Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 45
45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
drengnum þínum, sem var þér allt.
En mundu góðu stundirnar. Þér
ásamt Ola, Grétari, Hafsteini,
ömmu, afa og öllum ættingjum,
vottum við okkar dýpstu samúð.
Mogi allt sem gott er vera með
ykkur.
Gerða og fjölskvlda.
Miðvikudaginn 11. mars hringdi
amma til mín og sagði mér að Elv-
ar litli frændi minn væri dáinn. I
fyrstu trúði ég þessu ekki. Hann
hafði alltaf verið á meðal okkar, svo
var hann allt í einu farinn.
Minningarnar rúlluðu um huga
minn, og ég minntist áranna sem
við bjuggum á Akureyri, en þar
bjuggum við samtímis.
Þrátt fyrir fjögúrra ára aldurs-
mun vorum við bestu vinir og lékum
okkur oft saman í bíló, pieymó og
eltingai'leik.
Elvar var góður leikfélagi og vildi
ég að við værum enn að bralla sam-
an eins og forðum.
Ég flutti suður til Reykjavíkur
þegar ég var 11 ára og Elvar 7
ára. Eftir það hittumst við ekki eins
oft og áður en tengslin rofnuðu
ekki og við vorum áfram góðir vinir.
Ári seinna, þegar Elvar var að-
eins átta ára, kom í ljós að hann
var með erfiðan sjúkdóm og að við
gætum búist við 'því að hann færi
frá okkur á hverri stundu.
Við vorum harmi slegin. Læknar
og hjúkrunarlið gerðu allt sem í
þeirra valdi stóð til að bjarga hon-
um, en alit kom fyrir ekki. 11.
mars fór hann frá okkur, elsku vin-
urinn. Ég vil nota tækifærið og
þakka honum fyrir allar stundir sem
ég átti með honum.
Ég vil einnig nota tækifærið og
samhryggjast foreldrum hans,
Hadda frænda og Sollu og stjúpa
hans Ólafi, bræðrum hans Grétari
og Steina og systur hans Guðbjörgu
Elísu, og eiga þau mína dýpstu
samúð.
Megi Elvar minn hvíla í friði.
Gísli frændi
Nú er hann Elvar litli Þór farinn
héðan eftir hetjulega baráttu við
ólæknandi sjúkdóm.
Eftir eru heiðríkar minningar um
ljúfan dreng, sem var ótrúlega
sterkur.
Þessi fátæklegu orð segja lítið,
en ég vil þakka honum samveru-
stundirnar og óska honum góðrar
heimkomu.
Foreldrum hans færi ég innilegar
samúðarkveðjur, og Sólveig mín,
„Guð gefur þeim líkn sem lifir".
Ingibjörg Gestsdóttir
Óttastu ekki mamma,
því sorgin er þeim systir
er sakna ungra blóma.
Á tárið sem þú fellir, á fífil
sem þú misstir
slær fegurð helgra dóma.
Óttastu ekki mamma mín,
minningin er huggun þín
og sorgin er þeim systir
er sakna ungra blóma.
(Páll H. Jónsson)
Með þessu minningarljóði viljum
við kveðja vin okkar Elvar Þór
Hafsteinsson, er andaðist 11. þessa
mánaðar aðeins 11 ára gamall.
Það var á vordögum 1984 að
Elvar kom í bekkinn okkar þá 8
ára að aldri. Okkur féll öllum strax
mjög vel við hann, því framkoma
hans var svo ljúf og aldrei var langt
í fallega brosið hans. Hann var
prýðilegur námsmaður og rækti
nám sitt vel alltaf þegar hann gat
stundað skólann, en oft varð hann
að dveljast langdvölum á sjúkrahúsi
vegna þess sjúkdóms, sem hann
háði baráttu við. Við fylgdumst með
þessari baráttu og vonuðum öll inni-
lega að hann fengi bata.
Við dáðumst að Elvari, að æðru-
leysinu sem hann sýndi og þeim
dugnaði að vera þátttakandi í öllu
skólastarfi þó helsjúkur væri. Við
höfum lært mikið af honum, hvern-
ig hann tók hveijum nýjum degi
með gleði. Hann var sannkölluð
hetja.
Minningin um þennan elskulega
dreng mun fylgja okkur um ókomin
ár.
Við sendum inóður hans og öllum
ástvinum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Guð blessi minningu Elvars Þórs.
Jóna Sveinsdóttir,
kennari, og nemendur
5.A Melaskóla.
I dag kveðjum við vin okkar og
nágranna, Elvar Þór Hafsteinsson.
Við minnumst bjartra sumardaga
meðan sólin var hátt á lofti en þá
bar fundum okkar fyrst saman. I
fjörunni fyrir neðan húsið okkar
iðaði allt af lífi og í augum og brosi
okkar nýja nágranna var gleði og
fegurð æskunnar.
F’ljótlega varð Elvar tíður gestur
á heimili okkar. Hann samlagaðist
okkur öllum vel, fullorðnum sem
börnum. Elvar var góðum eiginleik-
um gæddur, dagfarsprúður og
glaðlyndur. Viðhorf hans var jafnan
jákvætt. Þrátt fyrir langvarandi
veikindi var hann virkur þátttak-
andi í leik og ærslum drengjanna í
hverfinu.
En skjótt skipast veður í lofti.
Ekki eru liðnir margir dagar síðan
við horfðum á eftir þeim vinunum
Elvari og Óla hjóla áhyggjulausa
austur Ægisíðuna.
Allir sem til þekkja vita að tak-
markalaus umhyggja og skilningur
Sólveigar, móður Elvars, var sú
stoð sem hann reiddi sig á.
Nú er dimmara yfir Ægisíðunni.
Allt í vetrardvala. Ókkar ungi vinur
hefur verið alltof fljótt frá okkur
tekinn eftir hetjulega baráttu við
veikindi sín.
Við þökkum stutta og ánægju-
lega samfylgd og sendum hans
nánustu samúðarkveðjur.
„Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.“
Nágrannar
Minningin lýsir sorgbláa daga.
Minning um lífsgleði. Minning um
kjark, von og þroska.
Elvar Þór Hafsteinsson var ung-
ur, en vissi, að heimur er bestur
heilum. Þeir, sem ekki þekktu hann,
sáu ekki veturinn í vorinu. Við hin
gleymdum löngum. Hann var og
lifði eins og aðrir tápmiklir drengir
á hans aldri. Sú er hans saga. En
hann galt lífinu hærri aðgangseyri
en flestir.
Fallegt lífsblóm kól á fjórum
dögum. Nú er líkn frá þraut.
Hlý var móðurhöndin.
Tvö orð segja allt um starfsfólk
á Barnaspítala Hringsins: „Þakka
ykkur.“
I Sveinbjarnargerði var hans
annað heimili.
Víða átti hann vinum að mæta
og margir hafa minnst hans með
hlýhug og virðingu. Þeim sé öllum
þökk.
Á kveðjustundu ræð ég ekki í
rúnir þess, sem hefði getað orðið,
því að hann var vel gefinn og vel
gerður. Ég sakna sálufélaga.
Faðir hans og móðir og aðrir
aðstandendur eiga samúð mína.
Megi minn ungi vinur hvíla í
faðmi Guðs._
Ólafur Thóroddsen
Við kveðjum í dag Elvar Þór
Hafsteinsson bróður minn, sem lést
þann 11. mars sl. á barnadeild
Landspítalans.
Hann var sonur Hafsteins Sig-
urðssonar og Sólveigar Hákonar-
dóttur.
Elvar ólst upp við mikið ástríki
og umhyggju, fyrst hjá foreldrum
sínum báðum, síðan eftir að þau
slitu samvistir hjá móður sinni og
nú síðustu árin hjá henni og seinni
manni hennar, Ölafi Thoroddsen.
Fjölskyldan telur einnig eldri bróður
Elvars, Grétar. sem honum var
mjög nákominn, og mikil stoð og
fyrirmynd.
Elvar var með afbrigðum kraft-
mikið og skýrt barn sem mikil
ánægja var að umgangast þegar
tækifæri gáfust, sem okkur finnst
nú hafa verið svo alltof fá, þó höfum
við síðustu fjögur ár notið þess hve
samrýndir þeir vom og líkir um
margt, hann og Reynir sonur okk-
ar, og áttu þeir marga góða daga
saman, við leik og uppgötvanir
lífsins, svo sem stráka er háttur.
Það var fyrir um ijórum árum
sem við fengum fregnina um að
hann hefði tekið sjúkdóm þann sem
nú hefur sigrað.
Við höfum síðan fylgst með
hetjulegri varnarbaráttu drengsins
og árvökulli umhyggju fjölskyldu
hans, ásamt afa hans og ömmu í
Fossvoginum, þeim Hákoni og
Oddnýju, og þátttöku þeirra í
sjúkralegum og læknameðferð Elv-
ars þessi ár, aðdáunarverðu æðm-
leysi, stolti og von. Sólveig vék
aldrei frá, Ólafur eins og kletturinn
í bakgmnni, Grétar ætíð nálægur
og tiltækur. Þau vom styrkurinn,
og öryggið hans. Þess vegna var
fáum ljóst sem ekki þekktu til, ann-
að en Elvar væri fullkomlega
heilbrigður og aldrei lét hann sjá
eða heyra á sér hvort þessi eða hin
nýafstaðin sjúkralegan hefði verið
erfið, þótt við þau nánustu vissum
að oft vom átökin þvílík að sterk
bein þurfti til að bera þau.
Þessi lífsglaði og fjömgi drengur
átti svo mikla ástúð svo margra,
og gaf svo mörgum svo mikið.
Hann dvaldi oft á sumrum í
Sveinbjarnargerði við Svalbarðseyri
hjá Anný og Jónasi sem tóku við
hann miklu ástfóstri. Hann minntist
þeirra oft við okkur og sonar þeirra,
hans Jonna, sem hann ætíð talaði
um sem sannan bróður og vin.
Aðalsteinn og Guðbjörg litla,
börn Hafsteins, systkini Elvars,
tóku miklu ástfóstri við bróður sinn
og áttu þess kost að vera samvistum
við hann á heimili Hafsteins föður
síns. Þeirra missir er mikill og til-
finnanlegur.
Elsku Solveig, Ólafur Grétar og
Hafsteinn bróðir, við biðjum um
styrk Guðs og blessun ykkur til
handa á þessari erfiðu stundu.
Elsku Élvar litla kveðjum við með
þökk fyrir allt, og í þeirri vissu að
hann, og þeir sem áður em gengn-
ir og nú taka á móti honum, taki
á móti okkur þegar okkar tími kem-
ur.
Minningin um skýran sviphrein-
an sterkan og ljúfan dreng er okkar
fjársjóður.
ÓIi Vignir og fjölskylda.
„Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn .
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.“
(V. Briem)
Fyrir um það bil fjórum ámm
lágu leiðir okkar fyrst saman en
nú að leiðarlokum verður minn
heimur og umhverfi mun fátækari
eftir að Élvar er buit kallaður af
hinu jarðneska sviði. Já, margt fer
öðmvísi en ætlað er. Við ráðgerðum
eitt og annað sem gera átti í fram-
tíðinni, bæði til starfa og leikja,
eins og flestra unglinga er háttur.
En honum hefur verið annað og
meira hlutverk ætlað þar sem hann
er kallaður til langferðar til hins
ókunna, en sú ferð bíður okkar allra
um síðir, en enginn veit hver næst-
ur er. En af því að ég er svo ungur
þá skil ég ekki af hvetju svo góðir
drengir, eins og hann var, eru burt
kallaðir á fund síns herra. En ég
hefi heyrt fullorðna segja, „að þeir
sem guðirnir elski deyi ungir“. Það
er að sjálfsögðu ósk mín og raunar
vissa að hann er kallaður til mikilla
starfa og þroska. Þrátt fyrir lang-
varandi sjúkdóm, sem vinur minn
var búinn að berjast við, missti
hann aldrei sálaijafnvægið og var
alltaf sami ljúfi félaginn. Og nú
sakna ég vinar í stað til að fara
með mér í bíó, fótbolta og aðra leiki.
Margs er að minnast,
margt er að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnst,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
Um leið og ég kveð þennan leik-
bróður minn og þakka góðar stundir
votta ég aðstandendum hans samúð
mína.
ÓIi
I hretum vorsins blómin fcgurst blikna.
Bugar frostið unga sumarrós.
í næturkuli viðkvæm blöðin vikna
vetrarbylur hyiur dagsins Ijós.
Aldrei framar ungu augun líta
annan dag. Nú hniginn er að mold
drengurinn ungi; draumliljan hvíta
drúpir höfði... deyr að sinni fold.
Þín stutta ævi stráð var þyrndum rósum;
Stutt en fagurt - lítið ævintýr.
Bemskan þín sem blik af norðurljósum
en bjarmar hinumegin dagur nýr.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við kveðja horfinn vin. Kynn-
in voru stutt, á mælikvarða langrar
ævi, en dijúgur hluti af lífi hans
og jafnaldranna sem nú trega vin
sinn og leikfélaga ... og horfa eft-
ir honumí þögulli spurn.
Við sem eldri erum, og eigum
að heita lífsreyndari, eigum lítils-
gild svör við þeim áleitnu spurning-
um sem í barnssálinni vakna við
fráfall ellefu ára drengs. Við trúum
því að allt hafi ákveðinn tilgang,
og að lokinni þessari jarðvist bíði
okkar önnur og betri vist. Þennan
tilgang getum við aldrei skilgreint
til fulls, en við þykjumst skynja
hann og lútum honum . . . hversu
sárt sem við söknum.
Elvar kom inn í líf okkar fyrir
rúmum þremur árum, þegar við
fluttum í Vesturbæinn. Ljóshærður,
sviphreinn og tápmikill drengur,
sem einn daginn kom heim úr skól-
anum með Dodda. Fljótlega þróað-
ist með þeim einlæg vinátta, sem
hélst óslitin það sem eftir var. Hann
var fullur af lífsorku og fjöri, og
engan gat grunað sem ekki vissi,
að hann átti við illkynjað banamein
að stríða. Við fengum þó að vita
að hvetju dró, en dugnaður hans
og lífsgleði varð þess valdandi að
vonin um lengra líf honum til handa
fékk vaxtarþor.
Sú von var fölsk, það vitum við
núna. Hún var fölsk vegna þess að
við vildum ekki horfast í augu við
staðreyndina. Vildum ekki viður-
kenna að þessi mannvænlegi og
hláturmildi piltur yrði hrifinn á
brott. Þar fór ljúfur drengur og
góðhjartaður, sem átti vináttu allra
þeirra sem honum kynntust. Það á
ekki síst við um Dodda, sem nú
hefur misst sinn besta vin. Fyrir
örfáum diipfum, að okkur finnst,
voru þeir saman að leika . . . nú er
hann horfinn.
En Elvar lifir áfram í minning-
unni. Hún er hrein og tær, og
ekkert fær varpað á hana skugga.
Við leiðarlok þökkum við honum
vináttuna og samfylgdina. Foreldr-
um hans og öðrum ástvinum,
vottum við okkar dýpstu samúð.
Þau háðu með honum þetta harða
stríð, gengu með honum þyngstu
sporin uns yfir lauk. Við biðjum guð
að veita þeim styrk í sorginni.
Ólína Þorvarðardóttir,
Þorvarður Kjerúlf Benediktss.,
Sigurður Pétursson.
Þegar pabbi sagði okkur að Elvar
frændi væri dáinn brá okkur mikið.
Við áttuðum okkur ekki á því að
það væri satt, það var svo skrítið
að Elvar frændi væri dáinn. Það
var svo stutt síðan við vorum að
leika okkur saman — og að það
yrði ekki hægt að leika við hann
meira. Af hveiju dó hann svona
ungur? Við hugsuðum um öll þau
skipti sem við lékum okkur saman.
Nóttina eftir dreymdi annan okkar
Elvar frænda og um morguninn var
eins og hann væri enn lifandi. Við
höfðum ekki enn áttað okkur á því
að hann var dáinn.
Elvar var alltaf skemmtilegur og
aldrei í fýlu og okkur kom alltaf
vel saman. Hann kenndi okkur
marga hluti og var alltaf til í að
gera allt og fannst alltaf skemmti-
legt að læra eitthvað nýtt. Elvar
var þannig að hann vildi aldrei
skilja neinn útundan. Elvar vildi
aldrei tala um að hann væri veikur.
Við þökkum Elvari frænda fyrir
allar stundirnar með honum, en nú
er Elvar frændi farinn til guðs.
Við bræðurnir og pabbi og
mamma biðjum guð að gefa foreldr-
um hans, systkinum, ömmum og
afa, styrk í sorg þeirra.
Örn og Signrjón
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug viö
andlát og útför
SIGURFINNS JAKOBSSONAR,
frá Hurðarbaki.
Björg Erlendsdóttir,
Guðrún Sigurfinnsdóttir,
Björn Sigurfinnsson, Anna Pálsdóttir,
Óskar Sigurfinnson, Guðný Þórarinsdóttir,
Sigurlaug Sigurfinnsdóttir, Kristinn Breiöfjörð Eiríksson,
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn.
t
Þökkum auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför
ÞORSTEINS GUÐBRANDSSONAR,
fyrrverandi vitavarðar,
Loftsölum, Mýrdal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu, Reykjavík.
Dætur og systur hins látna.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er vottuðu okkur hlýhug
og samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóður,
ÖNNU ÁRNADÓTTUR,
Vesturbraut 10,
Hafnarfirði.
Sigrfður Björgvinsdóttir,
Bjarni Björgvinsson,
Arnbjörg Björgvinsdóttir,
Árni Vilhjálmsson,
Aöalsteinn Valdimarsson,
Ásdís Þórarinsdóttir,
Jóhann G. Bergþórsson,
Helga Magnúsdóttir.
Lokað
Skrifstofa okkar verður lokuð eftir hádegi í dag vegna
jarðarfarar ELVARS ÞÓRS HAFSTEINSSONAR.
Lögmenn Suðurlandsbraut 20
Ólaf ur Thoroddsen
Árni Einarsson
Dr. Gunnlaugur Þórðarson.