Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 Þu sparar með = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER öryggislokar, viðurkenndir crf Vinnueftiriiti ríkisins, fyrir vafnskerfi. 6-8-10bar fyrirliggjandi. Electrolux Ryksugu- tilboð D-740 ELECTRONIK. Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1 .500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Menntun, rannsóknir og ný- sköpun í þágu atvinnuveganna eftir Jón Braga Bjarnason Stærsta hluta hagvaxtar í iðn- væddum ríkjum á undanfömum áratugum má rekja til vísinda og tækniþekkingar. Islendingar hafa ekki farið varhluta af þessari þró- un. Hún hefur á hálfri öld gerbreytt helstu atvinnuvegum okkar, bæði sjávarútvegi og fiskiðnaði, sem og landbúnaði og öðrum greinum. Til marks um þetta má nefna að fyrir rúmri hálfri öld var frystiiðnaðurinn ekki til á íslandi, en nú er hann helsta útflutningsgrein okkar. Yfir okkur Islendinga, eins og aðrar þjóðir, gengur nú mikið breyt- ingaskeið, sem örar framfarir í vísindum og tækni valda. Einnig virðist ljóst, að nýting lifandi auð- linda Iands og sjávar sé komin að þeim mörkum, sem þær þola. Mikil þörf er því fyrir arðbærar nýjungar í atvinnu- og efnahagslífí okkar til að tryggja áframhaldandi hagvöxt og alhliða þjóðfélagsframfarir. Slíkar nýjungar geta verið hvort tveggja í senn, þróun og úrbætur í hefðbundnum greinum, svo sem vöruþróun í fískiðnaði, en einnig efling algjörlega nýrra greina á sviði hátækniiðnaðar, sem þó eru oft tengdar eldri atvinnugreinum, eins og framleiðsla tölvuvoga fyrir fiskiðnað er dæmi um. Til þess að slíkar nýjungar getið orðið að veru- leika þarf að mörgu að hyggja. • Bæta þarf menntun á öllum stigum, bæði verklega og bók- lega. • Rannsóknir verður að stórefla, bæði grunnrannsóknir, nytja- rannsóknir og þróunarstarf- semi. • Efla þarf sjóði áhættufjármagns til nýsköpunar í atvinnulífi. • Breyta þarf skattalögum á þann veg að fýsilegra verði að flárfesta í nýjum atvinnufyrir- tækjum. • í sumum tilvikum verður að breyta lögum eða reglugerðum til þess að ryðja hátæknifyrir- tækjum og annarri nýrri at- vinnustarfsemi braut. • A stundum verður að velja sérstök áherslusvið, bæði í menntun og rannsóknum. Auka þarf frelsi til athafna í íslensku atvinnulífi. Það þarf að leysa úr læðingi athafnaþrá og at- hafnaorku hugvitsfólks með því að byggja biýr yfir fyrstu erfiðleika- tímabil og með því að ryðja þrösk- uidum hafta og banna úr vegi. Menntun Menntakerfí okkar hefur mikið verið í sviðsljósinu að undanfömu, einkum þó eftir að skýrsla Efna- hags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um íslenska menntastefnu kom fyrir almenningssjónir. I skýrslunni birtist mjög glögg- skyggn umfjöllun um íslenska skólakerfið á breiðum grundvelli. Ágallar og vandamál eru tíunduð og tillögur til úrbóta lagðar fram. Verður ekki betur séð en að með þessari skýrslu sé lagður vandaður grunnur að málefnalegri umræðu um menntamál, menningu okkar og atvinnulífi. Nokkur vandamál er vert að nefna hér, í tengslum við þessa umræðu um rannsóknir og nýsköpun atvinnuvega. Bent er á bág launakjör kennara á öllum skólastigum, sem birtist m.a. í því að 50—70% kennaranema koma annaðhvort aldrei til kennslu- starfa eða hætta þeim snemma og hverfa til annarra starfa. Starfandi kennarar neyðst hins vegar til þess að vinna mikla yfírvinnu og það kemur óhjákvæmilega niður á gæð- um kennslunnar. Aðalvandinn í þessu efni er hin Iágu laun kenn- ara, sem dregist hafa aftur úr öðrum stéttum miðað við fyrri ár. Samtök kennara hafa bent á þenn- an vanda á undanfömum árum, en með litlum árangri. Minnt er á að framhaldsskólinn hafi þanist gífurlega út á síðustu áratugum, þannig að nú séu fram- haldsskólanemar um 15.000 að tölu, en voru um 1.500 í lok slðari heimsstyijaldar. Fjölgun fram- haldsskólanema er því um fimmtán sinnum meiri en fjölgun þjóðarinn- ar, án þess að til sé vel skilgreind stefna um framhaldsskóla. Einnig er bent á mikla Ijölgun háskólastúd- enta á undanfömum ámm, sem kallar á úrlausn margvíslegra vandamála. Skýrslan segir skólann skorta gífurlega margt, eins og aukið kennslurými, fleiri rannsókn- arstofur, bækur og bókageymslur og fleiri stúdentagarða. Þá segir og að tengslin milli framhaldsskól- Fyrri grein anna og Háskólans séu ekki nógu mikil. En skýrslan setur einnig fram margar athyglisverðar hugmyndir til úrbóta. Höfundum þykir augljóst að auka þurfi íjárveitingar til menntamála. Hækka þurfi laun kennara, þar sem aukavinna þeirra hafi óæskileg áhrif á starf þeirra, bæði kennslu og rannsóknir. Auka þurfi fjárveitingu til rannsókna, skólabygginga, Námsgagnastofn- unar og bókasafns Háskólans. Þannig megi bæta menntakerfíð í heild, ef fjárfestingar séu auknar, en einnig megi vinna að vissum úrbótum með skipulagsbreytingum. Þannig greinir skýrslan ýmsa ágalla, en gerir einnig tillögur til úrbóta. Vonandi verður hún hvati til úrbóta á menntakerfí okkar. Rannsóknir Enn veijum við íslendingar allt of litlu fé til rannsókna og þróunar- starfsemi, þar eð einungis um 0,8% af þjóðartekjum okkar fara til þess- arar undirstöðu nýsköpunar í atvinnulífi. Nágrannar okkar Danir, Norðmenn og Finnar veija nú um 1,4% til rannsókna og þróunarstarf- semi og hafa sett sér það markmið að hækka hlutfallið yfir 2% af þjóð- artekjum árið 1990. Við verðum að marka okkur skynsamlega og af- Höfundi OECD-skýrslunnar um íslenska skólakerfið þykir augljóst að auka þurfi fjárveitingar til menntamála. dráttarlausa stefnu að þessu leyti með þvi að ná einhveiju viðunandi hlutfalli eins og 2,5% af þjóðartekj- um til rannsókna og þróunarstarf- semi um næstu aldamót, með millimarkmiðunum 1,0% árið 1990 og 1,5% árið 1995. Svíar veija nú þegar um 2,5% þjóðartekna til rann- sókna og sama gildir um Japani, Þjóðveija og Frakka. Farvegur þessarar aukningar þyrfti að verulegu leyti að vera öflugir sjóðir eins og Vísindasjóður, sem einkum styddi grunnrannsókn- ir, og Rannsóknasjóður, sem styddi nytjarannsóknir og þróunarstarf- semi. Slíkir sjóðir, I umsjá Vísinda- ráðs og Rannsóknaráðs, styddu þannig rannsóknaverkefni eftir umsóknum og að undangengnu fag- legu mati á þeim, svonefndar verkefnabundnar rannsóknir. Með slíku fyrirkomulagi má hafa veruleg áhrif á stefnumótun og áherslur í rannsóknum. Eftir mikla og langvarandi hvatningu vísindamanna stofnuðu ríkisstjórn og Alþingi til Rann- sóknasjóðs árið 1985 og lögðu fram 50 milljónir króna til starfsins á fyrsta styrktímabili. Verðugar um- sóknir um rannsóknastyrki hljóðuðu upp á margfalda þá upphæð, þann- ig að ekki reyndist unnt að sinna nema hluta verðugra verkefna. Nú í upphafí þriðja styrktímabils hefur sjóðurinn rýmað nokkuð að raun- gildi. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til stöðnunar og undanhalds en ekki nýsköpunar og framfara. Með und- irskriftum aðila af rannsóknastofn- unum og úr atvinnulífi var Alþingi hvatt til að stórefla sjóðinn úr 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.