Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 27

Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 27 Aukið frjálsræði í landbúnaðarmál- um og fiskveiðum Á Landsfundi Sjálfstæðismanna voru samþykktar ályktanir um landbúnaðar-, sjávarútvegs-, og orkumál. Bændur fái aukið at- hafnafrelsi í ályktun um landbúnaðarmál segir að það flókna miðstýringar- kerfi sem sé við lýði geti ekki gengið nema um skamman tíma og því beri að tryggja hagsmuni bænda og neytenda til frambúðar. Bændur eigi að búa við aukið at- hafnafrelsi, sem sjálfstæðir at- vinnurekendur og taka í sínar hendur að laga framleiðsluna að þörfum markaðarins. Bent er á að með búvörulögunum var land- búnaðinum gert að laga sig að markaðsaðstæðum á fimm ára tímabili en flokkurinn leggur til að svigrúmið verði aukið og að núverandi búvörusamningur verði framlengdur til ársins 1989-90. Meðal þess sem Sjálfstæðis- flokkurin leggur áherslu á er að matvælavinnsla, vöruþróun og sölustarfsemi verði efld í hveiju héraði, þar sem hver aðili fyrir sig leggi áherslu á sína vöru með því að selja hana undir eigin fram- leiðslumerki. Þá er bent á nauðsyn þess að rannsakaður verði meintur ólöglegur innflutningur á búvörum og að athugun fari fram á verð- myndun búvara frá bónda til neytenda. Aukið frjálsræði í fiskveiðum I ályktun um sjávarútvegsmál segir að ekki verði komist hjá stjómun fiskveiða í einhverri mynd en að jafnframt sé nauðsynlegt að auka frjálsræði eftir því sem aðstæður leyfa. Þegar í stað verði að hefja undirbúning að nýrri lög- gjöf, sem stefni í frjálsræðisátt varðandi botnfískveiðar. Reynsla hafí fengist af kvótakerfínu og á grundvelli hennar ber að semja ný lög um stjómun veiða. Bent er á að aðkallandi sé að örva og þróa vinnsluaðferðir á landi til aukinar verðmætasköpun- ar. Kann þarf til fulls möguleika til veiða og vinnslu á sjávarafla, sem fínnst við strendur landsins en er lítið eða ekkert nýttur og tryggja áframhaldandi hvalveiðar í vísindaskyni. Lagt er til að verð- jöfnunarsjóður fískiðnaðarins verði lagður niður sem fyrst og kannað verði með hvaða hætti megi koma á sveiflujöfnunarsjóð- um innan fyrirtækja í sjávarút- vegi. Orkustofnun verði r annsóknar stofnun í ályktun um orkumál er lagt til að hlutverki Orkustofnunar verði breytt þannig að stofnunin verði hliðstæð rannsóknarstofnun- um atvinnuveganna og að athugað verði hvort hagkvæmt kunni að vera að stofnunin verði gerð að hlutafélagi í eigu orkufyrirtækja Háskóla Islands og annarra. Lagt er til að sett verði ný lög sem heimili sveitarfélögum og einkaað- ilum að framleiða raforku og selja hana inn á landskerfíð eða versla með hana innbyrðis. Nýting gmnnvatns og jarðhita verði tryggð með sérstakri löggjöf um vinnslurétt og forðafélög. í kafla um orkufrekan iðnað segir að áfram verði unnið að efl- ingu hans hér á landi, bæði á sviði raforku og gufuorknotkunar. Sérstaklega verði kannað hvaða iðngreinar gætu nýtt þá miklu gufu sem hér er óbeisluð og hvaða fyrirtæki væri hægt að fá til sam- starfs á því sviði. Þilplötugeymslan okkar er upphituð! Þilplötur eru auðvitað meðal alls þess byggingarefnis sem við bjóðum. En við geymum plöturnar í upphituðu húsnæði. Það meta þeir fagmenn mikils, sem úr þeim vinna. Þarsemfagmennirnir versia byko er þér óhætt KOPAVOGI sími 41000 HAFNARFIRÐI sími 54411 = 1111111111111111111IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIHIII »11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.