Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
47
* W/mSf
‘am*A f wm
Frá ráðstefnu sjálfstæðiskvenna um málefni aldraðra á Selfossi. Morgunblaðið/Ámi Johnscn
Málin rædd á landsbyggðinni
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi
hafa fundað stíft undanfarna
mánuði og auk funda þingmanna
flokksins, sm hafa verið fjölsóttir,
hafa verið haldnir fundir um ýmis
sérstök viðfangsefni. Eru viðkom-
andi mál þá kynnt af þeim sem
gleggst til þekkja, þau síðan rædd
fram og aftur og lausna leitað.
Fyrir skömmu stóð Landssam-
band sjálfstæðiskvenna fyrir ráð-
stefnu á Selfossi um málefni
aldraðra og var hún mjög vel sótt.
Snertir málið enda marga og voru
mörg fróðleg erindi flutt á ráðstefn-
unni. Þá héldu ungir sjálfstæðis-
menn ráðstefnu um landbúnaðar-
mál á Hellu
Frá ráðstefnunni um landbúnaðarmál á Hellu.
Margur er
knár
þó hann sé
smár
Þessi agnarsmái kettlingur á
höfði stóru kisu, sannar hið
fomkveðna að margur er knár þó
hann sé smár. Hann komst nefni-
lega alla leið til Boston af eigin
rammleik á einhvem mönnum öld-
Ungis gjörsamlega huldan máta.
Hið eina sem menn vita var að
þegar tollverðir vom að athuga
antik-sendingu þá mjálmaði sá
stutti og kjomst þannig í leitirnar.
Hann var að sjálfsögðu skráður sem
ólöglegur innflytjandi, en eftir mik-
ið japl, jaml og fuður komust menn
að þeirri niðurstöðu að veita bæri
honum dvalarleyfi.
Kettlinginn vantaði hins vegar
nafn, því að hann var hvergi nefnd-
ur í farmskjölum eða farþegaskrá.
í Boston er greinilega hin versta
gúrkutíð; a.m.k. stofnaði The Bos-
ton Herald til samkeppni um besta
nafn kattarins og er bamareiðhjóli
heitið í verðlaun.
Segið síðan að mennimir finni
sér ekki viðfangsefni!
Blús - Jazzkvöld
á Borginni
miðvikudag 18. mars
Þessar
hljómsveitir leika:
Blúshundar
Súld
íslenskar Brrruður!
- því það er stutt
ur bökunarofnunum okkar
á borðíð tíl þín.