Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 55 Eins og létt æfing er Fram vann Ármann Það var engu líkara en að Fram væri á léttri æfingu í gærkvöldi er liðið gjörsigraði Armann í ójafnasta leik vetursins. Strax á fyrstu mínútunum hafði Fram náð góðri forystu og lið Ármenninga gaf árar í bát. Leikmenn liðsins gerðu meira af því í fyrri hálfleikn- um að rífast um að fá að sitja á bekknum en að veita Fram ein- hverja mótspyrnu. Enda voru yfirburðir Fram ótrúlegir og liðið hafði sextán marka forskot í leik- hléj. Ármenningar voru ákveðnir í að taka sig á í andlitinu í siðari hálf- leik og tókst að bjarga ærunni fyrir horn, liðið tapaði síðari hálfleiknum með aðeins þremur mörkum. Það er ekki hægt að dæma um leik neins af leikmönnum Fram, til þess voru mótherjarnir allt of slak- ir. Birgir var drjúgur að skora úr hraðaupphlaupum og um tíma leit út fyrir að hann stefndi á marka- met, það tókst honum ekki en í viðleitni sinni gleymdi hann oft nærveru samherja sinna. Per Ska- arup átti nokkrar gullfallegar sendingar sem yljuðu fjórtán áhorfendum er voru á leiknum. Bikarkeppni HSÍ: Víkingur hefur ekki tapað undanfarin fimm ár - leikur gegn KR í kvöld MEISTARAR Vikings í handknatt- leik, sem hafa ekki tapað leik f bikarkeppninni síðan f aprfl 1982 eða í tæp fimm ár, leika gegn KR í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í kvöld og hefst leikurinn í Laugardalshöll klukkan 20.15. Sigurganga Víkings hefur verið með ólíkindum, félagið var bikar- meistari 1978, 1979, 1983, 1984, 1985 og 1986 og íslandsmeistari 1975, 1980, 1981, 1982, 1983, 1986 og 1987 eða tólf titlar en ekki tíu eins og sagt var í blaðinu i gær á undanförnum tíu árum auk fjögurra Reykjavíkurmeistaratitla á sama tíma. Vikingur vann báða leikina gegn KR í 1. deild í vetur, fyrri leikinn 23:17 og þann seinni 22:18, en KR-ingar hafa fullan hug á að stöðva sigurgöngu Víkings og má því gera ráð fyrir spennandi leik í kvöld. HK og ÍBV leika einnig í bikarn- Morgunblaöið/Einar Falur • Úr leik Vfkings og KR í vetur um í kvöld. Sá leikur hefst klukkan 19.30 í Digranesi. Á morgun verð- ur síðasti leikurinn í 16-liða úrslit- um og leika þá Ármann-b og UBK í Höllinni klukkan 20, en dregið verður um leiki í 8-liða úrslitum í beinni útsendingu í Sjónvarpinu á laugardaginn. Knattspyrna: Guðbjörn og Jón áfram með ÍA GUÐBJÖRN Tryggvason og Jón Áskelsson hafa endanlega gert upp hug sinn og hvað sem öllum vangaveltum líður verða þeir áfram með Skagaliðinu. Guðbjörn hafði hugsað sér að hætta í knattspyrnunni í haust, en snerist hugur og íhugaði að skipta um félag. Fyrir skömmu fór hann til Akureyrar og ákvað að leika með 1. deild kvenna: Einstefna FRAMSTÚLKUR áttu ekki í erfið- leikum með Ármann í 1. deild kvenna í handbolta í gærkvöldi. í hálfleik var staðan 24:3 og úrslit urðu 45:10. Mörk FRAM: Guöriöur Guöjónsdóttir 10, Arna Steinsen 8, Ingunn Bernódusdóttir 6, Jóhanna Halldórsdóttir 5, Margrét Blöndal 5, Hafdis Guðjónsdóttir 4, Ósk Víöisdóttir 2, Oddný Sigsteinsdóttir 2, Súsanna Gunnarsdóttir 1, Helga Gunnars- dóttir 1, Kolbrún Jóhannesdóttir 1. Mörk ÁRMANNS: Margrét Hafsteins- dóttir 7, Ellen Einarsdóttir 1, Bryndis Haröardóttir 1, Elísabet Albertsdóttir 1. ÁS/KF Daninn slapp við brottvísun í leikn- um og það er afrek út af fyrir sig. Það voru aðeins tveir eða þrír leikmenn Ármanns sem höfðu hugann við leikinn allan tímann og slíkt gengi ekki upp hjá toppliði -hvað þá hjá botnliði. Kjartan Steinbach og Einar Sveinsson áttu léttan dag við dóm- gæsluna. Leikurinn tafðist um fimmtán mínútur vegna seinkunn- ar hins síðarnefnda. Leikurinn ítölum Laugardalshöll 17. mars. 1. deild í handbolta Fram-Ármann 37:18 (21-5) 5:0, 10:3, 19:3, 21:5, 24:9, 28:14, 37:18. Mörk FRAM: Birgir Sigurðsson 15, Agnar Sigurðsson 5/1, Per Skaarup 5, Ragnar Hilmarsson 4, Júlíus Gunnarsson 4, Tryggvi Tryggvason 2, Hermann Björnsson 1, Ólafur Vilhjálms- son 1. Mörk ÁRMANNS: Einar Naabye 4, Haukur Halldórsson 4/2, Bragi Sigurðsson 3, Jón Ástvaldsson 3/1, Svanur Krist- vinsson 1. Morgunblaöið/Árni Sæberg • Torfi Magnússon skorar hér gegn ÍR án þess Þresti Helgasyni takist að stöðva hann. Körfubolti: Valsmenn í úrslit Tókst þó ekki að ná 100 stigunum VALSMENN áttu ekki í miklum erfiðleikum með að tryggja sér sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar í köfrubolta. Þeir unnu ÍR í síðari leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöldi og fyrri leikinn unnu þeir einnig nokkuð stórt. ÍR-ingar hófu leikinn vel og hefðu með smá heppni getað kom- ist nokkrum stigum yfir en þeir hittu illa þegar þeir höfðu tækifæri til að auka forystu sína þannig að KA, en Hörður Helgason, fyrrum þjálfari ÍA, þjálfar nú Akureyring- ana. Af því verður ekki og Guðbjörn verður um kyrrt á Skaganum. Jón Áskelsson fórtil Vopnafjarð- ar á dögunum, en Einherji vildi fá hann sem þjálfara og leikmann. Jón tók ekki boðinu og leikur áfram með Skagamönnum. Þá hafa Sig- urður Halldórsson og Jón Leó Ríkharðsson bæst í hópinn á ný. Leikurinn ítölum íþróttahús Seljaskóla 17. mars 1987. Undanúrslit f bik- arnum, síðari leikur. Valur - ÍR 99:81 (48:43 4:0,10:10,12:16,21:21,25:25, 29:25, 37:31, 46:35, 46:43, 51:49, 61:51, 67:54, 73:67, 81:67, 84:70, 93:73, 99:81 Stig VALS: Tómas Holton 20, Sturla Örlygsson 19, Leifur Gústafsson 18, Páll Arnar 11, Torfi Magnússon 9, Einar Ól- afsson 8, Björn Zoega 8, Bárður Eyþórsson 4, Svali Björgvinsson 2. Stig ÍR: Ragnar Torfason 19, Bragi Reynisson 17, Karl Guð- laugsson 15, Jón Örn Guð- mundsson 13, Árni S. Gunnarsson 6, Kristinn Jör- undsson 5, Björn Leósson 4, Þröstur Helgason 2. munurinn varð aldrei mikill. Vals- menn náðu síðan að komast yfir og juku torskotið það sem éftir var. Einkennandi var hversu illa leik- mönnum gekk að koma boltanum í körfuna úr vítaskotum. Um miðjan siðari hálfleik virtust ÍR ætla að ná Val en þá komu máttarstólpar Valsara inná aftur og breyttu stöðunni á stuttum tíma úr 73:67 í 93:73. Bestir hjá Val voru Leifur Gústafsson, sem tók mikið af frá- köstum í vörn og sókn, Sturla Örlygsson, sem var sérlega sterk- ur í sóknarfráköstunum og Tómas Holton sem nýtti sér vel hraða sinn og tækni í gær. Hjá ÍR voru Bragi Reynisson og Ragnar Torfason bestir. Tóku mik- ið af fráköstum og skoruðu grimmt. Karl Guðlaugsson lék einnig vel á köflum. Valsmenn stefndu greinilega í lokin að því að skora 100 stig en tókst ekki þrátt fyrir gott tækifæri. Svali Björgvinsson fékk bónusskot er 17 sekúndur voru eftir en mistókst skotið. -sus Hópa, firma og félagakeppni Innanhússknattspyma verður haldin á vegum knattspyrnudeildar U.B.K. 18.-28. mars í íþróttahúsinu v/Digranes. Þátttökutilkynningar alla virka daga í síma 43699 frá kl. 16.00-18.00 Þátttökugjald er kr. 4.500. getrguna- VINNINGAR! 30. leikvika - 14. mars 1987 Vinningsröð: 1 1 1-22 1-11 1-XXI 1. vinningur: 12 réttir, kr. 27.370,- 4253+ 50579(4/11) 126095(6/11)217721 (8/11)+ 221858(8/1.1) 7221(1/11) 52146(4/11) 129060(6/11) 219697(10/11) 221868(8/11) 40429(4/11) 53990(4/11) 202734(10/11) 221445 (9/11) 639673 44102(4/11) 98625(6/11) 212185(7/11) 221844(12/11) 45058(4/11) 101601(6/11) 215753(8/11) 221848(11/11) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 604,- Alls komu fram 446 raðir. Vinningur fyrir ellefu rétta verður sendur vinnings- höfum nú í vikunni. Þeir vinningshafa sem ekki hafa fengiö vinninga sina innan viku frá birtingu þessarar auglýsingar, vinsamlegast hafið samband við aöal- skrifstofu íslenskra getrauna. Nafnlausir seðlar verða auglýstir með vinninga- skrá 31. leikviku, Kærufrestur er tll mánudagsins 6. aprfl 1987 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vora skriflegar. Kænjeyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavik. VinningsupphaBðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stotninn og tullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstödinni v/Sigtún, Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.