Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 25 Bandaríkin: Greiðslu halli meiri Washington, Reuter. GREIÐSLUHALLI Banda- ríkjanna við útlönd varð meiri en nokkru sinni áður síðustu þrjá mánuði ársins 1986. Nam hann 36,84 milljörðum dollara á þessu tímabili en var 140,57 milljarðar dollara fyrir árið allt. Á árinu 1985 nam greiðsluhallinn alls 117,68 milljörðum dollara. Þessar upplýsingar koma fram samtímis því, sem mikil barátta er að hefjast á Bandaríkjaþingi um við- skiptalöggjöf milli þeirra, sem fylgjandi eru frjálsrí verzlun og hinna, sem vilja taka upp verndar- stefnu. Á aðeins þremur árum hafa Bandaríkin breytzt úr því að verða mesti lánveitandi heims í það að verða skuldugasta ríki heims. Þetta þýðir, að erlendir fjárfestingaraðilar eiga meira hjá Bandaríkjamönnum en þeir síðarnefndu hjá erlendum þjóðum. Þetta hefur aldrei gerzt síðan 1914. ^ Reuter BÆNDURHELLA NIÐUR VINI Alda verkfalla gengur nú yfir Spán. Bændur, lækn- ar og byggingaverkamenn tóku í gær þátt í aðgerðum til að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórn- ar Felipe Gonzalez forsætisráðherra í efnahags- málum. Bændurnir á myndinni eru að hella niður víni til að mótmæla stefnu stjórnarinnar i land- búnaðarmálum, bæði á Spáni og innan Evrópu- bandalagsins. Fyrsti blaðamannafundur Reagans í fjóra mánuði: Vopnasölumálið verður þungamiðja fundarins Poindexter neitar enn að bera vitni Washington, AP, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti heldur á fimmtudag blaða- mannafund og lýkur þar með fjögurra mánaða hálfgildings ein- gangrun hans frá fjölmiðlum. John Poindexter, fyrrum öryggis- málaráðgjafi forsetans, neitaði enn einu sinni að bera vitni fyrir þingnefnd í gær. Poindexter neitaði að svara fjórum spumingum þingmannsins Jack Bro- oks og vísaði til réttar síns um að hann þyrfti samkvæmt stjómarskrá ekki að svara spumingum, sem gætu orðið til sakfellingar hans. Brooks er formaður undimefndar fulltrúadeildar þingsins um aðgerðir stjómarinnar. Nefndin kannar nú aukin umráð stjómar og hers yfir upplýsingum, sem ekki teljast leyni- legar. Poindexter sagði af sér í nóvemb- er vegna vopnasölumálsins og hefur hann neitað að bera vitni fyrir þrem- ur öðmm nefndum. Þær nefndir öldunga- og fulltrúadeildar, sem kanna vopnasöluna til írans og greiðslur til skæruliða, íhuga nú hvort veita eigi Poindexter uppgjöf saka fyrirfram til þess að knýja hann til að bera vitni. Víst er að spumingum um vopna- sölumálið og greiðslur til skæruliða í Nicaragua mun rigna yfir forsetann á blaðamannafundinum. Þegar Reagan hélt síðast blaða- mannafund, 19. nóvember 1986, sex dögum áður en í ljós kom að greiðsl- ur fýrir vopnin, sem íranar keyptu, mnnu í vasa skæmliða, varði Reagan hina leynilegu vopnasölu. Þá neitaði hann einnig að þriðji aðili hefði átt þar hlut að máli, þótt vitað hefði verið að israelar léku stórt hlutverk í vopnasendingum. I Hvíta húsinu varð að gefa út leiðréttingu að blaða- mannafundinum loknum. Frammistaða Reagans í viðureign- inni við blaðamenn á þessum fundi átti m.a. þátt í því að þeim fór fækk- andi, sem sögðust í skoðanakönnun- um telja forsetann standa sig vel í embætti. Síðan í nóvember hefur Reagan, sem heldur fram að hann hafi ekk- ert vitað um greiðslur til skæmliða, breytt afstöðu sinni til íransmálsins. Eftir að skýrsla rannsóknamefndar Johns Tower, fyrmrn öldungadeild- arþingmanns repúblikana, kom út sagði Reagan að það hefðu verið mistök að selja írönum vopn. í vikulegri útvarpsræðu sinni á laugardag lauk forsetinn lofi á Ge- orge Shultz utanríkisráðherra og Caspar Weinberger vamarmálaráð- herra, sem báðir vom andvígir vopnasölunni og bætti við: „Ég hafði rangt fyrir mér.“ Þótt blaðamannafundurinn á fimmtudag muni í stómm dráttum snúast um vopnasölumálið er líklegt að Reagan verði einnig spurður um framvindumala í afvopnunarviðræð- um Bandaríkjamanna og Sovét- manna og samningaumleitanir við Bandaríkjaþing um flárlög. Bandaríkjamenn lögðu í síðustu viku fram drög að samningu í af- vopnunarviðræðunum í Genf og em þær svar við tillögu Mikhails Gorbac- hevs, aðalritara sovéska kommúni- staflokksins, um að útrýma meðaldrægum kjamorkuflaugum í Evrópu. Marlin' Fitzwater, talsmaður for- setans, var spurður um undirbúning undir blaðamannafundinn, sem verð- ur hálfrar klukkustundar langur, og var svarið að hann hefði verið með hefðbundnu sniði. Hann sagði að Reagan hefði feng- ið ýmsar upplýsingar um innan- og utanríkismál til að kynna sér og fyr- ir fundinn yrði æfing. Þá myndu ýmsir aðstoðarmenn forsetans spyrja hann í þaula. Maiju Kaajakar, einn foringja Græningja, skálar í hópi stuðnings- manna. Fylgi f lokkanna Ilclsinki, AP. FYLGI stjórnmálaflokkanna í Finnlandi í þingkosningunum á sunnu- dag og mánudag skiptist á eftirfarandi hátt, samkvæmt fyrri talningu atkvæðanna. í svigunum eru úrslit kosninganna 1983. Fylgi í % Þingsæti Jafnaðarmenn 24,3 (26,7) 56 (57) Hægriflokkurinn 23,2 (22,1) 53 (44) Miðflokkurinn 17,6 (17,6) 40 (38) Kommúnistar I 9,4 (13,4) 16 (27) Dreifbýlisflokkurinn 6,3 ( 9,7) 9(17) Sænski þjóðarflokkurinn 5,3 ( 4,6) 13(10) Græningjar 4,0 ( 2,0) 4 ( 2) Kristilegi flokkurinn 2,6 ( 3,0) 5 ( 3) Stjómarskrárflokkurinn 0,1 ( 0,4) 0( 1) Kommúnistar II 4,3 ( - ) 4 Flokkur ellilífeyrisþega 1,2 Aðrir 1,7 ( - ) 0( 1) Svíþjóð: Draga í efa rétt mæti að- stoðar sinn ar við Eþíópíu Stokkhólmi. AP. SVIAR draga í efa réttmæti að- stoðar sinnar við Eþíópíu, samkvæmt skýrslu Sænsku þró- unarstofnunarinnar, SIDA, þar sem fram kemur hörð gagnrýni á þá stefnu stjórnarinnar í Addis Ababa að flytja milljónir manna úr sveitum í bæi. í skýrslu stofnunarinnar eru létt- vægar fundnar fullyrðingar Eþíópíustjórnar um að matvæla- framleiðsla aukist við samyrkjubú- skap og samþjöppun fólks í bæjum. Lars Augustinson, sem starfar á landbúnaðardeild stofnunarinnar, sagði, að samkvæmt skýrslunni mundi SIDA „reyna að hafa áhrif á stefnu“ byggðaáætlunarinnar. Þegar hann var spurður, hvort Svíar hygðust hætta að inna af hendi framlög sín, sagði hann: „Ekki að svo stöddu.“ SIDA hefur skuldbundið sig til að greiða 20 milljónir sænskra króna (um 120 millj. ísl. kr.) árlega næstu þtjú árin til landbúnaðar- verkefna í Arsi-héraði í Eþíópíu. England og Wales: Nemendur sendir heim London, AP. TÆPLEGA tvær milljónir skólabarna í Englandi og Wal- es, voru send heim um hádegisbil á mánudag, er kennarar þeirra lögðu niður vinnu. í London söfnuðust um 20.000 kennarar saman á úti- fundi og hvöttu til samstöðu í aðgerðum er staðið hafa síðan á miðvikudag í síðustu viku. Þá hófust mótmæli gegn ákvörðunum Kenneth Baker, menntamálaráðherra, um kaup og kjör kennara og af- nám þess að þeir semji_ sem ein heild um kjör sín. í dag verður tekin ákvörðun um hvert verður framhald mót- mælaaðgerðanna. í Skotlandi hefur engin röskun orðið á kennslu, en þar semja kennar- ar beint við skosk yfirvöld um sín mál. Tékkóslóvakía: Fyrrum fram- bjóðanda stefnt Vínarborg.AP. TVEIR tékkneskir bræður voru í gær leiddir fyrir rétt í Prag, höfuðborg Tékkóslóv- akíu, sakaðir um undirróðurs- starfsemi og áróður gegn stjórnvöldum. Búist er við að réttarhöldin standi í þijá daga og fara þau fram tæpri viku eftir að fimm leiðtogar „Jazz- deildarinnar" voru sekir fundnir um ólögleg viðskipti. Annar bróðirinn er sakaður um undirróðursstarfsemi er hann bauð sig fram sem óháð- ur frambjóðandi í þingkosn- ingum á síðasta ári og getur hann átt von á eins til fimm ára fangelsisdómi. Hinn er sakaður um að hafa aðstoðað bróður sinn og getur hann átt von á sex mánaða til þriggja ára fangelsisdómi. EB: Hagstæður vöruskipta- jöfnuður Brussel, AP. TILKYNNT var í höfuðstöðv- um Evrópubandalagsins (EB) Brussel í gær að árið 1986 hefði skilað ríkjunum 12 hag- stæðum vöruskiptajöfnuði í fyrsta skipti í sögu bandalags- ins. Var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða dollara ( 224 milljarða ísl.kr.), en hafði verið óhagstæður um 31 milljarð dollara (1.240 milljarða ísl.kr.) árið 1985. Skýringin er að hluta til sú að verð á vörum er EB-ríkin flytja inn, t.d. á olíu, lækkaði meira en verð á vörum er þau flytja út. Reyndar lækkaði verð á útflutningsvörum EB- ríkjanna um 10% árið 1986 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í 30 ára sögu bandalagsins. Eiturgasleki í Frankfurt Frankfurt, AP. LÖGREGLAN í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi hvatti í gær íbúa í nokkrum hverfum borgarinnar til að halda sig innan dyra og hafa glugga lokaða þar sem eiturgas hafði lekið frá efnaverksmiðju í ná- grenninu. Loftsýni er tekin voru í gær bentu ekki til þess að hætta væri á ferðum, en lögreglan sagði að viðvörunin gilti þar til annað yrði tilkynnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.