Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 21 Byggðastefna unga fólksins: Tækifærin notuð - engin vanmetakennd eftir Vilhjálm Egilsson Markmið byggðastefnu unga fólksins er að ungt fólk eigi raun- hæfan kost á því að setjast að á landsbyggðinni. Þessi stefna felst í sameiginlegu átaki stjórnvalda, forráðamanna hinna einstöku byggða og forystumanna í atvinnu- iífi og verkalýðshreyfíngu, sem miðast að því að skapa tækifæri fyrir unga fólkið á landsbyggðinni. Byggðastefna unga fólksins mið- ar að því að tækifæri unga fólksins til þess að fara að heiman og mennt- ast eða öðlast reynslu í störfum fjarri heimabyggð verði ekki farseð- ill aðra leiðina að heiman. Byggða- stefna unga fólksins felst í því að tækifæri unga fólksins verði farseð- iil báðar leiðir, að heiman og heim. Meginatriði í byggða- stefnu unga fólksins Byggðastefna unga fólksins felur í sér að hin almenna efnahagsstefna gefi atvinnulífinu á landsbyggðinni jafna möguleika og atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu býr við til þess að hagnast og greiða starfsfólki sínu laun. Hér skiptir mestu máli að gengi krónunnar sé rétt skráð og að tekið sé fyrir innstreymi af erlendu lánsfé. Þar með sitja verð- mætin eftir þar sem þau eru sköpuð. Þjóðarsátt — um hvað? Menn tala stundum um þjóðar- sátt. Meirihluti þjóðarinnar er sammála um markmiðin, um það góða sem við viljum gera í félags- legum umbótum. Hingað til hefur verið ágreiningur um leiðirnar. Það er sannfæring okkar jafnaðar- manna að skapa megi þjóðarsátt um nýjar leiðir að sameiginlegu markmiði, á grundvelli jafnaðar- stefnunnar. Við viljum bæta gæði skóla- starfs; það kallar á hærri laun kennara. Við viljum tryggja örugga heil- brigðisþjónustu án tillits til efnahags. Við viljum tryggja jafnrétti til náms, án tillits til efnahags for- eldra. Við viljum tryggja hinum öldruðu mannsæmandi lífeyri. Við viljum leggja fram opinbert fé til að leysa fólk úr skulda- fangelsi húsnæðismálanna; auka valfrelsi milli kaupa og leigu. Við viljum auka fjárveitingar til skapandi menningar og lista o.s.frv. Ekkert af þessu verður vel gert nema á grundvelli öflugs atvinnulífs og ráðdeildar í ríkis- rekstri. Við jafnaðarmenn leggjum þunga áherslu á sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn og samræmd lífeyrisréttindi. Við viljum að lífeyrissjóðurinn verði deildaskiptur eftir landshlutum, að stjórn fjármagns og ávöxtun verði heima i héraði. Takist ekki pólitísk samstaða um þetta milli stjórnmálaflokkanna vilj- um við þjóðaratkvæði um iífeyris- réttindamálin. Við viljum að fólkið ráði en ekki forstjórarnir. Höfundur er formaður Alþýðu- llokksins og 5. þinfrmaður Reyk- víkinga. Byggðastefna unga fólksins felur í sér að forráðamenn atvinnulífsins á landsbyggðinni sjái til þess að atvinnulífið þar þróist með sama hætti og almennt er að gerast, úr framleiðsluatvinnulífi yfir í þjón- ustuatvinnulíf. Hér skiptir mestu máli að forræði og framtak í vöru- þróun, sölu og vinnslu landbúnaðar- afurða færist frá SÍS heim í héruðin og að forystumenn sjávarútvegsins færi störf að vöru- og tækniþróun, sölu- og markaðsmálum út á land. Byggðastefna unga fétksins felur í sér að fjármagn lífeyrissjóðanna sé hagnýtt til uppbyggingar at- vinnulífsins á landsbyggðinni. Lífeyrissjóðirnir eiga að vera sjálf- stæðar stofnanir undir stjórn þeirra sem greiða í þá. Þannig geta þeir nýst til atvinnuuppbyggingar. Það á ekki að stofna einn sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, taka féö til Reykjavíkur og mið- stýra því þaðan. Byggðastefna unga fólksins felur í sér að sveitarfélög séu vakandi í húsnæðismálum og tryggi aðjafnan sé íjölbreytilegt framboð af bygg- ingarlóðum fyrir ungt fólk. Enn- fremur að veitt séu framkvæmdalán til þess að byggingar íbúðarhús- næðis á landsbyggðinni komist aftur í gang. Byggðastefna unga fólksins felur í sér sjálfstæðari skóla og að fyrstu skólaárin í grunnskólunum séu bet- ur nýtt. Með því má útskrifa stúdenta einu til tveimur árum fyrr en nú er gert. Ennfremur verður að byggja heilbrigðisþjónustu við aldraða upp úti á land og öldrunar- þjónustan ásamt almennri heilsu- gæslu og bráðaþjónustu á að vera akkeri heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Byggðastefna unga fólksins leggur áherslu á góðar samgöngur sem segja má að séu forsendur fijálsrar samkeppni og þess að unnt sé að breyta atvinnulífinu á lands- byggðinni yfir í þjónustuatvinnulíf. Vilhjálmur Egilsson „Byggðastefna unga fólksins bendir á tæki- færin á landsbyggðinni og vekur vonir og vissu hjá unga fólkinu um að framtíðin á lands- byggðinni sé raunveru- leg og á byggjandi. Urtölumennirnir sem alltaf eru að horfa til Reykjavíkur mega ekki fá að ráða.“ Upprætum vanmeta- kenndina Byggðastefna unga fólksins hafnar þeirri vanmetakennd sem svo oft kemur fram á landsbyggð- inni í samanburði við höfuðborgar- svæðið. Það er víða mjög gott að búa á landsbyggðinni. Fasteigna- verð er þar lægra en á höfuðborgar- svæðinu og þrátt fyrir að fasteigna- verð á landsbyggðinni eigi eftir að hækka þegar fólk þar fer að hafa trú á framtíðina og vilja eiga þar heima, þá verður íbúðarkostnaður- inn samt lægri en í Reykjavík. Fjarlægðir innan staða á höfuð- borgarsvæðinu eru miklu meiri en víðast úti á landi. Það kallar á auk- inn búsetukostnað á höfuðborgar- svæðinu vegna þeirrar fyrirhafnar sem fylgir því að komast í og úr vinnu. Á höfuðborgarsvæðinu er að vísu ýmis þjónusta og menningarstarf- semi sem ekki er úti á landi. En þá verður að hafa í huga að margt fólk á höfuðborgarsvæðinu notar alls ekkert af þessari menningu eða þjónustu. Og víst er að víða á lands- byggðinni er menningarleg félags- starfsemi, s.s. leikfélög, kórar og kiúbbar, með margfalt meiri blóma en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir staðir á landsbyggðinni sem búa við ódýra hitaveitu og sam- keppni í verslun geta boðið íbúum sínum upp á verulega góð lífskjör. Ekki síst er gott fyrir ungt fólk að búa á slíkum stöðum og ala þar upp börn. Þannig má vel finna staði á landsbyggðinni þar sem venjuleg fjölskylda með ung börn getur haft það jafn gott með 10.000—15.000 lægri mánaðartekjur en í Reykjavík. Og þegar það bætist við að frjöl- mörg fyrirtæki á landsbyggðinni greiða ekki síðra og jafnvel hærra kaup en í Reykjavík fyrir samskon- ar störf, er engin spurning að það er hægt að hafa það mjög gott á ýmsum stöðum á landsbyggðinni. Fyrirtæki á landsbyggðinni verða að sjálfsögðu að geta greitt jafnhá eða hærri laun fyrir sömu störf og gerist á höfuðborgarsvæðinu. En það sem skiptir ekki síður máli er að færa sjálf hálaunastörfin út á landsbyggðina. Barlómsfræðingarnir fæla unga fólkið burtu Að sjálfsögðu eru víða erfiðar aðstæður á landsbyggðinni, ekki síst þar sem húshitunarkostnaður er hár. Enginn neitar því. En Byggðastefna unga fólksins hafnar þeim allsheijarbarlómi sem svo oft einkennir samanburð á lífskjörum milli landsbyggðarinnar og höfuð- borgarsvæðisins. Þeir fulltrúar landsbyggðarinnar sem sjá ekkert nema það slæma hjá sér og það góða fyrir sunnan eru að gera heimabyggð sinni mik- inn óleik. Þeir eru nefnilega að segja börnum sínum það að þau eigi að flytja suður. Það getur vel verið að hægt sé að fá styrki frá ríkinu út á barlóm. En unga fólkið sest ekki að á landsbyggðinni út á styrki, heldur út á trausta atvinnu og framtíð. Byggðastefna unga fólksins bendir á tækifærin á landsbyggð- inni og vekur vonir og vissu hjá unga fólkinu um að framtíðin á landsbyggðinni sé raunveruleg og á byggjandi. Urtölumennirnir sem alltaf eru að horfa til Reykjavíkur mega ekki fá að ráða. Ef þeir verða ofan á verða þeir kannski síðasta kynslóðin á landsbyggðinni. Það má ekki láta þá hræða unga fólkið í burtu. Stefna tækifæranna Byggðastefna unga fólksins er stefna tækifæranna fyrir unga fólk- ið, stefna sem viðurkennir þá möguleika sem eru fyrir hendi á landsbyggðinni og bendir á leiðir til þess að hagnýta þá. Byggða- stefna unga fólksins kallar á viðhorfsbreytingu ráðandi afla í atvinnulífinu á landsbyggðinni ekki síður en átak af hálfu stjórnvalda. Það verður t.d. að hrista upp í kunn- ingjaþjóðfélagi kaupfélaganna og SIS og nýta samvinnuhreyfinguna til framfara. Það má ekki leyfa samvinnuhreyfingunni að komast upp með að miðstýra öllum tæki- færum unga fólksins suður til Reykjavíkur. Byggðastefna unga fólksins er stefna baráttu og samkeppni en ekki beininga og ölmusu. í Byggða- stefnu unga fólksins eru virkjaðir þeir kraftar sem búa í fólkinu sjálfu á landsbyggðinni. Þar með næst mestur árangur og tækifærin skap- ast fyrir unga fólkið. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Stefán Einarsson, útgarðarbóndi á Siglunesi: Keypti gröfu, krana, grjóthleðslubíl og ýtu til vega- og bryggjugerðar - sem hann hyggst ráðast í á eigin kostnað, að fengnu leyfi „BOLTINN er ennþá hjá bæjar- ráði og hefur enn ekki verið tekin afstaða til umsóknar minnar,“ sagði Stefán Einars- son, útgerðarbóndi og vitavörð- ur á Siglunesi, í samtali við Morgunblaðið. „Eg held að það hljóti að fara að draga til tíðinda, en þá á eftir að senda málið til Skipulags ríkisins og Náttúruverndarráðs íslands." Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur Stefán sótt um að fá að leggja veg á milli Siglufjarðar og Sigluness og að byggja bryggju á Siglunesi, allt á eigin kostnað. Á meðan Stefán bíður eftir grænu ljósi hefur hann safnað að sér tækjum og tólum til framkvæmdanna og fær nú í vikunni til sín 39 tonna jarðýtu sem hann keypti frá Hamborg í Þýskalandi. Áður hafði hann fest kaup á gröfu, krana og grjótflutn- Morgunbladið/Þorkoll Jarðýtuna fær Stefán í vikunni. Hún er 39 tonna þung, komin frá Hamborg í Þýskalandi. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins kostar slíkur gripur nýr 13 til 15 millj. kr., en þessi mun vera nokkurra ára gömul ingsbil. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð tækjanna, sagðist standa einn á bak við kaupin, en hefði þó góða viðskiptabanka. „Ég sit hér uppi með miklar eignir, nýlegt einbýlishús og fisk- vinnsluhús og ef ég yfirgef staðinn, verður þetta allt gjörsam- lega verðlaust og mitt lífsstarf að engu. Annaðhvort verð ég að laga samgöngurnar eða gefast upp. Siglufjarðarbær hefur nákvæm- lega ekkert fyrir okkur gert og hafa sem minnst viljað af okkur vita. Hinsvegar eram við nógu góðir þegnar þegar verið er að innheimta skattana," sagði Stef- án. Stefán hefur aflað sér leyfis nánast allra landeigenda, 50 að tölu. Hinsvegar sagðist hann ekki ætla að leggja veginn í landi neins, heldur óskiptu landi sem reyndar allir landeigendur ættu tilkall til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.