Morgunblaðið - 14.03.1987, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 14.03.1987, Qupperneq 60
IÞROTTIR UNGLINGA Landsflokkaglíman: Fjölmennur sveinaflokkur LANDSFLOKKAGLÍMA íslands fer fram á Akureyri núna um helg- ina. Allnokkur uppgangur er f unglingastarfi hjá ýmsum glfmu- félögum og má búast viö að u.þ.b. 50 drengir keppi á mótinu á Akur- eyri. Einkum er sveinaflokkurinn fjölmennur og má þar búast vlö haröri keppni. Stærstu unglingahópamir koma frá KR og HSÞ. Einnig kemur all- nokkur fjöldi frá Austurlandi en uppgangur í glímunni er verulegur þar. Glíman hefur verulega átt undir högg að undanförnum árum með að fá börn og unglinga til að æfa iþróttina. Fyrir tveimur árum var brugðið á það ráð að lækka aldur á helstu glímumótunum til að freista þess að auka áhugann. Fyrir þann tíma urðu strákar að vera orðnir 15 ára til að fá að taka þátt í mótum. Þegar þeim aldri var náð höfðu flestir sem á annað borð höfðu áhuga á íþróttum beint kröftum sínum að öðrum íþrótta- greinum. Þessi ráðstöfun hefur gefið mjög góða raun en betur má ef duga skal. Á hverju ári eru eingöngu 3 opinber mót. Það eru auk Landsflokkaglímunnar Flokkaglíma Reykjavíkur og Bik- arglíman. Verulega þarf að auka slík mót til að drengirnir hafi að einhverju að stefna jafnt og þétt allan veturinn. Glímudeild KR sendi í haust öll- um 11 og 12 ára drengjum í Melaskóla bréf þar sem þeir voru hvattir til að koma og æfa glímu. Þetta gafst mjög vel og nú er fjöl- mennur flokkur KR sveina að þreita sínar fyrstu Landsflokkaglímur norður á Akureyri. Umsjónarmað- úr unglingaíþrótttasíðunnar leit inná síðustu æfinguna fyrir norð- urförnina hjá þessum hraustu vesturbæingum og rabbaði við þá. Árangurinn á því birtist hér á síðunni í dag. Ingvar Snæbjörnsson og Sigurður Gunnar Sigfússon MorgunblaðiÖA/IP Stefnum á fyrsta sætið ÞEIR Ingvar Snæbjörnsson og Siguröur Gunnar Sigfússon ætla sér stóra hluti á Landsflokkaglím- unni. Báðir eru þeir búnir aö æfa glfmu alllengi, Ingvar í 4 ár og \ *' Sigurður í 3 ár. „Bróðir minn var í glímu og ég hafði ekkert að gera á kvöldin þannig að ég fór bara með honum. Mér hefur alltaf síðan fundist þetta skemmtilegt og ætla ekkert að hætta," sagði Ingvar um tildrög þess að hann fór að æfa þessa þjóðlegu íþrótt. „Ég fór bara með Ingvari á æfingu," var innlegg Sig- urðar í þessa umræðu. Eðlilega var mikill hugur í strák- unum vegna væntanlegrar keppn- isferðar til Akureyrar. „Við ætlum að gera okkar besta þar. Báðir “ stefnum við á fyrsta sætið í sveina- flokki," sögðu þeir. „Ég hef unnið þann flokk tvö undanfarin ár þann- ig að ég hef íslandsmeistaratitil að verja. Ef ég vinn núna vinn ég bikarinn til eignar," bætti Ingvar við. „Ég hef nú aldrei unnið opin- ber mót. Ég hef alltaf tapað fyrir Ingvari. Ég hef hinsvegar lagt hann á æfingum þannig að ég á alveg að geta unnið hann," sagði Sigurð- ur en Ingvar var nú ekki á því að hann færi að tapa fyrir félaga sínum einmitt þegar mest lægi við. Norðurferðin er fyrsta eiginlega keppnisferð bæði Ingvars og Sig- urðar. Ingvar hefur að vísu farið með Glímudeild KR að Laugum en var of ungur til að glíma. „Ég var bara að fylgja mínu félagi," sagði hann og var ekki laust við að KR hjartað hans tæki eitt aukaslag svona til að meira bæri á barm- merkinu á keppnisbol Ingvars. Þrátt fyrir góðan grunn geta strákarnir engan veginn verið viss- ir um að lenda í verölaunasæti á Landsflokkaglímunni. „Það verða margir strákar að norðan og aust- an á mótinum sem við höfum aldrei séð. Það er alitaf erfiðara að glíma við ókunnuga og þarf lítið til að eitthvað fari úrskeiðis. Sér- staklega er erfitt að glíma við þá sem eru litlir og þungir," sögðu kapparnir og voru greinilega ákveðnir að vanmeta ekki and- stæðinga sína. Allir glímumenn eiga sór sín uppáhaldsbrögð og eru þeir Sig- urður og Ingvar þar engin undan- tekning. „Mitt uppáhaldbragð er hælkrókur hægri á hægri," sagði Ingvar. „Ég held nú mest uppá sniðglímu," sagði Sigurður. Auk glímunnar leggur Sigurður stund á körfubolta en Ingvar á handbolta, körfubolta og fótbolta. En skyldi hann notað hælkrókin í vörninni í handbolta að júgóslavn- eskum sið. „Nei ertu vitlaus maður þá yrði ég nú strax rekinn útaf og í bað. Að þessum orðum sögðum þakkaði blaðamaður þessum arf- tökum Grettis, Skallagríms og fleiri frækinna glímukappa íslandssög- unnar fyrir spjallið og kvaddi þá. Umsjón/Vilmar Pétursson Morgunblaflið/Bjami Eirlksson Þessi hrausti hópurer nú á Akureyri aö keppa á Landsflokkaglfmu ásamt fjölda annarra sprækra stráka. Morgunblaðið/Bjami Eirfksson Nei, náöi hann nú á mig eitruðum hælkrók. Eins gott að vara sig á þessu á Landsflokkaglfmunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.