Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 Snörp orðaskipti á Alþingi um höfundarrétt á tillögum og góða siði þingmanna: Tvær sams konar tillögnr um lífeyrismál á þingi Seinni tillagan flutt af formanni nefndar þar sem fyrri tillagan hefur ekki fengist afgreidd mánuðum saman TIL SNARPRA orðaskipta kom í sameinuðu þingi í gær eftir að dreift hafði verið þingsályktun- artillögu frá Gunnari G. Schram og þremur öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um lífeyris- réttindi þeirra sem sinna heimil- is- og umönnunarstörfum. Tillaga sama efnis frá Jóhönnu Sigurðardóttur (A.-Rvk.) og Kol- brúnu Jónsdóttur (A.-Nv.) sem iögð var fram í þingbyijun hefur ekki fengist afgreidd í félags- málanefnd sameinaðs þings, þar sem Gunnar G. Schram er form- aður. Það var Eiður Guðnason (A,- VI.) sem kvaddi sér hljóðs um þingsköp til að vekja athygli á þessu atriði. Hann benti á, að tillaga þeirra Jóhönnu og Kolbrúnar hefði komið fram 15. október s.l. og ve- rið tekin til fyrri umræðu en síðan vísað til félagsmálanefndar samein- aðs þings. Reynt hefði verið að fá hana afgreidda úr nefndinni, en því hefði verið borið við að málið væri í athugun hjá þingflokki sjálfstæð- ismanna. Nú hefði formaður nefndarinnar hins vegar lagt fram MMnd Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Skreipur, háll ’ann er sem áll Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknar- manna, varð fimmtugur í gær. Hann sinnti þingstörfum með sama hætti og venjulega, enda hafði hann gert sér dagamun á heimaslóðum fyr- ir norðan um helgina Páli bárust margar kveðjur og árnaðaróskir í tilefni dagsins og meðal annars eftirfarandi frá skólabróður sínum i Menntaskólanum á Akureyri, Halldóri Blöndal, þingmanni Sjálfstæðisflokksins: Skreipur, háll 'ann er sem áll. Oft er gáli á Húnvetningi. Er aðsjáll en síður þjáll. Situr Páil hér fast á þingi. tillögu sem væri nánast samhljóða. Hér væri sérkennilega að verki staðið og ástæða til að benda á það. Þingmaðurinn spurði, hvort ekki væri skynsamlegra að afgreiða hina fyrri tillögu úr því að samstaða væri um efnisatriði, heldur en að taka hina síðari fyrir, enda ynnist vart tími til þess. Guðrún Helgadóttir (Abl.- Rvk.) kvaðst sitja í félagsmála- nefnd sameinaðs þings ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur og Gunnari G. Schram. Margsinnis hefði verið reynt að fá tillögu Jóhönnu af- greidda úr nefndinni; síðast hefði verið spurt um það á mánudaginn og þá verið sagt að það væri í at- hugun. Guðrún sagði, að það kæmi stundum fyrir að mál stjómarand- flutt á þessu þingi og fyrri þingum um umboðsmann Alþingis, sem nú hefði verið samþykkt sem stjómar- fmmvarp efnislega lítt frábmgðið sínu fmmvarpi. Gunnar G. Schram kvað sjálfsagt að félagsmálanefnd sameinaðs þings fjallaði um báðar tillögumar um lífeyrisréttindin í einu lagi og að kannað yrði hvort flutningsmenn kysu að sameina þær í eina tillögu eða legðu til annan hátt á af- greiðslu málsins. Kvaðst hann mundu beita sér fyrir þessu sem formaður nefndarinnar. Páll Pétursson (F.-Nv.) sagðist hafa flutt efnislega sams konar til- lögu á fyrri þingum og kvaðst hafa hætt við endurflytja hana þegar hann sá tillögu Jóhönnu og Kol- Sþ. 49. Tillaga til þingsályktunar um lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks. Flm.: Jóhanna Siguröardóttir, Kolbrún Jónsdóttir. [49. mál] Alþingi ályktar aö fela fjármálaráöherra að beita sér fyrir því aö þeim, sem eingöngu sinna hcimilisstörfum, veröi tryggö lífcyrisrcttindi eigi síðar en 1. júní 1987. Sérstaklega skal athuga aöild þcirra aö Söfnunarsjóöi lífeyrisréttinda. Tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur og Kolbrúnar Jónsdóttur um lífeyris- réttindi heimavinnandi fólks. Tillagan kom fram fram 15. október í fyrra. Sþ. 959. Tiilaga til þingsályktunar um undirbúning lífeyrissjóösréttinda þeirra sem sinna heimilis- og umönnunarstörfum. Flm.: Gunnar G. Schram, Pétur Sigurösson, Salome Þorkelsdóttir, Kristín S. Kvaran. Alþingi ályktar aö fela ríkisstjórninni aö láta kanna meö hvaöa hætti sé unnt aö koma á lífeyrisréttindum þeirra sem sinna heimilis- og umönnunarstörfum og leggja tillögur um þaö efni fyrir Alþingi fyrir 1. febrúar 1988. Tillaga Gunnars G. Schram o.fl. um lífeyrissjóðsréttindi þeirra sem sinna heimilis- og umönnunarstörfum. Tillagan kom fram á Alþingi í gær. stöðuþingmanna væru tekin upp af stjómarliðinu án þess að hinir fyrr- nefndu fengju heiðurinn af þeim. Vissulega væri ástæða til að fagna því þegar góð mál kæmust í höfn, en spumingin væri sú, hvort stjóm- arandstöðuþingmenn ,væru rétt- lausir í þessu efni. Hún átaldi það harðlega, að þess væri ekki getið í greinargerð Gunnars G. Schram o.fl. að sams konar mál lægi fyrir þinginu og beindi þeirri spumingu til forseta sameinaðs þings, hvort forsetar þingsins hefðu ekki vald til að koma í veg fyrir að þingmenn tækju upp og gerðu að sínum ná- kvæmlega sömu mál og þegar lægju fyrir þinginu. Gunnar G. Schram (S.-Rn.) kvaðst skilja vel að Guðrúnu Helgadóttur og fleiri þingmönnum þætti miður að öll sem þeir flyttu fengju ekki endanlega afgreiðslu í þingnefndum. En þetta væri al- gengt og af því hefðu flestir þingmenn reynslu, þ.á m. hann sjálfur. Gunnar kvað það rétt að tillaga sín um lífeyrisréttindi heima- vinnandi fólks væri ekki nýmæli í þingsölum heldur hefði því verið hrejrft fyrr á þessu þingi og hinu síðasta, enda væri hér á ferð hið þarfasta mál. Auk sinnar tiilögu lægi fyrir tillaga Jóhönnu Sigurð- ardóttur og frumvarp frá þing- mönnum Kvennalistans sem væri eldra en tillaga Jóhönnu. Það væri ekkert einstakt að þingmenn bæru fram tillögur um áþekk mál eða sama málið. Hann nefndi í því sam- bandi frumvarp, sem hann hefði þetta frumvarp nú og gera það að lögum. Hún sagðist samsinna því, sem sagt hefði verið, að ekki virtist sama hvaðan gott kæmi. Það undr- aði sig líka hvað þingmenn virtust lítt kynna sér hvaða mál hefðu þeg- ar komið fram. Það virtist viðtekin venja að hundsa mál er kæmu frá stjómarandstöðunni. Jóhanna Sigurðardóttir (A.- Rvk.) kvað það rétt hjá Eiði Guðnasyni að hún hefði ítrekað reynt að fá tillögu sína afgreidda frá félagsmálanefnd. Hún sagðist hafa haft um það góð orð frá Gunn- ari G. Schram að málið fengi afgreiðslu, en hann hefði talað um að það þyrfti að athuga það betur hjá Sjálfstæðisflokknum. Síðan hefði hann sjálfur lagt fram tillögu sem væri efnislega samhljóða til- lögu sinni og Kolbrúnar Jónsdóttur. Þetta væru einkennileg vinnubrögð. Og vegna orða Páls Péturssonar minnti hún á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hún hreyfði lífeyris- málum heimavinnandi fólks á Alþingi. Það hefði hún gert alla tíð síðan hún tók þar sæti. Það væri gleðilegt að samstaða virtist um málið, en í ljósi þess að tillaga Gunnars G. Schram væri ekki einu sinni komin á dagskrá og eftir væri að vísa henni til nefndar lægi beinast við að afgreiða tillögu sína eina og það fyrir þingslit. Eiður Guðnason (A.-Vl.) kvaðst ekki geta orða bundist eftir ræðu Gunnars G. Schram. Sér hefði of- boðið gersamlega málfutningur hans. Það væri ekki sama, hvort tvö þingmál um sama efnið kæmu fram sömu dagana eða hvort mál kæmi fram í þingbyijun og formað- ur viðkomandi þingnefndar gerði það að sínu í lok þingsins eins og hér hefði gerst. Slík vinnubrögð hefðu ekki tíðkast á Alþingi áður. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir (Kl.-Rvk.) sagði að hér hefði ekki verið farið eftir mannasiðum. Menn ættu ekki að nýta sér verk og hugmyndir annarra nema láta þess getið, en það hefði Gunnar G. Schram ekki gert. Hún hvatti til þess að lífeyrisréttindi heima- vinnandi fólks yrðu tekið fyrir áður en þingi yrði slitið og málið afgreitt. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs þings, hafði síðasta orðið í umræðunum. Hann minnti á, að í þingsköpum væri talað um að þingmenn gætu tekið til baka þingmál sín ef þeir kysu, en þá mættu aðrir taka þau UPP og gera að sínum. Álykta mætti að í þessu fælist að þing- mönnum væri ekki heimilt að flytja sams konar tillögu og þegar væri komin fram. I raun og framkvæmd orkaði það hins vegar oft tvímælis hvað væri sams konar tillaga og enginn þingmaður hefði einkarétt á neinu máli. Engin ákvæði væru um það í þingsköpum að forseti hefði beinlínis rétt til að hindra flutning mála sem þegar væru fram komin nema þegar um fyrirspumir væri að ræða. Gera yrði þó ráð fyrir því að ef augljóslega væri ekki farið eftir eðlilegum reglum í þessu efni gæti forse'i tekið í taumana, þótt ekki væri nema með því að benda viðkomandi þingmanni á álitaefnið áður en þingmálinu væri útbýtt. En þá þyrfti forseti að hafa upplýs- ingar fyrirfram frá skrifstofu þingsins og í því tilviki sem hér væri rætt hefði ekki verið um slíkt að ræða. Ekki væri ástæða til að áfellast starfsmenn þingsins fyrir það, enda væri ýmislegt ólíkt í orða- lagi tillagnanna. í annarri væri talað um rikisstjóm, í hinni um fjár- málaráðherra; í annari væri talað um að „beita sér fyrir“ en í hinni „að kanna" og loks væri í annarri talað um þá sem „sinna heimilis- og umönnunarstörfum“ en í hinni um „heimavinnandi fólk." Þorvaldur Garðar Kristjánsson kvaðst vilja leggja áherslu á, að þingmenn virtu eignarrétt hvers annars í þessum efnum. Það hlyti að heyra til góðra siða. Hann kvað umræðumar gagnlegar, þar sem fjallað væri um gmndvallaratriði í góðum starfsháttum Alþingis. Hann sagðist treysta því að félags- málanefnd sameinaðs þings yrði kölluð sgiman til að ræða málið. brúnar. Hann sagðist vera ánægður með að þær hefðu uppgötvað að þama væri gott mál á ferð. Ekki væri framtak Gunnars G. Schram síður ánægjulegt því hann hefði nú endurendurflutt málið. Þingmaður- inn væri mjög hrifnæmur, því stundum léti hann prenta upp tillög- ur annarra og flytja sem sínar eigin. Páll lagði til, að þingmenn sameinuðust um málið og fluttu til- lögu um það á næsta þingi. Guðrún Helgadóttir (Abl,- Rvk.) kom aftur í ræðustól og gerði athugasemdir við málflutning Gunnars G. Schram. Hún sagði, að það væri út í hött að flytja nýja samhljóða tillögu um mál sem þeg- ar lægi fyrir þinginu. Samanburður Gunnars á þessum vinnubrögðum og frumvarpinu um umboðsmann Alþingis væri að því leyti rangur að í greinargerð stjómarfrumvarpsins væri saga málsins á Alþingi ýtar- lega rakin. Gunnar G. Schram hefði hins vegar ekki minnst einu orði á tillögu Jóhönnu og Kolbrúnar í greinargerð með tillögu sinni. Kristín Halldórsdóttir (Kl.- Rn.) sagðist taka eindregið undir gagnrýni á vinnubrögð í þinginu. Hún kvaðst fagna áhuga þing- manna á réttindamálum heimavinn- andi húsmæðra, en tillaga Gunnars G. Schram o.fl. væri ekki aðeins áþekkt þingmáli Jóhönnu Sigurð- ardóttur heldur einnig frumvarpi Kvennalistans um lífeyrisréttindi heimavinnandi húsmæðra, sem ekki hefði fengist afgreitt úr nefnd. Það væri þinginu til sóma að afgreiða Framtíð Þjóðhagsstofnunar: Stefán Benediktsson stendur með tillögu sjálfstæðismanna ALLSHERJARNEFND samein- aðs þings hefur sameinast um, að breyta litillega orðalagi á þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um Þjóðhagsstofnun, en efnis- lega er hún óbreytt. I hinni nýju gerð tillögunnar er ríkisstjórninni falið að endurskoða starfsemi Þjóðhagsstofnunar og meta hvort ekki sé hagkvæmt að fela öðrum verkefni hennar. At- hygli vekur, að meðal þeirra sem standa að þessari tillögu er Stefán Benediktsson, þingmaður Al- þýðuflokksins í Reykjavík. Þingmenn Alþýðuflokksins snerust mjög öndverðir hinni upphaflegu tillögu sjálfstæðismanna og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins gætir óánægju í þingflokki þeirra með afstöðu Stefáns Benediktsson- Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir ílokka: Fyrir kjördæmi: A.: Alþýðuflokkur Rvk.: Reykjavík Abl.: Alþýðubandalag VI.: Vesturland Bj.: Bandalag jafnaðarmanna Vf.: Vestfirðir F.: Framsóknarflokkur Nv.: Norðurland vestra Kl.: Kvennalisti Ne.: Norðurland eystra Kf.: Kvennaframboð Al.: Austurland S.: Sjálfstæðisflokkur Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.