Morgunblaðið - 10.03.1987, Side 60

Morgunblaðið - 10.03.1987, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 fclk í fréttum Morgun- blaðsmær á grímu- dansleik Grímudansleikur er árlegur við- burður í Bamaskóla Húsavík- ur á sprengidag. Keppast þá nemendur skólans um að vera i sem "skrautlegustum og frumlegustum búningum og gætir jafnan mikillar litadýrðar, hugkvæmni og gaman- semi í búningagerð. Innan hverrar bekkjardeildar eru veitt verðlaun fyrir besta búninginn og eru þeu krökkunum hvati til búningagerðar. Að þessu sinni hneppti yngismærin Þórey Vals- dóttir, Garðarsbraut 28, þriðja- bekkjarverðlaunin, en það gerði hún í þessum skemmtilega Morgun- blaðsbúningi. Þórey í búningnum góða. Morgunblaðið/Stefán I. Jónsson Reuter Sean Connery tekur hér við verðlaunastyttunni úr hendi Jean- Jacques Annaud. Cesars-verðlaunin afhent í Frakklandi íðastliðinn laugardag voru Ces- ar-verðlaunin frönsku afhent þeim, sem fram úr þóttu skara á liðnu ári í kvikmyndaheiminum. Mynd leikstjórans Alain Cavalier, „Therese" þótti bera af öðrum, enda hneppti hún samtals sex verðlaun í hinum ýmsu flokkum, m.a. sem besta myndin, fyrir bestu leikstjóm og besta handrit. Myndin fjallar um þá ákvörðun ungrar stúlku að gerats nunna og helga líf sitt kaþólskunni. Eftir dauða sinn er nunnan, sem Catherine Mouchet leikur, tekin í dýrlingatölu og nefnist síðan heilög Teresa af Lisieux. Áðumefnd Cather- ine fékk verðlaun sem besta nýja leikkonan, en auk þeirra var myndin verðlaunuð fyrir myndatöku og klipp- ingu. Verðlaun fyrir bestu erlenda mynd fékk Frakkinn Jean-Jacques Annaud fyrir mynd sína Nafn rósarinnar. Áðalleikari hennar, Sean Connery, var viðstaddur afhendinguna og sagði leikstjórinn að hann ætti ekki lítinn heiður að myndinni. Þá fékk leikstjórinn Jean-Luc God- ard sérstök verðlaun fyrir að vera til — þ.e.a.s. fyrir feril sinn allan og almennt framlag til kvikmyndagerð- arlistarinnar. Godard er talinn til „nýbylgjumanna" í franskri kvik- myndagerð, en sú nýbylgja reis og hneig á sjötta áratugnum. Að undan- fömu hafa myndir hans notið almennari vinsælda en hinar fyrri og þrátt fyrir að hann hafi verið orðlagð- ur fyrir sérvisku og óþol gagnvart glansmyndagerð kom hann samt sem áður og veitti verðlaununum viðtöku í slitnum jakka og hálfhulinn trefli. Ópera opnuð í Lælgargötunm Nýr veitingastaður Fyrir hálfum mánuði vár opnað- ur nýr veitingastaður í Lækjar- götu þar sem áður var listaverkasal- ur. Veitingastaðurinn nefnist Ópera og er í eigu Bryndísar Þráinsdótt- ur, en fyrir átti hún Eldstofuna á Laugavegi. Til þess að kynna sér staðinn nánar gekk blaðamaður á fund matreiðslumeistarans á staðn- um, Sverris Halldórssonar. Hvernig veitingastaður er Ópera? „Ætlunin er að reka hann eins og tvo veitingastaði í einum — þ.e. a.s. hafa skiptinguna milli hádegis og kvölds mjög greinilega. I hádeg- inu ætlum við að byggja matseðilinn upp á salat-bar, súpu, pottrétti og rétti dagsins. Þetta er svona í „bistro“-stíl og markmiðið er að fólk geti litið inn, pantað og farið Sverrir Halldórsson, matreiðslumeistari við potta sína og pönnur. Uppi í risi er bar og koníaksstofa, þar sem fólk getur farið bæði undan og eftir mat.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.