Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
Þjóðhagsstofnun gerir samanburð á
núgildandi sköttum og staðgreiðslu:
Umtalsverð lækk-
un skattgreiðslna
„MEGINNIÐURSTAÐAN er sú
að heildaráhrif breytinganna
fela í sér umtalsverða lækkun
skattgreiðslna, þó að áhrifin séu
nokkuð mismunandi á einstaka
tekjuhópa," segir í inngangi
framhaldsgreinargerðar sem
Þjóðhagsstofnun hefur unnið að
beiðni fjármálaráðherra um sam-
anburð á álagningu skatta
samkvæmt núgildandi skattkerfi
og fyrirhuguðu staðgreiðslu-
kerfi.
staklega hver áhrif breytingarinnar
yrðu hjá einstæðum foreldrum og
kemst að þeirri niðurstöðu að með
hækkuðum bamabótum njóti þeir
svipaðs frádráttar og í núgildandi
skattakerfi, með þeirri undantekn-
ingu þó, að þeir einstæðir foreldrar
sem eiga eitt bam, 7 ára eða eldra,
verði að taka á sig aukna skatt-
byrði að öllu óbreyttu.
í niðurlagi greinargerðarinnar
segir m.a.: Sé lauslegu mati slegið
á áætlaða álagningu 1987 sam-
Þar kemur fram að heildarskatt- kvæmt núgildandi kerfi miðað við
greiðslur flestra tekjuhópa eru
almennt heldur lægri í fyrirhuguðu
staðgreiðslukerfí, en samkvæmt
núgildandi skattkerfi. Þó gæti
skattbyrði einstaklinga, sem ekki
njóta frádráttar, orðið eilítið hærri
á ákveðnu tekjubili.
Þá kemur það fram að verði öku-
tækjastyrkur felldur undir skatt-
skyldu, án þess að frádráttur komi
á móti, þá þyngist skattbyrði þeirra,
sem hans hafa notið í eldra kerfínu.
Þjóðhagsstofnun kannaði sér-
22,5% hækkun tekna, að öllu öðru
óbreyttu, gætu skattar ríkisins
hækkað um 30-230 milljónir króna,
í stað þess að minnka um 285-485
milljónir króna samkvæmt fyrri út-
reikningum og álagt útsvar lækkað
um 790 milljónir króna í stað 925
milljóna króna." Er hér vísað til
nýendurskoðaðrar tekjuforsendu
ársins 1987, þar sem gert er ráð
fyrir að tekjur hækki um 22,5% á
milli ára í stað 20%, sem áður var
reiknað með.
Deilt um vinnu-
brögð við tillögu-
gerð á Alþingi
TIL snarprar orðasennu kom á
Alþingi um kvöldmatarleytið í
gær eftir að dreift hafði verið
þingsályktunartillögu frá Gunn-
ari G. Schram og þremur öðrum
þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins um lífeyrisréttindi heima-
vinnandi fólks. Fram kom við
umræðurnar að tillaga þessi er
efnislega samhljóða tillögu frá
Jóhönnu Sigurðardóttur og Kol-
brúnu Jónsdóttur, þingmönnum
Alþýðuflokksins, sem fram kom
á Alþingi í október í fyrra, en
hefur ekki fengist afgreidd í
félagsmálanefnd sameinaðs
þings, þar sem Gunnar G.
Schram er formaður.
Þingmenn úr Alþýðuflokki og
Kvennalista deildu hart á vinnu-
brögð Gunnars G. Schram og töldu
það sérstaklega ámælisvert að þess
væri ekki einu sinni getið í greinar-
gerð með tillögu hans að sams
konar tillaga væri þegar komin
Snjónum fagnað
KRAKKARNIR kunna vel að meta snjóinn, sem
fallið hefur síðustu daga, og hafa loksins fengið
tækifæri til að nota sleða sína og skíði. Full-
orðna fólkið amast hins vegar yfir snjónum og
einhveijir hafa átt í erfiðleikum í umferðinni.
30% söluaukning
hjá Hampiðjunni
fram.
Gunnar G. Schram sagði, að það
væri ekki einsdæmi að þingmenn
flyttu tillögur um sömu mál eða
áþekk mál. Hann kvað sjálfsagt að
félagsmálanefnd sameinaðs þings
fjallaði um báðar tillögumar í einu
lagi og kvað sjálfsagt að kanna
hvort flutningsmenn vildu sameina
þær í eina tillögu. Sagðist hann
ætla að beita sér fyrir því sem for-
maður nefndarinnar.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
forseti sameinaðs þings, sagði, að
í raun og framkvæmd orkaði það
oft tvímælis, hvenær tillögur teldust
sams konar. Hann lagði hins vegar
áherslu á, að þingmenn virtu eign-
arrétt hvers annars í þessum efnum
enda hlyti það að teljast til góðra
siða. Hann kvaðst treysta því, að
félagsmálanefnd yrði kölluð saman
til að ræða málið.
Sjá nánari frásögn á þingsíðu
á bls. 32.
EFTIRSPURN eftir veiðarfær-
um frá Hampiðjunni er nú svo
mikil, að fyrirtækið annar henni
hvorki innan lands né utan. Unn-
ið er í verksmiðjunni dag og
nótt og búnaður hennar og hús-
næði nýtt til hins ítrasta. Sala
kaðla fyrstu þrjá mánuði ársins
er 30% meiri en á sama tíma í
fyrra og 50% meiri en sama tíma-
bil 1985. Sala neta hefur aukizt
um 20 og 30% miðað við sömu
tímabil. Aukningu eftirspurnar
má fyrst og fremst rekja til batn-
andi afkomu í sjávarútvegi. Þá
Kennaraverkfallið:
Engarvið-
ræður í gær
ENGAR viðræður voru í gær
vegna kjaradeilu kennara í Hinu
íslenska kennarafélagi við ríkis-
valdið. Viðræðum hjá ríkissátta-
semjara var slitið í fyrrakvöld,
án þess að til nýs samningafund-
ar væri boðað.
Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis-
sáttasemjari, sagði í gær í samtali
við Morgunblaðið, að hann teldi
ekki ástæðu til að boða fund að svo
komnu, en hann myndi hafa sam-
band við deiluaðila í dag. Hann
sagðist í stöðunni vera svartsýnn á
að lausnir væru skammt undan í
samningamálum opinberra starfs-
hefur Hampiðjan þurft að tak-
marka útflutning og synja fyrir-
spurnum frá nýjum kaupendum
erlendis.
Gunnar Svavarsson, forstjóri
Hampiðjunnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að nótt væri lögð við
dag og nýting á tækjum eins og á
frystitogara. Auk þess væri unnið
alla laugardaga og að hluta til á
sunnudögum. „Eitt af höfuðmark-
miðum Hampiðjunnar er að veita
viðskiptavinum, sem treysta á okk-
ur, góða þjónustu," sagði Gunnar.
„Þetta hefur tekizt bærilega þar til
á allra síðustu misserum, að eftir-
spumin hefur tekið á rás fram úr
afkastagetunni. Fyrstu þijá mánuð-
ina 1987 lítur út fyrir að sala í
köðlum verði um 30% meiri í magni
en á sama tíma árið áður og 50%
meiri en í janúar til marz 1985. í
netunum reiknum við með á sama
hátt 20% og 30% aukningu. Orsak-
imar eru fyrst og fremst meira líf
og betri afkoma í innlendum sjávar-
útvegi, þar sem menn sjá svigrúm
til endurnýjunar veiðarfæra hvað
veiðar í þorskanet snertir og sókn
í rækju hefur stóraukizt. Rækjunet
er mjög smáriðið og fíngert net, sem
kallar á mikinn vélaíjölda. Þá hefur
útflutningur einnig aukizt. Við höf-
um jafnvel þurft að takmarka hann
á vissa markaði á ýmsan hátt svo
sem með kvótum, verðhækkunum
og synjunum fyrirspuma frá nýjum
aðilum. Annars er Hampiðjan orðin
mjög þekkt sem veiðarfæraverk-
smiðja og virt fyrir gæðanet og er
hún ein stærsta ef ekki stærst á
sínu sviði í vesturheimi.
Vaxandi eftirspum reynum við
að mæta með fjölgun vakta, en það
er þó takmarkað hvað þar má gera,
þar sem nýting verksmiðjunnar
hefur ætíð verið mjög góð, en í fe-
brúar störfuðu 230 manns hjá
okkur. Á síðustu tveimur ámm hef-
ur Hampiðjan því alls fjárfest fyrir
um 100 milljónir króna á verðlagi
dagsins í dag. Fjárfestingin hefur
að mestu verið fólgin í framleiðslu-
tækjum fyrir net og húsnæði yfír
þau. Ljóst er að enn þarf að bæta
við í ár, þar sem verksmiðjan er
algjörlega fullnýtt og ekkert svig-
rúm fyrir hendi,“ sagði Gunnar
Svavarsson.
Vegaframkvæmdir á Norðurlandi eystra:
Endurbyggður vegur með
slitlagi upp á Öxnadalsheiði
Undanfarið höfum við lagt
höfuðáherzlu á Leiruveg, sagði
Halldór Blöndal, þingmaður
fyrir Norðurlandskjördæmi
vestra, aðspurður um vega-
framkvæmdir í kjördæmi hans.
Nú er þessum vegi lokið, sem
og brúargerð yfir ála Eyja-
fjarðarár. Nauðsynlegt þótti að
treysta landsamgöngur milli
Akureyrar og Húsavíkur,
helztu þéttbýliskjarna í kjör-
dæminu, til að efla innbyrðis
samskipti og viðskipti í lands-
hlutanum. Nú munum við snúa
okkur að næstu stórverkefnum,
endurbyggingu vegar upp á
Öxnadalsheiði og gerð jarð-
ganga um Ólafsfjarðarmúla.
Halldór Blöndal sagði fjölþætt-
ar vegaframkvæmdir á vegaáætl-
un 1987-1989 í Norðurlandskjör-
dæmi eystra. Tvennt væri þó
stærst og brýnast, með hiiðsjón
af staðbundnum aðstæðum: 1)
endurbygging vegar með bundnu
slitlagi um Hörgárdal og Öxna-
dal, 2) jarðgöng um ÓlafsQarðar-
múla.
Hann sagði áætlanir standa til
að endurbygging vegar upp á
Öxnadalsheiði myndi ljúka á
framkvæmdatímabili þessarar
vegaáætlunar.
Sérstakt ánægjuefni væri að
tekizt hafí að fá jarðgöng um
Ólafsfjarðarmúla inn í þessa
framkvæmdaáætlun. Ólafsfjarð-
armúli væri síðasti verkáfangi
svokallaðra Ó-vega, en fram-
kvæmdum við þá hafí miðað svo
vel áfram, að þeim lyki einu til
tveim árum fyrr en ráðgert var.
Sem dæmi um nauðsyn jarð-
ganga, til að að tryggja viðunandi
samgöngur milli Olafsflarðar og
Norð-Austurlands, nefndi þing-
rnaðurinn, að milli 30 og 40
snjóflóð hefðu fallið á veginn fyr-
ir Ólafsfjarðarmúla tvo fyrstu
mánuði þessa árs, sem ekki þætti
tiltakanlega harður.
Fyrsta fjárveiting til þessa
verkefnis er í fjárlögum líðandi
árs. Framkvæmdir hefjast 1988.
Full samstaða er um það í fjárveit-
inganefnd, sagði þingmaðurinn,
að halda framkvæmdum viðstöðu-
laust áfram með þeim hraða sem
Vegagerð ríkisins telur eðlilegan.
Þetta þýðir, sagði hann ennfrem-
ur, að göngin ná gegnum Múlann
árið 1990. Síðan tekur u.þ.b. tvö
ár að Ijúka við veginn að fullu.
Það er trúa mín, sagði Halldór
Blöndal að lokum, að fyrirhugaðar
vegaframkvæmdir muni styrkja
samgöngur og byggð í landshlut-
anum.
Iðnlánasjóður:
Hagnaðurinn
í fyrra 161
milljón króna
Akureyri, frá Skapta Hallgrímssyni.
HAGNAÐUR Iðnlánasjóðs var
161 milljón króna í fyrra og er
eigið fé sjóðsins nú komið yfir
milljarð króna í fyrsta skipti, er
1.016,8 milljónir.
Þessar upplýsingar komu fram í
máli Braga Hannessonar, forstöðu-
manns sjóðsins, á kynningarfundi á
Akureyri í fyrrakvöld. Þar kom
einnig fram að eiginfjárhlutfall
sjóðsins er 27,2% af niðurstöðu-
tölum efnahagsreiknings. Bragi
sagði útkomuna betri en reiknað
hefði verið með vegna þess að vext-
ir sjóðsins hefðu verið lækkaðir
nokkuð um mitt ár, en þróun vísi-
tölu og dollars hefðu reyndar verið
sjóðnum mjög hagstæð.
Heildarútlán iðnlánasjóðs í árslok
1986 námu rúmum þremur milljörð-
um; 3.356.760 þúsundum króna.
Ríkissáttasemjari:
Fundur með
iðnaðarmönnum
IÐNAÐARMENN, sem ósamið er
við, funduðu í mest allan gærdag
með viðsemjendum sínum hjá
ríkissáttasemjara. Fundinum
lauk um kvöldmatarleytið og var
ákveðið að boða til nýs fundar
klukkan þijú í dag.
Enn er ósamið við Múrarasam-
band íslands og félög pípulagning-
armanna, málara og veggfóðrara í
Reykjavík. Iðnaðarmenn gerðu við-
semjendum sínum ákveðið tilboð í
gær og verður það rætt frekar í
dag. Þessi félög hafa ekki boðað
verkfall.