Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 24

Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Höggdeyfa ftWara ^ Hamarshöffta 1 Hamarshöfða 1 Símar 36510 og 83 Hvaða þögn? - eftirKristin Jónasson SENN líður að kosningum til Stúd- entaráðs og Háskólaráðs Háskóla íslands. Af því tilefni hafa vinstri- menn í Háskólanum risið upp frá dauðum og hafa nú hafið mikla ófrægingarherferð á hendur núver- andi stjórn Stúdentaráðs, sem skipuð er fulltrúum Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta og Stúd- entafélagsins Stíganda. Gagn.-ýni þessa fólks varðar að- allega Lánasjóðinn og beinist einkum að tvennu: 1. Enginn árangur hafí náðst í málefnum Lánasjóðsins. 2. Stjórn SHÍ láti engar upplýsing- ar í té til stúdenta um lánamál. Signur yf ir Sverri Það er ljóst, að fyrri fullyrðingin er gersamlegt bull. Þessari stað- hæfíngu til stuðnings, vil ég bregða fyrir mig smá söguskoðun. Þann 6. október á síðasta ári lá fyrir samkomulag stjórnarflokkanna um drög að nýju frumvarpi til laga um LÍN. Að svo komnu máli var náms- mönnum boðið til viðræðna um þessi drög. Námsmenn höfðu ein- faldlega um þijár leiðir að velja: EITTSETT BÍLRYKSUGAN OG LJÓSIÐ með L öllu þessu # BIACKSlDECKER VERÐ AÐEINS Bílryksugan og handljósið frá Black&Decker eru kærkomin nýjung fyrir bíleigendur. Létt, meðfærileg og kraftmikil ryksugan auðveldar allan þrifnað á bílnum. Meðfylgjandi stútar eru notaðir á sætisáklæðin og í þröngum horn- um. Innbyggður í ryksuguna er tæmanlegur poki sem auðvelt er að losa. 4,8 metra langri snúrunni er stungið í samband við sígarettu- kveikjarann og er ryksugan þá til- þúin til notkunar. Handljósið kemur sér vel við margvíslegar aðstæður, t.d. smá- viðgerðir, dekkjaskiptingar og allan þrifnað á bílnum. Ljósið er með 4,8 metra langri snúru, þannig að hægt og er að fara með það bæði fram afturfyrir bílinn. Bílryksugan og handljósið fást í Raftækjaverslun, Smurstöð og Bílavarahlutaverslun Heklu hf., Laugavegi 172. Verið velkomin. HEKLAHF Laugavegi 170-172 Slmi 69 55 00 m 1. Samþykkja drögin. 2. Neita að semja um nokkurn hlut og fara út í harðar mót- mælaaðgerðir. 3. Setjast að samningaborðinu. Fyrsta leiðin kom að sjálfsögðu ekki til greina, enda drögin hinn mesti óskapnaður, sem alkunna er. Önnur leiðin var heldur ekki far- in. Ástæða þess var sú, að fulltrúar námsmanna mátu stöðuna sem svo, að slíkt skilaði ekki árangri. Meiri- hlutavilji virtist vera á Alþingi um að samþykkja drögin. Ef námsmenn hefðu neitað að koma til samninga- viðræðna, hefðu drögin farið fyrir ríkisstjórn og Alþingi og væru í dag orðin að gildandi lögum. Stjórnar- herrarnir hefðu sagt sem svo: Námsmenn höfðu ekki neitt fram að færa og neituðu að ræða við okkur. Þeim var nær. Þess í stað ákváðu fulltrúar námsmanna að fara þriðju leiðina. Trompin sem námsmenn komu fram með voru annars vegar sam- heldni þverpólitískra hreyfinga 13. 000 námsmanna og vilji til þess að slá eitthvað af til þess að ná „þjóð- arsátt“ um Lánasjóðinn. „Strategía“ námsmannahreyf- inganna var þessi: Kosningar til Alþingis eru í nánd, nýtum okkur það til þess að (a) ná samkomulagi við fulltrúa stjórnarflokkanna, sem væri náms- mönnum til hagsbóta eða (b) ijúfa samstöðu stjórnarflok- kanna, þ. a. núverandi lög stæðu óbreytt. í viðræðunum við stjórnvöld kom það í ljós, að eina skerðingin, sem námsmenn gátu sætt sig við væru lítið eitt hertar endurgreiðslur, en á móti var það helsta krafa náms- manna, að með nýjum lögum yrði tryggt, að ráðherra gæti ekki að eigin geðþótta breytt upphæð námslána, heldur yrði óháðum aðila falin regluleg endurskoðun fram- færslugrunns. Ef þetta ákvæði hefði náð fram að ganga, hefði það verið ein mesta réttarbót til handa námsmönnum í langa tíð. En eins og öllum er kunnugt, náðist því miður ekki samstaða meðal stjórn- arflokkanna um þessa lagabót. Þrátt fyrir það, er ljóst að „skerð- ingarleiðin" eins og vinstrimenn kalla hana, bar góðan ávöxt. Því var varnað að ólög væru sett um LÍN; Sverrir Hermannsson laut í lægra haldi. Hvaða þögn? Þegar námsmenn gengu til margumræddra samningavið- ræðna, var það sett sem skilyrði af hálfu stjómvalda, að ekki væri farið með drögin í fjölmiðla eða þau HITAMÆLAR m Vesturgötu 16, sími 13280. <&

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.