Morgunblaðið - 14.03.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.03.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Reuter RISASTJÖRNUÞOKA Stjörnuþokan, Markarian 348, sem í 20 ár hefur verið álitin á stærð við Vetrarbrautina, er í reynd 13 sinnum stærri, að því er nýjar rannsóknir hafa sýnt. Markarian 348 er 1,3 milljónir ljósára i þvermál, en þvermál Vetrarbrautarinnar er 100.000 Ijósár. (Mælieiningin ljósár er sú vegalengd sem ljósgeisli fer á einu ári.) Markarian 348, sem er í um 300 milljón lósára fjar- lægð frá Jörðinni, er þvi stærsta sjálfstæða stjörnuþokan sem vitað er um og einn stærsti hluturinn í hinum þekkta geimi. ÚRVALS FILMUR Kvnninaarverö Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum heims í gær nema brezka pundinu og kanadíska dollarnum. Verð á gulli lækkaði. Síðdegis í gær kostaði pundið 1,57575 dollara ( (1,5875), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,8500 vest- ur-þýzk mörk (1,8605), 1,5533 svissneskir frankar (1,5565), 6,1625 franskir frankar (6,1825), 2,0920 hollenzk gyllini (2,0990), 1.315,75 ítalskar lírur (1.319,50), 1,3205 kanadískir dollarar (1,3177) og 152,725 jen (153,69). Verð á gulli lækkaði og kostaði það 404,00 dollara únsan (408,50). Herinn í Nígeríu í viðbragðsstöðu Vill afstýra átökum milli múhameðsmanna og kristinna Lagos, AP. STJÓRN Nígerú hefur sett á útgöngubann frá sólarlagi til sólar- uppkomu í norðurhluta Kadunafylkis og her landsins hefur varað við því, að hann sé í viðbragðsstöðu og að skotið verði á „brennu- varga og morðingja" i þvi skyni að bæla niður uppþot og afstýra átökum milli múhameðsmanna og kristinna manna. Stjómin skýrði svo frá, að yfir- maður 1. vélaherdeildar herins, sem aðeins var tilgreindur sem Ademoli hershöfðingi, hefði látið þessa aðvörun frá sér fara á fundi með fréttamönnum í borginni Kaduna. Þar hefði hann jafnframt greint frá því, að 360 manns hefu verið handteknir þar og enn fleiri í ýmsum öðrum borgum landsins, þar sem óeirðir brutust út um síðustu helgi. Margir þeirra, sem handteknir voru, hefðu borið „hættuleg vopn og vemdargripi." Sumir öfgasinnaður trúflokkar á þessum slóðum trúa því, að byssukúlur geti ekki gert þeim mein, ef þeir beri vissa vemdar- gnpi. Ademoli tók það fram, að ungl- ingar á aldrinum 9-14 ára hefðu verið notaðir til að koma af stað mörgum brunum, þar sem fjöldi verzlana, hótela og aðrar bygg- ingar hefðu eyðilagzt. Mikil spenna hefur ríkt milli kristinna manna og múhameðs- manna í Nígeríu allt frá stofnun sjálfstæðs ríkis þar. Múhameðs- menn era fjölmennari í norður-og vesturhluta landsins en kristnir menn í austurhluta þess. Blað eitt í landinu hélt því fram í gær, að eigi færri en 100 manns hefði látið lífíð í óeirðunum að undan- fömu, en samkvæmt frásögn yfirvalda era þeir 11. Finnar kjósa til þings um helgina Helsmki, frá Lars Lundsten, fréttantara Morgunblaðsms. FINNAR ganga að kjörborðinu á morgun og mánudag og kjósa nýtt þing. Talsverð eftirvænting ríkir um úrslitin einkum þar sem búizt er við að samstarf núverandi stjónarflokka komi eklu til grema eftir kos í kosningabaráttunni hefur mikil togstreita milii leiðtoga stjómar- flokkanna komið upp á yfírborðið. Stjómmálaskýrendur telja líklegast að Miðflokkurinn, undir forystu Paavo Váyrynen utanrrikisráð- herra, gangi til samstarfs við hægrimenn, og ef til vill jafnaðar- menn einnig, um stjómarmyndun að kosningum loknum. Váyrynen hefur margsinnis lýst yfír því að undanfömu að stefnu- skrár jafnaðarmanna, Miðflokksins og hægrimanna séu málefnalega keimlíkar. Hægri menn era honum sammála en jafnaðarmenn era frá- hverfir þáttöku í stjórn, sem þeir koma ekki til með að ráða lögum of lofum í. Verði hægrimannaflokkurinn Kokoomus í stjóm og jafnaðar- menn í stjómarandstöðu eftir kosningamar yrðu það merkileg þáttaskil í sögu Finnlands. Jafnað- armenn hafa setið í stjóm í tvo áratugi ásamt Miðflokknum, en fylgi flokksins hefur dvínað undan- farin ár. Kosningabaráttan hefur verið málefnasnauð og fyrst og fremst snúist um hvaða flokkar komi til með að mynda næstu ríkisstjóm. Almennt var búist við að hring- borðsumræður flokksformanna í sjónvarpi í fyrrakvöld yrði vett- vangur umræðna um raunveraleg málefni. Svo varð ekki. Formenn- imir urðu þó sammála um að ekki mætti byggja fleiri kjamorkuver, að staða bamafjölskyldna væri slæm og að atvinnuleysi væri eitt helzta þjóðfélagsbölið. En þeir áhorfendur, sem bjuggust viuð að heyra tillögur um lausnir þessara vandamála, urðu fyrir vonbrigðum. Reuter HERÆFINGAR ÍPÓLLANDI Umfangsmiklar heræfingar fara nú fram í Póllandi og bera þær heitið „OPAL 87“. Fulltrúar 20 landa fylgjast með þessum her- æfingum. Mynd þessi sýnir pólskan hermann stíga upp úr skriðdreka sínum í gær. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON CANADA DRY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.