Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 31 Morgunblaðið/Ingólfur Ililinir SU 171 landar loðnu til bræðslu og loðnuhrognum til frysting- ar á Eskifirði. Eskifjörður: Loðnuhrogn verk- uð dag og nótt Eskifirði. VINNSLA loðnuhrogna hefur nú staðið yfir í á aðra viku hjá Hrað- frystihúsi Eskifjarðar hf. og hefur verið unnið við hrogna- frystinguna bæði dag og nótt þennan tíma. Þegar þetta er skrifað er búið að frysta um 90 tonn af hrognum. að brúttó-verð loðnumjöls til út- flutnings sé um 16 þúsund krónur tonnið, þannig að útflutningur verk- smiðjunnar undanfarnar vikur nemur um 40 milljónum króna brúttó. - Ingólfur. N eytendasamtökin: Óháð nefnd fjalli um sölu og dreif- ingu lyfja NEYTENDASAMTÖKIN vilja beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda, að skipuð verði hið fyrsta óháð og óvilhöll nefnd til þess að gera úttekt á lyfsölu og lyfjadreifingu á Islandi. Ymsu í þeim málum er þannig háttað að tortryggni veldur meðal neytenda. I því sambandi má benda á nýlegar upplýsingar um álagn- ingu og lítið aðhald varðandi lyfja- innkaup í heildsölu. Oskiljanlegur er einnig sá háttur sem tíðkast ekki erlendis að veita neytendum nánast engar upplýsingar um seld lyf. Allt þetta mál endurspeglar vanvirðingu á íslenskum neytendum og sjálfsbirgingshátt tiltekinna fag- manna, sem er treyst fyrir mikil- vægu hagsmunamáli almennings. Það er því bæði von og ósk Neyt- endasamtakanna að nú verði brugðið skjótt við og málin sett í heilbrigðan og sanngjarnan farveg með þátttöku fulltrúa almennings. Danshópurinn „Blitz" frá Jazzballettskóla Báru varð í 1. sæti í hópriðli Elma Lisa Gunnarsdóttir bar sigur úr býtum í einstaklings- keppninni þetta árið Söngdúettinn „The Blue Diamonds" mun skemmta í Þórskabarett fram að páskum. Auk velgengni á hljómpölötu- markaði hafa „The Blue Diam- onds“ átt vinsældum að fagna sem skemmtikraftar og hafa þeir ferð- ast víða um heim við góðar undirtektir. Þeir taka nú sæti Tommy Hunt sem gestaskemmti- kraftar ’ ?>A>»cV*>ho*.**+-t munu skemmta þar ásamt Þuríði Sigurð- ardóttur, Hermanni Gunnarssyni, Ragnari Bjamasyni, Ómari Ragn- arssyni, Hauki Heiðari, Santos sextett og söngkonunni Guðrúnu Gunnarsdóttur. (Fréttatilkynning.) Danskeppni Tónabæjar: Elma Lísa Gunnarsdóttir sigraði í einstaklingskeppni URSLITAKEPPNI félagsmið- stöðvarinnar Tónabæjar í frjálsuin dansi fór fram siðast- liðið föstudagskvöld. Þetta er sjötta árið sem Tónabær stend- ur fyrir slíkri keppni og er keppt bæði í einstaklings- og hópriðli. Undankeppnir höfðu farið fram á átta stöðum á landinu viku áður en úrslitakeppnin fór fram, í Reykjavík, Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum, á Selfossi, Akra- nesi, ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Elma Lísa Gunnars- dóttir, Reykjavík, varð sigurveg- ari í einstaklingskeppninni. í öðru sæti varð Sara Stefánsdóttir, einnig úr Reykjavík, en báðar koma þær Elma og Sara úr Jazz- ballettskóla Báru. Þriðja sætið í einstaklingskeppninni hlaut Anna Sigurðardóttir úr Garðabæ, en hún stundar dansnám í Djas- sneistanum þar í bæ. I hópriðli varð danshópurinn „blitz" úr Reykjavík í fyrsta sæti. Hann skipa ijórar stúlkur úr Jazz- ballettskóla Báru, auk Elmu og Söru, þær Þórunn Birna Guð- mundsdóttir og Ásgerður Kjart- ansdóttir. Danshópurinn Cleó frá Djazzneistanum í Garðabæ hreppti annað sætið og Veirurnai- frá Dansnýjung í Reykjavík þriðja sætið. „The Blue Diamonds“ skemmta í Þórskabarett SÖNGDÚETTINN „The Blue Diamonds" mun skemmta gest- Áhrif al- þjóðlegrar hugmynda- stef nu á ís- lenska sagn- fræði MÁLSTOFA heimspekideildar gengst fyrir erindi fimmtudag- inn 19. mars kl. 16.15 í stofu 301 í Árnagarði. Ingi Sigurðsson dósent flytur erindi sem nefnist „Áhrif alþjóð- legra hugmyndastefnu á íslenska sagnfræði frá miðri 19. öld til 1930“. Að loknu erindi verða umræður. Öllum er heimill aðgangur. um veitingahússins Þórscafé næstu vikurnar fram að páskum og taka þeir sæti söngvarans Tommy Hunt í Þórskabarett. Dúettinn er vel þekktur í Evr- ópu og víðar og hefur sungið inn á fjölda hljómplatna, sem komist hafa á vinsældarlista víða um heim og selst í milljón- um eintaka. Þeir félagar Riem og Ruud eru fæddir í Indónesíu, en hafa verið búsettir í Hollandi frá barnsaldri og þar hófu þeir söngferil sinn. Árið 1961 gerðust þeir atvinnu- menn í tónlistinni og fyrsti smellur þeirra var Everly Brothers-lagið „Till I Kissed You“, sem komst í 2. sæti á hollenska vinsældarlist- anum. Síðan fylgdu fleiri lög sem náðu miklum vinsældum og einna vinsælast varð lagið „Ramona", sem seldist í 7 milljónum eintaka. Það komst í 1. sæti vinsældarlista í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Austurríki, Spáni, Sviss, Frakk!- andi og á Norðurlöndum og í Þýskalandi hélst lagið á lista í 23 vikur. Annað lag þeirra sem náði miklum vinsældum var lagið „Sukiyaki" sem hélst á topp-tíu listanum í Þýskalandi í 17 vikur. Þeir bátar sem lagt hafa upp hrogn til vinnslu hér eru Hilmir SU 171, Guðrún Þorkesldóttir SU 211 og Eldborg GK 13. Auk þeirra 90 tonna sem fryst hafa verið á Eski- firði úr þessum bátum hefur hluta hrognanna verið ekið til Reyðar- fjarðar til vinnslu hjá frystihúsi Kaupfélags Héraðsbúa. Jafnframt hrognavinnslunni er loðnubræðsla í fullum gangi og hefur nú verið land- að um 48 þúsund tonnum frá áramótum og alls um 110 þúsund tonnum á vertíðinni, sem mun vera með því mesta er hér hefur komið á land á einni vertíð. Að sögn Magnúsar Bjarnasonar framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar er þó ekki búið að bræða allt þetta magn, því að í hráefnageymslum verksmiðjunnar eru ennþá óunnin um 16-17 þúsund tonn af loðnu, sem jafngildir um 30 milljónum króna, miðað við það hráefnisverð sem í gildi hefur verið undanfarið. Þá sagði Magnús að undanfarið hafi verið skipað út um 2500 tonn- um af loðnumjöli, en miða má við TILHEYRIR ÞÚ HINUM BREIÐA MEIRIHLUTA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.