Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 6
MÖRÓ'iÍnBLÁÓIÐ, ÞRÍÓÍUEtÁGUR 1Ó. yÁRZ 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Af barnum Isíðustu grein féll eitt orð niður úr eftirfarandi setningu: Hér heima er hins vegar lyfjaverslunin öll á einni hendi . . . Átti að standa: Hér heima er hins vegar lyfjaversl- unin nánast öll á einni hendi. Frumskylda blaðamannsins er jú að hafa heldur það sem sannara reyn- ist. Næsta mál á dagskrá. Vaxtarsprotinn Unglingavandamálið svokallaða er vinsælt fjölmiðlaefni þótt nafn- giftimar breytist eftir því sem félagsfræðingunum vex ásmegin. Sem kennari í framhaldsskóla get ég borið vitni um að vandamálið hefir breytt um svip, það er helst að það skjóti upp kollinum þegar örþreyttir nemendumir, eftir að hafa afgreitt næturlangt á börum borgarinnar gegn smánarþóknun, reika inní skólastofumar. Þá er tískuheimurinn býsna aðgangs- harður, einkum þegar í hlut eiga efnaminni nemendur, og á ég ekki bara við kröfuna um að ganga í 5000 króna skyrtubolum heldur skal hörundið vera hæfilega kaffí- brúnt og líkaminn tálgaður til í líkamsræktarstöðvunum. Ungl- ingavandamálið birtist mér sem kennara sum sé helst í aðgangs- hörku óprúttinna peningamanna er líta á unglingana sem verslunar- vöru. Ef krakkamir fá hins vegar að njóta sín sem einstaklingar og vitsmunaverur hverfa vandamálin líkt og dögg fyrir sólu. Gettu betur Eða hvað fannst ykkur um fram- haldsskólakrakkana er hafa að undanfömu tekið þátt í spuminga- keppni Ríkissjónvarpsins? Vanda- málið var dómaranna að finna nógu þungar spurningar handa krökkun- um. Þótti mér raunar barátta þeirra í MR og FB svo hörkuspennandi að fáu er til að jafna nema stöku lands- leik. Er spumingakeppnin er til mikils sóma, sviðsmyndin glæsileg, spumingamar flölbreyttar og um- sjónarmennimir, þau Elísabet Sveinsdóttir, Steinar J. Lúðvíksson og Hermann Gunnarsson, leika á als oddi, einkum þó Hemmi Gunn 1 síðustu rimmu. Þá hafa stjómend- umir gætt sín á því að grípa ekki til innskota — glens og gamans — er gætu dregið vígtennumar úr keppendum. Nei, líkt og í eldfjörug- um landsleik er hvergi hopað og stjömur vallarins eru krakkarnir! Unglingafréttir Stöð 2 hefur bryddað uppá því nýmæli að setja krakka í stól frétta- manna á laugardagsmorgnum, nánar tiltekið í Fréttahominu, sem er í umsjón Sverris Guðjónssonar. Krakkamir njóta sín ágætlega í Fréttahominu og svo er leitað til fréttamanna stöðvarinnar og fróðra manna útí bæ með fréttaskýringar við hæfi ungviðisins. Er ég þeirrar skoðunar að þennan fréttaþátt mætti efla í þá veru að það yrði greint frá ýmsu sem er að gerast á vettvangi krakkanna, svo sem skóla- skemmtunum, íþróttaleikjum, skákkeppnum og ferðalögum. Þá mætti greina frá umferðarslysum og öðrum háska er bömin lenda í ekki síður en hinir fullorðnu. Svo mætti ræða ýmiss vandamál er steðja að samfélagi hinna ungu. En við skulum gæta þess að lofa krökk- unum að leggja eigið mat á fréttir líðandi stundar. í hugum okkar sem fullorðin teljumst er máski stórfrétt þegar flugskeyti grandar flugvél — en hvað um litla fuglinn sem fannst í flæðarmálinu og grafinn var með viðhöfn í næsta moldarbarði? Sú frétt á máski ekki síður erindi til hins unga sjónvarpsáhorfanda en fréttin af flugskeytinu. Kjarni máls- ins er að virða sjónarmið hinna ungu. Ólafur M. Jóhannesson Rás 1: Torgið Fjallað um minni og gleymsku ■BHB í þættinum -| n 40 Torgið í dag og A i á morgun verð- ur að venju komið víða við. Sérstaklega verður íjallað um minni og gleymsku í víðu samhengi. Einar Ingi Magnússon, kennari í sálfræði, veltir því m.a. fyrir sér hvers vegna svo mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta minni fólks á síðustu árum, bæði með kennslu og nám- skeiðahaldi, á sama tíma og upplýsingatækninni hefur fleygt fram. í fram- haldi af því verður rætt við Sigrúnu Klöru Hannes- dóttur, doktor í bókasafns- fræðum, um mikilvægi þess að þekking nútíma- þjóðfélags nýtist til ákvarð- anatöku og þróunar nýrra Dr. Sigrún Klara Hannes- dóttir er meðal þeirra, sem fram koma í Torginu. hugmynda. Þá verður spjallað við Konráð Adolphsson, viðskipta- fræðing, umaðferðir þær, sem kenndar eru á Dale Camegie-námskeiðunum í því skyni að bæta minni fólks, m.a. á mannanöfn- um. Síðar verður rætt við Kristján Sturluson, starfs- mannastjóra hjá Hagkaup- um, um áhrif einkunna á mannaráðningar á vinnu- markaðnum. Kristján kannaði þessi mál hér á landi fyrir þremur árum og hefur einnig kynnt sér þau erlendis. Þá mun Hörður Bergmann, fræðslufulltrúi, flytja pistil sem hann nefn- ir „Frárennsli velmegunar- innar“, en í honum fjallar hann m.a. um eyðingu náttúruauðlinda jarðar, sem og mengun í heimin- um. UTVARP © ÞRIÐJUDAGUR 10. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. — Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guð- mundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Mamma í upp- sveiflu" eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfundurles (7). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir Iög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Hvað segir læknirinn? Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miödegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán íslandi. 14.30 Tónlistarmenn vikunn- ar. Dubliners. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Síðdegistónleikar. Kvartett fyrir pianó, víólu og selló i Es-dúr op. 87 eftir Antonin Dvorák. 17.40 Torgið — Neytenda- og umhverfismál. Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guömundur Sæmundsson flytur. 19.35 Framtiðin og félagsleg þjónusta. Jón Björnsson flyt- ur erindi. 20.00 Átta ára. Hrefna Laufey Ingólfsdóttir talar við átta ára börn i Siðuskóla á Akur- eyri og ræðir viö Sverri Pál Erlendsson um það hvernig það var að vera átta ára fyrir þrjátíu árum. (Frá Akur- eyri.) 20.25 Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar leikur. Hans Ploder stjórnar. 20.40 íþróttaþáttur. Umsjón: Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson. 21.00 Perlur Sven Ingvars. 21.30 Útvarpssagan: „Heima- eyjarfólkið" eftir August Strindberg. Sveinn Víkingur þýddi. Baldvin Halldórsson les (13). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- SJÓNVARP ■Ó. Tf ÞRIÐJUDAGUR 10. mars 18.00 Villispætaogvinirhans Áttundi þáttur. Bandariskur teiknimyndaflokkur. Þýð- andi Ragnar Ólafsson. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey. Fimmtándi þáttur. Ástralsk- ur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævintýri á Suðurhafseyju. Þýðandi Gunnar Þorsteins- son. 18.45 (slenskt mál. Fimmtándi þáttur um myndhverf orð- tök. Umsjón: Helgi J. Hall- dórsson. 18.55 Sómafólk — (George and Mildred) 18. Gullið tækifæri. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Ólöf Pétursdóttir. 19.20 Fréttaágrip á táknmáli 19.25 Smellir. Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason fjalla um írsku hljómsveitina U2. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Svarfi turninn (The Black Tower) Annar þáttur. Breskur myndaflokkur i sex þáttum, geröur eftir sakamálasögu P.D. James. Roy Marsden leikur Adam Dalgliesh lög- regluforingja. Gamall vinur Dalgliesh hefur áhyggjur af skjólstæöingum sinum á afskekktu hjúkrunarheimili. Hann leitar ráða hjá Dalg- liesh og það er ekki seinna vænna. Hver glæpurinn rek- ur annan en lausn málsins tengist fornu mannvirki i grenndinni sem kallast Svarti turninn. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 21.30 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Guðni Bragason. 22.00 Vestræn veröld (Triumph of the West) Nýr flokkur — 1. „Gjafir eru yður gefnar." Nýr heimildar- myndaflokkur í þrettán þáttum frá breska sjónvarp- inu (BBC). I þáttunum er fjallað urn sögu og einkenni vestrænn- ar menningar og hvernig hún hefur breiðst út svo að áhrifa hennar gætir á okkar timum um alla heimsbyggð- ina. Umsjónarmaður er John Roberts sagnfræðingur. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.55 Fréttir i dagskrárlok r1 5TOÐ2 ÞRIÐJUDAGUR 10. mars § 17.00 Auga nálarinnar (Eye of the Neele). Bresk kvik- mynd frá 1981 með Donald Sutherland og Kate Nelligan í aðalhlutverkum. Endursýn- ing. § 18.40 Myndrokk. 18.50 Fréttahornið. Frétta- tími barna og unglinga. Umsjónarmaöur Sverrir Guðjónsson. 19.00 Ferðir Gúllivers. Teiknimynd. 19.30 Fréttir 20.00 ( návígi. Yfirheyrslu- og umræðuþáttur. 20.40 Klassapíur. (Golden Girls). Bandarískur gaman- þáttur. )21.05 ( sigurvímu (Golden Moments). Bandarisk sjón- varpsmynd í tveim þáttum. Þegar Ólympiuleikarnir standa sem hæst, hittast tveir íþróttamenn, annar frá austri en hinn frá vestri, og fella hugi saman. Ástarsaga þeirra er sögð en í hana fléttast hugsjónir, eldmóður og keppnisandi Ólympíu- leikanna. Seinni hluti verður sýndur fimmtudag 12. mars. 5 21.40 NBA-körfuboltinn. Atlanta — Boston. Umsjón- armaöur er Heimir Karlsson. 00.10 Dagskrárlok. undagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma. Andrés Björnsson les 20. sálm. 22.30 Reykjavík í þjóðsögum. Dagskrá í samantekt Ög- mundar Helgasonar. Lesar- ar: Margrét Ólafsdóttir og Sigurður Karlsson. (Áður útvarpað 1. þ.m.) 23.30 íslensk tónlist Kynnt verða verk af nýjum islenskum hljómplötum: a. „Þrjú ástarljóð" eftir Pál P. Pálsson. b. Trió fyrir klarinettu, selló og píanó eftir Hjálmar H. Ragnarsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 10. mars 9.00 Morgunþáttur f umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tónlistarget- raun og óskalög yngstu hlustendanna. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Skammtað úr hnefa. Jónatan Garðarsson stjórn- ar þætti með tónlist úr ýmsum áttum. 16.00 Allt og sumt. Helgi Már Barðason stjórnar þætti með tónlist úr ýmsum átt- um. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Trönur. Umsjón. Finnur Magnús Gunnlaugsson. Fjallaö um menningarlíf og mannlif almennt á Akureyri og í nærsveitum. BYLGJAN ÞRIÐJUDAGUR 10. mars 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blööin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðjur, matarupp- skriftir og spjall til hádegis. Síminn er 61 11 11. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, spjalla við fólk og segja frá. Flóamarkaður er á dagskrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttribylgjulengd. Péturspil- ar síödegispoppiö og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Forstjóra- popp eftir kl. 15.00. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík siödegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lög vikunnar. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á þriöjudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá Elínar Hirst frétta- manns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður. AIFA Kristileg ÉtrarpaitM. FM 102,9 ÞRIÐJUDAGUR 10. mars 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.15 Tónlist. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.