Morgunblaðið - 14.03.1987, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987
IfefterelM mÉD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 379. þáttur
Haukur Eggertsson í Reykjavík
skrifar m.a. á þessa leið:
„Sæll Gísli.
Alltaf les ég laugardagsþættina
þína og vil færa þér mínar bestu
þakkir fyrir þá.“ Þá minnist bréf-
ritari á starfsheiti eins og út-
varpsvirki, rafeindavirki og
rafvirki og segir síðan:
„Mér hefur alltaf verið nokkur
ráðgáta, hvemig þessi starfsheiti,
„-virki", eru mynduð, og fundist,
að nefnifalli þeirra ætti frekar að
vera „virkir", og þá rafvirkir"
o.s.frv. Það sem þeir aftur á móti
færu höndum um í starfí sínu, eða
byggðu, væri „virki". Rafvirkir
er að virkja (t.d. rafmagn) og það
sem hann virkir er þá rafvirki.
Hvað fínnst þér um þetta og veist
þú hvemig þessi heiti eru undir
komin eins og þau nú eru?
Með bestu kveðju."
★
Ég þakka Hauki Eggertssyni
bréf og kveðjur. Hann hefur sett
mér fyrir merkilegt viðfangsefni,
það sem ég ætla nú að re}ma að
leysa úr með hjálp Orðabókar
Háskólans og próf. Halldórs
Halldórssonar. Hann er mikill
fræðasjór um nýyrðasmíð.
Hjá Orðabók Háskólans er elsta
dæmi um orðið rafvirki (kk.) frá
1924, útvarpsvirki frá 1935,
vélvirki frá 1950, flugvirki frá
1954 og bifvélavirki einnig frá
því um miðja öldina. Þetta vora
karlkynsorðin. í viðbæti Blöndals-
orðabókar er bæði karl- og
hvoragkynsorðið rafvirki, hið
fyrra þýtt „elektrisk Installator"
og hið síðara „elektrisk Batteri".
Nú skulum við hverfa aftur í
tímann. Karlkynsorðið virki, sá
sem fremur eitthvert verk, er
aldagamalt. Það hefur veika
beygingu eins og t.d. bryti (sá
sem brytjar). Virki virðist þó ekki
koma fyrir nema í samsetningum:
einvirki, illvirki, spellvirki. í
Njálu segir að Þorkell hákur hafði
drepið spellvirkja austur á Jamta-
skógi. í gömlum guðsorðabókum
er ræninginn Barrabas nefndur
illvirki, og sá, sem ekki hefur
verkafólk í þjónustu sinni, er í
gömlum lögbókum nefndur ein-
virki. Það orð tók þó tíðast
breytingu: einvirki > einyrki.
Það er svo að skýra, að kringda
hljóðið v kunni að valda þvi að
eftirfarandi gleitt sérhljóð breytt-
ist í kringt: i > y. Þetta var þó
vægast sagt óskynsamlegt af v-inu,
nánast sjálfe-
aftaka, því að það féll jafnan nið-
ur á undan kringdu sérhljóði. Því
verður breytingin einvirki -
> einyrki, og er okkur nú síðari
gerðin ein töm.
★
Víkur nú sögunni að nýyrðun-
um. Læt ég Steingrím Jónsson
rafmagnsstjóra segja frá um sinn,
tek upp úr ritgerð er hann skrif-
aði fyrir Halldór Halldórsson í
Skírni 1962. Steingrímur segir
meðal annars:
„Auk framvarpsins til vatna-
laga samdi nefndin [milliþinga-
nefnd í fossamálinu] framvarp til
laga um raforkuvirki. Er raf-
orkuvirki látið tákna „virki og
tæki fyrir rafmagnsstraum með
svo miklu magni og svo hárri
spenr.u, að hætta geti stafað af“.
í framvarpinu er talað um raf-
orkuvirkjara, er að loknu prófí
fái rétt til að annast uppsetningu
og viðhald raforkuvirkja.
Þótt undarlegt megi virðast,
hafa hvorag orðin vatnsvirkjari
né raforkuvirkjari náð fótfestu.
Höfundamir hafa hugsað sér þau
líkt og setjari í prentsmiðju, en
ekki talið líklegt, að orðið seti
gæti verið fyrirmjmd, né karl-
kynsorðið virki.
Þegar orðanefnd Verkfræð-
ingafélagsins ... tók til starfa,
lagði Guðmundur Finnbogason
eindregið til, að notað yrði karl-
kynsorðið virki í stað virkjari,
t.d. vélvirki, rafvirki... Ég
minnist þess, að ýmsum þótti
hæpið, að þessi orðmynd, virki,
myndi festast. Væri t.d. ekki
líklegra að nota yrki, sbr. ein-
yrki, og segja rafyrki, vélyrki?
En virki varð fyrir valinu og hef-
ir komizt vel inn, og komin er hér
fram fjölmenn rafvirkjastétt. ..
Karlkynsorðin rafvirki, raf-
magnsvirki í samanburði við
virkjari, virðist mér dæmi um
það, að gamlar orðmyndir geti náð
fótfestu í málinu, þótt yngri
myndanir eins og virkjari gætu
talizt líklegri í fljótu bragði...
Þá er einnig athyglisvert, að karl-
kynsorðið virki fer hvergi í bága
við hvoragkynsorðið virki. Raf-
virkinn vinnur að setningu raf-
virkis. Ixiggiltur rafvirki, sem
fengið hefur háspennuréttindi,
getur tekið að sér að koma upp
rafvirki."
★
Þetta er úr hinni stórfróðlegu
grein Steingríms Jónssonar í
Skírni 1962. Um þetta efni vil
ég svo leyfa mér að minna á hina
ágætu bók próf. Baldurs Jónsson-
ar: Mályrkja Guðmundar Finn-
bogasonar, Reylqavík 1976.
Niðurstöður verða þá þessar:
Ekki virðist ástæða til að hrófla
við þeim starfsheitum sem mynd-
uð era með karlkynsorðinu virki
sem síðari lið. Þetta er gamalgró-
ið í málinu. Hins vegar er það
einnig ágætur kostur að búa til
karlkynsorðið virkir. Það myndi
hafa sterka beygingu og beygjast
eins og Iæknir (gerandnafn af
lækna) stríðir (af stríða) og
rækir (af rækja). Það virðist
reyndar vera í tísku núna að
mynda slík orð (ia-stofna), sbr.
sérheiti eins og Byggir og
Skyggnir og starfsheiti svo sem
fijótæknir og jafnvel útgerðar-
tæknir. Þessi fjögur era öll svo
ung, að ekki hafa komist inn í
Orðabók Menningarsjóðs.
★
Skelfíng fínnst mér að sjá gróf-
ar stafvillur í texta sjálfs ríkis-
sjónvarpsins. Að kvöldi 5. þessa
mánaðar mátti þar sjá „fínndist"!
í stað fyndist. Einfalt er það
mál, að viðtengingarháttur þátíð-
ar sterkra sagna myndast af 3.
kennimynd, í þessu dæmi fund-
um.
P.s. í síðasta þætti varð mér á
að skrifa Rás 2 í staðinn fyrir
Stöð 2. Biðst ég velvirðingar á
þessari leiðu villu.
Helgi Hálfdanarson:
r
V9 *awui';«
Þannig á nýja bensínstöðin við Klöpp að falla inn i framtíðar-
skipulagið.
Nýbensínstöð viðKlöpp
SKIPULAGSNEFND hefur samþykkt að ný bensínstöð við Klöpp
á Skúlagötu verði felld inn í fyrirhugaða hljóðmön milli Skúla-
götu og Sætúns.
Að sögn Þorvaldar S. Þorvalddsonar forstöðumanns borgarskipu-
lags, verður núverandi bensínstöð rifín og ný minni byggð í staðinn,
sem felld verður inn í hljóðmönina. Fyrirhugað er að fleiri þjónustu-
byggingar verði felldar inn í jarðvegsfyllinguna í framtíðinni og
munu þær geta sinnt vegfarendum bæði frá Skúlagötu og Sætúni.
Heimsmynd boðin
Eurocard-korthöfum
HANDHÖFUM Eurocard greiðslukorta mun á næstunni bjóðast
áskrift að tímaritinu Heimsmynd með 40% afslætti. Kreditkort
hf. og Ófeigur hf., sem gefur út Heimsmynd, gerðu samkomulag
um þetta í gær. Búist er við að útbreiðsla Heimsmyndar tvö- eða
þrefaldist á árinu vegna þessa.
Grétar Haraldsson, markaðs-
stjóri Kreditkorta hf., sagði að
með þessu samkomulagi væri fyr-
irtækið að útvega þeim korthöfum
sem vildu fá blaðið á hagstæðum
kjöram. Fyrirtækið greiddi niður
hluta af áskriftarverðinu. Hann
sagði að þetta, ásamt annarri út-
gáfustarfsemi sem væri í undir-
búningi, yrði svar Kreditkorta hf.
við útgáfti Visa-ísland og Iceland
Review á tímaritinu Vild.
Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri
Heimsmyndar, sagði að þetta
samkomulag væri mikill heiður
fyrir Heimsmynd. Með þessu væri
tímaritið búið að tryggja sig á
tímaritamarkaðnum, og stefndi
af því að verða útbreiddasta tíma-
ritið á íslandi. Hún sagði að
Heimsmynd væri gefín út í 12-15
þúsund eintökum og ef jákvæð
svörun yrði við áskriftarherferð
meðal handhafa Eurocard
greiðslukortanna, sem nú eru um
27 þúsund, mætti búast við að
hátt í 30 þúsund áskrifendur yrðu
að blaðinu í árslok. Herdís sagði
að þetta samkomulag hefði engin
áhrif á ritstjómarstefnu Heims-
myndar, blaðið yrði gefíð út með
svipuðu sniði og frá upphafí.
Samkomulag Heimsmyndar og
Kreditkorta gildir fyrir þau sex
tölublöð sem eftir eru að koma út
á árinu. Korthafamir fá þessi sex
tölublöð á 995 krónur, en það er
40% afsláttur frá verði blaðanna
eins og það er nú í lausasölu.
Leiðrétting
í blaðinu í gær misritaðist pró-
sentutala Vöku í kosningunum
til Stúdentaráðs. Rétta talan er
40,9% en ekki 43,14%.
Bræla á
loðnunni
Áhangendur aðstandenda
Sum orð í máli voru era þann-
ig á sig komin, að fráleitt má
þykja, að nokkrum íslendingi
hefði til hugar komið að búa þau
til.
Oft virðist um að ræða ein-
hvers konar spéþýðingar, þar
sem hliðsjón af erlendum orðum
hefur ráðið nýsmíð af miður
gæfulegum efniviði. Hveijum
gæti að öðrum kosti dottið í hug
að búa sér til nafnorðið velunn-
ari af sögninni að unna?
Auðvitað kemur okkur ekki við,
hvemig aðrar þjóðir búa sín orð
í pottinn. En Freysteinn Gunn-
arsson þýðir danska orðið
velynder: unnandi, hollvinur,
máttarstoð. Ómyndin „velunn-
ari“ kom þeim góða smekkmanni
ekki til hugar.
Hvaða Islendingi hefði hug-
kvæmzt að hnoða saman orðinu
áhangandi, ef hann væri ekki
helzt til góður í dönsku? Er það
ekki hláiegt, að við skulum
hikstalaust leggja okkur til
munns þennan óþverra og eiga
þó kost á öðru eins sælgæti og
orðinu fylgismaður? Það er eins
og að hugsa sér fylgilið einhvers
forsprakka sem dinglumdangl á
skreyttu jólatré eða eins og syni
Leppalúða hangandi í pilsum
Gfylu móður sinnar.
Ekki er miklu meiri þokkinn
yfír orðum eins og aðstand-
andi, sem oftar heyrist í fleir-
tölu: aðstandendur. Kauðalegt
sköpulag þessa afstyrmis leynir
sér ekki, þegar litið er til hins
fagra orðs vandamenn. Og auð-
vitað er þar af nógu öðra að
taka eftir því hvað bezt hæfír
hverju sinni, svo sem: ættingjar,
ættfólk, fjölskylda, skyldmenni,
frændfólk, skyldulið, tengda-
fólk, venzlamenn, frændur og
vinir,
o.s.frv.
Ekki batnar þegar þeir sem
eiga hlut að málum era kallaðir
hlutaðeigendur, eða það sem
torsótt reynist er sagt ótil-
kvæmilegt, og það sem eigi
verður sundur skilið er kallað
óaðskiljanlegt. Hver sem nenn-
ir, getur dundað sér við að hafa
upp á orðarasli af þessu tagi og
meta það að sínum smekk.
Þó að frændur vorir í Dan-
mörku hafí sótt sér urmul af
marklitlum forskeytum til
granna sinna sunnan landa-
mæra og jafnvel klessi þeim
hveiju framan í annað í sama
orði, hefur okkur ekki þótt
ástæða til að an-be-fala þess
háttar orðbragð. Eigi að síður
er margt klastrið í vora máli í
litlu skárra á-sig-komu-lagi.
En hvað um það, rétt mun
það vera, sem vinur minn kvaðst
segja óaðspurður, að óumdeilan-
lega hefðu velunnarar aðstand-
enda verið ótvíræðustu
áhangendur frammámanna í
nýafstaðinni hlutaðeigendaráð-
stefnu.
BRÆLA hefur hamlað loðnu-
veiðum síðustu dægrin. Þung
undiralda eykur hættuna á þvi
að nótin rifni og þvi hafa menn
lítið kastað.
Auk þeirra, sem áður er getið,
tilkynntu eftirtalin skip um afla
á fimmtudag: Gullberg VE 600
og Sigurður RE 600. Tvö skip
höfðu tilkynnt um afla síðdegis
á föstudag; Kelfvíkingur KE 400
lestir og Kap II VE 450.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!