Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 17 Árlegnr fundur prófasta í Reykjavík Phillip R. Berry, heimsforseti J C-hreyf ingarinnar. PRÓFASTAR landsins, 15 að tölu koma saman til árlegs fundar, að þessu sinni í Reykjavík dagana 10.-16. mars. Prófastafundurinn hefst með athöfn i Dómkirkjunni kl, 10.30 í dag þar sem biskup íslands setur fjóra nýja prófasta inn f embætti, þá sr. Birgi Snæ- björnsson á Akureyri prófast Eyfirðinga, sr. Tómas Guð- mundsson í Hveragerði prófast Árnesinga, sr. Þorleif Kjartan Kristmundsson á Kolfreyjustað prófast Austfirðinga, og sr. örn Friðriksson á Skútustöðum próf- ast Þingeyinga. Síðdegis í dag verður fjallað um drög að erindisbréfum sóknar- nefnda, safnaðarfulltrúa, meðhjálp- ara, hringjara og kirkjuvarða. Um kvöldið bjóða biskupshjónin til kvöldverðar í Biskupsgarði. Á miðvikudag verða þeir sr. Sig- urður Ámi Þórðarson rektor í Skálholti og sr. Bragi Friðriksson prófastur í Garðabæ ffamsögu- menn um efnið Námsbraut í safnaðarþjónustu (diakonia) og þörfín á þeirri þjónustu í kirkjum. Síðdegis sama dag verður greint' frá undirbúningi kristnitökuhátíðar árið 2000 og þætti prófastanna í þeim undirbúningi. Borgarstjóra- hjónin bjóða próföstum til hádegis- verðar í Höfða. Á fímmtudag verður rætt um sóknargjöld og hugsanlegar breyt- ingar á gjöldum til kirkju og kirkju- garða vegna nýrra skattalaga. Þann dag heldur Prófastafélagið aðalfund sinn en núverandi formað- ur þess er sr. Ólafur Skúlason dómprófastur. Prófastafundinum lýkur með altarisgöngu í Dómkirkj- unni á fimmtudag kl. 18.00. Fundur prófastanna verða í fund- arsal Kirkjuhússins, Suðurgötu 22 í Reykjavík. Auk hinna fjögurra prófasta, biskups og biskupsritara, sitja eftir- farandi prófasta fundinn: sr. Sigmar Torfason, Skeggjastöðum, prófastur í Múlaprófastsdæmi, sr. Fjalar Siguijónsson, Kálfafellstað, prófastur Skaftfellinga, sr. Sváfnir Sveinbjamason, Breiðabólstað, pró- fastur Rangæina, sr. Bragi Frið- riksson, Garðabæ, prófastur Kjalnesinga, sr. Jón Einarsson, Saurbæ, prófastur Borgfírðinga, sr. Ingiberg J. Hannesson, Hvoli, pró- fastur Snæfellinga og Dalamanna, sr. Ólafur Skúlason, Reykjavík, pró- fastur Reykvíkinga, sr. Þórarinn Þór, Patreksfírði, prófastur Barð- strendinga, sr. Lárus Þ. Guðmunds- son, Holti, prófastur í ísafjarðar- prófastsdæmi, sr. Robert Jack, Tjöm, prófastur Húnvetninga og sr. Hjálmar Jónsson, Sauðárkróki, prófastur Skagfirðinga. (Fréttatilkynning) Heimsforseti JC hreyfing- arinnar til Islands HEIMSFORSETI JC-hreyfingar- innar, Phillip R. Berry, kemur í heimsókn til íslands á morgun, miðvikudaginn 11. mars, og mun hann dvelja hér í tvo daga. Af því tilefni halda JC-félögin í Reykjavík sérstakan fund með heimsforsetanum í Átthagasal Hótel sögu annað kvöld. Phillip R. Berry er frá Banda- ríkjunum, og er hann nú á ferðalagi um þau 74 aðildarlönd hreyfíngar- innar víðs vegar um heiminn, sem saman telja um 450 þúsund aðildar- meðlimi. Á fundinum á Hótel Sögu á miðvikudagskvöld mun almennum félögum úr íslensku hreyfíngunni gefast kostur á að ræða við heims- forsetann og spyija hann um starfsemi alþjóðahreyfíngarinnar á þessu ári. Meðan á dvöl heimsforsetans stendur mun hann heimsækja ýmis fyrirtæki og stofnanir. Þá mun hann heimsækja forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur og borgar- stjórann í Reykjavík, Davíð Odds- son. (Fréttatilkynning) TÍMABUNDIN VERÐLÆKKUN UM TUGI PRÓSENTA (á meðan birgðir endast) OG LÁTTU IBM-DRAUMINN RÆTAST STRAX í DAG! (samvinnu við IBM á (slandi höfum við lækkað verð á IBM PC tölvum um ótrúlegar upphæðir. Þetta er tímabundið tilboð, sem einungis gildir á meðan takmarkaðar birgðir endast. Gríptu því tækifærið strax, láttu drauminn um alvöru einkatölvu frá IBM rætast - og þú gengur að fullkominni þjónustu vísri um langa framtíð. Við afgreiðum tölvurnar þannig að þær komist í gang á borðinu þínu samdægurs. Hafðu samband; í dag til öryggis! Ferðamála- ráðstefnan í lok mars Ferðamálaráðstefnan 1987 verður haldin á Hótel Sögu I Reykjavík dagana 26.-27. mars nk. Ráðstefnan verður sett kl. 10.00 þann 26. mars. Þess er vænst að fuiltrúar þingflokk- anna muni flytja stutt ávörp og greina frá stefnu og afstöðu við- komandi stjómmálaflokks til uppbyggingar ferðaþjónustu sem atvinnugreinar á íslandi. Meginviðfangsefni ráðstefnunn- ar verða landkynningarmál og umhverfis- og náttúruvemdarmál. Að loknum framsöguerindum um þessa tvo þýðingarmiklu mála- flokka er gert ráð fyrir að ráð- stefnugestir skipi sér í tvo vinnuhópa, sem skili síðan tillögum og verða þær til nánari umfjöllunar síðari hluta föstudagsins 27. mars. Ferðamálaráðstefnan er opin öll- um áhugamönnum um ferðamál. Þátttöku skal tilkynna til skrifstofu Ferðamálaráðs íslands, Laugavegi 3 í Reykjavík. (FréttatUkynning.) VJterkurog hagkvæmur \ auglýsingamiðill! PC 256 K innra minni, 1 x 360 Kb diskettudrif, lyklaborð, einlitur skjár, tengibúnaður fyrir skjá og prentara, MS - DOS 3.2 stjórnkerfi. 59.900 PC XT/SDD 99?9Q5 ££ 900 640 K innra minni, 2 x 360 Kb þunn diskettudrif, nýtt lyklaborð, einlitur skjár, tengibúnaður fyrir skjá og prentara, MS - DOS 3.2 stjórnkerfi. PC XT/SFD 9QQ 640 K innra minni, 1 x 360 Kb þunn diskettudrif, 1 x 20 Mb seguldisk- ur, nýtt lyklaborð, ein'itur skjár, tengibúnaður fyrir skjá og prentara, RS 232 tengi, MS - DOS 3.2 stjórnkerfi. ÍBM stoðforrit, IBM prentarar, IBM aukabúnaður og IBM þjónusta eins og hún gerist allra best. Það skiptir líka máli! Ókeypis stjórnkerfisnámskeið fylgir hverri IBM tölvu frá Skrifstofuvélum hf. = Á BETRA VERÐI EN EFTIRLIKINGAR v V. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33, sími: 20560 Akureyri: Tölvutæki - Bókval Kaupvangsstræti 4, simi: 26100 Viðurkenndur söluaðili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.