Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 68

Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 68
STERKTKORT Viðlaga þjónusta ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Heijólfur lækkar flutningsgj öldin 'Ö1 og gosdrykkir hafa lækkað 1 verði í Eyjum Vestmannaeyjum. STJÓRN Heijólfs hf. hefur ákveðið að breyta gjaldskrá fyrirtækisins sem ætti að leiða til verulegrar lækkunar vöruverðs í Vestmannaeyj- um. Hefur þessi lækkun farmgjalda þegar haft þau áhrif að verð á öli og gosdrykkjum hefur lækkað um tvær til þijár krónur flaskan eftir tegundum. Innihald lítillar kókflösku sem kostaði fyrir fáum dögum 21 krónu kostar nú 18 krónur. Farmgjaldabreytingar Heijólfs eru aðallega þrennskonar. Sé flutt það mikið magn í einu að rúmist í einum vöruvagni, lækkar gjaldið mjög verulega, enda sjái þá viðkom- andi um að hlaða vagninn. Þá er ekki lengur tekið gjald fyrir baka- flutning á tómum umbúðum, svo sem gleri undan gosi, og hefur þetta ásamt öðru þegar fært neytendum . lægra vöruverð á gosdrykkjum. I þriðja lagi hefur gjald fyrir vörur sem fluttar eru með sendi- og vörubílum um borð í Heijólfí verið lækkað. í fréttatilkynningu frá Heijólfí segir að allar þessar ráðstafanir miði að því hjá stjómendum Heijólfs að stuðla að lækkuðu vöruverði í Eyjum svo sem kostur er. — hkj. ÞEIR föguuðu óspart við landsfundarlok, Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson, varaformaður, og sögðust hafa rika ástæðu til þess. Báðir hlutu þeir glæsi- legt endurkjör — Þorsteinn fékk 97,8% gildra atkvæða og Friðrik fékk 89,7% gildra atkvæða. 1200 landsfundarfulltrúar sátu þennan 27. lands- fund Sjálfstæðisflokksins og var það mat fulltrúa að fundurinn myndi reynast gott veganesti í þeirri kosningabaráttu sem nú er hafin. Sjá nánar frétt á bls. 2, fréttaskýringu á bls. 26, fréttir og ályktanir á bls. 27, 28 og 29 og kosningayfiriýsingu landsfundar Sjálfstæðis- flokksins á bls. 36 og 37. Morgunblaðið/Ol.K.M. FORYSTUMENN FAGNA Happaþrenna og þrjár tólfur til Akureyrar Heildarafli landsmanna frá áramótum aldrei verið meiri Akureyn. TVEIR íbúar Akureyrar duttu í lukkupottinn um helgina. 14 ára stúlka, Anna Guðný Júlíusdóttir, hlaut 500.000 króna vinning í happa- þrennu Happdrættis háskólans, og í getraunum var Baldur Karlsson með 12 rétta á 3 seðlum og 11 rétta á 40 seðlum og hlaut þar rúm- lega 150.000 króna vinning. Anna Guðný keypti aðeins einn miða í happaþrennunni „til að prófa," eins og hún sagði í samtali við Morgunblaðið. Þegar hún hafði skafíð af fjórum tölum af fimm hafði hún tvívegis fengið 500 og tvívegis 500.000. Þegar hún skóf af síðustu tölunni sá hún 500 og sagðist hafa haldið að nú væri hún búin að vinna fímm hundruð krónur. En annað kom í ljós. Hálf milljón króna var hennar. Baldur segist oft hafa unnið áður í getraunum, en það að ná þremur tólfum hljóti að vera íslandsmet — jafnvel heimsmet. Sjá Akureyrarsíðu, bls. 39. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þau gátu brosað breitt í gær, Anna Guðný Júlíusdóttir og Baldur Karlsson. Hér eru þau með vinningsmiðana sína. MJÖG mikill þorskgengd er nú í Breiðafirði eftir tregfiskirí að undanförnu. Aflinn fór að glæðast í lok síðustu viku og voru stærri bátarnir með upp í 30 tonn á laugardag og mánu- dag. Bátar frá Rifi voru með 20 til 25 tonn á laugardag eftir eina nótt, en tóku upp um helming netanna yfir helgina. Þrátt fyrir það varð aflinn á mánudag 14 til 27 lestir í 3 til 4 trossur, að vísu tveggja nátta. Heyrzt hefur um báta sem fengu allt að 10 tonnum í trossu. Heildarafli landsmanna fyrstu tvo mánuði ársins var 450.796 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands, en var á sama tímabili í fyrra 363.448 tonn. Þetta er mesti afli sem íslendingar hafa fengið á þessu tímabili, en næst bezta árið var 1979 er 437.487 tonn bárust á land. Þorskaflinn nú er um 10.000 tonnum minni en eftir sama tíma í fyrra og munar þar „Stofufangelsi“ fyrir eyðni- smitaða, sem fara óvarlega — segir Páll Signrðsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneyti LEIT stendur nú yfir að sóttvarnarhúsi til að einangra þá eyðni- sjúklinga, sem kunna að fara ógætilega í samskiptum við annað fólk vísvitandi. Þrjátíu manns hafa nú þegar mælst með smit, án þess að hafa einkenni, að sögn Páls Sigurðssonar, ráðuneytis- stjóra í heilbrigðisráðuneytinu, en þó hefur engin ákvörðun verið tekin um að einangra einstaldinga úr þeim hópi og engin beiðni þar af leiðandi borist. Fyrirhugað er að skipta því húsi sem fínnst í nokkrar íbúðir þar sem íbúar yrðu í nokkurs konar stofufangelsi, að sögn Páls. „Þarna mun það fólk, sem mælst hefur með smit, er heilbrigt að öðru leyti, en fer óvarlega í sam- skiptum við aðra, verða einangr- að. Þama verður fólk sem fer ekki eftir þeim reglum, sem því eru settar um umgengni við aðra. Það verður í ákveðinni gæslu, en gæti þó að einhveiju leyti farið ferða sinna í fylgd,“ sagði Páll. Páll sagði að lögin um sóttvam- ir gerðu ráð fyrir því að hægt væri að beita einangrun um ákveðinn tíma. „Heilbrigðisráð- herra ákvað á síðastliðnu ári að hægt yrði að beita þessum lögum gegn fólki, sem væri eyðnismitað, ef hætta væri á að það smitaði annað fólk viljandi. Það er auðvit- að erfitt að leggja fram sannanir fyrir því hvort eða hveijir fara óvarlega, en þeir læknar sem hafa samskipti við þetta fólk, geta fylgst nokkuð með því. Hann sagði að heilbrigðisráðuneytið hefði ritað stjómamefnd ríkisspít- alanna bréf á sl. hausti og óskað eftir því að nefndin kannaði hvaða hús myndi henta sem sóttvamar- hús fyrir eyðnismitaða. Páll sagði útilokað að loka þessa einstaklinga inni í fangels- um þar sem þeir flokkuðust ekki undir afbrotafólk og sjúkrahúsin tækju ekki við þeim þar sem þeir væru aðeins smitaðir en „heil- brigðir" að öðru leyti og teldust þar af leiðandi ekki til sjúklinga. miklu um slakar gæftir í febrúar- mánuði og verkfall í janúar. Þorskafli hefur aukizt að nýju í marz. Þorskur í aflanum nú var 62.294 tonn en 72.400 í fyrra. Annar botn- fískur nú er 32.042 tonn en var í fyrra 32.354. Loðnuaflinn frá ára- mótum er 349.918 tonn en í fyrra 309.041. Rækjuaflinn er nú 2.764 tonn en í fyrra 3.631. Af hörpuskel hafa nú fengizt 3.778 tonn en 4.446 í fyrra. Varðandi veiðina þetta tíma- bil er rétt að geta þess, að sjómenn voru í verkfalli frá áramótum til 17. janúar, nema þeir, sem fískuðu í siglingu. Byrjað að kjósa erlendis ATK V ÆÐ AGREIÐSL A utan kjörstaða vegna komandi Al- þingiskosninga gat hafizt í gær, mánudag, er gögn vegna hennar bárust vestur um haf til aðalræð- ismannsskrifstofunnar í New York. Að öðru Ieyti er áætlað að at- kvæðagreiðsla erlendis hefjist víða næstkomandi fimmtudag, en tíma- setning er mismunandi eftir löndum og stöðum. A Norðurlöndunum til dæmis og í Bandaríkjunum geta menn greitt atkvæði frá og með fímmtudeginum og þá í sendiráðum Islands eða ræðismannsskrifstof- um. Míkíl þorskgengd í Breiðafirðinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.