Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
33
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þórður Stefánsson, framkvæmdastjóri Kjörlands hf., í yfirfullri frystigeymslu kartöfluverksmiðjunnar
á Svalbarðseyri.
Birgðir af frönskum
kartöflum 100 tonn
Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyn:
Rekstrinum verður haldið áfram út maí
STJÓRN Kjörlands hf. ákvað i
gær að halda rekstri kartöflu-
verksmiðjunnar á Svalbarðseyri
áfram út maimánuð. Fyrirtækið
tók við rekstrinum í desember
og hefur reksturinn gengið illa.
Stjórn fyrirtækisins hefur skrif-
að stjórnvöldum bréf og óskað
eftir að jöfnunargjald af inn-
fluttum kartöflum renni til
kartöfluverksmiðjanna og sagði
Þórður Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Kjörlands hf., að
beðið væri eftir svari.
Kjörland mun óska eftir því við
forráðamenn þrotabús Kaupfélags
Svalbarðseyrar að fá leigutíma
verksmiðjunnar framlengdan út
maí, en mun ekki gera kauptilboð
í verksmiðjuna að svo stöddu, að
sögn Þórðar. Auglýst hefur verið
eftir tilboðum í eignir þrotabúsins
og rennur tilboðsfresturinn í dag.
Erfiðleikar verksmiðjunnar stafa
fyrst og fremst af söluerfiðleikum,
að sögn Þórðar. Mánaðarleg sala á
framleiðsluvörum hennar er um V3
af framleiðslunni og hefur megnið
af framleiðslunni því farið í frysti-
geymslur. Frystigeymslur fyrirtæk-
isins á Svalbarðseyri eru að verða
fullar, en þar eru nú um 100 tonn
af frönskum kartöflum. Samsvarar
það 5 mánaða sölu eins og hún er
nú. Sagði Þórður að mikill innflutn-
ingur á erlendum frönskum kartöfl-
um væri ástæðan fyrir söluerfiðleik-
um fyrirtækisins, en innfluttu
kartöflurnar væru mun ódýrari en
kartöfluverksmiðjan gæti boðið.
Taldi hann líklegt að erlenda fram-
leiðslan væri niðurgreidd, svo lágt
væri verðið.
Þórður sagði að næstu vikurnar
yrðu notaðar til að skoða möguleika
á framtíðarrekstri kartöfluverk-
smiðju á Svalbarðseyri. Þá yrði
reynt að auka söluna með auglýs-
ingum og fleiru.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar
hefur beitt sér fyrir stofnun starfs-
hóps um kartöflumálin. í hópnum
eiga sæti fulltrúar frá sölufyrir-
tækjunum þremur, Búnaðarsam-
bandinu og Iðnþróunarfélagi
Eyjafjarðar. Haukur Halldórsson
formaður Búnaðarsambandsins
sagði að tilgangurinn væri að reyna
að fá bændur til að vinna saman
að sölumálunum. Einnig væri fyrir-
hugað að hópurinn tæki út rekstur
kartöfluverksmiðjunnar.
Léleg kartöf luuppskera
samkvæmt kerlingabókum
KARTOFLUBÆNDUR í Eyja-
firði eru farnir að velta fyrir sér
uppskeruhorfum fyrir sumarið.
í ljósi reynslunnar eiga sumir
von á lélegri uppskeru, eða jafn-
vel uppskerubresti.
Guðmundur Þórisson í Hléskóg-
um segir að undanfarin 8 ár hafi
alltaf sprottið vel þegar staðið hafi
á jöfnu tölunni en illa á odda-
tölunni. Því hafi verið léleg upp-
skera og stundum uppskerubrestur
annað hvert ár.
Mikil og góð uppskera kom upp
úr kartöflugörðum Eyfirðinga
síðastliðið haust og 1987 er odda-
tala, þannig að menn eiga hálf-
partinn von á lélegri sprettu í
sumar, að sögn Guðmundar í Hlé-
skógum.
Skoðanakönnun Dags:
Framsókn tapar manni
Sjálfstæðisflokkurinn verður
stærsti flokkurinn í Norður-
landskjördæmi eystra eftir
þingkosningarnar í vor, sam-
kvæmt skoðanakönnun sem
Félagsvísindastofnun Háskólans
vann fyrir Dag og birt var í blað-
inu i gær. Flokkurinn hlýtur flest
atkvæði og fær tvo menn kjörna,
Framsóknarmenn fá nú næst-
flest atkvæði, en undanfarið hafa
þeir átt 1. þingmann kjördæmis-
ins.
Stjómarflokkarnir, Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur,
tapa báðir fylgi frá síðustu kosning-
um. Sjálfstæðisflokkur tapar örlitlu,
1,9%, heldur tveimur mönnum
sínum en Framsóknarflokkurinn
tapar 14,1% atkvæða og tapar
manni. Af þeim sem tóku afstöðu
sögðust 25,3% ætla að kjósa Sjálf-
stæðisflokk og fengi hann 2
þingmenn, Framsóknarflokkurinn
fær 20,6% og einnig tvo menn
kjörna, Alþýðubandalagið 18,2% og
einn mann, Alþýðuflokkurinn 16,9%
og einn mann, en hann fékk engan
mann í síðustu kosningum. Al-
þýðubandalagið fær 1,4% meira
fylgi en síðast og Alþýðuflokkur
bætir við sig 5,9%. 8,1% sögðust
ætla að kjósa J-lista, Samtakajafn-
réttis og félagshyggju (lista Stefáns
Valgeirssonar), 4,7% Kvennalist-
ann, 3,4% Þjóðarflokkinn, 2,4%
M-lista Flokks mannsins og 0,3%
Bandalag jafnaðarmanna. Enginn
þessara lista fær því mann kjörinn
skv. könnuninni en Bandalag jafn-
aðarmanna fékk uppbótarþing-
mann síðast.
Spumingin „ef alþingiskosningar
væru haldnar á morgun, hvaða
flokk eða lista heldurðu að þú
myndir kjósa?“ var lögð fyrir 346
manns í kjördæminu. 259 manns
gáfu upp ákveðinn flokk eða lista,
18 ætla ekki að kjósa, 7 ætla að
skila auðu, 11 neituðu að svara og
19 voru óákveðnir. 78,6% aðspurðra
vom því búnir að ákveða hvaða
flokk þeir ætla að kjósa.
Guðmimdur Þórisson, formaður Fé-
lags kartöflubænda við Eyjafjörð:
• •
Ongþveiti á markaðnum ef
verksmiðjunni verður lokað
„EF MÁLIN skýrast ekki fjótlega
selja menn ekki niður verksmiðju-
kartöflur í vor og margir munu
setja matarkartöflur niður í þá
garða. Ef sprettur yfirfyllist
markaðurinn hér næsta sumar
með tilheyrandi auknum skæru-
hemaði og niðurboðum," sagði
Guðmundur Þórisson, bóndi í Hlé-
skógum í Höfðahverfi og formað-
ur Félag^s kartöflubænda við
Eyjafjörð, í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins.
Þijú sölufyrirtæki
Guðmundur sagði að vandræði
kartöflubænda í Eyjafirði hefðu byij-
að þegar starfsemi Kaupfélags
Svalbarðseyrar lagðist niður, það
hefði annast nánast alia kartöflu-
dreifingu fyrir þá. Þá hefði verið
stofnað nýtt fyrirtæki, Kjörland hf.,
til að taka við kartöfludreifingunni
og rekstri kartöfluverksmiðjunnar á
Svalbarðseyri, með aðild KEA og
Ágætis. Kaupfélag Eyfirðinga ætti
60% hlutafjár, Hlutur hf. (hlutafélag
kartöfluframleiðenda) 20% og Ágæti,
(dieifingarmiðstöð matjurta) í
Reykjavík 20%.
Guðmundur sagði að um svipað
leyti hefði annað fyrirtæki, Öngull
hf., verið stofnað og dreifði það kart-
öflum í samkeppni við Kjörland hf.,
en eigendur þess væru kartöflubænd-
ur sem jafnframt ættu aðild að
Kjörlandi hf. Síðan hefði þriðja dreif-
ingarfyrirtækið, Eyfírska kartöflusal-
an hf., verið stofnað af 4 eða 5
kartöflubændum, sem staðið hefðu
utan Kjörlands á sínum tíma. Þetta
fyrirtæki dreifði eingöngu á
Reykjavíkursvæðið. Kjörland virtist
ekki ná tökum á dreifingunni og
hefðu framleiðendur þá orðið
óánægðir og farið að selja fram-
leiðslu sína beint í meira mæli en
áður. Forsvarsmenn Kjörlands teldu
hins vegar að dreifing þeirra hefði
gengið svona illa vegna þess að fram-
leiðendur hefðu farið að selja beint
og stundum á lægra verði.
Bændur fá ekkert
greitt hjá
verksmiðjunni
Sagði Guðmundur að rekstur kart-
öfluverksmiðjunnar hefði alltaf verið
erfíður, en aldrei sem nú, og það
hefði orðið til þess að erfiðara væri
að halda framleiðendum saman í sölu-
málum. Reksturinn hefði ekki verið
tekinn nógu föstum tökum af hálfu
rekstraraðila, og ekki hefðu heldur
fengist nógu skýr svör frá stjórn-
völdum um hvort halda eigi rekstrin-
um áfram eða ekki. Guðmundur sagði
ljóst að verksmiðjan gæti ekki staðið
á eigin fótum, en menn væru þó ekki
á eitt sáttir um hvað ætti að leggja
áherslu við stjómvöld. Flestir vildu
láta setja höft á innflutning á frönsk-
um kartöflum. Þeir vildu að franskar
kartöflur yrðu settar undir innflutn-
ingsnefnd garðávaxta, og innflutn-
ingurinn takmarkaður við það magn
sem verksmiðjumar hér önnuðu ekki,
á sama hátt og innflutningi annarra
landbúnaðarafurða. Sagði Guðmund-
ur að framleiðendur hefðu fengið
vilyrði fyrir því að jöfnunargjaldið
færi til kartöfluverksmiðjanna, eins
og það hefði gert að hluta í fyrra.
Þeir væm óánægðir með hvað það
skilaði sér illa. Svo virtist sem veru-
legur hluti af frönsku kartöflunum
væri fluttur inn til landsins sem fro-
sið grænmeti, og kæmust innflytjend-
ur þannig undan greiðslu jöfnunar-
gjaldsins.
Kjörland hf. er með kartöfluverk-
smiðjuna á Svalbarðseyri á leigu hjá
þrotabúi kaupfélagsins. Hún fór í
gang um miðjan desember og hefur
framleiðslan gengið vel, að sögn
Guðmundar, en salan illa. Birgðir
hlæðust upp, enda virtist dagleg sala
vera lítið umfram ‘/s hluta framleiðsl-
unnar þann daginn. Hann sagði að
bændur legðu verksmiðjukartöflum-
Morgunblaðið/Hclgi Bjarnason
Gudmundur Þórisson í Hléskógum
fyrir utan kartöflugeymslu sína.
ar þarna inn, en hefðu enn ekki
fengið krónu fyrir þær. Miðað við
núverandi verð á framleiðsluvörunum
gæti verksmiðjan ekki greitt bændum
helminginn af heildsöluverðinu fyrir
kartöflumar.
Stefnii í verra
öngþveiti
Guðmundur sagði að menn færu
ekki að setja niður verksmiðjukartöfl-
ur nema þeir sæu fram á að fá þær
borgaðar, og þvi mætti búast við enn
verra öngþveiti í sölumálum matar-
kartaflna eftir næsta sumar, það er
að segja ef kartöflurnar spryttu á
annað borð. Nú væru menn búnir að
panta áburð og væm að byrja að
taka frá útsæðið. Því væri slæmt
hvað ákvarðanir stjómvalda um
framtíð verksmiðjunnar hefðu dregist
lengi. Sumir bændur væm svo svart-
sýnir á ástandið að þeir hefðu dregið
áburðarpantanir sínar til baka, eða
minnkað þær.
Guðmundur sagði að þetta setti
marga bændur í vanda. Menn hefðu
haft töluverðar tekjur af ræktun kart-
aflna fyrir verksmiðjuna. Þeir væm
búnir að byggja kartöflugeymslur og
leggja í kostnað við vélar. Ef þeir
þyrftu nú að hætta þessari fram-
leiðslu og taka upp eitthvað annað í
staðinn, færi vemleg fjárfesting í
súginn á sajna tíma og byggja þyrfti
upp nýtt. í raun væri miklu hag-
kvæmara að halda verksmiðjunum
gangandi þó það kostaði eitthvað.
Miklar kartöflubirgfðir
í haust komu um 3.000 tonn upp
úr görðum kartöflubænda við Eyja-
flörð, um 1.700 af verksmiðjukartöfl-
um og 1.300 tonn af almennum
matarkartöflum. Fyrirtækin sem
dreifa kartöflum á Eyjafjarðarsvæð-
inu em búin að selja 150—160 tonn,
og sölutímabilið hálfnað, en árleg
sala á matarkartöflum eyfírskra kart-
öflubænda hefur oft verið um 1.000
tonn á ári. Fljótt á litið virðist sölu-
samdrátturinn vera mikill, en
Guðmundur telur að framleiðendur
hafi selt annað eins beint í verslanir.
Þá hafí komið kartöflur af Suður-
landi inn á sölusvæði sem Eyfirðingar
hefðu haft og einnig hefði neyslan
eitthvað minnkað. Þetta þýðir það
að framleiðandi, sem fengið hefur
100 tonn upp úr görðum sínum í
haust og eingöngu selt í gegn um
sölufyrirtækin, á ennþá yfír 80 tonn
í birgðum.