Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 39 14 ára stúlka vann 500.000 krónur á miða í happaþrennunni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Guðmundur Heiðreksson afhendir Stefáni Gunnlaugssyni, til hægri, steininn góða. Guðmundur Heið- reksson endurkjör- inn formaður KA Á AÐALFUNDI Knattspyrnufélags Akureyrar siðastliðið föstudags- kvöld var Guðmundur Heiðreksson endurkjörinn formaður, og varð reyndar aðeins ein breyting á stjórn félagsins. Á fundinum var Stefán Gunn- laugsson heiðraður, en hann var formaður bygginganefndar KA- heimilisins sem tekið var í notkun á síðasta ári. Var Stefáni færður forláta steinn, sem á var útskorin mynd af KA-heimilinu ásamt áletr- uninni: Stefán Gunnlaugsson, formaður byggingarnefndar. 11. maí 1985—28. júní 1986. Þakkir fyrir KA-heimilið. Á fundinum var Jón Hjaltalín Magnússon, formaður Handknatt- leikssambands íslands, gestur og ræddi hann um byggingu íþrótta- húsa og fjármögnun, en KA-menn eru nú einmitt farnir að huga að byggingu íþróttahúss á félagssvæði sínu. Starfshópur var myndaður til að gera tillögur um staðsetningu og umhverfi og munu tillögur liggja fyrir í þessum mánuði. Kaupi mér bíl þegar ég verð sautján ára „ Ég keypti bara einn miða til að prófa. Svo settist ég niður og skóf af honum. Ég var kom- in með 500 tvisvar og 500.000 tvisvar og hélt að ég hefði unn- ið 500 krónur þegar ég sá í síðustu töluna — þangað til ég skóf betur af henni. Þá sá ég að það var meira!“ Þetta sagði Anna Guðný Júlíusdóttir, 14 ára stúlka á Akureyri, sem á laugardag vann hálfa milljón króna á miða í happaþrennu Happdrættis háskólans. Anna keypti miðann í strætis- vagnaskýlinu við Strandgötu, þar sem hún var stödd ásamt vinkonu sinni. Hún sagðist hafa orðið mjög hissa, en sýnt vinkonu sinni mið- ann til öryggis. Þegar þær voru vissar um að þær hefðu á réttu að standa sýndu þær starfsfólki í sjoppunni miðann til að komast að því hvar vinningurinn væri greiddur. Anna sagðist aldrei hafa unnið neitt áður. í gær sagðist hún nokkuð ákveðin hvað hún ætlaði að gera við vinninginn: „Ég er að hugsa um að leggja hann inn í banka og kaupa mér svo bíl þegar ég verð 17 ára,“ sagði hún. Þangað til eru þrjú ár. Anna Guðný er nú 14 ára eins og áður sagði og stundar nám í 7. bekk A í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jón Guðmundsson, umboðsmaður Happdrættis háskólans á Akureyri, óskar Onnu Guðnýju til hamingju með vinninginn í gær, er hún kom með miðann í umboðið. íslands- eða heimsmet spyr Baldur Karlsson; Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Baldur með miðana sína, sæll og glaður. í hægri hendinni er hann með „tólfurnar" þrjár og „ellef- urnar“ i þeirri vinstri. Aðalstjórn KA, frá vinstri: Johannes Bjarnason, Gunnar Garðarsson, Stefán Gunnlaugsson, Guðmundur Heiðreksson formaður, Ólafur Ásgeirsson, Sigbjörn Gunnarsson og Finnur Sigurgeirsson. Sjónvarp Akureyri ÞRIÐJUDAGUR 10. mars § 18.00. Stark. Spegilmyndin (Mirror Image). Ný kvikmynd frá CBS sjón- varpsstöðinni. MyndinfjalJarum ævintýri þau erleynilögreglumaðurinn Even Stark lendir í. Hann stárfar i lög- reglunni í Springfield í Ohio. 19.40. Hardygengið. Teiknimynd. ' 20.05. í Návigi. Yfirheyrslu- og umræðu- þáttur í umsjón Ólafs E. Friðrikssonar. Hann ræðirviöÁsmund Stefánsson og Inga Tryggvason um hækkun bú- vara. 20.40. Klassapíur (Golden Girls). Banda- rískur gamanþáttur frá framleiðendum Löðurs. §21.10. Þræðir(Lace). Seinni hluti bandarískrar sjónvarpsmyndar með Brooke Adams, Deborah Raffin, Ari- elle Dombasle og Phoebe Cates í aðalhlutverkum. Sögð er saga þriggja ungra kvenna en líf þeirra allra tekur óvænta stefnu er þær þurfa að standa saman og hylma’yfir hver með ann- arri í mjög óvenjulegu máli. §22.45, NBA-körfuboltinn. Umsjónar- maður er Heimir Karlsson. 00.15. Dagskrárlok. Þrír seðlar voru með tólf réttum og 40 með ellefu „ÞETTA hlýtur að vera ís- landsmet; ætli þetta sé ekki bara heimsmet!" sagði Baldur Karlsson á Akureyri í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær, en um helgina fékk hann 12 leiki rétta á þremur get- raunaseðlum og 11 leiki rétta á hvorki fleiri né færri en 40 seðlum! Um helgina komu fram 18 rað- ir með tólf réttum og fyrir þvetja þeirra fengust 37.780 krónur. Þá kom fram 28 i röð með 11 réttum. Fyrir hvetja þeirra fengust 1.037 krónur. Samtals fékk Baldur því 154.820 krónur í vinning. Oft hefði nú örugglega fengist meira fyrir þessa miða sem hann var með en afrekið er skemmtilegt samt sem áður. „Ég- er búinn að margvinna í getraunum í gegnum árin. Við unnum tveir saman hálfa milljón . fyrir tveimur eða þremur árum og í haust vánn ég svo hundrað og tuttugu þúsund. Svo hef ég oft unnið smávinninga,“ sagði hann. Baldur er Húsvíkingur en flutti í haust til Akureyrar. Síðustu þtjú árin sagðist Baldur hafa verið með bleikan miða eins útfylltan í hverri leikviku. Nú hefði hann gefið 12 rétta og áður hefði hann fengið „góða“ vinninga á hann. „Þannig að þú sérð að það er þrautseigjan sem gildir í þessu!" Baldur er með „tétt og einföld kerfi“ eins og hann segir, og spilar með í hverri viku. Það er mismunandi hve mikið hann kaupir af miðum, oft 20-50 miða, „stundum meira,“ sagði hann. Undirbúningur fiskmarkaðar á Akureyri: Hlutafjársöfniin Klukkan kom- hefst í vikunni in í turninn á Torginu KLUKKA er nú komin í klukku- turninn sem Kiwanis-menn settu upp á Ráðhústorgi á sínum tíma. Turninn var upphaflega settur upp í göngugötunni en þótti ekki falla vel inn í þar og var færður á Torgið. Turninn hefur alla tíð verið þakinn auglýsingum en klukkuna vantað vegna fjárskorts, en nú er hún sem sagt loksins komin. Sýnir hún á víxl hvað klukkan er og hvert hitastigið er á Torginu. SÖFNUN hlutafjár í fyrirtæki um fiskmarkað á Akureyri hefst í þessarri viku og nú verður einnig farið af stað með að kynna fyrir- tækið nánar en gert hefur verið hingað til. Ákveðið hefur verið að hlutafé verði sjö og hálf milljón króna. Fulltrúar úr sjö manna undirbún- hlutafjárloforðum verður safnað. ingsnefndinni, sem skipuð var vegna fiskmarkaðarins, fara í vik- unni að öllum líkindum á Hvamms- tanga, Skagaströnd, Sauðárkrók og Blönduós. Kynning hefst á þessum stöðum og síðan verður haldið áfram austur eftir ströndinni. Nú þegar hefur verið rætt við hugsan- lega hluthafa í síma og fyrirtækið kynnt þannig, en nú verður upp- kast að samningi um stofnun fyrirtækisins kynnt auk þess sem Að sögn Gunnars Arasonar, sem á sæti í undirbúningsnefndinni, er stefnt að því að stofnun félagsins verði á næstu vikum og fyrirtækið geti tekið til starfa í vor — „við skulum segja í maí,“ sagði Gunnar í gær. Húsnæði hefur þegar verið tryggt á Akureyri fyrir skrifstofu fyrirtækisins og þá verður lítill upp- boðsmarkaður á sama stað, innan- húss. t? r» Akureyrarhöfn Framsókn: Engar úrsagnir enn borist ENGAR úrsagnir hafa enn borist á skrifstofu Framsóknarflokks- ins á Akureyri, en háværar raddir voru uppi á dögunum um að fjöldi stuðningsfólks Stefáns Valgeirssonar hygðist segja sig úr flokknum. „Nei, hingað hefur engin úrsögn borist ennþá. Það er frekar að fólk sé að ganga í flokkinn!" sagði Svav- ar Ottesen á skrifstofu Framsókn- arflokksins í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.