Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 55 Gísli Andrésson, Hálsi - Minning Fæddur 14. nóvember 1917 Dáinn 1. mars 1987 Við hið sviplega fráfall Gísla á Hálsi, 1. mars síðastliðinn, hefur bændastéttin og héraðið misst einn af sínum virtustu mönnum. Gísli fæddist að Bæ í Kjós 14. nóvember 1917. Foreldrar hans voru þau Andrés Ólafsson, bóndi þar og kona hans, Ólöf Gestsdóttir. 1922 flytjast foreldrar Gísla frá Bæ sem var rýr jörð og ekki lífvænlegt að ala upp stóran bamahóp að Neðra-Hálsi í sömu sveit. Neðri- Háls er kostajörð og bjuggu foreldr- ar Gísla þar myndarbúi og brátt varð jörðin ein af bestu jörðum í sýslunni. Þeir bræður Gísli og Odd- ur, sem látinn er fyrir nokkrum árum, héldu uppi merki foreldra sinna ásamt Gesti bróður þeirra, en hann lést fyrir aldur fram árið 1948. 1936 stundaði Gísli nám við íþróttaskólann í Haukadal hjá hin- um mikla æskulýðsfrömuði Sigurði Greipssyni. 1938 innritaðist hann í bændaskólann á Hvanneyri og lauk þar búfræðiprófi 1939. Hjá Runólfi Sveinssyni hlaut hann gott vega- nesti, bæði í menntun og starfí. Gísli var góður námsmaður og átti auðvelt með að tileinka sér þau fræði sem kennd voru í þessum skólum, bæði í starfi og bóklegu námi. Gísli minntist ætíð veru sinnar á Hvanneyri með hlýhug, bæði til félaga sinna þar og skólans. Það var kreppa á íslandi þegar Gísli kom til starfa á búi móður sinnar eftir skólagönguna. Vélvæð- ingin hafði ekki hafið innreið sína í íslenskan iandbúnað og dugnaður og iðjusemi markaði afkomu bænda. Fjölskyldan á Hálsi var samhent í störfum. Þróttmikil æska í Kjósinni fylkti sér saman í ung- mennafélaginu Dreng í starfí og leik og bar félagið hróður héraðs og sveitar á mótum og samkomum ungmenna í landinu. Hinn myndar- legi systkinahópur á Neðra-Hálsi settu svip sinn á þennan hóp. Gísli var fljótlega kosinn til forystu í ungmennafélaginu og sat mörg ár í stjórn UMFÍ Iþróttamaður var Gísli góður og man ég eftir honum sem ungur drengur, er hann keppti í íþrótta- mótum ungmennafélaganna í Bugðubökkum, og keppti hann þar í flestum greinum íþrótta. En önnur störf kölluðu brátt á hann ásamt búskaparstörfum á búinu, en þeir bræður Oddur og Gísli höfðu hafíð félagsbúskap á Hálsi 1948. Landbúnaður á íslandi var í örri þróun og leitað var að mönnum til að standa vörð um af- komu hans. Mörg voru þau trúnaðarstörf sem bændur héraðsins fólu honum, í samtökum bændastéttarinnar. Hann hafði það umburðarlyndi og festu sem til þurfti til þess að standa vörð um afkomu hennar. Vönduð vinnubrögð og samvisku- semi í starfí einkenndu starf hans. Var það mikill skóli fyrir yngri menn að starfa menn honum í fé- lagsmálum. Á árunum 1963—1975 var unnið um land allt að nýju fast- eignamati. Þetta var mikið starf og umfangsmikið. Gísli vann að þessu starfí öll árin ásamt Ólafi Þórðar- syni, Varmárlandi og föður sínum, en eftir lát hans tók ég við starfí hans í nefndinni. Ég minnist þessa samstarfs með þökk. Sýslunefnd Kjósarsýslu þakkar honum sam- fylgdina og minnist hans. Gísli kvæntist 1950 Ingibjörgu Jónsdóttur, ljósmóður frá Gemlu- felli við Dýrafjörð. Þau eignuðust 9 börn sem öll eru uppkomin. Ég votta frú Ingibjörgu, bömum þeirra og öðrum innilega samúð á þessari sorgarstundu. Páll Ólafsson Frændi okkar, Gísli, hefur nú farið síðustu ferðina í bæinn. Oft hefur maður haft áhyggjur af fólk- inu sínu farandi þama á milli í vondum veðmm. Svo verður slys í blíðskaparveðri og góðri færð. Þar mætast örlög tveggja manna og em ráðin. Fjölskyldur okkar senda að- standendum þeirra beggja innilegar samúðarkveðjur og biðja þeim blessunar. Gísli Andrésson var fæddur 14. nóvember 1917 á Bæ í Kjós, sonur Andrésar Ólafssonar og Ólafar Gestsdóttur. Það var árið 1922 sem afí og amma fluttu að Neðra-Hálsi. Eftir að Andrés lést bjó Ólöf áfram á jörðinni ásamt börnum sínum. Gísli og Oddur tóku við rekstri búsins árið 1948 og var reksturinn sameiginlegur allt til ársins 1977 að jörðinni var skipt og kom þá nýbýlið Háls í hlut Gísla. Gísli kvæntist árið 1950 Ingibjörgu Jóns- dóttur, ljósmóður, frá Gemlufalli í Dýrafírði. Fjölskyldur bræðranna Gísla og Odds og systranna Ingi- bjargar og Elínar bjuggu lengst af sama búi og lífsreynsla þeirra er því um margt samofin. Það hafði ýmsa kosti að hafa sameiginlegan rekstur bús og tveggja heimila. Við bömin nutum þess svo sannarlega því að nógir vom leikfélagamir og næg verkefnin hvort sem farið var í feluleik í geymslunni frammi, bú- leik í skriðunni, fallin spýtan á hlaðinu eða unnið var við búskap- inn. Og oft vom böm Karls Andréssonar og Huldu konu hans með í hópnum því að þau bjuggu á Hálsi • í mörg ár. Böm þessara þriggja fjölskyldna vom 21. Auk þess ólst upp hjá Gísla, Þorvaldur, sonur Gests Andréssonar og Ólafíu Þorvaldsdóttur en þau dmkknuðu í Meðalfellsvatni árið 1946. Þor- valdur er nú bóndi á Krossi í Skagafirði. Mörg sumur dvöldu einnig hjá Ingibjörgu frænkur okk- ar Kolbrún og Hrafnhildur Guðmundsdætur. Ólöf amma var á heimili Gísla og Ingibjargar til æviloka og þær vom ófáar ferðirnar sem farnar vom á vinalega loftið hennar. Flest bamanna lærðu að lesa hjá henni og oft var setið við kringlótta borð- ið frammi á loftinu og spilað og hlegið mikið og á góðum stundum þegnir kandísmolar. Og aldrei var amast við renneríinu á þessu krakkastóði gegnum eldhúsið hjá Boggu og Gísla, en þar sátu oft einhveijir fullorðnir og röbbuðu saman yfír kaffíbolla. Því er ekki að neita að svona náið sambýli er viðkvæmt og krefst sveigjanleika, ekki hvað síst þegar fjölskyldumar em ólíkar og vilja þroskast hvor í sína áttina. Það má eiginlega líkja sambýlinu við tvöfalt hjónaband þar sem taka þarf tillit til fleiri sjónarmiða en venjulega. Ýmsir erfiðleikar komu upp sem ekki var alltaf unnið úr og má segja að orð spámannsins „líf dagsins í dag verður ekki graf- ið í gröf gærdagsins" eigi við um það. Sumt af því sem ekki varð útkljáð meðal hinna fullorðnu kom í hlut barnanna að útkljá og það hefur þrýst þessum stóra barnahópi saman og em tilfínningatengslin líkari systkinaböndum en frænd- tengslum og munu þau vonandi haldast þegar tímar líða. I minningunni mun Gísli lifa sem góður maður. Hann var rólegur í daglegu fari og alvarlegur en átti auðvelt með að slá á létta strengi og gleðjast með vinum og félögum. Rætur hans em í íslenskri bænda- menningu og hann er af kynslóð sem gengur til starfa sinna hávaða- laust og tekur á sig ábyrgðarstörf án þess að spyija um laun eða tíma. Sunnudaginn sem hann lést átti hann að mæta á fund hjá Sex- mannanefnd. Hann hafði reyndar kennt þreytu og nokkurs lasleika nokkra daga og fjölskyldan hafði heldur dregið úr honum með áð mæta á fundinn. En er hann hafði hvílt sig eftir hádegið fannst honum endilega að hann þyrfti að fara og leggja málstað sínum lið. Þannig var Gísli, hann var samviskusamur maður og ósérhlífinn. Hann vildi hafa röð og reglu á hlutunum en var þó aldrei með smámunasemi. Snyrtimennska var honum með- fædd. Hann átti um nokkurt árabil við vanheilsu að stríða og var nokkmm sinnum skorinn upp. Hann var dulur í skapi en þó tilfínninga- ríkur. Gísli og Ingibjörg eignuðust níu börn sem öllu em uppkomin og flest búin að stofna eigið heimili. Fjórir synir þeirra vinna við landbúnað. Þeim fer fækkandi börnunum í þessu landi sem alast upp í sveit og hafa hrynjanda sveitalífsins í blóðinu. Gísli gegndi trúnaðarstörf- um í sveit sinni og sinnti ýmsum félagsmálum bænda og þeirri stétt helgaði hann líf sitt og starf. Við dyr dauðans verður amstur hversdagsins harla fánýtt. Þá skipt- ir máli sameiginlegur uppmni, sameiginleg lífsbarátta og fegurð sveitarinnar undir háu fjalli við lygnan fjörð. Í hugann kemur til dæmis mynd af sumarmorgni þegár kýmar em sóttar austur í Stekk og reknar heim með íjallinu fram- hjá tignarlegum álfasteinum, en söngur lóunnar og vell spóans fyllir loftið. Slíka mynd tileinkum við Gísla því hann fylgdi sólinni í fóta- ferð sinni, reis snemma úr rekkju og gekk snemma til hvílu. Morgun- stundirnar hafa eflaust gefíð Gísla og íjölskyldu hans það gull í mund sem hann með störfum sínum færði henni og samfélaginu. Hann var í takt við lögmál lífsins, guðinn 'í sjálfum sér. Hvíli góður maður í friði og megi fjölskylda hans njóta velfarnaðar. Ágústa Oddsdóttir, Ólafur Oddsson. Minning: Egill Friðriks- son í Skarði Fæddur 15. febrúar 1901 Dáinn 27. febrúar 1987 Gamall og góður vinur og ná- granni frá Þykkvabæjarámm mínum er látinn. Ég var farinn að halda, að Egill yrði mjög gamall maður, því að hann var alltaf svo heilsugóður. En dauðinn og veikind- in gera ekki boð á undan sér. Áttatíu og sex ára varð Egill rétt eftir að hann var fluttur í sjúkrahús í Reykjavík. Hann naut þeirrar gæfu að búa alla ævi á sama stað, góðri jörð, og hlynna að henni eftir bestu getu, ásamt dóttur og tengda- syni, eftir að hann tók sjálfur að draga saman seglin í búskapnum. Egill fæddist 15. febrúar 1901. Vom foreldrar hans Friðrik Egils- son (f. 1861, d. 1960) og Málfríður Ólafsdóttir (d. 1943). Bjuggu þau í Hákoti og Miðkoti í Þykkvabæ allan sinn búskap og eignuðust all- mörg börn. Er nú aðeins eitt af þeim systkinahópi á lífí, að Agli gengnum. Friðrik kaupmann í Mið- koti þekkti ég vel, einnig Ólaf á Jaðri. Ritaði ég eftir báða við leiðar- lok þeirra. Er þeirra gott að minnast. Egill kveður jarðlífið síðastur af bræðmnum. Egill gekk að eiga heimasætuna í Skarði, Friðbjörgu Helgadóttur, árið 1924. Þá vom þau bæði kom- ung. Hún fæddist 27. janúar 1902 og andaðist 27. október 1979. Eg- ill lifði hana því á áttunda ár. Þau hjón vom mjög samrýnd og þau áttu gott heimili. Um það get ég borið, því að svo oft bar mig að þeim garði. Böm Egils og Frið- bjargar urðu tvö, og em bæði á lífi. Þau em Fanney, fædd 1928, gift Gretti Jóhannessyni bónda í Skarði, og Helgi, búsettur í Keflavík, kvæntur Guðríði Magnúsdóttur. Eiga þau bæði nokkur börn. Já, lífið heldur áfram, sem betur fer. Það er mikil gæfa að geta erjað sömu jörð langa ævi. Eftir að dóttir og tengdasonur settust að heima í Skarði var ekki verið að hólfa neitt niður. Nei, það var eftir sem áður eitt heimili. Segir það sína sögu um eindrægnina. Eg held ég hafí fá heimili, ef nokkurt, þekkt sem tók heimilinu í Skarði fram að sam- heldni og einingu. Góð heimili em hornsteinar hvers þjóðfélags. Bili þau, fer margt úrskeiðis. Þegar Friðbjörg lést, ritaði ég minningarorð um hana. Ekki kom annað til greina en að ég kveddi Egil vin minn með sama hætti. Hann á það meira en skilið. Með samúðarkveðjum til ættingja og vina frá mér og mínu fólki. Auðunn Bragi Sveinsson Hann afí okkar er dáinn. Þetta hljómar í huga okkar þessa dagana. Hann sem aldrei var lasinn og allt- af svo hress og kátur. Afí okkar var fæddur í Hávarðarkoti, Þykkvabæ, en flutti að Miðkoti árið 1912. Árið 1924 giftist hann ömmu okkar, Friðbjörgu Helgadóttur frá Skarði, Þykkvabæ, en í Skarði bjuggu þau allan sinn búskap. Eign- uðsut þau 3 böm. Þau em; Unnur, fædd 1926, en hún lést fljótlega eftir fæðingu, Fanney, fædd 1928, gift Gretti Jóhannessyni og eiga þau 5 böm, Helgi, fæddur 1929, giftur Guðríði Magnúsdóttur og eiga þau 3 böm. Bamabamabömin, sem öll sóttu til langa, eins og þau kölluðu hann, em orðin 15 talsins. Árið 1955 fluttist Grettir að Skarði og foreldrar okkar hófu búskap með afa og ömmu. Þar af leiðandi urðum við sytkinin þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp með ömmu og afa. Fyrir það getum við aldrei full- þakkað. Amma okkar lést 1979 eftir stutta sjúkrahúslegu. Þá missti afí okkar góðan vin, en nú, 8 ámm síðar, veikist afi og þurfti hann að liggja á sjúkrahúsi í Reykjavík í einn mánuð áður en hann lést. Það var nú ekki langur tími, en allan tímann var hann með hugann í sveitinni sinni sem hann vildi helst aldrei yfirgefa á meðan hann var hér með okkur. í yfir 70 ár söng hann í kirkjukómum í Þykkvabæ og var formaður kórsins í mörg ár. Hann var líka hringjari í kirkjunni. Afí var einn af hinum traustu stólp- um kirkjunnar, bæði kirkjukórsins og alls kirkjulífsins. Hann var einn af hinum vökulu mönnum safnaðar- ins, eins og einn vina hans í kirkju- kórnum sagði og í kirkjunni átti hann trausta vini. En svo kom að því að við fluttum eitt af öðm í burtu og stofnuðum okkar eigin heimili. Alltaf var jafn gaman að koma heim, afí beið eftir okkur á hlaðinu og tók svo hiýlega á móti okkur og litlu bömunum okkar, sem hann var svo natinn við. Ófáar stundimar sat hann með þau í fanginu og sýndi þeim tóbaks- glasið sitt og talaði á sinn rólega hátt við þau. Betri vin en hann átt- um við og fölskyldur okkar ekki. Nú er hann horfínn. Við gleðjumst yfír því að hafa átt hann að vini. Blessuð sé minning hans. Egill, Kristbjörgj Jóhannes, Marta og Sigrún. + Útför eiginkonu minnar, móöur og tengdamóöur, MARGRÉTAR HALLDÓRSSON, Tómasarhaga 31, ferframfrá Dómkirkjunni ídag, þriöjudaginn 10. mars, kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á styrkt- arsjóöi íþróttamanna. Leifur Gfslason, Gfsll Halldórsson, Þórdfs Jónsdóttir. t Sonur okkar og bróöir, PÁLL PÁLSSON, lést 28. febrúar sl. Útförin hefur fariö fram. Marfa Teresa Jónsson, Jón Heiðar Pálsson, Marfa Christie Pálsdóttir, Páll Heiöar Jónsson, Jóhanna Pálsdóttir, Egill Heiðar Anton Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.