Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 43
MORGUNÍilÍAÐÍÐ! ÞRIÐÍubÁGutt ’lO. MÁRZ Í987 43 Einar Jónsson Einarsstöðum Fæddur 5. ágúst 1915 Dáinn 24. febrúar 1987 Einar á Einarsstöðum er látinn. Fregnin um lát hans fyllti mig trega og eftirsjá líkt og góður og traustur vinur hefði kvatt þennan heim. Einar hafði sérgáfu sem hann notaði óspart í þágu annarra, sér- staklega þeirra er áttu við andleg eða líkamleg mein að stríða. í þau skipti sem ég leitaði til hans var hann ætíð tilbúinn til að gera sem hann gæti til hjálpar. Einar reynd- ist mér og mínu fólki vel, fyrir það þakka ég. Fjölskyldu hans votta ég samúð mína. Anna Helgadóttir Á haustdögum fyrir meira en 40 árum kom ungur maður hingað í Laxamýri og vann hér að smíðum og viðgerðum í vikutíma. Þessum manni vannst vel þótt asalaus væri og sýndist allt leika í höndum hans. Hann var fríður sýnum, lágur vexti, kattliðugur og harðstæltur, enda þekktur sem góður íþróttamaður, einnig var hann hýr og ljúfur í öllu viðmóti. Svo skemmtilegur var hann, að við strákarnir vildum sem minnst frá honum fara. Hann gat hermt eftir hveijum, sem hafa vildi, og sagði þannig frá atvikum að þau urðu ljóslifandi. Einnig var honum græskulaus gamansemi jafnan til- tæk. Eigi að síður gat það komið fyrir, að hann yrði ijarrænn í augum og hljóður um stund, en það undr- aði ekki þá, sem vissu að hann sá í gegnum holt og hæðir og til hulins- heima. Þessi maður var enginn annar en læknamiðillinn Einar á Einarsstöðum í Reykjadal nyrðra. Einar var maður þingeyskra ætta, kominn af atgerfís- og hæfi- leikafólki í ættir fram. Hann var fæddur að Einarsstöðum þann 5. ágúst 1915, sá þriðji í aldursröð 11 bama merkishjónanna Þóru Sigfúsdóttur og Jóns Haraldssonar. Einar var ekki langskólamaður sem kallað er, en hlaut haldgóða upp- fræðslu í æsku og stundaði í tvo vetur nám við Alþýðuskólann að Laugum á unglingsárum og varð notadijúgt. Heimilisfastur var hann jafnan á Einarsstöðum og tók þegar á ungum aldri virkan þátt í lífsbar- áttu foreldra sinna og systkina, enda jafnan góður sonur og bróðir. Sem ungur maður stundaði hann lengi vinnu í Reykjavík, lengst hjá Andrési Andréssyni klæðskera, þá stundaði hann og bifreiðaakstur um árabil. Hann var einn af stofnend- um Bílstjórafélags Þingeyinga og formaður þess í upphafi og síðar. En þegar fram í sótti helgaði hann sig búskapnum á Einarsstöðum með föður sínum og bræðram og síðar bara með bræðram sínum uns yfír lauk. Hann var iðjumaður og ekki skorti verkefni í búskapnum, enda Einarsstaðir stórbýli. Ætla má að búskapurinn hafi verið honum ærið starf, en hann hafði fleiri jám í eldinum, því fyrir um 30 áram tók hann að stunda líknarstörf sem iæknamiðill. Þegar Einar hóf þau störf munu fáir hafa gert sér grein fyrir því, hvað að baki bjó, en það vora einstæðir hæfileikar, margra ára þjálfun, mikill sjálfsagi og hjarta, sem sló fyrir aðra. Eigi að síður vora þeir til, sem í upphafi og síðar vildu gera lítið úr þessu starfi og höfðu jafnvel að háði. Þeim vorkenndi Einar, en ekki er óhugsandi að viðkvæmri og næmri sál geti sviðið undan slíku. Þessi hógværi og yfirlætislausi í.iaður gat aldrei sagt nei, þegar aðrir þurftu hans með. Hann tók sér oft ferðir á hendur úr miklum önnum á nóttu sem degi, ef mikið lá við. Hann virtist óþreytandi við að létta af fólki andlegum og líkam- legum þjáningum, gefa því hugarró og mörgum nýja lífssýn. Hið dag- lega var það, að hann tók á móti fólki á kvöldin og þá oft á nætur fram, en af því loknu stóð hann oftast uppi með langan lista margs konar hjálparbeiðna, sem borist höfðu símleiðis nær og fjær. Þeim varð hann líka að sinna og þá ekki um hvíld að tala fyrr en í óttu fyr- ir dag og daginn tók hann svo jafnsnemma öðram. En þar sem seint grynnir á gnótt mannlegra meina, þá þyngdi æ þann mikla fólksstraum, sem til hans leitaði í nauðum. í því sambandi drógu ekki úr bækumar þijár, sem út vora gefnar, og fjölluðu um líf hans og starf. Verst var kannsi, að sumir sýndu það skilningsleysi að vera sífellt að ónáða hann út af smámun- um og hégómlegum hlutum, en á þeim fyrirbæram reyndi hann að sjá hinar skoplegu hliðar. Oftar en einu sinni mun það hafa komið til tals við Einar, að hann hætti búskapnum og helgaði sig einvörðungu hinum andlegu störf- um, en það gat auðvitað ekki gengið. Hann mátti ekkert gjald taka fyrir þau störf og auk þess var hann náttúrabarn og dýravinur, sem undi sér best með ilm jarðarinn- ar fyrir vitum. Það var úti í náttúr- unni, sem hann drakk af lindum heilbrigði og hreysti. í heilagri ritningu stendur skrif- að: „Af hveijum þeim, sem mikið er gefíð, mun og mikils verða kraf- ist.“ Það fékk Einar að reyna, því við samferðamenn hans sóttum fast til hans og bundum honum kannski þyngri byrðar, en þurft hefði. Hitt er svo annað mál að maður, sem notar sínar náðargáfur jafn vel og Einar gerði, hlýtur að uppskera mikið þakklæti og margra vináttu, og nú þegar hann er fallinn frá hafa margir misst góðan vin og ekki bara það heldur hald sitt og traust og mér verður hugsað til þeirra þúsunda, sem eiga ógreidda þakkarskuld við Einar og hans ágætu konu, Erlu, en hún tók þátt í líknarstarfi manns síns af lífi og sál. Það starf Einars átti ekkert skylt við peningamál, enda safnaði hann ekki auði, sem eldur eyðir og mölur og ryð fær grandað. Sé svo að aleiga mannsins, þegar upp er staðið sé bara það, sem hann hefur gefið, þá hefur Einar farið ríkur af þessum heimi. En burt séð frá því, þá gaf þessi heimur honum margt gott. Hinn 14. mars 1969 sté Einar það gæfuspor að giftast Erlu Ingi- leifu Bjömsdóttur frá Reykjavík, hina mestu mannkostakonu, sem var honum samhent um allt og bjó honum fagurt heimili. Þeim varð einnar dóttur auðið, Olgu Mört.u, sem er hin mannvænlegasta stúlka, og að sjálfsögðu jafnan mikill auga- steinn foreldra sinna. Þess skal og getið, að Einar reyndist stjúpdætr- um sínum sem faðir væri. Þau Erla og Einar vora alltaf góð heim að sækja, enda skipaði einlæg gest- risni öndvegi á heimili þeirra og ekki spillti fyrir að grannt var á gamansemi húsbóndans. Atvik höguðu því svo, að ég var staddur á Einarsstöðum að kvöldi mánudagsins 23. febrúar sl. Einar hafði nýlokið einu sinna kærleiks- verka og við sátum að kaffiborði í gamansömum umræðum, þegar sláttumaðurinn mikli reiddi sigð sína að honum bæði sárt og svo hastarlega að fjórum stundum síðar var hann allur. Hann brást æðra- laus við mikilli kvöl og mildin hvarf ekki úr svip hans. Síðasta setningin sem hann sagði við mig var þessi: „O, mér er ekki vandara um en öðram." Þessi setning lýsti honum vel, því hann var einn þeirra, sein þótti ekkert of gott öðram, en sjálf- um sér allt nógu gott. Enginn má taka orð mín svo, að ég sé að segja ævisögu Einars á Einarstöðum þótt ég hafi brugðið hér upp smá mynd af lífi hans og starfi. Hinsvegar var erindið það, að þakka honum fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar fyrir hugljúfa samfylgd, kærar stundir og kynni góð. Og svo hygg ég að margir mundu mæla vilja. Það er sárt að vita Einar horfínn fyrir feigðarbrún og að sjálfsögðu sárast þeim, sem næst honum stóðu, en við ættum ekki að gleyma því að vera þakklát fyrir að hafa kynnst honum og fengið að eiga með honum samleið. Reyndar óttast ég ekkert um hann því ég veit, að hann hafði landsýn yfir hið bráða haf, sem aðskilur lif- endur og dauða. Ég lýk þessum fáu og fátæklegu orðum með því að votta eftirlifandi eiginkonu hans, einkadóttur og öðram aðstandend- um innilegustu samúð mína í tilefni af fráfalli hans. Guð sefi sorgir þeirra. Vigfús B. Jónsson t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGURVEIG STEINGRfMSDÓTTIR, Álfaskeiði 43, Hafnarfirði, lést að kvöldi 8. mars. Ólafur Jóhannesson, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Ólafía Þormar, GunnarJóhannesson, Guðrún Jóhannesdóttir, Bergþóra Þorvaldsdóttir, Ingi Ingimundarson, Kári Þormar, Kári Þórisson. t AUÐUR MARÍNÓSDÓTTIR, Suðurhólum 22, lést í Landspítalanum að kvöldi 8. mars. Hjálmar Kjartansson, Kjartan Már Hjálmarsson, Viktor Hjálmarsson, Magnea Ingólfsdóttir, Jökull Viðar. t Maðurinn minn og faðir okkar, ÞÓRIR BERGSSON, tryggingastæröfræðingur, lést í Landspítalanum laugardaginn 7. mars. Björg Hermannsdóttir, Hjalti, Hermann, Lilja og Bergur. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐBJÖRG SANDHOLT, Reynimel 31, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 8. mars 1987. Þórhildur Maggf Sandholt, Gfsli Sigurbjömsson. á myndbandstækjum ■a 1,., wss. < m m . ' ■■ : •r*r.. . 1 m ‘mt' » GoldStar GHV-1221 "High Quality" Greiöslukiör: útboraun eftirstöövar á EURO KREDIT 0 kr. 11 mán. Skuldabról 8000 kr. 6-8 mán. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓH ÞÉR SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Takmarkað magn *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.