Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 66

Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 AÐALFUNDUR KAUPMANNASAMTAKA ÍSLANDS HALDINN í HVERAGERÐI: Hagiir verslana misjafn þrátt fyrir magnaukningu Guðjón Oddsson kjörinn formaður NÝR formaður var kosinn á aðal- fundi Kaupmannasamtaka ís- lands sem haldinn var á Hótel Ork í Hveragerði 7. mars. Sig- urður E. Haraldsson lét af formennsku eftir fjögur ár og við tók Guðjón Oddsson. Vara- formaður var kosinn Bjarni Finnsson. Magnaukning í smá- söluverslun var 8-10% á siðast- liðnu ári en hagur verslana er mjög misjafn. Kaupmannasamtökin hafa eflt starfsemi sína og mun fleiri félags- menn eru nú virkari í starfmu en áður. Starfandi eru kaupmannafé- lög í hveijum landsfjórðungi og •Siörg hafa veið endurvakin. Aðal- fundur samtakanna er haldinn annað hvert ár og var þetta í fyrsta sinn sem hann var haldinn utan Reykjavíkur. Sigurður E. Haraldsson sagði í skýrslu sinni að einkaverslunin ætti sóknarfæri. Hann benti þó á að hörð verðsamkeppni gerði að verk- um að kaupmenn gengju á þjón- ustuhlut sinn af versluninni og í þeirri stöðu beindust augu manna að því að ná betri kjörum á að- fongum með hagstæðum innkaup- RYÐFRIAR HÁ-OG LÁGÞRÝSTI ÞREPADÆLUR 1 0G 3JA FASA sem að ívilna þeim í aðstöðugjaldi vegna lágrar veltu. Staðla þyrfti vöruúrval verslana á landsbyggð- inni þar sem markaður væri lítill og ekki unnt að halda úti dýrum vörubirgðum. Það var þungt hljóð í kaup- mönnum af landsbyggðinni. Settar voru fram hugmyndir um að álögur á vöruflutningabifreiðir yrðu felldar niður svo lækka mætti flutnings- kostnað. Bent var á að ríkið styrkti Ríkisskip verulega og ekki væri óeðlilegt að vöruflutningum með bifreiðum væri gert jafnhátt undir höfði. Með auknum samgöngum styrktist verslunin og kostnaður við birgðahald yrði minni. Lækka þyrfti raforkuverð og símakostnað. Sala á mjólk kom til umræðu og að álagning á hana væri of lítil til að standa undir kostnaði við dreif- ingu. Einnig kom sala víns til umræðu og var lagt til að kaup- menn sæju um söluna en umboðs- menn víntegunda um birgðahald. Sigurður E. Haraldsson fráfar- andi formaður varaði við málflutn- ingi sem tortryggði starf kaupmanna. „Kaupmannastéttin á að gera miklar kröfur til sín,“ sagði Sigurður, „við erum ekki reiðubúin til þess að vera skotspónn óábyrgra afla í þjóðfélaginu." Sigurður E. Haraldsson, Guðjón Oddsson, nýkjörinn formaður Kaupmannasamtakanna, Sveinn Björns- s°n skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytis, Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra, Kolbeinn Kristinsson fundarstjóri og í ræðustól er Benedikt Bjarnason, einn fundarmanna. Texti og- myndir: Sigurður Jónsson = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER um. Hann hvatti kaupmenn til að standa saman að slíku. Magnús Finnsson framkvæmda- stjóri benti meðal annars á það í skýrslu sinni að verslun væri ekki metin eins og aðrar atvinnugreinar sem kæmi fram í því að ýmis búnað- ur til verslunarreksturs væri tollað- ur og verslunin væri sérsköttuð með hæsta álögðum launaskatti og með skatti á skrifstofu- og verslunar- húsnæði. Magnús benti á óhagkvæma dreifíngu vöru í heildsölu. Sæmilega stór verslun þyrfti að eiga viðskipti við um 200 heildsala en starfs- bróðir i Noregi aðeins við 3-4. Magnús ítrekaði þá skoðun kaup- manna að greiðslukortahafar greiddu sjálfír kostnað af kortun- um. Velta kortafyrirtækja væri nú um 1 milljarður á ári sem er um 30% af heildarveltu smásöluversl- unarinnar. Kaupmenn hafa fengið þóknunina til kortafyrirtækjanna lækkaða um 2%. í heild eru það um 14 milljónir á mánuði eða 168 milljónir á ári. Verðkannanir verðlagsstofnunar voru gagnrýndar á fundinum. Bent var á að ekki væri rétt að bera saman vöruverð á stærsta markaðs- svæði landsins og verð í bæjum og sveitum þar sem erfítt og dýrt er um aðföng og markaður lítill. „Ef verðlagsyfírvöld ætla með þessu að þvinga fram lækkun álagningar á landsbyggðinni getur það haft þær afleiðingar að verslun lognist útaf eða færist í hendur eins aðila. Kann það ekki góðri lukku að stýra -og getur haft í för með sér röskun á búsetu fólks í landinu," sagði Magn- ús Finnsson. í máli hans kom og fram að hverfaverslanir hefðu stað- ið sig vel í verðsamkeppninni. Verðmunur væri lítill á milli þeirra og stórmarkaða. Heildarvelta smásöluverslunar 1985 var tæplega 31 milljarður og jókst um 40,5% frá 1984, Magn- aukning er talin vera 5% milli áranna. 1986 er taiið að heildar- velta í smásölu hafí verið 41 millj- arður og aukist um 33%. Verðbólga er talin hafa verið um 15% og magn- aukning allt að 8-10%. Að áliti Þjóðhagsstofnunar hefur brúttó- hagnaður hækkað úr 3 í 4%. Þrátt fyrir þetta er um taprekstur að ræða hjá sumum matvöruverslun- um sem hafa lækkað álagningu sína vegna harðnandi verðsamkeppni og bent var á að verslanir utan höfuð- borgarsvæðisins, norðan-, austan- og vestanlands berðust í bökkum. Afgreiðslutími verslana kom til umræðu og var í því sambandi bent á að nauðsynlegt væri að opinberar stofnanir lengdu sinn opnunartíma einnig. Bent var á það að með sam- stöðu kaupmanna væri hægt að ná hagstæðum samningum við greiðslukortafyrirtæki. Kostnaðin- um af þeim væri ekki velt út í verðlagið vegna harðrar verðsam- keppni. Nefndar voru í umræðum leiðir til að bæta hag hverfaverslana svo Frá fundi Kaupmannasamtakanna á Hótel Örk. Viðskiptaráðherra: Grípur ekki til laga varðandi kostnað af greiðslukortum Vill kanna hvað álagning þarf að vera há til að halda úti verslun MATTHÍ AS Bjarnason viðskipta- ráðherra ávarpaði aðalfund Kaupmannasamtakanna i Hvera- gerði og sagði þar meðal annars í svari við fyrirspurnum að hann vildi ekki grípa til lagasetningar varðandi kostnað af greiðslu- kortum. Kaupmenn gætu haft í hendi sér hvar kostnaðurinn lægi ef samstaða væri um það. Fundarmenn beindu fjölda fyrir- spuma til ráðherra varðandi versl- unarmál. Hann sagði litla von til þess að smásala á víni færðist inn í matvöruverslanir og nefndi í leið- inni til gamans að hann eygði von til að bjórinn færi í gegn á næsta Alþingi án þess þó að útskýra það nánar. í svari við fyrirspum um lista- verkauppboð sagði hann núverandi fyrirkomulag óhæft og benti á fram komin lög þar sem gert væri meðal annars ráð fyrir að tekjur af þeim rynnu til listamanna. Ráðherra sagði hægt að leggja nýja tollskrá fram í haust og varðandi toll á raf- tækjum gæti verið skynsamlegt að lækka hann til að auka viðskipti með þann vaming innanlands. Matthías sagði að meiningar- munur væri milli viðskiptaráðuneyt- is og landbúnaðarráðuneytis um innflutning á blómum og kvaðst sjálfur vilja meira frjálsræði í þeim efnum. Samstarfsnefnd ráðuneyt- anna hefði þetta mál til athugunar. Varðandi vanda verslunar í stijál- býli sagðist Matthías geta hugsað sér að gangast fyrir könnun á því hvað álagning þyrfti að vera há til að halda uppi verslun. Hann var spurður um setningu laga um verslunaratvinnu og sagði það mál hafa gengið of hægt með- al annars vegna anna formanns nefndar sem væri með málið. Hann var og spurður um opnunartíma banka og opinberra stofnana og sagði að frelsi ætti að vera varð- andi opnunartima og samkeppni um að veita sem besta og mesta þjón- ustu. Varðandi það hvort greiða ætti kaupmönnum þóknun fyrir að inn- heimta söluskatt sagði ráðherra að það væri oft á tíðum meiri vinna fyrir fyrirtæki að innheimta aðra skatta af starfsfólki fyrir ríkið. I lokaorðum sínum varaði Matt- hías við því að kveðinn væri upp einhver dómur um að verslunarstörf eða önnur störf væru ekki þjóðholl. vona að heiðarleiki og trú- mennska muni alltaf ráða í starfí þeirra sem að verslun standa," sagði Matthías Bjamason viðskipta- ráðherra í lok máls síns. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.