Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 gallabuxur og jakkar Útsölustaður Reykjavík: Vinnufatabúðin Laugavegi 76 og Hverfisgötu 26. Lee umboðið. Kr. Þorvaldsson & Co., Grettisgötu 6, Rvík., símar 24478/24730. Margrét Halldórs- son - Minning Fædd 25. desember 1908 Dáin 27. febrúar 1987 Þegar við Unnur minnumst kærs vinar og samferðarkonu um langan aldur, Margrétar Halldórsson, og þökkum ótaldar samverustundir öll árin, sem við höfum átt samleið, þá sendum við jafnframt eigin- manni hennar og lífsförunaut, Gísla Halldórssyni, einkasyninum Leifí og tengdadóttur þeirra, Þórdísi Jónsdóttur, og bamabömunum innilegar samúðarkveðjur. Margrét lést í Landspítalanum 27. febrúar eins og að ofan getur, eftir erfíð veikindi. Margrét var fædd í Kaupmanna- höfn á jóladag 1908. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Gísla Halldórssyni árið 1938, en hann var þá við nám í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Hann lauk námi 1940, en þá höfðu Þjóðverjar tekið Danmörku herskildi. Margir íslendingar voru þá í Danmörku, sem vildu halda heim, ef ferð félli. Það tókst loks að fá lejrfi beggja hemaðarveldanna, Englendinga og Þjóðverja, til að Esja fengi að sigla norður fyrir Noreg til Petsamo í september 1940, og ákváðu Gísli og Margrét að leggja í þessa ferð með tveggja ára son sinn. Voru þau því meðal þeirra 260 íslendinga, er tóku sér far heim þessa erfíðu haustdaga. í þessari ferð, sem stóð í 25 daga, kynntist Margrét fyrst að ráði Is- lendingum. Hún hafði að sjálfsögðu kynnst mörgum landanum í Kaup- mannahöfn á þeim tíma, sem liðinn var frá því að kynni tókust með þeim Gísla, en á slíkri siglingu, þar sem hættumar margfölduðust af ófriðarástandinu, urðu kynnin enn nánari en ella. I fomum bókum segir, að konan eigi að fylgja manni sínum og vera honum stoð og stytta. Engum kunn- ugum blandaðist hugur um, að Margrét markaði slíka stefnu í hjónabandi sínu. Hún fyigdi Gísla ekki aðeins til framandi lands, sem hræðir marga með kaldranalegu nafni sínu einu, heldur var hún frá upphafí staðráðin í að vera ekki til langframa útlendingur í hinu nýja landi sínu, og fyrsta skrefíð var að aðlagast hinum stóra hópi ætt- menna Gísla og samverkamönnum hans á sviði starfs og áhugamála, en þar bar hæst íþróttimar. Margrét náði undrafljótt allgóð- um tökum á ísiensku máli, og við sem þekktum hana og umgengumst gleymdum því fljótt, að hún var ekki af íslensku bergi brotin. Er það þó á margra vitorði, að Dönum hefur ekki verið tamt að tala íslensku. Margrét lagði sig fram um að verða sem virkust í þeim íjöimennu félagsmálahópum, sem Gísli var starfandi í og víða driffjöðurin. Þessu fylgdi að hún tileinkaði sér íslenskan hugsunarhátt í þeim mál- um, sem fyrir var barist. Á hinn bóginn tók hún ekki þátt í samtök- um danskra kvenna hér, þótt þær hefðu eflaust fagnað aðild hennar. Hún hafði ákveðið á þeirri stundu, er hún steig fyrst fæti á land hér, að íslendingur ætlaði hún að verða, og þeirri ákvörðun sinni var hún trú alla tíð. Raunar varð hún íslenskari í lund og hugsun en margir þeir, sem eru íslendingar í allar ættir. Húsmóðurhlutverkið var Mar- gréti hjartans mál. Húsbóndinn vann langan vinnudag utan heimil- isins, en það fór vart minni tími í að sinna hugðarefnum af ýmsu tagi, borgarmálum almennt og íþrótta- og æskulýðsmálum sérstaklega. Þegar eiginmaðurinn kom heim, hvort sem það var seint eða snemma, var það stolt Margrétar að hans biði sannur unaðsstaður, þar sem hann gæti notið hvíldar og látið fara vel um sig, hvemig sem á stæði. Heimili Margrétar og Gísla er sérstakur blómareitur, því allt fag- urt óx og dafnaði vegna natni hennar og umhyggju. Hæfíleiki hennar til að gera heimilið enn feg- urra með ýmsum smekklegum munum var líka einstakur. Og þar var öllum tekið með mikilli gest- risni, svo að segja má, að sé til einhver séríslensk gestrisni, eins og sumir halda fram, þá var Margrét sannarlega enginn eftirbátur hinna bestu íslenskra húsmæðra í þeim efíium. Þar var í engu sparað til þess að bjóða gestum og gangandi það besta, sem kostur var á. Það EKKI PRÍlfl! NOTAÐU BELDRAY Álstigarnir og tröppurnar frá Beldray eru viðurkennd bresk gæðavara - öryggisprófuð og samþykkt af þarlendum yfir- völdum. Beldray er rétta svarið við vinnuna, í sumarbústaðnum og á heimilinu. Verðið er ótrúlega hagstætt - gerðu hiklaust samanburð. Beldray fæst í byggingavöruverslunum og kaupfélögum um land allt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SÍMI 24020 64,5cm 87,0cm 109,5cm 132,0cm 154,5cm 177,Ocm fengum við oft að sannreyna, er öðluðumst vináttu þessara merkis- hjóna. Hér að framan var þess getið lítil- lega, hve Gísli var framarlega í ýmsu félagsmálastarfí. Þótt KR hafí átt hug hans allan frá æsku, hefur hann notið virðingar og vin- sælda langt út fyrir raðir KR-inga. Hann var §örinn forseti ÍSÍ 1962 og gegndi því ábyrgðarmikla starfí í nær tvo áratugi, eða þar til hann óskaði sjálfur að draga sig í hlé. Auk þess var hann borgarfulltrúi um langt árabil og forseti borgar- sljómar frá 1970 til 1974. Er starfs hans í nær óteljandi nefndum þá ógetið, bæði á vegum íþróttahreyf- ingarinnar og Reykjavíkurborgar. Flestum þessara starfa Gísla fylgdi mikill erill fyrir Margréti konu hans, því segja má, að heim- ili þeirra yrði opinber vettvangur í sambandi við gestakomur af ýmsu tagi. Við slík tækifæri reynir ekki síður á starf húsfreyjunnar en bón- dans, og viðleitni hennar til að veita gestum góðan viðurgeming getur verið hin besta landkynning. I því efni gat Margrét sannarlega verið ánægð með sinn hlut. Ekki verður skilið svo við upprifj- un á kynnum okkar af Margréti og Gísla, að á ferðalög okkar innan- lands og utan sé ekki minnst lítil- Iega. Hófust ferðalögin saman skömmu eftir að þau fluttu heim og vinátta okkar skaut rótum. Em þau óaðskiljanlegur hluti af lífi okk- ar, svo nátengd í vináttunni sem við vomm, og við minnumst þess ekki, að nokkm sinni hafí orði hall- að, þótt ferðimar stæðu stundum í heilan mánuð. Hér er ekki kostur á að drepa nema á fátt eitt af þessu efni, en ferðimar urðu fleiri en svo, að tölu verði á komið í skjótri svipan. Af þeim ferðum, sem upp úr standa, er ein sem við fómm saman sumar- ið 1948. Var þá farið með ms. Heklu til Glasgow og bíll hafður með. Síðan var ekið til Lundúna, þar sem Ólympíuleikamir vom þá háðir á Wembley-leikvanginum. Eftir Lundúnadvölina var farið til Parísar, þar sem höfð var nokkurra daga viðstaða. Leiðir okkar lágu oft saman til útlanda við önnu tæki- færi, og dreif þá margt á dagana, en við rifjum þær ferðir upp í hug- anum. Ferðir okkar innanlands — á sjó og landi — em margar minnisstæð- ar. Var þá m.a. farið um Austfirði eða Vestfirði og Homstrandir, en við Unnur áttum skyldmenni hvort á sínu landshomi. Á sjöunda áratugnum var ákveð- ið að fara þvert yfír hálendið frá Skagafirði um Kjöl til Laugarvatns, og vom forystumennimir þeir Hjalti Pálsson hjá SÍS og Eggert Krist- jánsson lögfræðingur, sem var um árabil starfsmaður minn. Þetta var okkur öllum ógleymanleg ferð, en jafnframt erfíð, svo að það hefði mátt ætla, að kona, sem hafði ekki vanist hestum frá blautu bams- beini, hefði borið sig illa í slíkri ferð. En því fór fjarri, hvað Mar- gréti snerti, því hún kvartaði aldrei, og engu var líkara en hún hefði fátt annað gert um ævina en að sitja hest langar dagleiðir. Dugnað- ur hennar og þrautseigja var slík, að aðdáun vakti. Þessi minningarbrot koma óumflýj- anlega upp í hugann, þegar Margrétar er minnst. Aldrei gleym-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.