Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 26
MÓRGÚNBLAbíÐ, ÞRlÐJUDÁGUÍl 10. MARZ 1987 26 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR Baráttuhugur og samstaða ein- kenndu fundinn Viðkvæm mál og ágreiningsefni sett til hliðar ÞAÐ ER ÓHÆTT að fullyrða, að ekkert hafi markað störf 27. landsfundar Sjálfstæðisflokksins meir, en sá eindregni ásetningur alls þorra fundarfulltrúa, að þessi fundur skyldi fara friðsamlega fram og landsfundarfulltrúar skyldu að honum Ioknum hverfa heim innblásnir af samstöðunni sem þar átti að skapast. Það er einnig óhætt að fullyrða að þessi ásetningur hafi tekist og lands- fundarfulltrúar telja að þeir gangi nú mun sterkari til kosninga- baráttunnar sem framundan er, en þeir voru fyrir fund. Það er ekki hægt að segja að landsfundur Sjálfstæðis- flokksins hafi verið það sem kaliast fréttnæmur fundur, eins og Þorsteinn Pálsson formaður flokksins benti réttilega á, um leið og hann vottaði fjölmiðlum hluttekningu sína. Engu að síður hlýtur fundurinn að teljast mark- verður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sökum þeirrar breiðu samstöðu sem þar náðist um öll mál og sökum þess baráttuanda sem virt- ist einkenna landsfundarfulltrúa, er þeir kvöddu að loknu velheppn- uðu Iokahófi fundarins, í fyrrinótt. Reyndar var samstaðan á fund- inum slík, að fréttamenn sem sátu hann fyrir fjölmiðla sína voru, þegar leið á fundinn, orðnir hálf- þreyttir á orðasamböndum eins og „gífurleg samstaða, mikil ein- drægni, áberandi samhugur" og þar fram eftir götum. Halldór Blöndal hleypur lítillega út undan sér Smáhnökrar komu á samstöðu- ímyndina á sunnudag þegar kosn- ingayfirlýsing fundarins var til ■ umræðu, en formaðurinn afmáði þá hnökra á augabragði. Halldór Blöndal þingmaður Norðurlands- kjördæmis eystra hafði athuga- semdir fram að færa við þann hluta yfirlýsingarinnar, sem fjall- ar um jöfnun atkvæðisréttar. Þar segir m.a.: „Lýðræðið krefst þess að löggjafarþingið sýni rétta mynd af vilja fólksins. Því er nauðsynlegt að jafna kosninga- réttinn hér á landi.“ Sagði Halldór að hann myndi hafa slíka yfirlýs- ingu að engu. Geir H. Haarde, sem var formaður í stjómmála- nefndinni tók orð þingmannsins óstinnt uppi og upplýsti lands- fundarfulltrúa um að orðalag þessa hluta hefði verið borið und- ir alla landsbyggðarþingmenn flokksins, þar á meðal Halldór Blöndal. Kvaðst hann ekki hafa vitað annað en Halldór, eins og aðrir hefði fallist á þetta orðalag. Eftir nokkrar umræður og framlagningu breytingartillagna, kvaddi formaður flokksins, Þor- steinn Pálsson sér hljóðs. Hann sagði m.a.: „Ég skora á þá sem ég veit að af góðum hug báru hér upp breytingartillögur að draga þær til baka...Það er ósk mín að landsfundurinn sameinist um þá ályktunartillögu sem hér liggur fyrir." Það var eins og við manninn mælt: Landsfundarfulltrúar fogn- uðu orðum formanns síns með dynjandi lófataki og risu úr sætum honum til heiðurs, svo til allir sem einn. Það er kannski engin furða að Sverrir Hermannsson, sem sat að rabbi við Halldór Blöndal, þeg- ar þetta var, skuli hafa spurt hálf undrandi: „Hvað á nú þetta að þýða?“ Ekki stóð á svarinu hjá Blöndal, því hann brosti í kampinn og sagði: „Þetta þýðir ósköp ein- faldlega: Haltu kjafti, Halldór." Halldór virtist bara sáttur við þessa niðurstöðu og tilkynnti Þor- og heyrðust margir segja að það yrði töluverð dreifíng atkvæða í varaformannskjörinu, þó að eng- inn einn fulltrúa hygðist reyna að fella Friðrik Sophusson. Var jafnvel rætt um að á milli 3 og 400 atkvæði myndu dreifast á aðra. Einkum voru þá nefndir til sögunnar þeir Davíð Oddsson, Halldór Blöndal, Eyjólfur Konráð Jónsson og Vilhjálmur Egilsson. Við varaformannskjörið kom þó allt annað á daginn og ljóst varð að titringurinn framan af fund- artímanum hafði verið tilefnis- laus. Það kom líka glöggt fram, síðdegis á sunnudag, þegar leið að varaformannskjörinu að and- rúmsloftið hafði breyst, þannig að nú voru menn enn staðráðnari en fýrr í að þjappa sér saman um forystu sína. Gamlar væringar og skæruhemaður voru einfaldlega sett til hliðar og Friðrik Sophus- son fékk glæsilega kosningu. Hann hlaut 851 atkvæði sem er 89,7% gildra atkvæða. Davíð valdi Garðari Kristjánssyni fundarstjóra þessu næst að hann félli frá orðinu, þegar Þorvaldur sagði hann næstan á mælenda- skrá. Þar með ríkti „mikil ein- drægni" á fundinum á nýjan leik. Kosningaskjálfti tals- verður fyrri hluta fundar Vart varð á föstudag og fram á laugardag, ákveðins kosninga- skjálfta vegna varaformanns- kjörs. Greinilegt var að fundar- fulltrúar voru staðráðnir í að kjósa formann sinn rússneskri kosn- ingu, sem varð líka raunin - hann fékk 97,8% gildra atkvæða. Hljóð í mönnum var ekki það sama, hvað varðar kjör varaformannsins Bf Morgunblaðið/Árni Sæberg Konur á landsfundi höfðu hug á að ná þremur fulltrúum í mið- j stjórn, en þeim brást bogalistin og fengu tvo fulltrúa kjörna, af ellefu. Var því kennt um, að þær hefðu ekki náð að sameinast um frambjóðendur. Það kom þó ekki í veg fyrir það, að konur jafnt og karlar skemmtu sér vel á lokahófi landsfundarins á sunnu- dagskvöld. Hér eru nokkrar þeirra við upphaf hófsins. Oddsson fékk 31 atkvæði, Halldór Blöndal 20, Eyjólfur Konráð 18 og Sverrir Hermannsson 9. Það er rétt að benda á það að kjör Friðriks að þessu sinni er mjög glæsilegt og mun glæsilegra en á landsfundi fyrir tveimur árum, en þá hlaut hann 746 at- kvæði af 917 gildum atkvæðum og þegar hann var kjörinn vara- formaður í fyrsta sinn á lánds- fundi í nóvember 1983 hlaut hann 915 atkvæði, sem var þá 91,5% atkvæða. Formanni og varaformanni var því óspart fagnað, þegar niður- stöður lágu fyrir, en rétt er að greina frá því að þeir voru nokkr- ir fulltrúamir sem hvísluðu því í eyra mér á sunnudagskvöld, að ég skyldi hafa það í huga, að ein- Morgunblaðið/ÓI.K.M. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins, sá 27. gefur það ótvírætt til kynna að fálkanum sé ekki að fatast flugið. Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sýndi jafnframt fram á það hversu sterk staða hans í flokknum er, þegar hann nánast skipaði landsfundarfulltrúum að hætta karpi um kosningayfirlýsingu og samþykkja hana óbreytta. Ekki einasta var það, að fulltrú- ar yrðu við óskum hans, heldur tóku þeir óskinni með dynjandi lófataki og risu úr sætum. ungis 7 vikur væru til kosninga. Flokkshollusta og baráttuhugur vegna komandi kosninga væru nú sett á oddinn, en enginn skyldi halda að varaformannskjör yrði með þessum hætti á næsta lands- fundi. Lélegiir hlutur kvenna í miðstjórnarkjöri Konur á landsfundi höfðu fullan hug á að auka hlut sinn í mið- stjórn, við miðstjómarkjör á sunnudag, en landsfundur kýs 11 fulltrúa í miðstjóm. Konur áttu 2 fulltrúa í stjóminni og stefndu að því að ná 3 fulltrúum inn. Þær Björg Einarsdóttir og Katrín Fjelsted sátu í miðstjórn, en Björg gaf ekki kost á sér nú. Það sem konumar þurftu því að gera, var að sameinast um tvo nýja fram- bjóðendur, auk Katrínar, sem gaf kost á sér á nýjan leik, en hin „eindræga samstaða" náði ekki inn í raðir kvennanna, þegar kom að því að velja fulltrúa kvenn- anna, þannig að þær urðu 6 sem í framboði voru og einungis tvær náðu kjöri, þær Sigríður A. Þórð- ardóttir og Katrín Fjeldsted. Heyra mátti á konum að þær voru ekki fullsáttar við þessa nið- urstöðu og svör margra karlanna við óánægjuröddum þeirra voru á þá leið að þær gætu engu um kennt, nema sjálfum sér og sam- stöðuleysi sínu. Vangaveltur fulltrúa um stjórnarmynstur og- ráðherralista Sjálf- stæðisflokksins Fulltrúar ræddu sín á milli tals- vert um það sem framundan er og í hvaða átt verði einkum horft, þegar til stjórnarmyndunarvið- ræðna kemur. Það var greinilegt á máli íjölmargra að þeir telja að stjórnarsamstarfið við Framsókn undanfarin Qögur ár hafí verið árangursríkt og gefíð góða raun. Aðrir segja þó að vissrar póli- tískrar þreytu gæti í þessu samstarfi, og Sjálfstæðisflokkur- inn þurfi að líta í aðra átt, að loknum kosningum. Þá sé vart öðrum til að dreifa en Alþýðu- flokknum. Þetta voru þó ekki neitt annað en vangaveltur og menn virtust vera sammála um að flokk- urinn ætti að ganga til kosninga, algjörlega óbundinn af hugsan- legu samstarfi við ákveðna flokka. Þessir sömu menn veltu því einnig fyrir sér, hvort formaður þeirra, Þorsteinn Pálsson hefði það sterka stöðu og mikið vald innan þingflokksins, að hann gæti hrint í framkvæmd, því sem hann sagðist mundu gera í viðtali á Stöð 2 - þ.e. að velja sjálfur sinn ráðherralista. Aðrir benda réttilega á, að Þor- steinn muni, samkvæmt reglum flokksins, einungis leggja tillögu sína að ráðherralista fyrir þing- flokkinn, sem komi síðan til með að greiða atkvæði um listann, að líkindum um hvert nafn fyrir sig. Þeir sem standa Þorsteini nálægt í störfum og flokksstarfi draga það ekki í efa að Þorsteinn hafi það vald og þann styrk sem til þarf. Það geti reynst erfítt og sársaukafullt að skipta ráðherrun- um út, en hann hafí til þess valdið og muni notað það. Það lýsir því kannski í hnotskum, hvað myndi gerast, ef tillaga Þorsteins um eitthvert ráðherraefnið fengi ekki hljómgrunn hjá þingflokknum og félli, sem einn landsfundarfulltrúi sagði við mig: „Þingflokkurinn getur ekki annað en samþykkt þann ráðherralista sem Þorsteinn leggur fram, fyrir stjómarmynd- unarviðræður. Ef honum verður hafnað, þá á Þorsteinn engra ann- arra kosta völ en lýsa því yfir að hann muni ekki mynda stjóm.“ Gamalreyndur þingmaður telur að yfírlýsing Þorsteins í áður- nefndu sjónvarpsviðtali hafí verið tekin of bókstaflega. Þorsteinn hafí einfaldlega átt við það, að ekki kæmi til greina að Albert Guðmundsson yrði ráðherra í næstu ríkisstjóm, þannig að hon- um einum verði skipt út. Auk þess hafi Matthías Bjarnason gef- ið það sterklega til kynna, að hann hugsi sér ekki að verða ráð- herra í næstu ríkisstjóm, og þar með hafi skapast ráðrúm til þess að setja inn tvo nýja ráðherra. „Höfum styrkt stöðu okkar á þessum fundi“ Þorsteinn Pálsson sagði við lok ræðu sinnar, er hann sleit lands- fundi á sunnudag: „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að við höf- um styrkt stöðu okkar hér á þessum fundi og við getum geng- ið bjartsýn til kosningabaráttunn- ar.“ Þessi niðurstaða formannsins er að líkindum rétt og lands- fundarfulltrúar hafa ugglaust haldið hver til síns heima í gær með það í huga að hella sér af hörku út í kosningabaráttuna. Það verður alls ekki sagt um þennan fund að hann hafí verið átakafúndur, eins og ég hef kom- ið að áður, en það er ekki þar með sagt að hann hafí verið al- gjör lognmolla eða halelújasam- koma. Þama komu um 1200 fulltrúar saman, til þess að stappa stálinu hver í annan, magna upp stemmningu og baráttuanda. Það tókst, og því skynjaði fréttamaður það, rétt eins og landsfundarfull- trúar sjálfír, hvers konar ofurafl getur falist í fjöldasamkomu eins og landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með því fram að kosningum, og þó einkum eftir kosningar, hvort sá sameinaði baráttuandi, sem óvéfengjanlega einkenndi fundinn og fundarlok, verði við- varandi einkenni á flokksstarfinu, eða hvort þær væringar og þau ágreiningsefni sem oft hafa verið áberar.di í flokknum, hafa einung- is verið lögð til hliðar um stundar- sakir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.