Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 27 Noregur: íhuga samstarf um gervihnattasíma- kerfi fyrir flugvélar OuIA XlAnnfnrm Ósló. Norinform. YFIRVÖLD fjarskiptamála í Noregi, Bretlandi og Singap- ore íhuga nú samstarf um koma upp símakerfi, sem þau nefna „Global Sky Phone“ og er ætlað flugvélum. Jarðstöðv- ar á suðvesturströnd Noregs, í Goonhilly á Englandi og í Singapore munu gera kleift að hringja til og frá flugvél, hvar sem hún er stödd í háloftunum. Samtölin verða flutt á milli hönnun svipaðs kerfis. Má því bú- þriggja gervihnatta INMARSAT- ast við harðri samkeppni á þessu samtakanna, en þeir eru yfir sviði á næstu árum. Atlantshafí, Kyrrahafi og Indlands- Tilraunir með INMARSAT-kerfið hafi og hafa annast skipafjarskipti. hefjast í sumar, en AVSAT verður Breska flugfélagið British Air- ekki komið á tilraunstig fyrr en ways tekur þátt í þróun og prófun eftir tvö til þrjú ár. þessa kerfis, og eru fleiri flugfélög Pjarskiptakerfið, sem löndin þrjú sögð hafa áhuga á þátttöku. Frést hefur, að SAS og 13 önnur flugfélög í tíu löndum hafi undirrit- að samning við fyrirtækið Aviation Satellite Corporation (AVSAT) um áætla að setja á laggimar, verður þess vegna hið fyrst sinnar tegund- ar í heiminum. I Bandaríkjunum er nú þegar unnt að hringja til og frá flugvélum, en það er bundið við ákveðin svæði. Thorbjörn Knutsen, jrfirtækni- fræðingur hjá Norska landssíman- um, segir, að fulltrúar frá Noregi, Bretlandi og Singapore muni innan skamms setjast niður til að ræða skipan flugsímamálsins. Endanleg ákvörðun um þetta verkefni verður tekin í ágústmánuði. Reuter Helmut Schmidt, fyrrum kanslari Vestur-Þýzkalands, kemur til Elyseehallar í París í gær til viðræðna við Mitterrand Frakklands- forseta. Frakkland gegni f orystu- hlutverki í Vestur-Evrópu Helmut Schmidt ræðir við Mitterrand forseta París, Reuter. HELMUT Schmidt, fyrrum kanslari Vestur-Þyzkalands, átti í gær fund með Francois Mitterand Frakklandsforseta um varnar- og ör- yggismál. Eitt af því, sem þar var sérstaklega rætt um, var virkari þátttaka Frakklands i sameiginlegum vörnum Vestur-Evrópu. „Það er Þýzkalandi í hag, að Frakk- Schmidt til Parísar til þess að fá land gegni forystuhlutverki í Vestur-Evrópu. Þetta hlutverk er mikiivægt, ef Vestur-Evrópa vill hafa afgerandi áhrif í heimsmál- um,“. sagði Schmidt á fundi með fréttamönnum eftir viðræður sínar og forsetans, sem stöðu í klukku- stund. Mitterrand mun hafa boðið að heyra skoðanir hans á framtíð Evrópubandalagsins og afvopnun- armálum, en Schmidt var kanslarí Vestur-Þýzkalands, er ákvörðun NATO um að koma upp meðal- drægum kjamorkueldflaugum í Evrópu var tekin 1979. Haft var eftir ráðgjöfum Mitter- ands, að hann hafi einkum og sér Holland: Brotist inn lieima hjá Ruud Lubbers forsætisráðherra í lagi viljað ræða við Schmid um næsta áfanga í afvopnunarviðræð- unum, ef til þess að kæmi, að Bandaríkjamenn og Sovétmenn samþykktu að flytja burt meðal- drægu eldflaugamar frá Evrópu. Franska stjómin hefur áhyggjur af því, að að því kunni að koma síðar, að ráðamenn í Washington og Moskvu leggi hart að Frökkum að minnka hinn takamarkaða, sjálf- stæða kjamorkuherafla þeirra, en til þessa hafa Frakkar verið þeirri hugmynd mjög ándvígir. Fyrirhugað er, að Mitterrand ræði við Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, 23 marz og við Helmut Kohl, kanslara Vest- ur-Þýzkalands, 28. marz. Reuter Yngsti lama íheimi Osel Hita er tveggja ára gamall Spánverji og yngsti Iama í heimi. Hann situr hér í hásæti sínu í búddaklaustri i Himalaya- fjöllum með hrísgrjónaskál fyrir framan sig. Kennimenn í lamasið telja að hann sé lama Yeshe endurfæddur. Lama Yeshe var tíbeskur kennimaður, sem lést fyrir tveimur árum. Lama er munkur eða prestur af hærri gráðum i lamasið, búddatrú Tíbets og Mongóliu. Rotterdam. AP. RUUD Lubbers, forsætisráð- herra Hollands, sem tvívegis hefur gripið glóðvolga þjófa, sem voru að reyna að stela útvarpi úr bíl eiginkonu hans, var fjarri góðu gamni, þegar brotist var inn heima hjá honum í Rotterdam í síðustu viku og stolið gull- og silfurskarti að verðmæti 100.000 gyllini (um tvær millj. ísl. kr.). Lubbers var þá sjúkur og rúm- liggjandi í embættisbústað sínum, að því er lögreglan sagði i gær. Innbrotsþjófarnir komust inn í húsið með því að bijóta rúðu. Eng- inn var heima, þegar þetta gerðist, vegna þess að forsætisráðherrann lá þá í inflúensu í embættisbústað sínum í Haag. Lubbers hefur mikið beitt sér í baráttunni gegn vaxandi glæpastarfsemi í landinu. Bretland: Syngja fyrir fórn- arlömb feijuslyssins London, Reuter. BRESKAR poppstjörnur hafa tckið upp bítlalagið „Let it Be“ og verður það gefið út á mánu- dag til að afla fjár fyrir fórn- arlöinb feijuslyssins í Zee- brugge, að því er CBS plötufyrirtækið skýrði frá á ■ ■ 'Jjjjr" i'ii ’As jMmátjUtijfeU mánudaginn. Boy George, Nick Kamen og hljómsveit.in Banarama eru meðal þeirra sem lögðu sitt að mörkum til gerðar plötunnar. Dagblaðið The Sun íjármagnar plötuna. Aðalumboðið hf. Sími 621738 Eigum til fyrirliggjandi Wagoneer Grand 1987 m/öllu (konung jeppabifreiðanna); s.s. 8 cyl., vökva- stýri, litað gler, álfelgur, rafdrifnar rúður, rafdrifin sæti, 5 dyra, 6 Jensen- hátalarar, útvarp og segulband, fjarstýrður hurðaopnari, veltistýri, sjálfvirkur hraðastillir, sentrallæsingar, leðurklædd sæti, loftkæling, toppgrind. Selec Trac, þróaðasta fjórhjóladrifið. Verð 1750 þús. Sýningarbíll á staönum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.