Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 33

Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 33 K, Æftfyrir upptöku íHvíta húsinu Bandaríska forsetafrúin, Nancy Reagan, er hér á Hamlisch, Nancy Reagan, Vic Damone, Liza Minn- æfíngu með þekktu listafólki fyrir upptöku sjón- elli og Bobby Short. Dagskránni verður sjónvarpað varpsdagskrár í Hvíta húsinu. F.v. eru Marvin 25. mars. Eyðing ózonlagsins: Verður húðkrabbamein að alheimsfaraldri? Washington. AP. Húðkrabbamein, sem rakið er til eyðingar ózonlagsins um jörðu, hefur aukist svo mikið, að það líkist helst faraldri. Kom þetta í gær fram í vitnisburði vísindamanns fyrir einni nefnd bandaríska þingsins. „Húðkrabbamein er orðið að al- varlegu vandamáli í Bandaríkjun- um,“ sagði dr. Darrell Rigel, vísindamaður við læknadeild há- skólans í New York, við yfirheyrslur fyrir þeirri nefnd bandaríska þings- ins, sem fjallar um eyðingu ózon- lagsins um jörðu. Ózonlagið hlífir jörðunni við útfjólubláum sólar- geislum en menn hafa af því vaxandi áhyggjur, að ýmis efni, t.d. þau, sem notuð eru í úðabrúsum, séu að eyða því og gera allt líf á jörðunni berskjaldað fyrir þessum hættulegu geislum. Dr. Rigel áætlaði, að á þessu ári yrðu greind í Bandaríkjunum 500.000 ný tilfelli húðkrabbameins en það samsvarar þriðjungi allra nýrra krabbameinstilfella. Sagði hann, að aukningin væri svo mikil, að kalla mætti faraldur. Fyrir fimm árum var talið, að einn af hveijum 250 Bandaríkja- mönnum fengi illkynjað húðkrabba- mein, svokallað „melanoma", einhvem tíma á lífsleiðinni og þá gert ráð fyrir, að sú tala yrði komin í 150 um aldamótin. Rigel sagði, að þessi tala væri nú þegar komin í 135 auk þess sem húðkrabbamein fyndist í æ yngra fólki. „Fyrir fimm árum var það sjald- gæft að sjá mann yngri en fertugan með húðkrabbamein en nú fáum við oft fólk á þrítugsaldri til með- ferðar," sagði Rigel. í Bandaríkjunum hefur fólk verið varað við of miklum sólböðum en Rigel sagði, að lítið hefði verið gert til að vinna gegn eyðingu ózonlags- ins sjálfs. Menn em þó að vakna til vitundar um hættuna og eru bandarísk stjómvöld þar í farar- broddi. Vinna þau nú að því að fá önnur iðnríki til að minnka vemlega eða hætta alveg framleiðslu ákveð- inna efna. Fyrir áratug bönnuðu Bandaríkjamenn notkun þeirra í úðabrúsum en fáar þjóðir hafa far- ið að dæmi þeirra í því efni. Bretland: Kennarar hefja verkfaJlsaðgerðir St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. TVÖ stærstu stéttarfélög kennara í grunnskólum og fram- haldsskólum í Englandi og Wales hafa ákveðið að hefja hálfs dags verkföll frá og með morgundeginum. Búist er við, að meirihluti kennara, sem eru um 400 þúsund, taki þátt í þess- um aðgerðum. Þær munu hafa áhrif á starfsemi um 28 þúsund skóla og snerta um níu milljónir barna. Atök hafa nú staðið á milli kenn- ara og yfirvalda í yfir tvö ár samfleytt. Þessar aðgerðir nú em mótmæli við þá ákvörðun ríkis- stjómarinnar að svipta kennara samningsrétti með nýjum lögum, sem hlutu konunglegt samþykki í síðastliðinni viku og taka gildi í apríl. Kennarar vilja einnig mót- mæla því, að menntamálaráðherr- ann hefur einungis boðið þeim 16,4% kauphækkun. Það er nokkuð umfram almennar launahækkanir og vemlega umfram verðbólgu, sem er á milli 4 og 5%. Talsmenn kennara segja þessar aðgerðir aðeins upphafið að lang- varandi átökum við yfirvöld menntamála; þau muni standa mán- uðum saman. Menntamálaráðherra neitar því, að verið sé að svipta kennara samningsréttinum. Hann sé aðeins að breyta tilhögun á samningum á milli kennara og ríkis- valdsins, en hún hafí verið orðin óviðunandi. Hann telur, að meiri- hluti kennara muni ekki taka þátt í aðgerðum kennarasamtakanna, þegar fyrirhugaðar launahækkanir koma til framkvæmda. Kosningabarátta á Filippseyjum Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hóf í gær kosningabaráttuna fyrir þingkosningar þær, sem fram eiga að fara í landinu í maí nk. „Eg er þess fullviss, að þjóðin mun styðja okkur,“ sagði Aqu- ino í ræðu, sem hún flutti til stuðnings frambjóðendum sínum. Garri Kasparov apríl á næsta ári í tengslum við heimsbikarkeppni í skák. Þá sagði Kasparov, að þessi nýju samtök hefðu áhuga á að koma á fót nýrri tegund af heims- meistarakeppni, það er í eins konar „hraðskák", þar sem tíminn yrði 25 mínútur. Einnig vildu samtökin koma á fót sérstökum skáksjóði sem yrði stjórnað af samtökum þeirra og FIDE í sameiningu og hefði það að markmiði að efla skáklistina alls staðar í heiminum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.