Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Svíþjóð: Myiidin um Palme fær laka dóma Stokkholmi. AP. SOVÉSK kvikmynd um morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svía, var sýnd í sænska sjónvarpinu sl. föstudagskvöld þrátt fyrir mót- mæli Bandaríkjamanna. Er það dómur sjónvarpsgagnrýnenda, að myndin hafi verið leiðinleg, oflei Sovésku myndina, sem er 50 mínútna löng og heitir „Hvers vegna var Olof Palme myrtur?", átti upphaflega að sýna 27. febrú- ar, daginn áður en ár var liðið frá dauða Palmes, en bandaríska sendi- ráðið kvartaði þá yfir því við forstöðumann rásar 1 í sænska sjónvarpinu, að myndin væri and- amerískur áróður. Var útsendingar- tímanum þá breytt og myndin sýnd kl. hálftólf sl. föstudagskvöld. Á þeim tíma munu Svíar almennt vera sofnaðir. í myndinni er engu svarað um það hver myrti Palme en reynt að bendla CIA og Bandaríkjamenn við málið. Er bent á, að morðvopnið, byssan, hafi líklega verið bandarískt að gerð og minnst á La Rouche og Bandaríska verka- mannaflokkinn, samtök öfga- manna. Þá er nefnd til stjórnin í Chile og Suður-Afríku en hins veg- ,in og ruglingsleg. ar er ekki minnst aukateknu orði á Kúrdíska verkamannaflokkinn, sem lengi hefur verið grunaður um aðild að morðinu á Palme. Malcolm Dixelius, sænskur sjón- varpsfréttaskýrandi og fyrrum fréttaritari í Moskvu, kynnti mynd- ina áður en hún var sýnd og hafði það að segja um hana, að hún væri „undarlegt verk, samsafn af gömlum staðreyndum og kenning- um, sem notað væri í áróðursskyni °g segði mest um Sovétmenn sjálfa". Hann benti hins vegar á, að myndin, sem dregin væri upp af Palme, væri svo lofsamleg og ítarleg, að hún væri líklega gerð fyrir sovéskan almenning, nokkurs konar fyrirmynd í umbótabaráttu Gorbachevs. Sjónvarpsgagnrýnandi Afton- bladets, málgagns jafnaðarmanna, sagði, að myndin hefði verið „frá- munalega leiðinleg og ruglingsleg". Ítalía: Lögskilnaður eftir þrjú ár 1 stað fimm Tórínó, frá Brynju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR að skilnaður að borði og sæng hefur verið skjalfestur á Italíu nægja nú þijú ár til að fá lögskilnað í stað fimm ára áður. Lög sem heimila skilnað voru fyrst sett á Ítalíu 1970. Þeim hefur nú verið breytt með því að stytta fyrrgreindan frest. Eftir lagasetninguna 1970 hófust Gengi gjaldmiðla miklar umræður og deilur. Árið 1974 var efnt til þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort afnema ætti skilnað eða ekki. Tæplega 60% ít- ala vildu að skilnaður væri heimill. Kaþólska kirkjan, sem hefur ávallt lýst sig mótfallna lögunum um skilnað og fóstureyðingar, hefur enn einu sinni þurft að lúta í lægra haldi. Flestir skilnaðir voru veittir árið 1972, eða 32.627, en að meðaltali hafa verið veittir 15.158 lögskilnað- ir á ári frá því 1971. Reuter Fádæma vetrarríki í Suðaustur-Evrópu Istanbul og Aþenu, Reuter, AP. EKKERT lát er á kuldunum í suðaustanverðri Evrópu. Þannig féll allt að eins metra djúpur snjór í Istanbul í Tyrklandi í gær og miklar truflanir urðu á samgöngum við fjölda bæja og þorpa í landinu sökum fanfergisins. Meðfylgjandi mynd var tekin fyr- ir framan Dolmabahche-höllina, sem eitt sinn var aðsetur Ottoman-soldánana og sýnir, hve kuldalegt er umhorfs á þessum slóðum nú. Hríðarbylurinn, sem gekk þarna yfir um helgina, kom í kjölfarið á öðrum ekki betri, sem gekk þarna yfir í síðustu viku. Ekki var ástandið betra í Grikk- landi. Samgöngur lágu þar niðri að verulegu leyti vegna snjókomu í gærmorgun, sem var svo mikil, að hún á sér varla fordæmi þar í landi svo síðla vetrar. Sums stað- ar mynduðst allt að þriggja metra djúpir skaflar. Flug til og frá Aþenu féll niður um tíma og lög- reglan ráðlagði ökumönnum að nota keðjur í sjálfri miðborginni. Frost var víðast hvar í landinu og sums staðar komst það niður í allt að mínus 11 stig á celsíus. Við Adríahaf á austurströnd Italíu, þar sem að veðrátta er að jafnaði afar mild, féll allt að 30 cm djúpur snjór í mörgum borg- um. Var haft eftir veðurfræðing- um, að þetta væru mestu vetrarhörkur þar í 30 ár eða allt frá því veturinn 1956. Flugsam- göngur féllu niður á flugvöllunum í Bari og Brindisi. I Lecce voru íbúarnir rafmagnslausir í meira en tvær klukkustundir og fresta varð knattspyrnuleikjum, sem fram áttu að fara þar og í Pesc- ara og hefur slíkt aldrei áður gerzt. Evrópa: Vonast eftir fleiri ferða- mönnum París, Reuter. STRAUMUR ferðamanna til Vest- ur-Evrópu, sem minnkaði veru- lega í fyrra vegna slysins í sovéska kjarnorkuverinu í Chernobyl, ótta við hermdarverk og gengisfalls dollarans, ætti að aukast verulega í ár, að því er fram kemur í nýút- kominni skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, (OECD). í fyrra fækkaði ferðamönnum til Vestur-Evrópu verulega og tekjur í ferðamannaiðnaði minnkuðu að sama skapi. í Norður-Ameríku §ölg- aði ferðamönnum hinsvegar um 9% frá árinu áður m.a. vegna Heimssýn- ingarinnar, Expo ’ 86, í Vancouver í Kanada og tekjur vegna þeirra juk- ust um 7,7%. Sveiflur í gengismálum hafa áhrif á ferðamannastraum og er hækkun japanska jensins talin hafa átt þátt í því, að ferðamönnum til Japan fækkaði um 11,5% í fyrra. 24 ríki eiga aðild að OECD og samkvæmt skýrslunni var mesta aukning ferða- manna í aðildarríkjunum í Ástralíu (23,2%), Kanada (18,2%) og Noregi, Portúgal og Spáni (um 12%). Grænland: Innflutningur sterkra vína jókst langmest Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁFENGISINNFLUTNINGUR Grænlendinga jókst umtalsvert milli áranna 1985 og 86. Innflutningur sterkra vína jókst úr 108 þúsund í 170 þúsund lítra, að því er opinberar tölur sýna. Inn- flutningur öls og léttvína jókst einnig, en ekki eins mikið. Tölurnar leiða í ljós, að frá árinu 1980 hefur áfengisinnflutningur Grænlendinga fjórfaldast. Innflutningur gosdrykkja hefur hins vegar dregist saman, úr 17 milljón flöskum 1980 í aðeins þijár milljónir 1986. Innflutningur vindl- inga féll úr 148 milljónum stykkja 1985 í 127 milljónir í fyrra. London, AP. GENGI Bandarikjadollars hækkaði í gær gagnvart flestum helztu gjaldmiðlum heims. Verð á gulli lækkaði. Síðdegis í gær kostaði brezka pundið 1,5875 dollara í London (1,5885), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,8505 vestur-þýzk mörk (1,8375), 1,5612 svissne- skir frankar (1,5485), 6,1550 franskir frankar (6,1200), 2,0890 hollenzk gyllini (2,0775), 1.314,50 ítalskar lírur (1.304,50), 1,33585 kanadískir dollarar (1,3323) og 153,55 jen (153,56). Gull lækkaði og var verð þess 404,00 dollarar únsan (407,00). Sænska vopnasölumálið vindur upp á sig: Sextíu tíl sjötíu farmar með dönskum skípum segir varaforseti danska farmannasambandsins Stokkhólmi, Frá fréttaritara Morgrunblaðsins, Erik Liden og AP. HVERT hneykslismálið rekur fyrirtækja til nú annað vegna meintrar ólög- legrar vopnasölu sænskra Pólitísk réttarhöld í Tékkóslóvakíu Prag, AP. RÉTTARHÖLD yfir sjö kunnum meðlimum svonefndra Jass- samtaka í Tékkóslóvakíu eiga að hefjast í Prag í dag. Að mati baráttumanna á sviði mannrétt- indamála í landinu eru þeir bornir röngum sökum. Þetta verða einhver mestu pólitísku réttarhöld, sem fram hafa farið í Tékkóslóvakiu frá árinu 1979. Það hefur komið á óvart, að þessi réttarhöld skuli fara fram nú, þar sem það gerizt á sama tíma og pólitískir fangar í Sovétríkjunum hafa verið leystir úr haldi, enda yfirlýstur vilji stjómvalda þar að koma á umbótum Þeir, sem ákærðir eru, heita Karel Srp, Josef Skalnik, Vladimir Kouril, Tomas Krivanek, Cestmir Hanat, Milos Drda og Vastimil Drda. Eru þeir sakaðir um „ólög- lega starfsemi." írans og fleiri Austurlanda. Þannig skýrði einn þeirra manna, sem unnu að smiði eldflaugarinnar „robot 70“, svo frá í gær, að hann hefði verið í hópi þeirra, sem fóru á vegum Bofors-verksmiðjanna til Bahreins á sínum tíma til að selja þangað vopn. Martin Ardbo, framkvæmdastjóri Bofors-verksmiðjanna í Karl- skoga, sagði af sér nú um helgina vegna vopnasölumálsins. Rök- studdi hann afsögn sína m. a. með því, að það væri útilokað fyrir sig að gegna starfi sínu, þar sem ekk- ert tillit væri tekið til upplýsinga sinna í greinargerð lögreglu og nefndar þeirrar, sem rannsaka málið. Gert er ráð fyrir, að lögreglu- skýrslan um ólöglegar vopnasölur Bofors verði tilbúin í maí og hefur rannsókn málsins þá staðið yfir í tvö ár. Alls eru um tíu af forráða- mönnum Bofors grunaðir um aðild að vopnasmyglinu. Danska farmannasambandið hélt því fram í gær, að dönsk skip hefðu flutt ekki færri en 60-70 farma af vopnum framleiddum í Svíþjóð til Austurlanda. Stjóm sambandsins vék sé hins vegar undan því að birta opinberlega þau skjöl um þetta mál, sem það seg- ist hafa undir höndum, af ótta við hefndaraðgerðir gagnvart dönsk- um skipum. Henrik Berlau, varaforseti sam- bandsins, skýrði fréttamönnum svo frá, að þessi vopn hefðu farið til Austurlanda, þeirra á meðal til írans. Sagði Berlau ennfremur, að þessar vopnasendingar væru sennilega miklu fleiri en áður hefði verið talið eða 60 - 70 og unnt væri að rekja þær allt til upphafs styrjaldarinnar milli írans og íraks 1980. Berlau sagði ekki, hvenær siðasta vopnasendingin hefði átt sér stað, en endurtók fyrri stað- hæfíngar um, að Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem myrtur' var í febrúarlok í fyrra, hefði persónulega stöðvað eina eldflaugasendingu til írans 1985. Hélt Berlau því fram, að annað væri útilokað en að sænsk stjóm- völd hefðu haft einhveija vitneskju um það, sem var að gerast. Hann vildi hins vegar ekkert segja um það, hvort tengsl gætu verið á milli vopnasölunnar og morðsins á Palme. Norska varnarmálaráðuneytið lætur nú kanna, hvort vopnahlut- um, sem framleiddir hefðu verið í Noregi, hefði verið smyglað í gegnum Svíþjóð til írans. Hefur blaðið Dagens Næringsliv í Osló það eftir Johan Jörgen Holst varn- armálaráðherra, að aðstoðarráð- herra hans, Ame Karstad, væri nú í Svíþjóð til að kanna það, hvort norsk fyrirtæki gætu á óbeinan hátt hafa tengzt ólöglegri vopna- sölu sænskra fyrirtækja til Irans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.