Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
19
Tónleikar Sinf óníuhlj óms veitarinnar:
Bráðefnilegir tónlist-
armenn í eldlínunni
Andreas Bach píanóleikari.
Tveir ungir og efnilegir tónlist-
armenn verða í sviðsljósinu á 12.
áskriftartónleikum Sinfóníunnar
á fimmtudagskvöld í Háskólabíói.
Þetta eru þeir Barry Wordsworth,
breskur hljómsveitarstjóri, einn
úr hópi hinna efnilegustu sem nú
starfar og hinn komungi þýski
píanóleikari Andreas Bach, aðeins
19 ára gamall, sem unnið hefur
til fjölda verðlaun á undanfömum
ámm.
Bach leikur fyrsta
píanókonsert
Beethovens
Andreas Bach mun leika með
Sinfóníunni píanókonstert nr. 1 í
C-dúr op. 15 eftir Ludwig van
Beethoven (1770—1827). Beet-
hoven samdi fimm píanókonserta
og þó að hinn fyrsti þeirra jafnist
ekki á við síðustu tvo konserta
tónskáldsins, leynir handbragðið
sér ekki og sterk persónueinkenni
Beethovens, skaphiti og fmm-
leiki, lýsa af verkinu ásamt með
æskuþrótti og ferskleika. Óvissa
hefur ríkt um það hvenær Beet-
hoven ritaði tvo fyrstu konserta
sína. Ljóst er, að sá konsertinn,
í C-dúr, sem nefndur hefur verið
nr. 1 og fluttur verður að þessu
sinni, var í raun saminn síðar en
sá sem greindur er nr. 2. Verkin
hafa bersýnilega verið númemð
eftir því sem þau vom gefín út,
en ekki í þeirri röð sem þau vom
samin. Menn leiða að því líkum
að tónskáldið hafi samið verkin
um eða upp úr árinu 1795, og
giskað hefur verið á að C-dúr-
konsertinn hafí verið fmmfluttur
2. apríl árið 1800 á fyrstu tónleik-
um Beethovens í Hirðleikhúsinu í
Vínarborg. í öðmm heimildum er
þess þó getið, að tónskáldið hafí
leikið báða konsertana sem um
ræðir á tónleikum í Prag tveimur
ámm fyrr, eða 1798. Fylgir það
sögunni að þeir hafí þótt ærið
nýstárlegir.
Rómeó og Júlía
Tónleikamir á fímmtudags-
kvöld hefjast á Rómeó og Júlíu,
forleik eftir rússneska tónskáldið
Tsjaíkofskí (1840-1893). Sjálfur
nefndi hann þetta verk „fantasíu-
forleik" og vildi með því að öllum
líkindum vara menn við að líta á
það sem stranglega hefðbundinn
konsertforleik. Tsjaíkofskí samdi
þennan forleik haustið 1869 og
hefur verið sagt, að í honum birt-
ist persónulegur stíll tónskáldsins
fullskapaður í fyrsta skipti.
Landi Tsjaíkofskís, tónskáldið
Balakírev, átti fmmkvæðið að því
Barry Wordsworth hljómsveit-
arstjóri.
að Tsjaíkofskí fór að túlka hið
mikla ástardrama Shakespeares,
Rómeó og Júlíu, í tónum. Sam-
vinna þeirra varð náin og sendi
Tsjaíkofskí Balakírev uppkast að
aðalstefjum tónverksins og hinn
síðamefndi svaraði með ítarlegri
gagnrýni, sem oft leiddi til þess
að stefín vom endumnnin.
Gátutilbrigðin
eftir Elgar
Enska tónskáldið Edward Elg-
ar fæddist í Broadheath hjá
Worchester 2. júní 1857, og an-
daðist í Worchester í febrúar árið
1934. Faðir hans var organleikari
og eigandi hljóðfærahúss. Elgar
stundaði aldrei eiginlegt tónlist-
amám en lærði því meir á að
heyra og iðka tónlistina. Fyrsta
tónsmíð Elgars var flutt árið 1883
og tveimur ámm síðar gerðist
hann eftirmaður föður síns, sem
organisti við kaþólsku kirkjuna í
Broadheath. Elgar aflaði sér mik-
illar frægðar með óratóríunni
Draumur Gerontíusar, sem enn
er oftlega flutt á Englandi. Hann
var heiðraður með doktorsnafnbót
af flestum háskólum Englands og
árið 1904 var hann aðlaður. Með
Edward Elgar hefst nýtt tímabil
í tónlistarsögu Englendinga, er
hann á sinn hátt reynir að tengja
saman klassískan og rómantískan
stfl.
Fyrstu tónsmíðar Elgars bera
vott um ríka skapandi tónlistar-
gáfu, en Enigma-tilbrigðin op. 36,
Gátutilbrigðin, sem Sinfóníu-
hljómsveitin flytur á tónleikum
sínum á fímmtudagskvöld og Elg-
ar samdi árið 1899, skipuðu
honum í fremstu röð tónskálda
Evrópu.
Gátutilbrigðin em fjórtán tals-
ins og byggjast á fmmsömdu
stefí. Tónskáldið hefur lýst því,
að tilbrigðin eigi að lýsa sérkenn-
um fjórtán vina þess. Gátuna
sjálfa (The Enigma) sem í verkinu
á að felast, neitaði höfundurinn
hins vegar ætíð að skýra.
(Vilhelm G. Kristinsson tók
saman.)
Yerður Hrafni Guim-
laugssyni lokað?
eftirEið Guðnason
Nei, nei, nei. Auðvitað verður
Hrafni Gunnlaugssyni ekki lokað.
Ekkert frekar en Bylgjunni verður
lokað. Það hefur engum lifandi
manni dottið í hug.
í þjóðfélagi lýðræðis og frelsis,
sem við búum við á Islandi, hefur
auðvitað hver maður rétt til sinna
skoðana. En einhvem tíma var sagt:
Frelsi þitt endar þar sem nef náung-
ans bytjar. Frelsi fylgja skyldur,
ríkar skyldur, ekkert síður en rétt-
indi.
Það er ekki hluti af frelsinu að
ljúga mönnum upp skoðanir og
leggja síðan út af lygunum. Slíta
setningar úr samhengi, eins og
varaforseti Bandalags íslenskra
listamanna gerir í grein sinni
„Verður Bylgjunni lokað?“ í laugar-
dagsblaði Morgunblaðsins. Það er
satt best að segja svo hrikalega
ómerkilegur málflutningur að engu
tali tekur. Eg hélt sannast sagna
að Hrafn Gunnlaugsson bæri meiri
virðingu fyrir sannleikanum en
fram kemur í þessari grein hans.
Nú veit ég að svo er ekki.
í áðumefndri grein gerir Hrafn
Gunnlaugsson mér upp þá skoðun
að ég hafi barist gegn því að út-
varpsrekstur yrði frjáls á íslandi.
Og tekur eina setningu — slitna úr
samhengi — til sannindamerkis um
það. Þetta er rangt. Alrangt. Svo
einfalt er það.
Eg gagnrýndi mörg ákvæði út-
varpslagafrumvarpsins er það var
til meðferðar á Alþingi. En ekki
það að frelsið skyldi aukið. Ég
var því fylgjandi og það kom
fram í mörgum þingræðum um
málið.
Vinnubrögðin við afgreiðslu
málsins vom hins vegar með þeim
hætti að ég sætti mig ekki við, að
hið háa Alþingi skyldi kasta hönd-
unum til jafnmikilsverðrar laga-
gerðar og hér var um að ræða.
Það er vissulega staðfesting á
gagnrýni minni og míns flokks að
menntamál&ráðherra hefur nú fyrir
nokkru — eftir að lögin hafa gilt í
rúmt ár skipað nefnd ágætra manna
til að endurskoða þau og sníða af
þeim helstu annmarka, sem á þeim
voru eins og þingið samþykkti þau.
Því ber að fagna.
Lesendum Morgunblaðsins til
fróðleiks fer hér á eftir það sem
ég sagði við afgreiðslu útvarpslaga
í efri deild 13. júní 1985, kaflinn
sem Hrafn Gunnlaugsson tekur
eina setningu úr (Alþingistíðindi
1985 bls. 6461):
„Herra forseti.
Eg hugsa að vinnubrögðin í
kringum allt þetta mál verði lengi
í minnum höfð. í fyrsta lagi tel ég
að þau vinnubrögð sem viðhöfð
voru í nefnd i neðri deildi muni
verða í minnum höfð um það hvem-
ig eigi ekki að starfa að málum,
eða hvemig eigi að starfa að málum
til að skapa sem mestan glundroða
í kringum þau.
Nú er nærfellt víst að þetta mál
verður afgreitt frá Alþingi, það
horfir að minnsta kosti í það með
minnihluta atkvæða, þannig að
þessi útvarpslög sem á að fara að
samþykkja njóti ekki stuðnings
meirihluta þingsins. Mér sýnist allt
stefna í það. Það er afar óheppilegt
og það er afar slæmt. Ég er fylgj-
andi því frelsi sem þessi lög gera
ráð fyrir að verði aukið frá því
sem var þegar Ríkisútvarp/sjón-
varp hafði eitt rétt til að útvarpa
og sjónvarpa. Ég er fylgjandi því
að þannig skuli að staðið. (Let-
urbr. mín.) En þessi lög, sem nú
er verið að samþykkja, em þannig
úr garði gerð, ég hef áður bent á
það hér að mörg ákvæði þeirra, eða
sum, fá ekki staðist. Gildistöku-
ákvæðin eru út í hött og mgl. Þess
vegna er ekki hægt að segja já.
Samviska manns segir að ef Al-
þingi lætur lög þessi fara frá sér
með þeim hætti sem nú gerist sé
Eiður Guðnason
það til ævarandi háðungar. Þess
vegna, herra forseti, ekki vegna
þess að ég sé á móti því frelsi,
síður en svo, svo sem lögin gera
ráð fyrir, heldur vegna þess
hvernig þessi lög eru tæknilega
úr garði gerð, þá segi ég nei.“
(Leturbr. mín.)
Varaforseti Bandalags íslenskra
listamanna lætur sér sæma að slíta
setninguna um það að ef Alþingi
láti svo gallaða löggjöf frá sér fara
þá sé það til háðungar, úr sam-
hengi, og gera mér upp skoðanir
samkvæmt því.
Slík vinnubrögð em háttur for-
stokkaðra kerfiskarla frá fyrri tíð
og ég gerði mér vonir um að þau
tíðkuðust ekki lengur. En ómerki-
legheit af þessu tagi eiga sér
greinilega traustan fulltrúa í Hrafni
Gunnlaugssyni, varaforseta Banda-
lags íslenskra listamanna og
dagskrárstjóra sjónvarpsins. Því
miður.
Að lokum óska ég svo Bylgjunni
og Stöð 2 langlífis. Holl og heiðar-
leg samkeppni er af hinu góða og
leiðir til bættrar þjónustu við þá sem
hlusta og horfa.
Höfundur er einn af alþingis-
mönnum Alþýðuflokksins.
Ung stúlka við einfaldar mengunarmælingar á vatni úr tjörn. Víða
erlendis er lögð áhersla áað kynna unga fólkinu mengunarmálin.
Mengimarmæling-
ar verður að auka
VIÐ lauslega athugun Náttúru-
verndarfélags Suðvesturlands
hefur komið í ljós að mengunar-
mælingar hér á landi eru
takmarkaðar og vantar alveg á
sumum sviðum.
Með mengunarmælingum er átt
við mælingar á ákveðnum efnum
og efnasamböndum í jarðvegi, í
lofti, í vatni og í sjó, efnum sem
geta valdið alvarlegri röskun á nátt-
úrunni og verið hættuleg mönnum
ef þau fara yfír ákveðið magn.
Ollum er ljóst að þessar mæling-
ar þarf að gera reglulega til að-
fylgjast með hægfara breytingum
og ekki síst til að sjá hvort „slys“
hafa orðið hjá okkur eða í nágrenni
við okkur og hvort mengunarvald-
andi efni séu að aukast.
Oft eru þessar mælingar ódýrar
og auðveldar í fqamkvæmd. Hjá
Norðurlöndunum og öðrum ná-
grannaþjóðum okkar er áhugi fyrir
að fá frá okkur upplýsingar til sam-
anburðar og til að auka vitneskju
um dreifingu mengunarefna.
Náttúruvemdarfélag Suðvestur-
lands hvetur þá aðila sem að
einhveijum slíkum mælingum
standa að birta niðurstöður sínar
og stjómvöld til að upplýsa hvað
þau hyggjast gera til að kippa þess-
um málum í lag og hve fljótt.
Rétt er að minna á hve mikil-
vægt þessi vitneskja er fyrir framtíð
íslensku atvinnuveganna.
(Fréttatilkynning)
Menningarstof nun
Bandaríkjanna:
Sýningu J.E.
Sydow að ljúka
SÝNINGU J.E.Sydow á „collage“
myndum og smáskúlptúrum i
Menningarstofnun Banda-
ríkjanna lýkur föstudaginn 20.
mars nk.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 10.00-17.30 og til kl. 20.00 á
fimmtudaginn. Sýningunni lýkur
síðan föstudaginn 20. mars kl.
17.30.