Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 41 Dr. Jón Bragi Bjarnason „Með nánari samvinnu rannsóknastofnana og fyrirtækja hefur skap- ast það vandamál fyrir stofnanirnar, að þær geta ekki boðið sér- fræðingum þau kjör, sem fyrirtækin gera, þegar þau sækjast eftir hæfu starfsfólki. Þetta er hliðstætt kjara- vandamálum skólakerf- isins, sem áður voru nefnd. Þess vegna ger- ist það æ tíðara að ungt og vel menntað fólk fær reynslu á stofnunum, en er síðan keypt til atvinnulí fsins. “ Rannsóknaráð ríkisins og Rann- sóknasjóð. Tillögur nefndarinnar, sem birtast í samræmdu formi í þessu frumvarpi, virðast að flestu leyti vera til bóta en mikið veltur þó á reglugerðinni með lögunum og framkvæmd laganna, sérstak- lega hvað fjárveitingu í sjóðina varðar. Athyglisverð nýmæli eru m.a. að gert er ráð fyrir að veita megi styrki úr Vísindasjóði til allt að þriggja ára. Þá er í mörgum tilvik- um skilyrði um mótframlög frá atvinnufyrirtækjum við styrkveit- ingar úr Rannsóknasjóði. Með þessu móti dregur sjóðurinn fé að rann- sóknum. Þannig á sjóðurinn að stuðla að samstarfi um vel skil- greind rannsóknaverkefni og að auknu fé til rannsókna umfram ráðstöfunarfé sjóðsins. Með nánari samvinnu rannsókna- stofnana og fyrirtækja hefur skapast það vandamál fyrir stofn- anirnar, að þær geta ekki boðið sérfræðingum þau kjör, sem fyrir- tækin gera, þegar þau sækjast eftir hæfu starfsfólki. Þetta er hliðstætt kjaravandamálum skólakerfísins, sem áður voru nefnd. Þess vegna gerist það æ tíðara að ungt og vel menntað fólk fær reynslu á stofnun- um, en er síðan keypt til atvinnulífs- ins. Þetta væri jákvætt og eðlilegt, ef stofnanirnar væru ekki svo veik- burða og fámennar fyrir, og ef flæði væri gagnkvæmt frá fyrirtækjum til stofnana, en launamunur virðist fyrirbyggja það. Af þessum sökum verður æ brýnna að rannsókna- stofnanir fái meira sjálfstæði í rekstrarlegum efnum og geti ráðið og haldið því sérfræðiliði, sem nauð- synlegt er til að halda samfellu í starfseminni og byggja upp þekk- ingu á nýjum sviðum. Á síðustu árum hefur gætt vax- andi áhuga íslenskra fyrirtækja á rannsóknum. Þetta kemur meðal annars fram í því að á sex árum Dr. Ágúst Kvaran efnafræðingur við Raunvisindastofnun Háskólans notar leysigeisla til efnarannsókna. milljónum króna í 150 milljónir króna og færa hann þar með í svip- að horf líkra sjóða í nágrannalönd- um okkar. Því miður var þetta ekki gert, en rökstuddar ábendingar frá Rannsóknaráði ríkisins um fjár- magn til sumra málaflokka liggja nú þegar fyrir (Rannsóknaráð ríkis- ins Rit 1986: 1 og 2). Skipulagsmál rannsóknarstarf- seminnar hafa verið í mikilli óvissu um langt árabil. Nú eru nærri tíu ár liðin síðan þáverandi mennta- málaráðherra skipaði nefndir til að endurskoða gildandi lagaákvæði um Rannsóknaráð ríkisins og Vísinda- sjóð. Nefndirnar skiluðu niðurstöð- um sínum á árunum 1981 og 1982. Nú fyrir nokkrum vikum var loks lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um Vísindaráð og Vísindasjoð, hafa þau þrefaldað hlutfall sitt í framkvæmd rannsókna og tvöfald- að hlut sinn í fjármögnum þeirra. Þrátt fyrir þessa ánægjulegu þróun vantar mikið á að íslensk fyrirtæki njóti sams konar stuðnings af opin- beru fé til rannsókna og þróunar- starfsemi og fyrirtæki annarra landa. Með skattaívilnunum og beinum styrkjum úr opinberum sjóðum greiðir hið opinbera þar fyr- ir hluta af þeim rannsóknum, sem fyrirtækin framkvæma. Að þessu leyti eru skilyrði til nýsköpunar óhagstæðari íslenskum fyrirtækjum en samkeppnisaðilum þeirra í öðr- um löndum. Höfundur er prófessor í lífefna- fræði við Háskóla ísiands. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSCEIR SVERRISSON Erich Honecker (til hægri) hefur daufheyrst við boðskap Mikhails Gorbachev. Austur-Evrópa: Valdhafar óttast umbætur Gorbachevs Sovétleiðtoga LEIÐTOGAR ríkja Austur-Evrópu og almenningur allur hefur fylgst grannt með þróun mála í Sovétríkjunum eftir að Mikhail S. Gorbachev, aðalritari kommúnistaflokksins, hóf að boða um- bótaherferð sína. Varfærni hefur einkennt viðbrögð stjórnvalda i austanfjaldsríkjunum en undir niðri leynist ótti. Þótt Kremlveij- ar hafi sagt að breytingarnar í Sovétrikjunum séu ekki liugsaðar sem forskrift fyrir Varsjárbandalagsrikin vita valdhafar þar betur. Yfirvöldum í Tékkóslóvakíu stendur einkum ógn af herferð Gorbachevs gegn spillingu, stöðn- un og pukri. Viðbrögðin hafa verið æði mótsagnakennd og virðist kominn upp ágreiningur innan stjórnar Gustavs Husak. Nokkrir stjómmálaskýrendur hafa tekið dýpra í árinni og sagt að valdabar- átta sé í uppsiglingu. Lubomir Strougal forsætisráðherra er sagður vera í fylkingarbrjósti þeirra sem vilja hverfa frá algerri miðstýringu. Nýlega sagði Stro- ugal í ræðu að stjórn efnahagslífs- ins væri svipuð og tíðkaðist á Stalínstímanum. Lærisveinar Brezhnevs Allt frá því sovéskar hersveitir réðust inn í Tékkóslóvakíu árið 1968 hefur allt umbótatal verið á bannlista stjómvalda þar. Husak hyggst hvergi hvika frá þessu og virðist reiðubúinn að beita hörðu. Hins vegar lýsti Bohuslav Chno- upek utanríkisráðherra því yfir nýlega að stefna Gorbachevs end- urspeglaði sannan byltingarmóð, dirfsku og manngæsku kommún- ismans. Ráðherrann lét þessi orð falla er Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sótti tékkneska skoðanabræður sína heim. Viku síðar hélt Vasil Bilak, helsti hugmyndafræðingur tékkneska kommúnistaflokksins, sannkallaða þrumuræðu þar sem hann sagði ákveðna „tækifæris- sinna“ hafa í hyggju að færa sér breytingar í Sovétríkjunum í nyt til að „breiða yfir andfélagslegt athæfi". Erich Honecker, leiðtogi aust- ur-þýska kommúnistaflokksins, virðist láta sem honum sé öldung- is ókunnugt um hvað gengur á í Moskvu. Hann hefur enn ekki minnst opinberlega á ræðuna frægu sem Gorbachev flutti á þingi miðstjórnar sovéska kom- múnistaflokksins 27. janúar þar sem hann boðaði m.a. róttækar stjórnkerfisbreytingar, sem tryggja eiga lýðræðislega stjórn- arhætti. Honecker, sem er orðinn 74 ára gamall mun brátt fara frá Nikolai Ceaucescu, forseti Rúmeníu. og telja má víst að Gorbachev muni þrýsta á um að skipaður verði frjálslyndari maður í hans stað. Gustav Husak og Erich Honecker sækja stjórnarhætti sína í smiðju Leonids Brezhnevs fyrrum Sovétleiðtoga en Gorbae- hev hefur oftlega lýst valdaskeiði hans sem tímabili spillingar og stöðnunar. Ráðamenn í Rúmeníu dauf- heyrast enn við umbótaherferð- inni. Á þeim tveimur áratugum sem Nikolai Ceaucescu forseti hefur verið við völd hafa hann og undirsátar hans unnið það eitt sér til frægðar að hafa lagt efnahag landsins í rúst. Almenningur hefur mátt laga sig að sífelldum mat- vælaskorti. Skortur á raforku og öðrum orkugjöfum er slíkur að gripið hefur verið til skömmtunar þriðja veturinn í röð. Skömmtunin miðast við að hámarkshiti í íbúð- um sé 14 gráður á celsíuskvarða. Algjör stöðnun einkennir efna- hagslífið og öryggislögreglan þykir sú ósvífnasta í austantjalds- ríkjunum. Ceaucescu hélt nýlega hátíðlegt 69 ára afmæli sitt.' Við það tækifæri sagði hann að frjáls samkeppni og markaðshyggja gæti á engan hátt fallið að grund- vallarhugsjónum sósíalismans. Því væri sjálfstæði fyrirtækja ein- ungis hugsanlegt með ströngu eftirliti flokksins. Einkaeign og sjálfsforræði leiddi einungis til þe.;s að kapítalismi ryddi sér til rúms og þar með væri hlutverki flokks og ríkis hafnað. Fordæmi Ungveija Öðru máli gegnir um Pólland og Ungveijaland. Stjómvöld þar hafa þegar reynt að hrinda ýms- um endurbótum í framkvæmd. Ungveijar hafa gengið einna lengst. Einkafyrirtækjum hefur verið leyft að starfa og árangurinn virðist góður. Til fróðleiks má geta þess að ungversk fyrirtæki hafa selt tölvuforrit til Banda- ríkjanna á meðan algert svart- nætti ríkir í þeim málum í hinum austantjaldsríkjunum. Gorbachev lýsti yfir ánægju sinni er hann sótti Ungvetja heim á síðasta ári og hvatti til þess að áfram yrði haldið á sömu braut. Orð leið- togans hafa vafalaust glatt yngri menn í valdastéttinni sem bíða þess að Janos Kadar, sem stjórnað hefur landinu frá 1956, fari frá. I Póllandi hóf Jaruzelski hers- höfðingi að veita pólitískum föngum sakaruppgjöf í september á síðasta ári, fimm mánuðum áður en tilkynnt var í Moskvu að 150 andófsmönnum yrði sleppt úr haldi. Jaruzelski er líklega trygg- asti bandamaður Gorbachevs austan járntjaldsins. Júgóslavar hafa allt frá dögum Títós reynt að fara eigin leiðir og er hann féll frá árið 1980 linuðu kommúnistar tök sín á lands- mönnum. Valdið hefur í auknum mæli verið fært til lýðvelda og sjálfsstjórnarsvæða og einstakl- ingum hefur verið leyft stofna samtök innan kommúnistaflokks- ins. Vald flokksins er ekki óskorað líkt og í öðrum ríkjum Austur- Evrópu og því má einna helst vænta raunverulegra breytinga í Júgóslavíu. Mikhail Gorbachev mun freista þess að þoka leppríkjunum í um- bótaátt. Honum er einkum umhugað um að endurreisa efna- hagslíf þessara ríkja sem unda- tekningarlítið er í molum. Vafalaust treystir hann á að stefna hans höfði einkum til yngri og fijálslyndari manna og þeir verði reiðubúnir að takast á við vandann þegar þeir valdhafar sem daufheyrast við boðskapnum hverfa af sjónarsviðinu. Heimildir:Newsweek, Der Spi- egel, Economist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.