Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 23

Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 23 Samtökin og Þjóðarflokkurinn eftír Ingibjörgu Guðmundsdóttur Þjóðarflokkurinn er afkvæmi samtaka um jafnrétti milli lands- hluta, á því er enginn vafi. Stefnuskráin er sú sama og bar- áttumál samtakanna og fólkið sem styður flokkinn mikið það sama. En vegfna þess hvað flokkurinn leit seint dagsins ljós voru margir af dyggustu stuðningsmönnunum komnir á lista hjá hinum flokkunum til að vinna að málum samtakanna þar. Á landsfundinum í fyrrasumar var samþykkt hjá samtökum um jafnrétti milli landshluta að þau stæðu aldrei að framboði þar sem þau væru studd af fólki úr öllum flokkum. Nú hefur verið stofnaður stjóm- málaflokkur af forsvarsmönnum samtakanna. Hann er einnig sam- ansettur af fólki úr öllum flokkum sem flest er jafnframt í samtökun- Vim. Því finnst mér eðlilegt að fyrri samþykkt verði endurskoðuð á næsta landsfundi og athugað hvort ekki er meirihlutafylgi fyrir því að þessi tvö öfl verði sameinuð. Þau gætu heitið Þjóðarflokkurinn — flokkur samtaka um jafnrétti milli landshluta. Sem slíkur yrði hann mikil bfeiðfylking og ætti auðveld- ara með að ná fram aðalbaráttumáli sínu, sem er hin mikla stjórnskipu- lagsbreyting að skipta landinu upp í sjálfstæðar einingar. Þær einingar bæru pólitíska og fjárhagslega ábyrgð á sínum sérmálum. Ástæðan fyrir því að ég styð þessa flokksstofnun er að ég tel að baráttumál samtakanna þoli enga bið með að ná fram að ganga, vegna þeirrar búseturöskunar sem ekki verður séð fyrir endann á við óbreytt kerfi. Þetta er mesta sjálfstæðismál þjóðarinnar um langan tíma. Lands- byggðin er álíka íjötruð gagnvart ríkisvaldinu og þjóðin var undir danskri stjórn um aldamótin. íslendingar fundu þá að það yrðu engar framfarir meðan sérmálum þeirra væri stjórnað af erlendum mönnum sem ekki þekktu þarfir þeirra. Það sama gerist nú. Landinu er stjórnað af mönnum sem ekki íngibjörg Guðmundsdóttir „Þetta er mesta sjálf- stæðismál þjóðarinnar um langan tíma. Lands- byggðin er álíka fjötruð gagnvart ríkisvaldinu og þjóðin var undir danskri stjórn um alda- mótin.“ þekkja sérþarfir hvers byggðarlags og hafa mörg kostnaðarsöm mistök hlotist af því. í ljósi þessarar staðreyndar vona ég að sem flest okkar samtakafólks styðji þetta nýja stjórnmálaafl og um leið skora ég á Pétur Valdi- marsson að halda áfram um stjóm- artauminn í Samtökum um jafnrétti milli landshluta, a.m.k. fram að næsta landsfundi. Höfundur er í fylkisnefnd höfuð- borgarsvæðis Samtakn um jafn- rétti milli landshluta. Aðalfundur foreldrasam- takanna í Reykjavík Foreldrasamtökin í Reykjavík, sem eru samtök foreldra barna í dagvistun í Reykjavik, halda aðalfund sinn fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30 í Sóknar- húsinu, Skipholti 50. Á fundinum verða m.a. lagðar fram tillögur að breyttum lögum félagsins og fela þær aðallega í sér: að samtökin verða opnuð for- eldmm bama hjá dagmæðmm jafnt sem á dagheimilum, að kjör- in verði stjóm úr hópi félags- manna í stað fulltrúa dagheimil- anna, að skilgreint verði betur starf samtakanna, t.d. með siða- nefnd. Foreldrasamtökin hafa verið virk í vetur og gengust m.a. fyrir fjöldagöngu foreldra 2. febrúar til að vekja athygli á yfirvofandi neyðarástandi á dagheimilum vegna launabaráttu fóstra. Von- ast samtökin til þess að með endurskipan starfsins verði For- eldrasamtökin enn virkari í umfjöllun um rétt bama og for- eldra í þjóðfélaginu. Bubbl Morthens og MX 21 — Skyttan. Það er ekki hægt að segja annað en Bubbi sé iðinn, Frelsið fast í fyrsta sætinu og núna er komið splunkunýtt dúndurlag frá kappanum — Skyttan. Lagið er úr kvikmyndinni Skyttunum og á bakhliðinni leynast 3 gullfallegir lagstúfar frá Sykurmolunum úr sömu mynd. The SmRhs — The Worid Won’t Llsten. Ný breiðskífa frá bresku stórsveitinni The Smiths. Plata þessi inniheldur smellina Panic, Ask og Shoplifters ásamt 12 öðrum lögum sem fæst hafa komið út á breiðskífu áður. T.W.W.L. fór beint í 2. sæti breska vinsældalistans. Hlust- ið, það er þess virði. mvrnm 0M< Whw á ISMM) Polson — Look What The Cat Dragged In. Nýleg plata frá orkukvartettinum smáfríða Poison. Platan hefur gert það gott á Billbord listanum og fengið góðar viðtökur um víða veröld. SmHhereens — Especlally For You. Hljómsveitin sem kom af stað bítlaæði í íslensku óperunni. Smithereens er hljómsveit sem leitar fanga í gullöld breskrar rokktónlistar án þess að tapa nokkru af eigin sérkennum. Omlmental — Kyrriát kvöld- stund i Hótel HJartabrot. Listamannasamsteypan Qrni- mental flytur gripandi lagstúf úr kvikmyndinni Skytturnar, lag, sem tilvalið er til dansæfinga. gramm Sími: 12040 Bubbl — Frelsi tll sölu. Tónlistin fellur vel að efninu, og hljómurinn er með því besta sem £ heyrst hefur á íslenskri plötu. Aldrei betri Bubbi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.