmundur skipulagði þessa námsstefnu með stakri prýði og makar okkar treystu vináttuböndin sín á milli þessa fjóra daga sem námsstefnan stóð. Gunna mín lét sig ekki muna um að taka á móti hópnum á þeirra heimili. Ég fékk síðan tækifæri til að þakka henni fyrir gestrisnina í hófi, sem haldið var fyrir hópinn á Hótel Höfn. Gunna var tryggur og góður vin- ur sem best sést á hennar stóra vinahóp sem er dreifður um allt land.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.