Morgunblaðið - 14.03.1987, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987
Ragnheiður Þorgríms-
dóttír — Minning
Fædd 20. janúar 1936
^ Dáin 8. mars 1987
Að morgni 8. mars lést á Land-
spítalanum frænka mín, frú
Ragnheiður Þorgrímsdóttir, eftir
erfíð veikindi.
Ragnheiður eða Ranka eins og
við í fjölskyldunni kölluðum hana
var fædd 20. janúar 1936. Hún var
dóttir hjónanna Áslaugar Guð-
mundsdóttur og Þorgríms V.
Sigurðssonar, fyrrverandi prófasts
á Staðarstað.
Ranka gekk menntaveginn. Hún
lauk stúdentsprófí frá Menntaskól-
anum í Reykjavík og síðar kennara-
prófí. Eitt sinn sagði hún mér frá
því að sig hefði alltaf langað til að
læra guðfræði en á þeim tíma þótti
það ekki hagkvæmt nám fyrir konu.
Hún kenndi m.a. við ísaksskóla í
Reykjavík og flaug nokkur sumur
sem flugfreyja hjá Loftleiðum. Þær
eru bjartar minningamar frá þeim
tíma þegar hún kom heim úr ferðum
sínum og gladdi lítil frændsystkini
sín með ýmsu góðgæti.
Árið 1962 giftist hún Leifí Hall-
dórssyni, skipstjóra úr Ólafsvík.
Þau eignuðust fjögur böm: Matt-
hildi Soffíu; fædd 1962, Þorgrím;
fæddur 1963, Steingrím; fæddur
1966, og Úlfhildi Áslaugu; fædd
1972.
Það hljóta að hafa verið viðbrigði
fyrir heimskonuna að setjast að í
litlu sjávarplássi eins og Ólafsvík
þar sem allt snerist um fisk, en
henni ieið strax vel og líkaði vel
við fólkið. Hún tók strax þá stefnu
að sitja ekki og bíða og vera hrædd
á meðan Leifur stundaði sjóinn.
Auðvitað stóð henni ekki alltaf á
sama, en Leifur var traustur og
farsæll skipstjóri, og svo er ekki
_ , hægt að lifa lífinu við eilífan ótta.
Þótt Ranka væri búsett í Ólafs-
vík fannst henni hún ekki vera að
missa af neinu enda hélt hún því
fram, að alls staðar væri hægt að
lifa menningarlífí, bara ef maður
sjáifur vildi. Hver og einn gæti ráð-
ið því hvort heimurinn legði veg
sinn að heimili sínu.
Heimili hennar og fjölskyldunnar
á Skiphotli 2 var hlýtt og notalegt
og þangað var gott að koma. Yfír
tesopa vom málin rædd og þar
fengust svör við ýmsum spuming-
um. Á slíkum stundum kom í ljós
hversu góður hlustandi hún var og
bæði hún og Leifur áttu þátt í því
að ég fór þaðan léttari í spori.
^ Hún var trúuð kona og úr augum
hennar mátti lesa mannlega hlýju,
sérstaklega þegar böm vom annars
vegar. í hennar augum vom böm
manneskjur sem bar að taka tillit
til og virða.
Samband Rönku við bömin sín
var óvenju náið og traust. Undan-
farin ár var hún ekki heil heilsu en
því miður uppgötvaðist of seint
hvers kyns var. Leifur hefur staðið
eins og klettur við hlið hennar
ásamt bömunum í veikindum henn-
ar og eiga þau miklar þakkir
skildar. Megi góður Guð styrkja þau
á þessum sorgartímum.
Og hvað er að hætta að draga andann ann-
að en að frelsa hann frá friðlausum ðldum
lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns.
(Kahlil Gibran: Spámaðurinn.)
Blessuð sé minning hennar.
Bryndís Þráinsdóttir
„Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinu megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar Drottinn vakir,
dagaognæturyfirþér." (S.Kr.P.)
í dag kveð ég frænku mína Ragn-
heiði Þorgrímsdóttur, Rönku eins
og hún var oftast kölluð.
Undanfama mánuði barðist hún
gegn skæðum sjúkdómi og sýndi
þar þrautseigju mikla og æðruleysi.
FYegnin um lát hennar fyllti hug-
ann bæði af sorg og söknuði, en
einnig létti yfír að baráttu hennar
væri nú loks lokið.
Á lífsleiðinni er fátt meira virði
en að kynnast góðu og heiðarlegu
fólki, og því þakka ég fyrir að hafa
kynnst Rönku og hennar fjölskyldu.
Það er stórt skarð sem hún skil-
ur eftir sig, skarð sem aldrei verður
fyllt, en minningin um hlýja og
eiskulega konu mun ávallt lifa.
Elsku Leifur og böm, Áslaug
frænka og annað skyldfólk, mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hanna Eyv.
í dag kveðjum við elskulega konu
sem fallin er frá langt um aldur
fram, og enginn mannlegur máttur
fékk að gert til hjálpar. Hvíldin var
best, úr því sem komið var, eftir
þau veikindi sem hún var búin að
þola. Það er búið að vera erfiður
tími hjá eiginmanni, bömum, móður
og öðru skyldfólki, að horfa upp á
þessa góðu konu fara halloka fyrir
þessum skæða sjúkdómi sem herjar
á fólk á öllum aidri.
Ragnheiður var sérstakur per-
sónuleiki, eins og hún átti kyn til.
Hún ólst upp á prestssetri hjá for-
eldmm sínum, þeim Áslaugu
Guðmundsdóttur frá Bóndhól í
Mýrasýslu og séra Þorgrími Sig-
urðssyni, fyrst á Grenjaðarstað í
Suður-Þingeyjarsýslu og síðar á
Staðarstað á Snæfellsnesi, ásamt
tveimur eldri systrum, bróður og
fósturbróður. Var það sannkallað
menningarheimili, enda oft margt
um manninn og gestrisnin og góð-
vildin í fyrirrúmi.
Ragnheiður stundaði nám í
Menntaskólanum í Reykjavík og
varð stúdent þaðan, og bjó þá á
Ægisíðu 62, hjá Önnu móðursystur
sinni og hennar góða manni, Ey-
vindi Amasyni, og hefur það heimili
alla tíð verið miðstöð okkar frænd-
fólksins.
Síðan giftist hún góðum og
hörkuduglegum manni frá Ólafsvík,
Leifí Halldórssyni, skipstjóra og
útgerðarmanni, og var heimili
þeirra þar upp frá því. Þau eignuð-
ust Qögur elskuleg böm sem nú
eiga um sárt að binda þegar
mömmu nýtur ekki lengur við.
Elsku Leifur minn og böm, Ás-
laug mín, systkini, Anna frænka,
tengdafólk og vinir, þetta hefur
verið erfiður tími og stórt skarð sem
hún skilur eftir sig hjá ykkur og
skyldfólkinu, en við munum ávallt
minnast hennar fyrir þá persónu
sem hún hafði að geyma.
Með þessum fátæklegu línum
kveð ég frænku mína með virðingu
og þökk, en minningin mun lifa
björt og hrein.
Kæru vinir, innilegar samúðar-
kveðjur frá mér og fjölskyldu minni.
Lalla
Ragnheiður Þorgrímsdóttir lést í
Landspítalanum að morgni 8. mars
sl. Ragnheiður fæddist á Grenjaðar-
stað í Suður-Þingeyjarsýslu 20.
janúar 1936. Hún var yngsta dóttir
hjónanna Áslaugar Guðmundsdótt-
ur og séra Þorgríms Sigurðssonar
og þriðja bam þeirra. Alls urðu
systkinin fímm. Þær systumar
Ásdís og Soffía, bróðirinn Guð-
mundur, sem fæddist nokkmm
árum síðar, og seinast bættist í
hópinn uppeldisbróðirinn Heiðar
Jónsson.
Þegar Ranka, eins og hún var
oftast kölluð, var átta ára fluttist
§ölskyldan að Staðastað á Snæ-
fellsnesi og var Ranka jafnan kennd
við þann stað.
Hún varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið 1955.
Veturinn á eftir var hún kennari
við Héraðsskólann að Reykjum í
Hrútafírði, þar sem faðir hennar
var skólastjóri um tíma. Ranka lauk
prófí frá Kennaraskóla íslands árið
1958 og kenndi veturinn á eftir við
Eskihlíðarskóla. Árin 1959—1962
var hún svo kennari við Skóla ísaks
Jónssonar.
Kennarahæfileikamir virtust
henni meðfæddir, enda átti hún víst
ekki langt að sækja þá. Hinn þekkti
skólamaður, Sigurður Þórólfsson,
stofnandi og skólastjóri Hvítár-
bakkaskóla, var afí hennar og
foreldrar hennar höfðu skóla á
heimili sínu á Staðastað um langt
árabil og var það skólaheimili þekkt
fyrir að koma öllum til nokkurs
þroska. Séra Þorgrímur var ann-
álaður kennarí svo epiið féll ekki
langt frá eikinni og reyndar hafa
öll systkinin frá Staðastað lagt
stund á kennslu. Þegar Ranka sótti
um starf í ísaksskóla var það auð-
sótt mál því að ísak hafði kennt
henni í Kennaraskólanum og vissi
vel hvert kennaraefni hún var, enda
brást hún ekki vonum hans. Bömin
hændust að henni og dáðu hana,
„enda var hún bæði yndisleg, falleg
og góð“, eins og Helga Magnús-
dóttir lýsir Rönku, en þær voru
samkennarar í ísaksskóla. Þeir sem
þekktu hana best vita að það er
ekki ofmælt. Ranka kenndi síðan
við Gmnnskólann í Ólafsvík á ámn-
um 1966—1985^ með nokkmm
hléum á milli. í Ólafsvík fékk hún
orð fyrir að vera afburða kennari
og var hennar sárt saknað þegar
hún lét af störfum við skólann
vegna heilsubrests.
Árið 1962 giftist Ragnheiður
Leifí Halldórssyni, skipstjóra og
síðar útgerðarmanni í Ölafsvík,
miklum dugnaðar- og ágætismanni.
Þau vora gefin saman að vorlagi
við hátíðlega athöfn í kirkjunni á
Staðastað. Brúðkaupsveislan var
vegleg og stóð reyndar fram á
næsta dag, því margir gestanna
komu langt að og gistu á staðnum.
Tvennt af því sem sagt var er mér
enn í fersku minni. Hið fyrra er, að
á leiðinni heim úr kirkju sagði kona
ein við mig: „Mér fínnst alltaf að
hann séra Þorgrímur gifti svo vel.“
Þessi orð hafa oft rifjast upp fyrir
mér síðan, þvi svo sannarlega vom
þau Ranka og Leifur „vel gift“ í
orðsins fyllstu merkingu. Hitt atvik-
ið, sem mér er svo minnisstætt úr
brúðkaupinu, er ræða sem Þórður
bóndi í Ölkeldu flutti brúðinni til
heiðurs. Hann sagðist hafa heyrt
stúlku nokkra úr sveitinni segja
frétt og síðan hafi hún bætt við:
„Ég veit að þetta er satt af því að
hún Ranka á Staðastað sagði það.“
Þessa sögu sagði Þórður til marks
um það í hvaða áliti.Ranka væri
meðal sóknarbamanna, og hann
vissi hvað hann var að segja, því
jafh orðvör og vönduð manneskja
og Ranka var vandfundin.
Böm þeirra Leifs em fjögur:
Matthildur Soffía, nemandi í Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands;
Þorgrímur, nemandi í útgerðar-
tækni í Tækniskóia íslands, og
Steingrímur, framhaldsskólanemi,
en þau em á aldrinum tut.tugu til
tuttugu og fímm ára. Langyngst
er Úlfhildur Áslaug, sem var fermd
sl. vor. Ranka naut þeirrar ham-
ingju að sjá fyrsta bamabamið sitt,
litla stúlku, sem fæddist á þrettánd-
anum og er dóttir Þorgríms og
unnustu hans, Guðlaugar Brynjólfs-
dóttur. Ranka lifír áfram í bömun-
um sínum efnilegu og afkomendum
þeirra.
Fyrstu búskaparárin bjuggu þau
Ranka og Leifur í Reykjavík, en
síðan fluttu þau vestur í Ólafsvík.
Hin seinni ár eftir að bömin fóm
í framhaidsnám hafa þau átt annað
heimili í Reykjavík.
Ranka var skyldurækin og vand-
virk við allt sem hún tók sér fyrir
hendur og þegar litið er til baka
er það næstum ótrúlegt hveiju hún
kom í verk á stuttri ævi og þó var
hún ekki heil heilsu hin síðari ár.
Auk móðurhlutverksins og húsmóð-
urstarfanna á erilsömu heimili
stundaði hún kennslu sem fyrr seg-
ir, og þar að auki tók hún virkan
þátt í félagsmálum í Ólafsvík. Hún
starfaði mikið í kvenfélaginu og var
formaður þess í tvö eða þijú ár og
um tíma var hún varaformaður
Kvenfélagasambands Snæfells- og
Hnappadalssýslu. Um árabil var
hún formaður Skógræktarfélags
Ólafsvíkur, enda mikil áhugakona
um skógrækt. Hún átti sæti í stjóm
Tónlistarskólans í Ólafsvík og á
ámnum 1974—78 og 1982—86 átti
hún sæti í skólanefnd Gmnnskólans
í Ólafsvík og var um tíma formaður
skólanefndar. Óhætt er að segja að
Ranka var bæði elskuð og virt í
Ólafsvík. Öll sín störf vann hún af
svo hljóðlátri hógværð að fáum var
kunnugt um umfang þeirra. Hún
lifír áfram í verkum sínum.
Við Ranka kynntumst fyrst í
Menntaskólanum í Reykjavík, þar
sem við vomm bekkjarsystur. Á
skólaámnum bjó hún hjá Önnu,
móðursystur sinni, og Eyvindi
Ámasyni, manni hennar. Við Ranka
vomm heimagangar hvor hjá ann-
arri og á þetta hlýlega heimili var
gott að koma.
Alla tíð var einkar kært með
þeim frænkum. Gieðin var mikil
þegar við urðum stúdentar vorið
1955. Okkur fannst framtíðin blasa
við björt og fögur og ævintýrin bíða
bak við næsta leiti. Þetta er sam-
heldin árgangur sem hittist a.m.k.
árlega. Ranka er sú fyrsta af bekkj-
arsystmnum, sem hverfur yfir
móðuna miklu, en einn bekkjarbróð-
ir er látinn. Nú er stórt og óbætan-
legt skarð höggvið í okkar hóp. Við
stofnuðum saumaklúbb á skólaár-
unum nokkrar bekkjarsystur og
höfum haldið hópinn allar götur
síðan. Þótt fundunum fækkaði eftir
að Ranka fluttist til Ólafsvíkur þá
breytti það engu um vináttu okkar.
Þótt stundum liðu margir mánuðir
milli þess að við hittumst var alltaf
eins og við hefðum sést daginn
áður. Við töluðum um hluti sem
skipta máli og mér fannst ég alltaf
fara ríkari af hennar fundi.
Tvennt einkenndi Rönku öðm
fremur, en það var hversu listelsk
hún var og trúhneigð. Hún var ein-
stakur listunnandi. Ég hef fáa
þekkt sem höfðu jafn ríka hæfileika
og hún til að njóta lista. Þegar ég
sá eftirfarandi ljóð Jómnnar Sör-
ensen fannst mér það eiga við hana:
þegar líkaminn
er ein tindrandi
tilfínning
er þú lest Ijóðið
hlustar á lagið
horfir á myndina
þá lifir þú
Hún lagði sitt sjálfstæða mat á
hlutina án þess að skima eftir því
sem hinir opinbem gagnrýnendur
sögðu. Henni var lagið að greina
kjamann frá hisminu. Hún naut
þess að skoða málverkasýningar,
sækja tónleika, leikhús og ópemr
og hún fór þetta ekki fyrir siðasak-
ir eða með hálfvelgju heldur full
af forvitni og naut þess sem vel var
gert á þessum sviðum. Þegar Ranka
var flugfreyja sumrin 1959 og 1960
notaði hún tækifærið til að sinna
þessum áhugamálum sínum í er-
lendum borgum. Svo eftirminnileg
varð mér frásögn hennar af Nú-
tímaiistasafninu (Museum of
Modert Art) í New York, að það
var fyrsti staðurinn sem ég skoðaði
þegar ég kom til borgarinnar aldar-
Qórðungi síðar. Ranka var bók-
hneigð og hafði gaman af að velta
hlutunum fyrir sér og ræða það sem
hún las. Ég man þegar hún sagði
mér frá ágætum bókum ísaks Sin-
ger. Nokkmm dögum seinna sendi
hún mér svo að vestan allan bæk-
umar sem hún átti eftir Singer, því
hún vildi hjálpa mér til að kynnast
honum líka. Þannig var Ranka vin-
kona mín. Trúin var mikilvægur
þáttur í lífí Rönku og hún sótti styrk
í hana. I trúmálum sem öðm var
hún yndislega laus við allan ein-
strengingsskap. Við töluðum
stundum um það sem við áttum
eftir ógert; bækumar sem við áttum
eftir að lesa og löndin sem okkur
langaði að heimsækja, nú þegar
bömin vom að komast á legg og
hægari ár virtust framundan eftir
þeysisprett gegnum lífíð síðasta
aldarfjórðunginn. Annir og tíma-
skortur em einkenni okkar kynslóð-
ar. En svo syrti skyndilega að sl.
sumar og framtíðardraumamir
hennar urðu að engu.
Þegar alvarleg veikindi tóku að
heija á Rönku í júlí sl. sýndi hún
einstakt æðraleysi og yfir henni var
fríður og heiðríkja. Þá kom líka
best í ljóst hve vel gift hún var.
Athafnamaðurinn Leifur lagði starf
sitt gjörsamlega til hliðar til þess
að geta sinnt henni sem best. Síðan
hefur hann vart vikið frá henni.
Hann hefur stutt hana og leitt af
einstakri nærfæmi og umhyggju
og umvafið hana ástúð sinni. Fjöl-
skyldan megnaði með samstöðu
sinni og kærleika að veita Rönku
birtu og yl í veikindum hennar
síðustu mánuðina, þótt skuggi
dauðans nálgaðist.
Ég kveð vinkonu mína að leiðar-
lokum með þakklæti og söknuði.
Við fráfall hennar verður mér enn
ljósara en áður hve mjög hún hefur
auðgað minningar mínar. Leifí,
bömunum, Áslaugu, sem og öðmm
aðstandendum, sendum við Ingólfur
innilegar samúðarkveðjur.
Minningin um góða konu mun
lifa.
t
Móöir okkar og tengdamóðir,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Seljavöllum,
lést á Hrafnistu i Hafnarfiröi 11. mars sl.
Jón R. Sigurjónsson,
Ágústá Sigurjónsdóttir, Siguröur E. Marinósson,
Ólöf Sigurjónsdóttir, Hákon Heimir Kristjónsson,
Ása Sigurjónsdóttir, Axel Nikolaison.
t
Móðir mín,
FJÓLA ÁRNADÓTTIR,
Bjarkargötu 5,
Patreksfirði,
andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 13. mars.
Sigurveig Jónsdóttir.
t
Móöurbróöir okkar,
HALLDÓR ÓLAFSSON,
andaðist á Reykjalundi 9. mars sl.
Systrabörn.
Rannveig Jónsdóttir