Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 TryggviF. Tryggva- son — Kveðjuorð Fæddur 24. október 1909 Dáinn 13. febrúar 1987 M Ég held að það hafi verið vorið 1935, eða um líkt leyti og ég út- skrifaðist úr Kennaraskólanum, að ég sá Tryggva í fyrsta sinn og geðrj- aðist mér strax vel að þessum unga manni. Tryggvi lauk kennaraprófi vorið 1934, eða ári á undan mér. Ekki vorum við Tryggvi skólabræður þótt aðeins væri eitt ár á milli okk- ar f Kennaraskólanum, því að haustið 1934 tók ég fýrri hluta kennaraprófs utan skóla og var því ekki nema einn vetur í Kennara- skólanum. í raun og veru vissi ég strax í upphafi öll deili á Tiyggva, því að bróðir hans, Kristján Tryggvason, klæðskeri á ísafirði, var kvæntur stúlku ættaðri frá Valshamri í Mýrasýslu, Margréti Finnbjamardóttur en Elfsabet, móðir Margrétar, var Jóelsdóttir, bróðurdóttir Guðna Jónssonar, en hans ágæta eiginkona var Guðný Kristrún Níelsdóttir frá Grímsstöð- um. Elísabet Jóelsdóttir var ein af fósturbömum Guðna og Guðnýjar Kristrúnar á Valshamri. Elísabet Jóelsdóttir flutti frá Valshamari til ísafjarðar um eða laust eftir aldamótin 1900. Að ég ' minnist á þetta er af þeirri einföldu ástæðu, að ég ólst upp á þessum sama bæ, Valshamri, frá sjö ára aldri. Á þeim árum sem ég var kennari á Hesteyri, laust eftir 1940, var ég tíður gestur hjá Kristjáni Tryggvasyni og Margréti Finn- bjamardóttur og sömuleiðis hjá Elísabetu Jóelsdóttur og manni hennar, Finnbimi Hermannssyni, verslunarmanni frá Görðum í Að- alvík. Allt þetta fólk tók þannig á móti mér eins og ég væri hiuti af þeirri fjölskyldu. Á þessum árum kynntist ég nokkuð systkinum Tryggva, sem búsett voru á Vestfjörðum, en þó nokkuð betur eftir að ég var orðinn kennari við gagnfræðaskólann á ísafirði. Fyrstu árin eftir að Tryggvi lýkur kennaraprófi er hann kennari á ísafirði og víðar, en 1946 flytur flytur hann með Qölskyldu sína til Reykjavíkur og varð eftir það kenn- ari við Melaskólann. Óll störf Tryggva vom mjög til fyrirmyndar, því að Tiyggvi var ágætur kennari og sérstaklega laginn við þá nem- endur sem eitthvað vom eftir á námsbrautinni. Tryggvi stundaði ökukennslu á ísafirði, að ég held flest sumur sem ég var kennari við gagnfræðaskóla ísaQarðar. Mér er það í fersku minni að vorið 1953, þegar ég missi fyrri konu mína, Guðnýju Margréti Bjömsdóttur frá Núpsdalstungu í Miðfirði, frá nýfæddri dóttur okkar, kom Tryggvi heim til mín og vott- aði mér samúð sína og þótti mér vænt um það. Segja má að það hafí verið upphafið að nánum kynn- um okkar síðar á lífsleiðinni. Eins og áður segir var Tryggvi Frímann fæddur 24. október 1909 í Gufudal í Barðastrandarsýslu. Foreldrar hans vom hjónin Kristj- ana Sigurðardóttir og Tryggvi Á. Pálsson, kennari og bóndi í Gufud- al, bæði Húnvetningar að ætt og uppruna. Tryggvi flytur með foreld- mm sínum að Kirkjubóli í Skutuls- firði árið 1914, en þar gerðist faðir hans bæði kennari og bóndi í mörg ár. Þama ólst Tryggvi upp í stómm systkinahópi tii fullorðinsára. Fyrir utan hið venjulega skóla- starf var Tryggvi þó þekktastur fyrir sönghæfileika sína. Hann hafði ágæta söngrödd og starfaði í ýmsum kómm fyrr og síðar, en þekktastur var hann í hinum vin- sælu útvarpsþáttum, sem hann og félagar hans fluttu undir nafninu „Höldum gleði hátt á loft“. Tryggvi var alla tíð aðdáandi góðrar tónlist- ar og þegar líkamlegt þrek minnk- aði stytti hann sér stundimar við að hlusta á góða tónlist í útvarpi og sjónvarpi þegar eitthvað slíkt var á dagskrá en auk þess átti Tiyggvi gott plötusafn af sígildri tónlist. Árið 1939 kvæntist Tiyggvi Kristínu Jónsdóttur frá Bæjum á Snæfjallaströnd, ágætri konu og var sambúð þeirra mjög til fyrir- myndar. Kristín andaðist eftir erfiða sjúkdómslegu í ársbyrjun 1972. Þau eignuðust þijú böm og verða þau talin hér í aldursröð: Kristján, sölustjóra, kvæntan Sól- veigu Eyjólfsdóttur og eiga þau fimm böm; Elínu Rebekku, gifta Finnboga Emi Jónssyni, stórkaup- manni og eiga þau þijú böm; Kristínu, kennara, nú verslunar- stjóra, gifta Siguijóni Heiðarssyni, lögfræðingi og eiga þau tvö böm. Nokkm eftir andlát Kristínar flytur Tryggvi til fóstursystur minnar, Guðnýjar Kristrúnar Níels- dóttur, sem venjulega gengur undir nafninu Dúna. Hún var þá orðin ekkja, en maður hennar var Stefán Pálsson, tannlæknir, dáinn 1969. Böm Stefáns og Dúnu em þijú, einn sonur og tvær dætur og vom þau uppkomin. Sambúð Dúnu og Tryggva var innileg og margar ferðir fóm þau á hveiju sumri hér innanlands og stundum til útlanda. Eftir að Tryggvi flutti á Stýri- mannastíg 14 kynntist ég honum enn betur. Hann var alltaf maður gleðinnar, léttur í lund og þægileg- ur í viðmóti. Ég tók strax eftir því að eftir að Tryggvi flutti á Stýri- mannastíginn og bamaböm Dúnu vom þar í heimsókn, hændust þau strax að honum og kölluðu hann afa, enda átti hann mjög auðvelt með að umgangast böm. Tiyggvi var sérstaklega vinsæll af öllum sem honum kynntust. Síðasta árið og þó sérstaklega síðustu mánuðimir vom honum þungbærir vegna langvarandi veik- inda, en Dúna, böm hans og aðrir ástvinir reyndu að létta honum síðustu stundimar. Blessuð sé minning hans. Magnús Sveinsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar tíl birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það 1 ögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi óskast Atvinnuhúsnæði óskast Vil taka á leigu húsnæði til reksturs sól- baðsstofu. Húsnæðið verður helst að vera í Breiðholti eða öðru stóru íbúðahverfi. Upplýsingar í síma 72203. 80-150 fm óskast til leigu Leitum að ofangreindu húsnæði fyrir traust innfluntningsfyrirtæki. Götuhæð æskileg, þó ekki skilyrði. Leigutími ca 12 mánuðir. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. ml 44kaupþinghf\ I —Sffj gSf Húsi verslunarinnar 68 60 BQ I Hallur Pall Jonsson Birgir Sigurðsson vi6ik.tr. Prentvélar og tæki til sölu Prenthúsið hf. flytur frá Barónsstíg 11 a í Höfðatún 12. Vegna breytinga sem flutningarnir leiða af sér eru eftirtalin tæki til sölu: Prentvél Heidelberg (letterpress 57x82). Prentvél Grafo (Digul). Þrískeri „Challenge11. Beinskeri Perfexta (breidd 82 cm). Framköllunarvél Eskofot 865A. Plötulýsingar- og coperingartæki Newark nýtt. Ljósritunarvél Mita. Kópíuvél (f. samloku). Heftari Stago Salut. Nánari upplýsingar í símum 26380 og 16381 milli kl. 17.00-19.00 næstu daga. Til sölu 3ja herb. íbúð að Hólavegi 36 Siglufirði, (neðri hæð) í mjög góðu ásigkomulagi. Uppl. í síma 96-71585 á kvöldin. Jarðhiti + fiskeldi Til sölu lögbýli á Suðvesturlandi með jarðhita og góðu vatni. Stutt frá sjó. 1500 fm hús á staðnum. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. mars merkt: „Jarðhiti — 5226". Til sölu Baader 188 flökunarvél, Baader 421 hausari og Baader 47 roðflettivél, allar í góðu lagi. Til afhendingar strax. Upplýsingar gefur Júlíus í símum 92-6710 og 6712. Refabú Refabú á Suðvesturlandi til sölu allt eða að hluta. Stærð um 200 læður. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. mars merkt: „Refabú — 5225". Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á jDvf að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina janúar og febrúar er 15. mars nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjarmálaráðuneytið. Auglýsing um listabókstafi stjórnmálasamtaka Listabókstafir stjórnmálasamtaka, sem buðu fram við alþingiskosningar 23. apríl 1983, voru þessir: A-listi Alþýðuflokks B-listi Framsóknarflokks C-listi Bandalags jafnaðarmanna D-listi Sjálfstæðisflokks G-listi Alþýðubandalags T-listi utan flokka, sérframboð sjálf- stæðra í Vestfjarðakjördæmi V-listi Samtaka um kvennalista Þetta auglýsist hér með samkvæmt 40. gr. laga um kosningar til Aþingis nr. 52, 14. ágúst 1959, sbr. lög nr. 2, 5. mars 1987. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. mars 1987. Auglýsing til mjólkurframleiðenda er ætla að taka til- boði Framleiðnisjóðs um sölu eða leigu fullvirðisréttar næsta haust. Ríkissjóður mun frá og með 23. febrúar 1987 til og með 31. ágúst 1987 gefa þeim mjólkur- framleiðendum er ætla að taka tilboði Framleiðnisjóðs næsta haust kost á því að hætta framleiðslu nú þegar. Fyrir hvern Itr. af ónotuðum fullvirðisrétti þessa verðlags- árs mun ríkissjóður greiða 15 kr. Tilboð þetta er háð samþykki viðkomandi búnaðarsambands. Eigi verður leigt minna magn hjá hverjum framleiðanda, nema sérstakar ástæður liggi fyrir, en sem svarar til 20% af úthlutuðum fullvirðisrétti hans verðlagsárið 1986-87. Greiðsla leiguupphæðar fer fram eigi síðar en þremur vikum frá undirskrift samnings. Skrifleg umsókn sendist til landbúnaðarráðu- neytisins Arnarhvoli 150 Reykjavík, en það veitir jafnframt allar nánari upplýsingar. Landbúnaðarráðuneytið 19. febrúar 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.