Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 53 votta ég dýpstu samúð. Megi minn- ingin um góðan dreng vera þeim styrkur í sorg þeirra og söknuði. Helgi Vigfússon Þegar ég hitti Bjarna Vilhjálms- son síðast, aðeins þremur dögum fyrir andlát hans, voru kraftar hans mjög á þrotum eftir langa sjúk- dómsbaráttu. Samt var hugurinn allur við þau margvíslegu fræði- störf, sem hann hafði helgað líf sitt. Hann var sannur arftaki þeirra kynslóða fræði- og lærdómsmanna, margra nú ónafngreindra, sem varðveitt hafa og ávaxtað menning- ararf íslenzku þjóðarinnar um aldaraðir. Eins og þeir vann hann verk sín í kyrrþey og hugsaði um það eitt að skila verðmætum fortíð- arinnar sem bezt í hendur nýrra kynslóða. Frá þeim miklu störfum, sem eftir hann liggja í fræðiritum og útgáfum, munu þó aðrir geta betur greint en ég. Sjálfum er mér nú efst í huga þakklæti fyrir kynni við ljúfan og heilsteyptan mann, sem var jafntryggur í vináttu sinni við samferðamenn sína og hann var í hugsjónum sínum og starfi. Bjarni var einn þeirra uppáhalds- nemenda föður mins, sem urðu heimilisvinir á Baldursgötunni á æskuárum mínum og eigum við bræður margar góðar minningar frá þeim kynnum, enda var Bjarni ekki síður glettinn og skemmtinn á þeim árum en áhugasamur í íslenzk fræði. Löngu síðar lágu leiðir okkar aftur saman, er hann gerðist ritari hugvísindadeildar V ísindasjóðs. Attum við þar ágætt samstarf um tveggja áratuga skeið, en Bjami vann störf sín fyrir sjóðinn af þeirri kostgæfni og alúð, sem einkenndi allt hans ævistarf. Varð þessi sam- vinna einnig til þess að ég kynntist Bjama betur en áður og fékk að njóta fróðleiks hans og mannkosta. Á þessari skilnaðarstundu sendi ég Kristínu og börnum þeirra Bjarna innilegar samúðarkveðjur. Fjarvistir valda því, að ég get ekki fylgt honum til grafar, en eftir lifír minningin um góðan dreng og vammlausan, sem allir unnendur þjóðlegra fræða eiga mikið að þakka. Jóhannes Nordal Bjarni Vilhjálmsson fyrrverandi þjóðskjalavörður lést 2. mars sl. Hann var fæddur á Nesi í Norðfirði 12. júní 1915. Ólst Bjarni þar upp hjá foreldrum sínum, Vilhjálmi Stefánssyni útvegsbónda og Kristínu Ámadóttur, en þau bjuggu í Hátúni með sinn stóra bamahóp, auk bama frá fyrra hjónabandi Vilhjálms. Einnig var oft gest- kvæmt í Hátúni þar sem frænd- garður hjónanna var stór í Norðfjarðarsveit og nærliggjandi byggðum. Byggðin á Nesi fór vaxandi á uppvaxtarámm Bjama og stórauk- in útgerð, sem faðir hans tók þátt í af sínum alkunna dugnaði. Hann gerði út mótorbátinn Göngu-Hrólf í félagi við nágranna sinn, Hinrik Þorsteinsson á Tröllanesi. Heimilið í Hátúni var eitt hið stærsta á Nesi og þurfti mikils með. Án útgerðar og sjávarfangs, ásamt kúm og kind- um, hefði verið erfítt að framfleyta því. Starf hinnar ágætu móður Bjama var erfítt. Bömin fæddust þétt og heimilisstörfin endalaus. Dætur Kristínar fóm kornungar að taka til hendinni á heimilinu. Það sem bjargaði þessum barnmörgu heimilum var, að ekki þurfti að passa börnin fyrir umferðinni og allskonar hættum, sem síðar komu til sögunnar. Þau léku sér í kringum húsin og í hverfinu. Það eina sem hætta stóð af vom þessar mörgu bryggjur, en alltaf vom einhveijir í beitningaskúrnum sem björguðu strákum, sem duttu í sjóinn. Ég fæddist á Stóra-Tröllanesi og flutti að Bjarnaborg þriggja ára, síðan inn í Tungu og var því alinn upp í Innbænum ásamt Hátúns- systkinunum. Vomm við Sigfinnur bróðir Bjama óaðskiljanlegir. Þegar Bjami, sem var 2 ámm yngri en ég, stækkaði, lékum við okkur sam- an ásamt Stefáni Snævarr. Urðum við allir góðir vinir, sem haldist hefir fram á þennan dag. Það var mikið líf á uppvaxtarár- um okkar í Tröllaneshverfinu og inn á Strönd. Mikill fjöldi báta, skúra, fiskreita og bryggja. Börnin fóm ung að hjáipa til við útgerðina. Heimilin vom barnmörg. Alltaf nógir leikir, fara í húsbolta, slag- bolta, felingaleik, rúlla gjörð, Hróa hött inn á Villatúni og margt fleira. Krakkamir komu oft saman frá Mel, Stóra-Tröllanesi, Hátúni, Hin- rikshúsi, Framnesi, Valdemarshúsi, Bjamaborg, Lámsarhúsi og inn að Jakobshúsi. Uppvaxtarár Bjarna Vilhjálmssonar í þessu fjörlega umhverfí hafði þau áhrif, að hann var alltaf mikill Norðfirðingur og kom heim þegar hann átti þess kost, ekki síst hin síðari ár. Bjami gekk í Unglingaskólann og fór síðan í Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann lauk stúd- entsprófi árið 1936. Síðan lá leið hans í Háskóla íslands, þar sem hann lauk prófi í íslenskum fræðum árið 1942. Valdimar Snævarr, skólastjóri, sá einstaki félagsmálamaður, hvatti nemendur sína til framhaldsnáms, þótt efnalitlir væm. Var það ekki síst fyrir hans tilstilli, að í Mennta- skólanum á Akureyri vom 7 nemendur frá Neskaupstað vetur- inn 1931—32. Þóttu þetta margir frá einum stað. Við Bjami vomm saman í vega- vinnu í Viðfjarðarvegi árið 1936, þegar hann var orðinn stúdent. Bjuggum við saman í tjaldi ásamt Sveini Stefánssyni, síðar lögreglu- þjóni í Reykjavík. Þetta var skemmtilegt sumar, þótt oft væri kalt í tjaldinu, kaupið 90 aurar á tímann og unnið 10 klukkustundir á dag með hökum, rekum og jám- körlum. Við fómm heim hálfsmán- aðarlega frá Viðfirði með trillubát Alfonsar Oddssonar, sem gekk und- ir nafninu „Queen Mary“. Við þurftum að leggja okkur til brauð, smjör og álegg en fengum kaffi og tvær máltíðir fyrir eina krónu á dag hjá Vegagerðinni. Höfðum við Bjami sameiginlegan matarreikn- ing sem kostaði 66'/2 eyri á dag fyrir hvom. Ég sá um að taka til kaffíbrauðið á kvöldin, en Bjarni las fyrir okkur sögur og hélt uppi sam- ræðum af sinni ágætu frásagnarlist og „húmör“. Hann var menntaðasti maðurinn í hópnum og var ekki laust við, að þessir fátæku og ómenntuðu vegavinnumenn litu upp til Bjama, sem var líka alltaf svo skemmtilegur og einlægur í þeirra garð. Eftir að Bjami fór til náms í Reykjavík skrifuðumst við á og á ég frá honum nokkur bráðskemmti- leg bréf. Á námsámm sínum var Bjami fátækur. Hann vann alltaf fyrir sér með kennslu, jafnvel síðustu menntaskólaárin. Einnig var hann skrifari á fiskiþingum, sem þá stóðu í 20 daga. Kenndi hann oft í heimahúsum og fékk þá stundum máltíðir þar. Bjarni Vilhjálmsson var mikill námsmaður, eins og hann átti kyn til. Þótt hann væri ekki hár í loftinu var hann harðduglegur og elju- samur. Bjami gegndi fjölda trúnað- arstarfa um ævina, sem of langt yrði upp að telja. Sérstaklega var honum íslenskt mál hugleikið og varð hann þjóðkunnur maður af þáttunum, sem hann flutti í Ríkisút- varpið um margra ára skeið. Þá gegndi Bjarni starfi þjóðskjalavarð- ar um 16 ára skeið eða til 1984 þegar hann lét af störfum. Bjami var sílesandi og ritaði flölda greina og sá um útgáfu margra bóka og rita. Hann var stál- minnugur til síðasta dags og var ættfróður, einkum um ættir Norð- firðinga. Bjarni kvæntist árið 1943 Kristínu Eiríksdóttur frá Hesteyri í N-ísafjarðarsýslu. Þau eignuðust ijögur börn. Kristín er öðlingskona og góð húsmóðir. Hún er glaðleg og sterk, sem var Bjarna mikil stoð í oft erfiðum veikindum hans síðari ár og jafnframt í margvíslegum störfum. Vinátta Bjama og Kristínar hefir verið okkur hjónum mikils virði. Heimsóknir þeirra til okkar hafa alltaf verið nljög ánægjulegar bæði heima í Neskaupstað og orðið tíðari hér fyrir sunnan. Þá hefir verið mjög skemmilegt að koma á þeirra fallega heimili, þar sem smekkvísi og myndarskapur mætir manni. Eru ekki víða jafn fögur málverk á veggjum, eftir bestu íslensku mál- arana, eins og þessu heimili. Bera þau smekk og listfengi húsráðenda fagurt vitni. Þá var Bjarni Vilhjálmsson mik- ill bókamaður og alltaf að kaupa bækur, oft af litlum efnum, allt til síðasta dags. Átti hann mikið og gott bókasafn. Að lokum kveð ég Bjama vin minn með söknuði og við Soffía vottum Kristínu, börnum þeirra og ættingjum dýpstu samúð. Jóhannes Stefánsson Hver sem vinnur landi og lýð treysta skal að öll hans iðja allt hið góða nái að styðja, þessfyrirhönderhófhannstríð. J.H. Ég kynntist Bjama Vilhjálmssyni á námsámm mínum í Háskóla ís- lands, en hann var þeim mun eldri að hann hafði lokið sínu námi þeg- ar ég kom í skólann. Hann hreif mig strax með sínu hlýlega viðmóti og glettnisfullu frásögnum. Síðar tókust með okkur náin kynni og órofa vinátta, og því langar mig að fylgja honum að heiman með fáeinum kveðrjuorðum, þótt mér sé raunar „tregt tungu að hræra“. í mörg ár vomm við Bjami sam- starfsmenn við Þjóðskjalasafnið og sátum þá hvor andspænis öðmm við eitt borð. Auk þess vomm við nágrannar og áttum löngum sam- leið til og frá vinnu í „fólksvagnin- um“ mínum. Báðir vomm við upp mnnir í íslenskri alþýðustétt, ég í sveit en hann í sjávarþorpi, og báð- ir höfðum við að baki sama nám. Það var því ekki að undra þótt skoð- anir okkar og umræðuefni féllu í sama farveg. Og á kvöldin komu unglingsstúlkurnar Bjarnadætur og sátu yfir bömum okkar hjónanna á vöggualdri, þegar á þurfti að halda. Síðan hvarf ég brott úr Þjóð- skjalasafninu til annarra starfa, en Bjami sat um kyrrt og tók þar brátt við yfirstjóm og embætti þjóð- skjalavarðar. Einnig fluttist ég búferlum, og fundir stijáluðust eins og verða vill, en þó áttum við enn eftir að vinna saman að ýmsum málum. Eftirminnilegast er mér samstarf okkar vorið 1968, þegar við unnum með öðmm að kjöri Kristjáns Eldjáms í embætti forseta íslands. Þeir Bjami og Kristján vom bekkjarbræður frá Mennta- Sjá næstu síðu Nuddsólar eru vatnsfyllt innlegg í skó, sem nudda fæturna jafnt og stöðugt, viðhalda blóðstreymi og auka þægindatilfinningu. Nuddsólarnir hafa meðmæli lækna. Sölustaðir eru: Hagkaup, Mikligarður og apótek víða um land. Heildsölubirgðir: kiYRKIR Mánagötu 1, 105 Reykajvík. Síml 10643 & 621951 Birting afmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.