Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 33 Liniim í Moskvu taum, sem við stigum yfir. Mér var hugsað til biðraðanna við vodka- búðirnar og þess, sem eigandinn hlyti að hafa lagt á sig fyrir flöskuna, áður en hún datt í stéttina. Þarna var eins og annars staðar leðja, sam- bland af leir og því sem borið er á stræti og torg í snjó og frosti. Við tókum í þungar útidyrnar á númer 48B og gengum inn í stiga- gang. Brún, lítil lyfta blasti við, gerð hennar og litur stönguðust á við föl- grænan, fornfálegan ganginn; hún kom ekki, var kannski biluð. Upp stigann á undan okkur gekk gamall maður. Við fórum upp á næsta stiga- pall; þar var önnur lyfta. Hún var gangfær og við tókum hana upp á sjöttu hæð. Fundum réttu dyrnar, hringdum og Yelena Bonner kom til dyra. Gamli maðurinn, sem var á leið- inni upp stigann, kom á eftir okkur Svart tjald var fyrir glugganum og því var troðið í hornin á sólbekknum til að verjast kuldanum. Það var kveikt á sjónvarpinu, sem stóð í horni stofunnar við gluggann. Þvert út í stofuna við gluggann var legubekk- ur. Yelena bauð okkur sæti. Við Árni Þórður settumst á bekk í horninu fjærst sjónvarpinu, Bob á stól and- spænis okkur en Yelena í sjónvarps- stólinn sinn næst bekknum við gluggann og hjá kringlóttu litlu borði. Við vegginn andspænis henni var lítið skrifborð. Bókahillur og myndir þöktu veggina. Bækurnar voru auð- vitað flestar rússneskar en þó mátti sjá enska titla eins Gorky Park og Papillion. Yelena sagði, að það væri margt fólk, sem leitaði til þeirra. Það vildi fá margvíslega aðstoð bæði fyrir sjálft sig eða til bjargar öðrum. Einn- fá álit Sakharovs. Þetta sagði Sak- harov um leið og hann heilsaði okkur afsakandi með hlýju handtaki og mildu brosi. Hann er dálítið hokinn en ber sig vel. Honum hefur verið lýst á þann veg, að hann þoli einsemd betur en flestir aðrir. Hann búi yfir ótrúlegu hugarjafnvægi. Það gleðji hann mest að fá te með eplasneið út í og ekki bragði hann áfengi eða noti tóbak. Hann settist í stólinn við hliðina á mér. Við fundum strax þá ró, sem stafaði af honum. Hann sat lengst með vísifingur undir kinn. Eins og til að undirstrika innra þrek sitt og hugarstyrk sagði hann, að það gæti beinlínis verið hættulegt fyrir suma að verða of uppteknir af vísindalegum uppfinningum. Bob Evans kynnti okkur og lýsti erindi okkar til Moskvu. Ég þakkaði fyrir tækifærið til að hitta þau. Og Yelena Bonner og Andrei Sakharov í íbúð sinní í Moskvu kvöldið 2. mars síðastliðinn ásamt með blaðamanni Morgunblaðsins. Myndina tók Árni Þórður Jónsson, f réttamaður á útvarpsstöðinni Bylgjunni. inn. Yelena kallaði í Sakharov, sem sneri sér að gamla manninum. Hún benti á blauta leðjuna á skónum okk- ar, við fórum úr þeim, áður en við gengum inn í litla stofuna. Boðiðtilstofu Gangurinn var þröngur og þar ægði mörgu saman. Bækur voru sett- ar, þar sem þær komust. Bréf frá barni með teikningum og texta á ensku hékk við spegilinn; liklega frá barnabarni í Ameríku, hugsaði ég. ig vildu ýmsir ræða um fræði og vísindi við Sakharov. Nágrannarnir kvörtuðu ekki síst undan því, hve mikil óþrif væru vegna þessa fólks í stigaganginum. Hún yrði líklega að fara að þrífa hann ein. Hún kveið því greinilega og auðvelt var að álykta af útliti hennar, að hún hefði enga heilsu til þess. Yelena virtist þreytt og svolítið mædd. Hún gaf til kynna, að það hefði verið meira næði til að hugsa og vinna í Gorkí. Otrúlegt hugar- jafnvægi Sakharov hafði nú kvatt gamla manninn, sem fylgdi okkur inn. Þetta var í þriðja sinn, sem hann heimsótti þau. Hann taldi sig hafa gert merki- lega vísindalega uppgötvun og vildi spurði hvort ég mætti ekki segja frá heimsókninni. Þau tóku því vel en sögðust ekki vilja veita neitt viðtal. Yelena talar og skilur ensku vel en Sakharov verr. Þau ræddu við Bob Evans á rússnesku og hann túlkaði fyrir okkur. Það var spjallað um heima og geima. Þau sögðu álit sitt á því, sem sýnt var í sjónvarpsfréttun- um, eins og fólk gerir gjarnan þegar fylgst er með því, sem birtist á skján- um og gestir koma. Meðal annars sást þar einhver karl í Washington, sem hefur ekki viljað annað en vatn að því er sagt var síðan í september og fastað fyrir utan Hvíta húsið til að mótmæla kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna. Sakharov sagði, að þetta gæti ekki verið rétt. Það gæti enginn verið í hungurverkfalli svona lengi og virst jafn hress og þessi karl. Baráttii n n i haldið áfram Talið barst að þeim 14 mönnum, sem Sakharov mæltist til við Gorbachev að fengju frelsi, þegar honum var sjálfum sleppt úr útlegð- inni. Sagt er að Gorbachev hafi hringt til Sakharovs í Gorkí 16. desember sl. og tilkynnt honum um frelsi þeirra hjóna. I simtalinu nefndi Sakharov nöfn 14 einstaklinga og bað leið- togann að náða þá, það yrði honum sjálfum mjög til framdráttar í iands- stjórninni og yki traust almennings á honum. Þegar við nefndum þessa fjórtán, afhentu þau Bob lista jrfir pólitíska fanga,. sem þau sögðust ekkert vita um. Á hinn bóginn hefðu þau heyrt það þá um daginn, að einn af mönnunum 14, Genrikh Altunyan, hefði farið í hungurverkfall, ótíma- bundið. Hann var handtekinn 1969. Viku eftir að þetta gerðist, eða mánu- daginn 9. mars, tilkynnti Sakharov, að Altunyan hefði hringt í sig frá heimaborg sinni Kharkov fyrr um daginn og sagst hafa verið sleppt þá nokkrum klukkustundum áður eins og sjá mátti á forsfðu Morgunblaðsins á þriðjudaginn. Eg vitnaði til þeirra orða Steingríms Hermannssonar við mig þá fyrr um daginn, að Gorbachev hefði sagt sér, að hinir merkilegustu atburðir kynnu að gerast í Sovétríkj- unum á næstunni að því er varðar ferðafrelsi. Frelsið ætti jafhvel eftir að verða meira en í Bandaríkjunum. Þetta þótti þeim einkennilega að orði kveðið. Hingað til hefðu sovéskir ráðamenn oftast státað af því að frelsið væri meira hjá sér en annars staðar; í þessum orðum fælist í fyrsta lagi viðurkenning á hinu gagnstæða og í öðru lagi fyrirheit um eitthvað, sem fáir gætu ímyndað sér hvað væri. Afvopnunarmál Það vakti sérstaka athygli, þegar Sakharov sótti „friðarþingið" í Kreml að hann klappaði Gorbachev lof í lófa. Sakharov hefur Iátið í ljós trú á því, að sovéski leiðtoginn sé einlægur í ræðum sínum um breytta tíma í Sov- étríkjunum, þótt hann viti ekki frekar en aðrir, hvað verður. Sakharov lét þau orð falla, að sér þætti gott, að Gorbachev setti geimvarnaáætlunina ekki lengur fyrir sig, þegar hann ræddi um brottflutning meðaldrægra eldflauga frá Evrópu. Sagðist Sak- harov hafa hreyft því á „friðarþing- inu", að það ætti ekki að tengja þetta tvennt. Fyrir þetta sjónarmið hefði hann verið skammaður af sovéskum vísindamönnum. Nú væri þetta að gerast: Vesturlönd yrðu að bregðast við með skynsamlegum hætti og síðan yrðu Sovétmenn að fækka lang- drægum eldflaugum. Ég gaf þeim eintak af bók Guð- mundar Magnússonar, blaðamanns á Morgunblaðinu, um leiðtogafundinn í Reykjavik. Þau flettu henni bæði og þótti augsýnilega forvitnilegt að skoða myndirnar, Yelena lýsti ánægju sinni sérstaklega. Sakharov spurði á hvaða tungu bókin væri rituð og við skýrðum fyrir honum stöðu íslensk- unnar meðal norrænna mála. Það kom mér- á óvart, að hann skyldi spyrja um þetta og ekki gefa neitt til kynna, að hann þekkti eitthvað til íslands eða íslendinga; hefur hann þó verið myndaður í desember 1983 í íslenskri lopapeysu og nýlega feng- ið islenska ullarvettlinga að gjöf frá Ólafi Ragnari Grímssyni á göngum Kremlar. Um bókmenntir Það er greinilega kært með þeim hjónum. Þau tókust ástúðlega í hend- ur, þegar umræðurnar bárust að ólíkum bókmennta- og listasmekk þeirra. Yelena Bonner hefur nýlega gefið út bók, Alone together, sem mætti kalla Tvö ein saman á íslensku, og hefur hún fengist hér í Bókaversl- un Sigfúsar Eymundssonar. Hún sagði, að margt af því sem skrifað væri um Sovétríkin og lífíð þar ætti ekki að kenna við bókmenntir; það vekti áhuga af því að þar væri lýst átakanlegum þáttum úr lífí þjóðar- innar. Þetta ætti til að mynda við um skáldsögur Alexanders Solzhen- itsyn, á hinn bóginn væri Gulag- eyjaklasinn hans mikið og merkilegt verk vegna heimildargildis þess. Hún virtist ekki hrifín af kvikmyndinni Iðrun, sem sýnd er í Sovétríkjunum um þessar mundir og er skilin sem uppgjör við Stalín. Frekar ætti að kenna hana við hefnd en iðrun. Það væri í sjálfu sér merkilegt að fá að sjá fólk í leit að ástvinum við fanga- búðir, sjálf hefði hún orðið að bíða í biðröðum við fangelsi á Stalínstím- anum í leit að föður sínum. Hún bætti því við, að hún væri orðin svo gömul, að hún gæti sagt það, sem hún vildi. Hún þyrfti ekki að taka mið af listasmekk annarra. Yelena vélritar allt fyrir þau hjón. Sonur hennar, sem heimsótti þau nýlega til Moskvu, færði þeim IBM-einkatölvu til að auðvelda þeim ritvinnslu. Sakharov sagðist ekki mundu læra á hana og Yelena væri ekki enn byrjuð á því, svo að þau notast enn við gömlu ritvélina. Laus undan oki I Morgunblaðsgreinunum fyrir ári var sagt frá því, að Sakharov hefði tilkynnt Mikhail Gorbachev það, að hann sætti sig við, að hann kynni aldrei að fá að fara frá Sovétríkjun- um, þar sem hann hefði haft aðgang að sérlega mikilvægum hernaðarleg- um leynigögnum, sem gætu haft gildi enn í dag. Og þá var sagt frá því, að til að létta undir með Yelenu hefði hann boðið Gorbachev að hætta öllum opinberum afskiptum (nema auðvitað í alveg sérstökum undantekningartil- vikum) og helga sig þess í stað vísindastörfum. Eftir að hafa setið á heimili Sakharovs í rúma klukku- stund tel ég mjög ólíklegt, að hann sé bundinn af einhverju slíku loforði um það sem hann segir eða gerir. Hitt á eftir að koma í ijós, hvort hann fær að fara úr landi. Kveðjustund Um það bil sem kvikmynd virtist vera að byrja í sjónvarpinu, fannst okkur tími kominn til þess að þakka fyrir okkur og kveðja. Þau höfðu ekki boðið okkur neitt nema návist sína. Það var líka það eina, sem við vildum. Ferðinni til Moskvu var borg- ið. Hvernig gat mig órað fyrir því, þegar ég sat og þýddi Sakharov- greinarnar í Morgunblaðið fyrir rúmu ári og fylltist hryllingi yfír þeim ósköpum, sem hann mátti þola fyrir jafn sjálfsagðan hlut og þann að koma konu sinni undir læknishendur, að ég ætti eftir að sitja í stofu þeirra hjóna? Ekki síst þess vegna þótti mér þetta allt næsta ótrúlegt og óraun- verulegt, en þó var það staðreynd eins og ljósmyndin sýnir, sem Arni Þórður tók með myndavélinni minni. Við kvöddumst með orðunum Auf wiedersehen. Það voru margir lásar á útidyra- hurðinni á íbúð þeirra og hún var hulin með dúk til að halda kuldanum úti og hlýjunni inni. Sakharov hjálp- aði okkur með lásana og við gengum út í kuldann. Enginn beið okkar fyr- ir utan húsið og enginn hafði skorið gat á bíldekkin. Við fórum heim á hótel; það var hringt frá Morgun- blaðinu upp úr hálf ellefu eins og um hafði verið rætt og aftur þremur korterum síðar, þegar ég hafði fest fyrstu frásögnina á blað og gat lesið hana fyrir. Þetta var ekki tilviljun. Það hefði verið unnt að koma í veg fyrir, að við næðum fundi Sakharovs, þrátt fyrir vilja hans eða okkar sjálfra. Yfírvöldin hefðu hreinlega getað grip- ið í taumana. Þau gerðu það ekki. Vilja þau að Sakharov sé einskonar tálbeita, eða er frelsi hans staðfesting á því, að ástandið hafí breyst til hins betra? Sjálfur hefur Sakharov sagt um ástandið í Sovétríkjunum: „Hlut- lægt séð er eitthvað raunverulegt að gerast. Hve Iangt verður farið er er- fítt að segja, en ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ástandið hefur breyst." Um þetta má ræða lengi án þess að komast að ótvíræðri niður- stöðu. Fyrir mig var þessi kvöldstund óvenjulega merkileg persónuleg reynsla. Ég hef ekki enn áttað mig á gildi hennar til fulls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.