Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 Útgefandi iMitfrifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480.. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið Stuðlað að festu í öryggismálum Fundurinn í Höfða: Tmmmótatíllögur smíðaðar í flýti Staða íslands í öryggiskerfmu á norðurslóðum og þróun herfræðilegra þátta í næsta ná- grenni landsins var umræðuefni á ráðstefnu, sem Samtök um vestræna samvinnu og Boston Foreign Affairs Group frá Bandaríkjunum efndu til hér í Reykjavík í síðustu viku. Hvað sem líður áhrifum þeirra tíma- mótaviðræðna, sem Reagan og Gorbachev áttu í Höfða á haust- dögum, á sambúð austurs og vesturs er ljóst, að mat á öryggis- hagsmunum hverrar þjóðar byggist á úttekt á því, sem er að gerast í næsta nágrenni henn- ar. í því efni hafa ekki orðið neinar þær breytingar, sem kalla á endurmat á stefnu íslendinga í öryggis- og vamarmálum. Almennt séð hefur stefna ís- lands í þessum mikilvæga málaflokki stuðlað að stöðug- leika, sem er eitt af lykilorðun- um, þegar rætt er um öryggismál. Án stöðugleika tekst ekki að skapa traust milli aust- urs og vesturs. Þá er einnig ljóst, að vamarhlutverk íslands í ör- yggiskeðju Atlantshafsbanda- lagsins er þáttur í þeim fælingarmætti, sem er öflugasta vömin gegn því, að hugsanlegur árásaraðili þori að framkvæma hættuleg áform sín. Geri hann sér ljóst, að tjónið, sem hann verður sjálfur fyrir, verði meira en ávinningurinn af því að grípa til vopna er ólíklegra að til ófrið- ar komi heldur en við þær aðstæður, að hann mætti lítilli sem engri mótspymu. Þetta em einfold sannindi, sem maðurinn hefur skilið frá örófi alda. Það sem gerir þau sérstaklega ógn- vekjandi nú á tímum er kjamork- an; fyrir tilstilli hennar getur maðurinn gripið til gjöreyðingar sé á hann ráðist. Á Kóla-skaganum er eitt mesta kjamorkuvíghreiður ver- aldar. Þar eru bækistöðvar sovéska norðurflotans og hinna risastóru eldflaugakafbáta, sem eru þungamiðja hans. Þegar Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, var í Moskvu á dögunum minnti sovéski forsæt- isráðherrann, Nikolai Ryzhkov, á það í ræðu, að hafið skildi bæði Sovétríkin og ísland að og tengdi löndin saman. Á ráðstefnu eins og þeirri, sem haldin var í síðustu viku, leitast sérfræðingar við að skilgreina hlutverk sovéska flot- ans í heild, gildi einstakra skipategunda og þeirra flugvéla, sem ætlað er að veita flotanum loftvemd. Hvað sem slíkum skil- greiningum líður er ljóst, að á hættutímum yrði reynt að beita þessu mikla afli, hvar sem þess yrði kostur — jafnt á hafinu í nágrenni íslands sem gegn land- inu sjálfu. Hin síðari ár hafa Bandaríkja- menn verið að móta og fram- kvæma nýja framvarnarstefnu á höfunum. I Morgunblaðinu í gær er skýrt frá því, að John Leh- man, fráfarandi flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, telur, að þessi nýja stefna hafí þegar haft áhrif á æfingamynstur sovéska flotans. Hann haldi sig nær heimahöfnum en áður og þori ekki að fara lengra á haf út en svo að hann njóti ávallt vemdar flugvéla úr landi. Þetta era at- hyglisverð ummæli með íslenska hagsmuni í huga; séu þau rétt hefur æfíngasvæði sovéska flot- ans í nágrenni íslands færst norðar og fjær landinu. Hagsmunir risaveldanna skar- ast á höfunum við ísland. Undan þeirri landfræðilegu og herfræði- legu staðreynd getum við ekki vikist. Þetta kallar á mikla ábyrgð af okkar hálfu, sem verð- ur að byggjast á raunsæju mati. Ráðstefnur á borð við þá, sem haldin var á vegum Samtaka um vestræna samvinnu í síðustu viku, auðvelda það vandasama verk og ber því að fagna fram- taki af þessu tagi. Tíminn 70ára Tíminn, málgagn Framsókn- arflokksins, varð sjötugur í gær, 17. mars. Blaðið hefur á þessum ámm verið dyggur mál- svari Framsóknarflokksins og samvinnuhreyfingarinnar. Þá er það óvenjulegur þáttur í sögu þess, að í nærfellt 50 ár sat sami maðurinn á ritstjórastóli blaðs- ins, Þórarinn Þórarinsson. Af þessu má ráða, að það hafí löng- um ríkt festa í ritstjómarstefn- unni; Tíminn hefur aldrei verið byltingarblað. Raunar hefur það allra íslenskra blaða lengst stutt þá ríkisstjóm, sem setið hefur á hveijum tíma. Þrátt fyrir þessa festu í rit- stjómarstefnu Tímans hefur vegur blaðsins verið misjafn á 70 ára ferli þess. Er skemmst að minnast þeirrar uppákomu, er varð fyrir skömmu, þegar hið sígilda nafn blaðsins var lagt til hliðar um sinn og látið vílq'a fyr- ir stöfunum NT. Morgunblaðið þakkar Tíman- um samfylgdina í 70 ár og ámar blaðinu heilla á þessum tímamót- um með óskum um langa framtíð. eftirDon Oberdorfer Tillagan, sem Bandaríkjamenn lögðu fram á Reykjavíkurfundin- um um að öllum langdrægum eldflaugum skyldi eytt á 10 árum - „líklega umfangsmesta og mik- ilvægasta afvopnunartillaga, sem um getur“ eins og Reagan Bandaríkjaforseti sagði um hana - var samin í flýti á fundi so- véska utanríkisráðherrans og tveggja bandarískra embættis- manna, sem höfðu varla til þess umboð. Höfundar þessarar snöggsoðnu hugmyndar, sem var svar við þeirri kröfu Eduards Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, að stórveldin stæðu við ABM-samning- inn fra 1972 í 10 ár enn, komu henni síðan til Johns M. Poindext- er, þáverandi öryggisráðgjafa, sem aftur kynnti hana fyrir George P. Shultz, utanríkisráðherra. Skömmu eftir klukkan 14 sunnu- daginn 12. október las Shultz upp tillögumar í heyranda hljóði í Höfða en höfundar þeirra voru þeir Ric- hard N. Perle, aðstoðarvamarmála- ráðherra, og Robert B. Linhard, sérfræðingur þjóðaröiyggisráðsins í afvopnunarmálum. Sagði Shultz sovésku embættismönnunum, sem vom viðstaddir, að hér væri um að ræða óopinbera tillögu af hálfu Bandaríkjamanna. Hálftíma síðar var tillagan lögð fyrir Reagan til samþykktar eða synjunar og öðmm hálftíma síðar hafði Reagan lagt hana fyrir Mikhail Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna. Þessar upplýsingar um sérstæð- asta leiðtogafund stórveldanna komu fram í samtölum við banda- ríska og sovéska embættismenn, sem þátt tóku í Reykjavíkurfundin- um. Þau og athugun á tillögum Gorbachevs, sem nú hafa verið birt- ar opinberlega, benda til, að Sovétmenn hafi verið miklu betur undir fundinn búnir en Bandaríkja- mennimir og að þeir síðamefndu hafi verið fúsari en menn gerðu sér áður grein fyrir til að sjóða saman á staðnum nýjar tillögur. Þáttaskil Líklegt er, að með Reykjavíkur- fundinum hafi verið mörkuð nokkur þáttaskil þótt ekki sé enn vitað hvert framhaldið verður. Ekki fer á milli mála, að þar áttu sér stað merkilegustu og kannski umdeilan- legustu viðræður, sem fram hafa farið á milii leiðtoga tveggja stór- velda á okkar tímum. í 15 klukku- stunda viðræðum skiptust þeir Reagan og Gorbachev á tillögum um að uppræta flest ef ekki öll kjamorkuvopn, fullkomnustu vígtól, sem upp hafa verið fundin, og sjálfan grundvöll alþjóðlegra áhrifa og valds á kjamorkuöld. Þetta gerðu þeir á mjög persónuleg- an hátt og með lítilli þátttöku aðstoðarmanna sinna eða banda- manna. í Bandarílq'unum og öðrum aðild- arríkjum Atlantshafsbandalagsins hafa viðbrögðin við Reykjavíkur- fundinum verið mikil. Bandamenn Bandaríkjanna eru óánægðir með, að Reagan skyldi vera fús til að afskrifa eldflaugamar, sem margir þeirra telja nauðsynlegar öryggi sínu, og margir bandarískir emb- ættismenn og stjómmálamenn hafa gagnrýnt forsetann fyrir að leggja fram óundirbúnar tillögur, tillögur, sem hann síðar mundi ekki alveg í hveiju voru fólgnar. Lítill undirbúningur Ólíkt því, sem verið hefur með fyrri leiðtogafundi stórveldanna, var efnt til Reykjavíkurfundarins með aðeins viku fyrirvara og undir- búningur Bandaríkjamanna var í algjöm lágmarki. Fyrir fundinum lá engin samþykkt dagskrá og ekki var skipst á upplýsingum um þá, sem til fundarins kæmu. Raunin var sú, að Sovétmenn komu til hans birgir af vel unnum tillögum en Bandaríkjamennimir vom næstum tómhentir. Reagan og aðstoðarmenn hans komu til Reykjavíkur í þeirri trú, að mestur tíminn færi í að semja um meðaldrægu eldflaugamar í Evrópu og kjamorkuvopnatilraunir, um mál, sem sovéskir embættis- menn höfðu lagt mikla áherslu á í viðræðum við bandaríska embættis- menn í ágúst og september. Á fyrsta fundinum með Reagan, á laugardagsmorgni þann 11. okt- óber, skýrði Gorbachev strax frá því, að hann væri kominn til að ræða miklu umfangsmeiri mál en mennimir úr Hvíta húsinu höfðu búist við. Eftir að þeir leiðtogamir höfðu ræðst einir við í 51 mínútu komu inn í herbergið þeir Shultz og Shevardnadze og þá las Gorbac- hev upp úr þriggja síðna skjali þar sem komið var inn á hvert einasta atriði, sem til umræðu var á Genfar- fundunum. Skjalið, sem var afhent Banda- ríkjamönnum í enskri þýðingu, var nokkurs konar vegvísir, sem Reag- an og Gorbachev skyldu láta í hendur utanríkisráðherranna. Þar var kveðið á um, lið fyrir lið, þær „meginreglur", sem Shultz og She- vardnadze skyldu hafa að leiðarljósi í víðtækum samþykktum og samn- ingum, sem leiðtogamir skrifuðu síðan undir í væntanlegri Was- hingtonheimsókn Gorbachevs. Tillögur Gorbachevs Tillögur Gorbachevs voru mjög víðtækar. Helmingsfækkun lang- drægra eldflauga, eyðing allra meðaldrægra eldflauga í Evrópu og nýjar viðræður um bann við kjam- orkuvopnátilraunum. I fyrstu tillög- um sínum féllst sovéski leiðtoginn einnig á, að í samningum stórveld- anna yrðu bresku og frönsku eld- flaugamar undanskildar og að fækkað yrði stærstu og öflugustu eldflaugum Sovétmanna á landi. Hvorstveggja þessa höfðu Banda- rílq'amenn lengi krafist. Gorbachev lagði einnig til, að staðið yrði við ABM-gagneldflauga- samninginn í 10 ár enn og að rannsóknir á geimvamaáætluninni yrðu mjög takmarkaðar og tilraunir einskorðaðar við rannsóknastofuna. Eðli þessara tillagna sýndi, að Gorbachev ætlaði sér að krefiast takmarkana á vamargetu, nokkurs, sem Reagan ætti erfitt með að kyngja, sem endurgjalds fyrir samninga um fækkun árásarvopna. „Hann hefur lagt fram fjöldann all- an af tillögum en ég er hræddur um, að það sé SDI (geimvamaáætl- unin), sem hann vill fá í netið," sagði Reagan við ráðgjafa sína þeg- ar hann hafði skoðað tiilögur Gorbachevs. Á laugardagskvöldi hófu sér- fræðingar beggja þjóðanna viðræð- ur, sem stóðu alla nóttina, og komu sér saman um nýjar takmarkanir á fjölda meðaldrægra og langdrægra vopna. Sovétmenn gáfu meira eftir að þessu leytinu, stungu t.d. upp á, að langfleygar sprengjuflugvélar yrðu taldar með öðrum hætti, sem auðveldaði Bandaríkjamönnum að halda því forskoti, sem þeir hafa á þessu sviði. Sérfræðingamir greiddu fyrir því, að Reagan og Gorbachev gætu samþykkt að fjarlægja allar meðal- drægar eldflaugar frá Evrópu og takmarka þær við 100 í Asíuhluta Sovétrílq'anna. Þeir vom einnig nærri því að ná samkomulagi um óljósa jrfirlýsingu um bann við kjamorkuvopnatilraunum en hins vegar gekk hvorki né rak í viðræð- unum um ABM-samninginn og vamarvopn. Fundurinn á sunnudagsmorgni, sem átti að vera sá síðasti, strand- aði á þessu máli. Hann stóð 90 mínútum lengur en fyrirhugað var, til kl. hálf tvö eftir hádegi, og leið- togamir ákváðu að hittast aftur klukkan þijú. Þegar Reagan fór til hádegis- verðar kallaði Shultz á sinn fund fimm æðstu mennina í bandarísku samninganefndinni. „Við erum komnir að mjög erfiðum þröskuldi," sagði hann og skýrði frá því, að nú væri það geimvamaáætlunin, sem allt snerist um, og að Reagan væri ákveðinn í að kasta henni ekki fyrir róða. ABM-samningurinn Bandaríkjamennimir höfðu enga áætlun um viðbrögð við kröfunni um að ABM-samningurinn skyldi gjlda í 10 ár enn og ekki stundaðar aðrar tilraunir en hann leyfði sam- kvæmt strangasta skilningi. Shultz og ráðgjafar hans, þeir Poindexter, Perle, Linhard, Paul H. Nitze og Max Kampelmann, höfðu líka lítinn tíma til að ræða saman áður en Shevardnadze og ráðgjafar hans komu til nýs fundar. Hann hófst með því, að Shultz fór að tala um ýmis smámál, sem enn voru ófrágengin, en haft er eftir einum Bandaríkjamannanna, að þá hafi Shevardnadze tekið af honum orðið. Sovéski utanríkisráð- herrann sagði, að „það er eitt mál, sem við þurfum að afgreiða - hvort forsetinn er reiðubúinn að sam- þykkja, að staðið verði við ABM- samninginn í 10 ár enn og ákvæðum hans fylgt út í ystu æsar“. Sagði Shevardnadze, að semdist um þetta væri hægt að leysa önnur mál, ella „verður ekki samkomulag um eitt eða neitt“. Tillaga um lausn Við annan enda borðsins voru þeir Linhard og Perle á hljóðskrafi og skrifuðu eitthvað hjá sér meðan Shevardnadze talaði. Eftir eina eða tvær mínútur létu þeir blaðið ganga til Poindexters, sem las það og af- henti Shultz. Utanríkisráðherrann las það vandlega og sýndi það síðan Nitze og Kampelmann. Enginn Bandaríkjamannanna gerði athuga- semd við innihaldið. „Þið hafið séð okkur við skriftir héma megin borðsins," sagði Shultz við Sovétmennina. „Það er tilraun nokkurra okkar til að leysa þennan erfiða hnút.“ Shultz bætti því við, að hann hefði ekki umboð Reagans forseta til að kynna þessa hugmynd - „og þegar hann fréttir þetta er viðbúið, að hann lemji mig“ - en hann kvaðst þó tilbúinn til þess að því tilskildu, að um væri að ræða óopinbera tillögu. Shultz las nú upp tillöguna, sem var á þá leið, að ABM-samningurinn gilti í fimm ár enn og að á sama tíma yrði langdrægum kjamorku- eldflaugum fækkað um helming. Hann nefndi ekki sérstaklega hvað í því ætti að felast að standa við samninginn en sú skilgreining skiptir þó miklu máli. Bandaríkja- stjóm hefur frá árinu 1985 túlkað hann þannig, að hann leyfði næst- um ótakmarkaðar rannsóknir og MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 29 Frá viðræðunum í Höfða. Nú liggja fyrir upplýsingar um það, hvemig viðræðumar þróuðust stig af stigi, þar til þeim lauk á þann veg, að Reagan lokaði skjalamöppu sinni og stóð upp. tilraunir með geimvamavopn, en í því efni hafa Sovétmenn verið á öndverðum meiði. Framlengja mætti ABM-samn- inginn um önnur fimm ár, sagði Shultz, ef sá tími yrði notaður til að uppræta allar langdrægar kjam- orkuflaugar, sem þá væm eftir. Að liðnum þessum tíu ámm, þegar búið væri að eyða öllum árásareld- flaugum, væri hvor þjóðin um sig fijáls að því að koma upp gagneld- flaugakerfi. Þessi tillaga, Linhard-Perle- hugmyndin, er tilbrigði við fyrri tillögur eða hugmyndir, sem ræddar hafa verið innan Bandaríkjastjómar og við Sovétmenn. í júlí í fyrra urðu Reagan og aðstoðarmenn hans sammála um að stinga upp á, að staðið yrði við ABM-samninginn í sjö og hálft ár og að heimilt væri að þeim tfma liðnum að koma upp gagnflauga- kerfi. Er það eitt meginatriði tillög- unnar, að sú þjóð, sem vill koma upp slíku vamarkerfi, verður að leggja fram áætlun um útrýmingu allra árásareldflauga. Ekki var kveðið á um nein tíma- mörk í þessari fyrstu „núlllausn" en haft er eftir háttsettum embætt- ismanni, að hún sé komin frá Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra, og aðstoðarmönnum hans. Reykjavíkurtillagan gekk miklu lengra en júlíútgáfan. Ollum fyrir- vömm og takmörkunum var kastað út f hafsauga. í Perle-Linhard-til- lögunni er skýrt tekið fram, að öllum eldflaugum skuli eytt á 10 ámm og að hvomg þjóðin skuli á þeim tíma koma sér upp geim- vömum. Shevardnadze svaraði Shultz og kvaðst efast um, að Gorbachev féll- ist á tillöguna, einkum vegna þess, að hún heimilaði geimvamir aið tíu ámm liðnum. Hann sagði þó, að sögn eins Bandaríkjamannsins, að tillagan væri þess virði að vera könnuð nánar. Með þessum orðum lauk fundi utanríkisráðherranna. Reagan var nú kominn aftur í Höfða til sfðasta fundar síns með Gorbac- hev og Bandaríkjamennimir skutu á húsfundi. Húsfundur Bandaríkja- manna Poindexter tók fyrstur til máls á þessum fundi Bandaríkjamannanna og skýrði frá því, að Shevardnadze hefðu verið kynntar nýjar hug- myndir, bráðabirgðatillögur, sem forsetinn hefði enn ekki samþykkt. Er þessi frásögn höfð eftir banda- rískum embættismanni, sem sagði, að aðstoðarmönnum Reagans hefði greinilega verið það ofarlega í huga, að þama var komið að viðkvæmu máli, takmörkunum á geimvamaá- ætluninni. „Poindexter og Shultz fóm mjög varlega í sakimar," sagði heimildar- maðurinn. „Á þessari stundu virtist Reagan mjög þrákelknislegur mað- ur, sem fara varð að með gát.“ Reagan spurði nú hvort hann skildi það rétt, að tillagan fæli í sér útrýmingu allra sovéskra eldflauga af gerðinni SS-18, „risanna", sem oft em sagðir helsta ógnunin við bandarísku eldflaugamar á landi og um borð í kafbátum. Var honum sagt, að svo væri. Þar með hefur eðli og inntak ógnunarinnar við Bandaríkin breyst nokkuð, sagði Reagan og virtist með þeim orðum vera að réttlæta fyrir sjálfum sér töfina á uppsetningu geimvama- kerfísins. „Mér finnst tillagan frumleg," sagði Reagan en hafði þó nokkrar efasemdir um, að hún væri fram- kvæmanleg. Hann sneri sér að Perle og spurði hvort Bandaríkjamenn' gætu eytt öllum kjamorkueldflaug- um á svo skömmum tíma. „Ég tel svo vera," svaraði Perle. Reagan virtist fullur áhuga á til- lögunni en sagði ekkert um hvort hann ætlaði að leggja hana form- lega fram því á þessari stundu opnuðust dymar og Gorbachev gekk inn. Reagan fór til síðasta fundarins með sovéska leiðtoganum og hafði með sér tillöguna á sama pappírsblaðinu og hún hafði verið hripuð á fyrir klukkutíma. í fylgd með þeim voru aðeins utanríkisráð- herramir, túlkar og ritarar. Lokafundurinn Segja má, að á síðasta fundi leið- toganna hafi þeir troðið alveg nýja og ókunna stigu. í stað þess að ræða um helmingsfækkun kjam- orkuvopna - hugmynd, sem virtist með öllu fráleit fyrir ekki löngu - lagði Reagan formlega til, að öllum árásareldflaugum yrði eytt á 10 árum. Gorbachev svaraði með ann- arri tillögu um, að öllum „árásar- vopnum" yrði eytt á sama tíma en með því var átt við, að stýriflaugar og langfleygar sprengjuflugvélar yrðu taldar með eldflaugunum. Einhvem tíma á þessum fundi, samkvæmt opinberum yfirlýsingum bæði í Washington og Moskvu, kvaðst Gorbachev vera fús til að eyða öllum kjamorkuvopnum, þ.m. t. skammdræg vopn og sprengjur, sem varpað er úr flugvélum, og Reagan svaraði því til, að útrýming kjamorkuvopna hefði alltaf verið sitt markmið. Að Reykjavíkurfundinum loknum risu um það deilur, hvað leiðtogam- ir hefðu í raun sagt og samþykkt. Sovétmenn halda því fram, að Re- agan hafði sagst reiðubúinn að semja um útrýmingu allra kjam- orkuvopna og að það orðalag hafi hann einnig notað í viðræðum sínum við frammámenn Banda- ríkjaþings þegar heim var komið. Bandarískur embættismaður, sem rætt hefur við Reagan um þessi mál og kannað hvað leiðtogunum fór á milli, segir, að fyrir Reagan hafi „ekki vakað að semja um út- rýmingu allra kjamorkuvopna á 10 árum“ þótt hann hafi verið hlynntur slíkri útrýmingu á löngum og ótii- greindum tíma. Eftir rúmlega klukkustundar langan, árangurslausan fund tóku leiðtogamir sér hvfld til að ráðfæra sig við sérfræðinga sína. Reagan sagði aðstoðarmönnum sínum að gera smávægilegar breytingar á tillögum Bandarílq'amanna en án þess að hrófla við meginstefnunni. Bandariska tillagan endurskoðuð fól í sér eina umtalsverða breyt- ingu. Hún var sú, að eftir að hafa fylgt ABM-samningnum í 10 ár enn mætti hvor þjóðin um sig koma upp gagneldflaugakerfi, gæti í raun sagt upp samningnum „nema um annað semdist". Bandaríkjamenn höfðu raunar áður lagt til, að hvor- ir um sig gætu „komið upp vamar- kerfí" að vild eftir 10 ár. Þegar fundurinn hófst aftur tók Gorbachev skýrt fram, að hann féll- ist á hvorugt orðalagið og var afstaða hans sú, að þjóðimar stæðu áfram við ABM-samninginn, jafnvel lengur en í 10 ár. Ræddi hann að- eins um það eitt að takmarka rannsóknir, þróun og tilraunir með geimvamir. Tillaga hans frá því á laugardagsmorgni var um, að þessi atriði öll yrðu takmörkuð við „rann- sóknastofur". Fór Gorbachev fram á, að Reagan samþykkti þessa kröfu þegar í stað. Reagan svaraði og sagði, að þetta deilumál um takmarkanir á tilraunum með geimvamir skyldi fengið sérfræðingum þjóðanna í Genfarviðræðunum til umfjöllunar og það síðan leyst á leiðtogafundi í Washington. Gorbachev var ekki sammála. „Það þarf bijálæðing til að fallast" á rannsóknir og tilraunir með geim- vamir á sama tíma og verið er að fækka árásarvopnum sagði hann síðar þennan sama dag. Klukkan var langt gengin í sjö um kvöldið en fundinum hafði átt að ljúka um hádegi. Leiðtogamir tveir rökstuddu sitt mál af fullum þunga, með sitt valdamikla emb- ætti að bakhjarli. Viðræður þeirra snemst aðeins um þessi orð: „Til- raunir á rannsóknastofu." Báðir skildu þeir, að þessi orð höfðu miklu víðtækari merkingu - nýtt vígbún- aðarkapphlaup í geimnum að áliti Sovétmanna, fyrirheit um vöm gegn kjarnorkuárás í augum Reag- ans. Gorbachev lýsti því loks yfir, að sögn bandarísks heimildarmanns, að hann gæti ekki fallist á tilraunir með geimvamir utan rannsókna- stofunnar. Reagan svaraði með því að loka skjalamöppunni og standa á fætur. Fundinum var lokið. Tímamótaviðburður Á þeim mánuðum, sem liðnir em frá Reykjavíkurfundinum, hafa Bandaríkjamenn og Sovétmenn sakað hvorir aðra um að falla frá þeim jfírlýsingum, sem þar vom gefnar. Háttsettum bandarískum og sovéskum embættismönnum hefur heldur ekki tekist að skapa það andrúmsloft, þann samnings- gmndvöll, sem augljóslega var fyrir hendi áður en viðræðumar í Reykjavík fóm út um þúfur. Þrátt fyrir það var Reykjavíkur- fundurinn tímamótaviðburður. Afstaða leiðtoganna til langdrægra og meðaldrægra vopna færði þjóð- imar í raun í átt að mjög mikilvægu samkomulagi. Vilji þeirra til að fjalla um takmarkanir á rannsókn- um og tilraunum með geimvamir lagði gmnninn að hugsanlegum samningi síðar meir. Með viðræðunum leiðtoganna um að útrýma öllum lqamorkuflaugum eða jafnvel öllum kjamorkuvopnum var reist varða, sem annaðhvort vísar okkur veginn fram á við eða aftur til aukinnar tortiyggni. Af- ieiðingar Reykjavíkurfundarins em og munu verða víðtækar. Höfundur er blaðamaður lyá bandaríska blaðinu Washington Post. Einkaréttur: Morgunblaðið. Reykjahlíð við Mývatn: 2 aðilar vilja byggja hótel PÉTUR Snæbjörnsson, hótel- stjóri á Húsavík, hefur sótt um að fá land undir hótelbyggingu í landi Reykjahliðar í Mývatns- sveit. Jón Illugason, fram- kvæmdastjóri Eldár hf. í Mývatnssveit, hefur einnig sýnt áhuga á byggingu hótels á jörð- inni. „Ég held að það verði ekkert úr hótelbyggingu að sinni," sagði Pét- ur í samtali við Morgunblaðið. „Aðalskipulag Skútustaðahrepps var samþykkt í júní í fyrra og em hótelbyggingar ekki á skipulags- skrá. Umsóknin þarf að fara fyrir Náttúruvemdarráð, Skipulag ríkis- ins og sveitarstjóm Skút.ustaða- hrepps þannig að þetta verður ekki gert í hvelli, en ég sendi umsóknina inn fyrir helgi," sagði Pétur. Teikning hótelbyggingarinnar gerði ráð fyrir 45 tveggja manna herbergjum auk veitingaaðstöðu fyrir gesti hótelsins. í ráði var að hafa hótelið aðeins opið jfír sumartí- mann. Fyrirhugað var að bygging hótelsins tæki aðeins þijá mánuði og opnað yrði nú í byijun sumars. „Við emm nokkrir ungir og hressir menn, sem stöndum að baki um- sókninni, en landsfeðumir hafa gefið okkur nokkrar föðurlegar ábendingar um að ungir menn skyldu ekki ana út í neitt sem þeir vissu ekki hvað væri. Umsóknin er hjá hreppsnefndinni, en við ræddum sjálfír við Landeigendafélag Reykjahlíðartil að beija málið hrað- ar í gegn, án árangurs." Jón Pétur Líndal, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, sagði í samtali við Morgunblaðið að brejrting á aðalskipulagi tæki að minnsta kosti sex vikur svo hann væri svartsýnn á að þeir félagar gætu byggt hótel á þeim tíma sem þeir hefðu ætlað sér. Hinsvegar fannst honum ekki fráleitt að bæta tveimur hótelum við í Mývatnssveit, en þó ætti mál- ið eftir að skoðast betur. Morgunblaðið/Ingólfur Vilhjálmur Björnsson Sjálfstæðis- flokkurinn opnar kosn- ingaskrifstofu Eskifirði. KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Austurlandskjördæmi opnaði nýlega kosningaskrif- stofu sina að Strandgötu 12 á Eskifirði. Kosningabaráttan vegna kom- andi alþingiskosninga er nú óðum að fara í gang á Austurlandi og er þetta þriðja kosningaskrifstofan sem opnar í kjördæminu, en áður hefur Alþýðuflokkurinn opnað skrifstofur á Egilsstöðum og á Fá- skrúðsfirði. Starfsmaður á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins á Eskifírði er Vilhjálmur Bjömsson. Ingólfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.